Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 1
STUDENTA 9. TBL. 17. OKTOBER 1974 50. ÁRG. Stúdentarái tekur afskarii gegn Stúdentafélaginu " n Við Háskóla íslands starfar félag sem lítið lætut yfk sér, svonefnc Stúdentafélag Háskóla íslands. Fyrr á árum var þetta öflugt félag, nokkurs konar vett- vangur fyrir pólkíska starfserni og átök innan skólans. Arið 1971 afsalaði félagið sér þekri starfsemi til Stúdentaráðs og 1. desembernefndar, en nafnið var látið haldast yfir nefnd sem sjá skyldi um Vetrarfagnað og Rússagildi, tvo dansleiki sem venja er að halda á haustin. Klíka hægri manna við skólann lagði undir sig þennan dans- klúbb og hefur síðan varað sig vendilega Jl því að missa hann ekki.úr höndum sér. Þær aðferð- k sem beitt hefut verið í því skyni etu ekifaldlega að halda starfsemi klúbbsins leynilegri. Aðalfundk hafa ekki verið aug- lýstir fyrr en'. að þeim loknum. Þeim, sem þess hafa æskt, hefur verið neitað um upplýsingar um starfsemi og lög félagskis Síðastliðinn vetur ákvað stjórn Stúdentaráðs að afla sór upp- lýsinga um Stúdentsafélagið. Gekk það treglega, og fengust lög félagsins ekki fyrr en eftir langa mæðu. Þar upplýstist að aðalfundur skyldi haldinn í marsmánuði og auglýstur með viku fyrirvara. Áhngamenn um Stúdentafélagið fylgdust síðan með auglýsingatöflum skólans, en enga sáu þek auiglýsinguna, fyrr en þann 31. mars að lítill blaðsnepiU (stærð: 6,5x16 sm) fannst, þar sem Iesa mátti að aðalfundur skyldi haldinn 30. mars, þ.e. daginn áður. Sama dag bárust frértir um að í út- varpi og sjónvarpi hefði verið lesin yfklýsing frá Stúdentafé- lagi Háskóla Islands, þar sem 25 ára veru íslands í NATO var fagnað. Var nú Ijóst orðið að starf- semi „Stúdientafélagsins" er ó- þolandi klíkustaxfsemi. Nokkrir hægri sinnaðk laganemar nota þetta nafn til kúrekaleiks gegn vknstrimennsku í háskólanum. Þek þora ekki að auglýsa fundi á tilhlýðilegan hátt, af ótta við að vinstri menin mæti þar og svipti þá þessu leikfangi. Jafn- framt eru þeir svo óskammfeiln- k að senda frá sér yfklýskigu sem geogur þvert á skoðun alls Framhald á bls. 7. fskyggilegar horfur í lánamálum NÁMSMANN BÚAST TIL BARÁTTU AMTÖK Þúsundir námsmanna búa nú við óvissu um kjör sín. Hætta er á að námslánin, sem eru helsti framfærslueyrir flestra námsmanna í lang- skólanámi, verði minni að raungildi en undanfarin ár, og hefur þó gengið nógu illa að framfleyta sér á þeim. Núver- andi ríkisstjórn hefur boðað sparnað á flestum sviðum, og líkur benda nú til að hún muni láta þá stefnu gilda um kjör námsmanna. í síðasta tölublaði Stúdenta- blaðsins var skýrt frá fjárlaga- tillögum lánasjóðs, niðurstöðu- tölur þeirra eru í kringum 1200 milljónk. Samkvæmt upplýsing- um Stúdentablaðsios er hinsveg- vegar í tillögum fjármálraáð- herra gert ráð fyrk 606 millj- ónuni til Lánasjóðsins. Myndi sá tala þýða a.m.k. 25% skerðingu á raungildi lánanna, og er því í sjálfu sér fáránleg, en þó svo að þekri tölu fengist breytt, er erfkt að ímynda sér að Alþingi fáist til að tvöfalda jafn stór- an lið fjárlaga. Strax í sumar fóru niáms- mannasamtökin að huga að því hvernig verjast mætti kjararýrn- un, sem þá þegar lá í loftinu. Hafa nú samtök þeina sem kost eiga á lánum frá Lín, myndað sérstaka Baráttunefnd um námslán. Mun nefndin kynna málstað námsmanna gagnvatt ríkisvaldi og fiölmiðlum og veita niámsmönoum upplýsingar um gang mála. Hefur hún þeg- ar sent frá sér eitt dreifibréf, og sagk þar m.a.: Samkvæmt lögum skal stefnt að því að opinber aðstoð „nægi hverjum námsmanni til að standa straum af árlegum námskostnaði ..." — Lægsta upphæð sem Lánasjóður kæm- ist af með til að halda óbreyttu raungildi væri 809,8 millj. Samkvæmt tillögum fjármála- ráðherra (606 millj.) virðist stefnt að því að brotin verði lög um námslán og námsstyrki, sem segja að stefnt skuli AÐ fullnægjandi námsaðstoð, en tillögur ráðherra stefna FRÁ því marki. Námslán eru sérstæður liður í fjarlögum ríkisins að því leyti að þar skammtar ríkisvaldið á- kveðnum þjóðfélagshóp lífsvið- urværi. Verði stórfelld skerðing á kjörum, getur það orðið til þess að þeir námsmenn sem ekki njóta stuðnings r.