Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Blaðsíða 5
„Það er fáránlegt að ræða það hvort stúdentar sætti sig við að kjör þeirra verði skert". Sigurmar, Arnlín og Magnús. hef ekki trú á því að til sé sá maður sem ekki gæti pínt sig á- fram við nám, þótt námslánin væru skert, en það mundi kosta hann miklar hörmungar, og við höfum sem betur fer tækifæri til að búa betur að fólkinu en það. Berglind: Ef fjárveiting til Lána- sjóðs minnkar, held ég að eina ráð- ið væri að íhuga betur hverja umsókn. Ég er sannfærð um að margir, sem fá námslán, gætu fullkomlega spjarað sig án þess. Þó að það kosti mikinn mannskap, held ég að eina ráðið væri að meta betur hverja umsókn. Hlutverk stúdenta í þjóðíélaginu Sigurmar: Það er tiltölulega nýtt fyrirbæri að stúdentar og samtök þeirra hafi tekið þátt í þjóðfélags- umræðu sem þjóðfélagsþegnar. Innan háskóla og stúdentasamtaka var lengi aðeins talað um stúd- enta sem stúdenta og áhugamál stúdenta sem slíkra, en um miðj- an síðasta áratug breyttist eðli stúdehtahreyfingarinnar, og há- marki náði sú eðlisbreytnig 1968 til 1969. Þá fóru stúdentar að taka þátt 1 þjóðfélaginu Sem ábyrgír borgarar og skipta sér af öllu mögulegu. Hér á íslandi erú enn tvennar skoðanir á þessu, eða er það ekki? Markús: Ég er á allt annarri skoðun en að það hafi verið nýtt að stúdentar skiptu sér af þjóðfé- "kgsfrtátQm almennt. ¦ Sigurmar: Það sem ég álít nýtt er umfang þessara afskipta. Markús: Það tel ég rángt líka, og bendi þar á hlutverk hafnar- stúdenta í sjálfstæðisbaráttunni og hreyfingar í Þýskalandi í kringum 1850. Hins vegar tel ég að sá ágreiningur sem núna ríkir um afskipti stúdenta sé tæknilegs eðl- is. 1 Stúdentaráði hefur verið blandað saman tvenns konar mál- um. Annars vegar eru sértæk mál- hefur Stúdentaráð tekið að sór að vera skoðanafulltrúi stúdenta um miklu víðtækari mál en þau sér- tæku mál sem það til skamms tíma var algerlega helgað. Skoð- anaágreiníngur um mál fjarskyld stúdentum skaðar í mörgum tilvik- um starfsgetu ráðsins að mínu mati, og ég tel að á engan hátt sé skert frelsi manna til stjórn- málaafskipta, þótt þeir þurfi að velja sér annan grundvöll en Stúd- entaráð til pólitískra afskipta, og því væri réttast að skilja að hin sértæku hagsmunamál og almenn pólitísk afskipti stúdenta. Berglind: Ég tel að Stúdentaráð eigi að vera í forsvari fyrir allá „1 Stúdentaráði hefur verið blandað saman tvenns konar málum". Markús. efni stúdenta, sem tiltölulega lítill ágreiningur ríkir um. Hins vegar eru þau mál, sem stúdentar vilja vinna að, ekki af því að þeir eru stúdentar, heldur vegna þess að þeir hafa skoðanir. En á þessum málum eru gerólíkar skoðanir. Til skamms tíma var greint á milli þessara tveggja sviða, og ólík fé- lög höfðu með þau að gera. Nu Ólafur: Þú verður að gera þér grein fyrir því að þessi helmingur námsmasna erlendis sem er í Síne, eru virkir félagar. Það má segja að þetta sé miklu meiri þátttaka en hér við Háskóla Islands. Markús: Þegar ég var í mennta- skóla var það talin ein aðalfor- senda þess að hægt væri að ætlast til þess að menn væru almennt virkir, að starfsemi skólafélaganna væri ekki beint gegn þeim á á- kveðnum sviðum. Teldirðu ekki betra ef Síne væri fulltrúi allra namsmanna erlendis? Ólafur: Ég tel að svo sé. Sigurmar: Þú ert að reyna að hanka okkur á þvi að sá helming- Þátttakendur: Arnlín Óladóttir, formaður Stúdentaráðs. Markús K. Möller, formaður Vöku. Ólafur Karvel Pálsson, í stjórn Síne. Magnús S. Magnússon, varaformaður Verðandi. Berglind Ásgeirsdóttir, fulltrúi Vöku í Stúdentaráði. Sigurmar Albertsson, í stjórn Síne. Gestur Guðmundsson