Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Side 8

Stúdentablaðið - 17.10.1974, Side 8
að söluvarningi fyrir stærri hóp. Tónlist Þokkabótar mundi flokkast undir þjóðlagatónlist. Sem slík ber hún af því sem hérlendis hefur veriö framleitt af því tagi, a. m. k. á plötum. Söngurinn er máski hin sterka hlið Þokkabótar, en undirleik- urinn er einnig mjög góður. Þó er það fyrst og fremst í vaili laga og texta, sem fjórmenn- ingarnir sýna meiri alvöru en „sölumenn“ á borð við Sav- anna tríó, Ríó tríó, Lítið eitt og þeirra nótar. Undirtektir hafa þeir fengið góðar, og maður skyldi vona, að tónlist- arsmekkur íslenskrar æsku sé ekki orðinn það spilltur af „Tíu á toppnum“ að Upphaf- ið hljóti ekki verðskuldaða út- breiðslu. Og vonandi verður framhald á samstarfinu. ÞJOÐHÁTÍÐAR- SÖNGYAR BÖÐVARS Samtök herstöðvaandstæð- inga hafa gefið út fimm laga plötu með þjóöhátíðarsöngvum Böðvars Guðmundssonar. Þá plötu einkennir miklu meir en plötu Þokkabótar, hvílíkan for- gang textarnir hafa fyrir tón- listinni. Enda eru textar Böðv- ars frábærir, og þarf ekki að fara fleiri orðum um það. Undirleikur og söngur er hvort tveggja prýöilcgt, en satt best að segja er upptakan ansi ó- vönduð. En ljóðin eru svo snilldarleg, að hver herstöðva- andstæðingur ætti að kaupa mörg eintök af plötunni og gefa hana vinum og vanda- mönnum. Hún fæst í Bóksöl- unni. gg Þokkabót. Fremstur er Magnús Einarsson, síðan Ingólfur Steinsson, þá Halldór Gunnarsson, en aftast er Gylfi Gunnarsson. Þokkabót og Böðvar Guðmundsson senda frá sér plötur mei róttækum boiskup Það hefur hingað til ekki tiðkast að íslenskir popparar flyttu ádeilur í stíl við suma erlenda starfsbræður þeirra. Einstaka íslenskir poppsöngv- arar hafa flutt almennar ádrep- ur um stríð og annan djöful- skap sem menn eru yfirleitt samdóma um. Hins vegar var brotið blað í íslcnskri popp- sögu nú í haust er útgefnar voru tvær plötur sem flytja á- heyrendum róttækar meining- ar. Sóleyjarkvæði er eina hlið- stæðan af því sem áður var til, en tengsl þess við íslenskt popp eru hins vegar minni en þeirra ^ verka sem Þokkabót og Böðv- ar Guðmundsson bjóða nú upp á. ÞOKKABÓT „hárbeitta sjálfsgagnrýni Rún- ars Ármanns“ og Nýríka Nonna, sem útskýrir á spaug- saman hátt gangverk auðvalds- hagkerfisins, — en aldrei hafði mér dottið í hug að hægt væri að syngja orö eins og „einok- unarkapítaiisminn“. Að mínu mati er þó Veislusöngur Kristj- áns Guðlaugssonar toppurinn á plötunni; textinn stingandi en þó lipur, lagið við hæfi og flutningur frábær. Af öðrum söngvum langar mig til að nefna Söguna um okkur Stínu, drepfyndna frá- sögn af kostum og göllum hjónabandsins við vinsælt írskt þjóðlag. f TröIIaslag njóta sönghæfileikar fjórmenning- anna sín, en eitt heilsteyptasta lagið er Karl sat undir kletti, þar sem moog-leikur Ólafs Þórðarsonar og vandaður söng- ur Þokkabótar failla eins og flís við rass við gott verk þeirra Halldóru B. Björnsson og Jórunnar Viðar. Önnur lög eru síðri, léttmeti, oft með ó- vönduðum textum, og virðast annað hvort vera til uppfyll- ingar eða til að gera plötuna Hvert renna innritunargjöldin? Margir stúdentar hafa spurt að því, hvað verði um þær 3700 krónur, sem þeir greiða í skrásetningargjald við Há- skólann, og hefur borið á allskyns ranghugmyndum í því efni. Af þeim sökum skal skrásetningargjaldið sundurlið- að hér: Stúdentaráð fær ...................... lOOOkr. í innréttingu kjallara Gamla Garðs fara 1000 kr. Til reksturs Félagsstofnunar stúd. fara. 1300 kr. Til Stúdentaskiptasjóðs renna .......... 400 kr. Til að gcfa nokkra hugmynd um það til hvers gjöldin til Stúdentaráðs eru notuð skulu hér tilfærðir helstu gjalda- liöir ráðsins samkvæmt fjárhagsáætlun: Laun og annar skrifstofukostnaður 1.000.000 kr. Ferðakostnaður ..................... 192.000 kr. Stúdentablaðið og bæklingar ...... 1.625.000 kr. Kostnaður vegna annarrar starfsemi 600.000 kr. Afskriftir ......................... 