ðstand- enda, verði að hrökklast 'úr námi eða veigri sér við að hefja langskólanám. Taflstaða námsmanna við rík- isvaldið er afar slæm, þar sem við höfum ekki það verkfalls- vopn sem verkalýðsfélögin hafa. Hitt er víst að öflugur þrýsting- ur námsmanna er það eina sem áhrif getur haft á ríkivsaldið, og úrslit lánamálanna nú eru fyrst og fremst undk því komiin, hversu vel námsmenn eru al- mennt á verði. Takist okkur jafnframt að kynna málstað okk- ar fyrir almenningi, getum við vænst öflugs stiiðnings þaðah, því að kröfur - okkar um full- nægjandi námsaðstöðu er ekki einvörðungu kjarakrafa okkar, heldur einnig þjóðfélagsleg rétt- lætiskrafa. gg Leiðari Stúdentablaðsins f jallar að þessu sinni um Iánamál — bls. 3. Framkvæmdir hafnar vii kjallara Garis Mérþykir vondur matur góiur spjallað viB matstofugestí um fœðið Stúdentablaðið ákvað um daginn að kanna, hvaða álits maturiim í Matstofu stúd- enta nýtur á meðal stúdenta. Sneri blaðið sér til nokkurra fastagesta og spurði þá álits. 1. stúdent: „Maturimi mætti vera betri." 2. stúdenf. „Hann er fyrir neðan allar hellur. Það má telja víst að það sé notað 2. flokks hráefni í hann." 3. stúdent: „Ég skal bara segja þér eitt, að óg svaf ekk- ert í nótt, heldur lá og kast- aði upp . . . Ég borðaði bixe- mat með eggi í gærkvöldi." 4. stúdent: „Vinur minn sem borðaði hér að staðaldri sagðist ekki geta hallmælt matnum hérna. „Mér þykir vondur matur góður," sagði hann. Annars er það bara einn matur, sem mér finnst verulega ólystugur hérna, og það er ef boðið er upp á karrýsúpu á mánudegi, þegar það hefur verið kjöt í karrý- sósu um helgina." 5. stúdent: „Látið ekki svona strákar, mér finnst maturinn góður hérna." 6. stúdent: „Allur matur hér hefur sérstakt bragð, sem gengur manna á meðal undir nafninu óbragð. Hallast ég helst að því að þetta sé sér- stök kryddtegund, sem notuð sé út á alla rétti." 4. stúdent: „Samkvæmt minni reynslu um þá sem verða að sækja fæði sitt á matsölustaði, þá hafa þeir allir gefist upp á að borða hér." 5. stúdent: „Ég hélt nú út að borða hér í allan fyrra- vetur ,og ég léttist ekki nema um 14 kíló." 1. stúdent: „Það er aðdá- unarvert, hversu vel þeim tekst að gera góðan mat vondan." 3. stúdent: „Hvað varð eiginlega af gömlu skúringa- konunni með gráa hárið? Við vitum það, við borðum hér, en við heimtum afdráttarlaust svar!" Framkvæmdir eru hafnar við kjallara Gamla Garðs, og er stefnt að því að þar verði full- gerð vistleg kaffistofa fyrir jól. Síðan matstofan flutti í Fé- lagsheimili stúdenta hefur fyrra húsnæði hennar í kjallara Gamla garðs staðið að mestu leyti ónotað. Þar hafa.drykkj- arföng verið framreidd á garðsböllum, og þess á milli hafa borðtennisáhugamenn haft þar aðstöðu. Fljótlega kom fram sú hugmynd að inn- rétta þar kaffistofu, enda mun Háskóli ísilands vera eini há- skóli veraldar, þar sem ekki er e. k. veitingastaður opinn að kvöldlagi. Stúdentablaðið, einkum, á meðan Einar Örn ritstýrði því, gerði kaffistofuna að einu helsta baráttumáli sínu. Hagsmunanefnd vann að þessu máli á síðasta ári, og í samvinnu við Félagsstofnun stúdenta var framkvæmdum hrundið af stað með því að heimta þúsundkall af hverjum stúdent til innréttinganna. 1 sumar fréttist svo að þetta væri eitt af „gömlum baráttu- málum Vöku", eins og öll þjóðþrifamál eru, eftir að á- kvarðanir hafa verið teknar um þau. Fyrir nokkrum árum lét Fé- Iagsstofnun gera teikningu að innréttingu, en skv. kostnaðar- mati hefði sú framkvæmd kost- að fleiri milljónir. í vor var hins vegar ákveðið að inn- heimta ákveðinn skatt af inn- ritunargjaldi hvers stúdents og freista þess að Ijúka fram- kvæmdum fyrir þær 2,5—3 milljónir sem þannig fengjust Settu Félagsstofnun og Stúd- entaráð á laggirnar nefnd sem sjá skyldi um framkvæmdir, og skipa hana Þröstur Ólafsson, Eva Benediktsdóttir og Sölvi Sveinsson. Ákvað hún að efna til samkeppni um innrétting- una, og skiluðu tveir menn teikningum. Fyrir valinu varð teikning Jóns Arnars Einars- sonar, og mun hann jafnframt hafa umsjón með framkvæmd- um. Salurimi: verður með bása- fyrirkomulagi. Veggir verða strigaklæddir, borð úr mát- steini, en rimlaþil aðskilja bás- ana. Kostnaður við innréttingu sjálfs salarins verður að öllum líkindum innan þess ramma, sem innritunargjöld leyfa, en óvíst er hvernig unnt verður að fjármagna nauðsynlegar lag- færingar á eldhúsi og klósett- um. Þar er þó varla um óyfir- stíganlegan þröskuld að ræða, og þess er að vænta að stúd- entar (og fileiri) geti innan fárra mánaða farið að venja komur sínar á vistlega kaffistofu. VETRARGLEBI STÚDENTARÁÐS verður haldin í Sigtúni föstudaginn 18. október Miðasala í byggingum Háskólans

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.