stýrði umræðum eftir því sem við var komið. stúdenta, og þar sem við getum búist við að á meðal þeirra sé að finna alls konar skoðana- Og trúarhópa í pólítík, getum við ekki leyft okkur að skrifa undir yfirlýsingar sem efu harðpólitlsk- ar í einhverja átt. Við eigum að fjalla um þau mál sem beinlínis snerta stúdenta eða eiga a.m.k. einhver tengsl við þá. Óláfur: Það er um beint orsaka- samhengi að ræða milli svo- nefndra hagsmunamála námsmanna og pólitískra mála, þar sem allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar af pólitiskum aðilum. Það er um tómt mál að tala að ætla að að- skilja hluti sem eru i eðli sínu samtvinnaðir. Ég held að sú hefð sem ríkti í Stúdentaráði þar til núverandi meirihluti tók við hafi markast af því að þeir sem ferð- inni réðu voru í grundvallaratrið- um sáttir við stefnu og form þjóð- félagsins. Þeir sáu sér þá náttúr- lega leik á borði að láta enga umræðu fara fram og um leið stinga upp i þá sem gagnrýna af- stöðu höfðu. Arnlín: Það kemur fram það sama og í Morgunstund barnanna, að þegár verið er að lesa upp sögur sem dásama það sem er, Siggu litlu í sVeitinni óg það allt, þá er það ekki talið pólitík. En ef fram kemur einhver gagnryni, þá er það pólitík. Ólafur: Það er líka pólitík að ræða ekki uvn pólitík. Síne og landhelgisbaráttan Sigurmar: 1 Síne er ekki lengur deilt um það að ^íne sem náms- mannaf61ag hreinlega eigi að skipta sér af öllum málum. Markíis: Má ég spyrja að því hve stór hluti námsmanna erlend- is er í Síne. Sigurmar: Um það bil helming- ur. Markús: Finnst ykkur ekki galli, að ekki skuli vera fleiri félagar í Síne? ur námsmanna erlendis sem er i Síne, séu bara þeir sem vilji skipta sér af pólitík. I fyrra þegar við vorurn kosnir í stjórn Síne, buðu sig fram fjórir menn sem ég vil skilgreina sem hægri menn. Eng- inn þeirra svaraði því neitandi að Síne ætti að skipta sér af pólitík, og þeir tóku afstöðu til allra mála sem þeir voru spurðir um. Það eru aðeins örfáir sem Vilja halda félaginu við að verja hags- muni námsmanna erlendis, sem námsmanna erlendis. Þegar fólk dvelur erlendis sér það hlutina í stærra sámhengi og skilur að ekki er hægt að taka hagsmunamál þeirra úr samhengi við allt þjóð- félagið. Við getum tekið sem dæmi landhelgisbaráttuna. Þá vofu Síne-félagar mjög virkir og stóðu fyrir mikilli kynningarstarfsemi og áróðri. Samkvæmt kenningunni um að Síne eigi ekki að skipta sér af póíitík, hefðum við ekki átt að gera það. Þarna fléttast þetta allt saman: stærri landhelgi þýðif meiri fisk handa íslendingum, meiri fisk- ur þýðir meiri peninga handa námsmönnum. í landhelgisbarátt- unni rekum við okkur á hluti sem heita heimsvaldastefna og stór- kapítalismi, og þar af leiðir að við berjumst gegn heimsvalda- stefnu og stórkapítalisma hvar sem við náum í þessi fyrirbæri. Markús: Ég hefði nú haldið að þjóðefniskennd ætti rikan þátt i þvi, hve margir vildu starfa í landhelgisbaráttunni. Sigurmar: Þjóðerniskennd er líka pólitík. Að skilja pólitík frá hagsmunum Markús: Þegar ég er á móti því að pólitískum málum sé kastað hömlulaust inn á vettvang Stúd- entaráðs, er það ekkí Vegna þess að ég sé andstæður því áð stúd- entar skipti sér af pólitík, heldur vegna þess að ég er á móti því að fara inn í Stúdentaráð með mál sem vekja andstæður og beinlínis skerða virkni ráðsins. Ég tel að á engan hátt sé skert frelsi manna til stjórnmálaafskipta, þótt þeir þurfi að velja sér annan grundvöll eða stofna ný félög. Ólafur: Þú virðist ætla stúdent- um að vera eins konar pólitískir kleifhugar i starfsemi sinni. Þeir eiga að sia burt alla pólitíska þætti í afstöðu sinni og skilja þá eftir heima, þegar þeir ætla að fara að ræða hagsmunamál. Ég varð hins vegar var við það áð- an, þegar þið Vökumenn rædduð hagsmunamálin, s.s. lánamálin, að afstaða ykkar í þeim blandast, ó- sjálfrátt ef ekki sjálfrátt, ykkar pól- itísku afstöðu. Þið eruð reiðubúin að vera vinsamleg við þá ríkis- stjórn sem nú er við völd, vegna þess að við efnahagsörðugleika er að etja. Ég leyfi mér að efast um að þið hefðuð verið svona vin- gjarnleg við síðustu ríkisstjórn. Gcstur: Stúdentaráð rökstyður baráttu sína fyrir viðunandi náms- lánum með því að þau séu jafn- réttismál. Mundi það ekki skemma fyrir okkar baráttumálum ef við neituðum að taka almenna afstöðu með þjóðfélagsjafnrétti? Væri það ekki ósamræmi ef við annars veg- ar styddum jafnrétti til náms, en neituðum hins vegar að taka af- stöðu gegn heimsvaldastefnu og stórkapítalisma? Markús: Deilan stendur ekki um það hvort stúdentar eigi að hafa pólitísk afskipti, heldur hvernig. Ég tel að engin marktæk rök hafi komið fram gegn þvi að hægt sé að greina á milli sértækra hags- munamála og almennt pólitískra mála. I tilefni af orðum Ólafs um kleifhugana vil ég segja að menn starfa á allt annan hátt innan Dagsbrúnar og innan pólitísku flokkanna. Menn hafa litið á það sem hneykslanlegan hlut ef Dags- brún og slík félög eru misnotuð í pólitískum tilgangi. Sigurmar: Bara sumir menn, en ekki aðrir. Ég segi fyrir mitt leyti að ég var eitt sinn kösinn í Stúd- entaráð sem vinstri maður og sósíalisti og í stjórn Síne á sömu forsendum, og til að vera sam- kvæmur sjálfum mér nota ég þess- ar stofnanir sem baráttutæki fyrir sósíalisma og gegn heimsvalda- , stefnu og stórkapítalisma . Markús: Telur þú það skaða virkni Síne og umboð þess t.d. gagnvart ríkisstjórninni, þeirri síð- ustu og núverandi? Sigurmar: Hvað áttu við með að skaða? Markús: Telurðu að það sé tek- ið minna eða meira mark á Síne í hagsmunabaráttu vegna þess að það skiptir sér af póitískkrí bar- áttu? Gestur: Er það hagsmunabarátta að koma sér vel við ríkisvaldið? Markús: Ég heíd að það sé að minnsta kosti hluti allrar hags- munabaráttu að eiga Viðræðu- grundvöll við þann aðila sem samstarf er við. Sigurmar: Ég held að spurning þín sé ekki rétt fram borin, af því að við höfum ekki samanburð, ég þekki ekki annað. Síne hefur alltaf skipt sér af pólitík og háð pólitíska baráttu. Danska íhaldsstjórnin Berglind: Á Stúdentaráðsfundi kom fram ályktun til stuðnings við danska róttæklinga, og þar var skotið inn setningu utn það að niðurskurður til menntamála og félagsmála væri dæmigerður fyrir íhaldsstjórn. Með þyí að skjóta inn svona setningu skapast ágrein- ingur sem eyðir miklu af fund- artíma ráðsins. Eftir kosningamar í vor komum við sitt úr hvorri áttinni til að vinna að hagsmuna- málum stúdenta. Við komum frá andstæðum fylkingum og vitum það, og eigum ekki að auka á- greininginn með svona málflutn- ingi. Sigurmar: Ef ég mætti ráðleggja stúdentum hér við skólann, þá myndi ég leggja til að þið breytt- uð kosningalögunum, þannig að sú fylking sem fengi meirihluta, tæki Stúdentaráð alveg, en hinir sætu fyrir utan. Bcrglind: Þetta er náttúrlega al- veg í samræmi við ykkar stefnu um þjóðfélagsbreytingar, — þar sé annað hvort af eða á. Ég held að það sé öllu meiri vilji á hægri vængnum til samkomulags. Varð- andi Síne, þá er helmingur náms- manna erlendis reiðubúinn að gangast inn á ykkar málflutning, en þið virðist ekki hafa löngun til að fá inn þann hluta sem stendur fyrir utan, með því að slá aðeins af. Arnlíii: Ég hef verið hér á skrif- stofunni í sumar, Berglind, og ég hef spurt það fólk sem er á leið tii náms erlendis, hvort það hygðist ganga í Síne. Svarið hefur í mörg- um tilfellum vefið: „Hvað græði ég á því? Hvaða afslátt fæ ég?" Þetta er fólk scm er alls ekki meðvitað um hagsmuni sína. Svo finnst mér að þú sem yfirlýstur lýðræðissinni, Berglind, ættir ekki að tala um danska slúdentasam- bandið sem róttæklinga, þar sem um er að ræða stjórn sem kosin er af meirihluta. Berglind: Það sem ég var að tala um var þessi innskotssetning um íhaldsstjórnir. Yfirlýsingin var alveg jafn góð, þó að ekki væri skotið inn þessu smásmugulega at- riði, sem vitað var að valda myndi klofningi. Gestur: Mér finnst það ekki vera smásmugulegt atriði að vara menn við íhaldsstjórnum almennt. Markús: Með þessari setningu var verið að gera þrennt: Það var verið að setja stimpil á stjórn Hartlings, sem glímir við gífur- lega efnahagsörðugleika á þeirra mælikvarða þótt þeir séu e.t.v. ekki miklir hjá því sem hér þekk- ist. f öðru lagi var verið að und- irbúa svipaðan stimpil á þá stjóm sem þá var í myndun hér. 1 þriðjá lagi var verið að gera vísvitandi tilraun til að setja okkur upp að vegg. Sigurmar: Það væri óskandi að danska stjórnin væri sjálfri sér samkvæm í sparnaði sínum gagn- vart stúdentum. Þeir voru að gefa stjórn Thieus 50 milljónir danskar. Gcstur: Ríkisstjórn Hartlings heitir ekki íhaidsstjórn á máli danskra stúdenta, heldur svart aft- urhald. Þeir leggja einmitt áherslu á að berjast gegn þessari stjórn og benda á hve hún er hættu- leg og slæm. Það getur verið að þeir glati trausti stjórnarinnar og viðræðugrundvöllur þeirra við hana versni. En þeir líta á það sem þess vert til þess að standa moð i þeirri hreyfingu sern vill koílvarpa stjóminni. Markús: Þetta finnst mér mjo"g lýsandi fyrir þá stefnu sem þið virðist vilja fylgja innan sfúdentá- hreyfingarinnar. Þið leggið meira upp úr þvi að berjast gegn á- kveðinni stjórn heldur ett að berj- ast fyrir hagsmunum stúdenta. Ég get ekki skilið orð þín öðru vísi. Gcstur: Danska stúdentasam- bandið litur svo á að hagsmunir stúdenta verði ekki betur tryggð- ir en með því að fella þessa stjórn, sem hefur skorið niður út- gjöld til námsaðstoðar ög mennta-' kerfisins almennt. Námsmannabylting — verkalýðsbylting Gestur: Verðandi hefur sósíal- isma á stefnuskrá sinni, Magnús. Álítur þú að námsmenn geti orðið eitthvert afl í verkalýðsbyltingu? Magnús: Já, en það á aðeins við um þá stúdenta sem hafa and- kapítalísk viðhorf og skilja nauð- syn sósíalismans. Það er erfitt að tala um stúdenta sem heild í pól- itiskum skilningi, heldur sem hópa, sem hafa ólíkan stéttaruppruna og þjóðfélagsskoðanir, og hverfa að námi loknu í ýmsa þjóðfélagshópa og tileinka sér að öllum líkindum sjónarmið síns hóps. Stúdentar eru sem sé millihópur, e.k. upþlausn, sem á eftir að kristallast. Stúd- entahreyfing er sennilega besta hugtakið yfir þann stúdentahóp sem berst gegn kapítalismanum. Fyrir nokkrum árum tóku stúd- entar á Vesturlöndum upp á arma sína baráttuna gegn heimsvalda- stefnunni. Besta dæmið er höfuð- vígi heimsvaldastefnunnar, Banda- ríkin, þar sem stúdentar eru leið- andí aflið. Hérlendis minnumst við Árnagatðsaðgerðanna ffægu, þegar Rodgers Var meinuð þar innganga af stúdentum* Slík andheimsvalda- sinnuð barátta leiddi stúdenta fljótt að rótum heimsvaldastefn- unnár, auðvaldsskipuíaginu. Þó að ýmsir vinstrisinnar hafi gert mikið úf hlutverki stúdentahrcyfingarinn- ar, er síður en svo ástæða til að ætla að auðvaldsþjóðfélagið hafi breytt svo um eðli að annar hóp- ur en vefkalýðsstéttin hafi lykilað- Framhald á bls. 7. STUDENTABLAÐIÐ — 5

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.