543.000 kr. Heildarfjárhæð er því í kringum 4 milljónir, en af þeim tekjuliðum sem á móti koma, eru innritunargjöldin stærst, 2,5 milljónir. Af öðrum tekjuliðum eru auglýsingatekjur vegna Stúdcntablaðs og gróði af áttadagsgleði háðir mik- illi óvissu, en í áætlun er gcrt ráð fyrir milljón króna tekjum af þcim liðum. VÖKU-GLISTRUP FER AF STAÐ — Ósvífin og fáránleg árás á Stúdentaráð Þokkabót er kvartett sem skemmti síðastliðinn vetur, m. a. í samkvæmum deildarfélaga hér við skólann. Áður höfðu þrír þeirra komið fram á bar- áttusamkomu 1. desember 1971 og í áramótaskaupi. Vakti framlag þeirra góðar vonir, og þegar fjórði maður bættist í hópinn og þeir tóku að æfa reglulega og koma fram, var sem þær vonir rætt- ust. I vor sem leið buðu þrír popparar, Ólafur Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Gunnar Þórðarson, þeim hagstæða samninga um plötugerð, og á- vöxturinn varð Upphafið sem kom á markaðinn í síðasta mánuði. Plötuna prýðir stórgöður söngur og skemmtilegar radd- anir. Þá er undirieikur vel úr garði gerður og eins útsetning- ar. En það sem mesta ánægju vekur er kannski sú staðreynd að Þokkabót hefur eitthvað að segja í flestum textunum. Margir þeirra flytja ádeilu, sem hefur þann kost að vera upp- lýsandi, og góð kímni er jafn- framt einkenni plötunnar. Það er nefnilega hægt að vera póli- tískur án þess að vera leiðin- legur. Af pólitískum textum má nefna: Litía kassa, gamlan og góðan kunningja, Framagos- ann, sem sumÍT - hafa kallað Kjartan Gunnarsson, laga- nemi og Stúdentaráðsmaður, hefur farið þess bréflega á Icit við Háskólaráð, að hann verði leystur undan þcirri skyldu að greiða gjald til Stúdentaráðs við árlega skráningu. Eins og marga rekur eflaust minni til, skrifaði Kjartan Há- skólaráði bréf í júní síðasdiðn- um og fór fram á að losna undan greiðslum til Stúdenta- blaðsins. Háskólaráð vísaði því máli frá á þeim forsendum að þetta væri ákvörðunaratriði Stúdentaráðs. En Kjartan var : ekki, af baki dottinn og í lok september ritaði hann Háskóla- ráði annað bréf og fór að þessu sinni fram á að losna undan að , greiða til Stúdentaráðs yfideitt. Þetta bréf Kjartans ber yfir- bragð mikillar lögspeki. Hann rekur þau ákvæði sem sett hafa verið í reglugerðum um app- hæð oig skiptingu innritimar- gjalda og kemst að þeirri nið- urstöðu, að þar hafi aldrei ver- ið gefin „heimild til þess að binda skráningu til náms við Háskóla íslands því skilyrði, að reitt sé af höndutn framilag til Stúdentaráðs og því síður til Stúdentablaðs". Óskar hann síð- an að losna undan þeirri kvöð að greiða téð framlög. En eitthvað er lögspekin göt- ótt. í yfirliti sínu um reglugerð- arákvæði um þessi efni stað- uæmist Kjartan við árið 1972. Þannig nefnir hann ekki þá reglugerð sem sett var síðast- liðið vor og kvað meðal annars á um að 1000 krónur af hverju innritunargjaldi skyldu renoa til Stúdentaráðs. Þetta vissi Há- skólaráð auðvitað og vísaði því þessu erindi Kjartans frá eins og hinu fyrra. Kjartan hefur löngum verið pólitískur loftfimleikamaður, en þetta uppátæki slær þó fyrri met í þessum efnuim. Þannig á Kjartan sæti í Stúdentaráði og er ábyrgðarmaður fasts þáttar í Stúdentablaðinu, en fer þess eigi að síður á leit að yera undan- þeginin , gjöldum til þessara að- ila. Á sama tírna og Kjartan biður um undanþágu frá gjaldi til ráðsins, ber hann fram tillögu innan þess um ráðstöfun á við- bótartekjum, sem skapast vegna þess að fleiri hafa skráð sig til náms en gert var ráð fyrir. Kjartao er nú rnjög uppsigað við það að öllum stúdentum sé skylt að standa undir kostnaði vegna Stúdentablaðsins, en greiddi þó atkvæði með því fyr- irkomulagi þogar það var tekið upp. Þó er það athyglisverðast að Kjartan ber fram tiliögu á funidli Stúdentaráðs 18. júní um að hver stúdent skyldi greiða 600 krónur til Stúdentaráðs við ionritun. Þann 27. september fer hann hins vegar fram á að hann sjálfur verði undanþeginn öllum gjöldum til ráðsins. — Kjartan lærir af fordæmi Glistrups. Ætti íþróttafélag stúdenta að sæma Kjartan verðlaunum fyr- ir þetta pólitíska heljarstökk. Varla er það fyrir fátæktar- sakir sem Kjartan biður um þessa undanþágu, þar sem hann stundar umfangsmikil viðskipti, eins og kunnugt er, og stendur víða föstum fótum í fjármálalíf- inu. í girein sem hann ritaði í Stúdemtablaðið 14. júlí sl. kem- ur hins vegar skýrt fram sá til- gangur að skapa fordæmi, þann- ig að afnumín verði skyldugjöld til ráðsins. Fjármálamanni eins og Kjartani er að sjálfsögðu ljóst hvaða þýðingu það myndi hafa fyrir Stúdfentaráð ef það væri svipt helsnitekjulind sinni. Það er af framkomu Kjartans og ýmissa félaga hans að skilja, að þeir hafi gefið upp vonina um að hægri menn eigi eftir að sigra í Stúdentaráðskosning- unum og álíti því ráðið sjálft andstæðing sem best sé að ganga milli bols og höfuðs á. Kjart- an veit auðvitað áð ein áhrifa- ríkasta leiðin til þess er að grafa undan fjárhag ráðsins. Kjartan hefur varla hugsað sér að auka veg sinn meðal stúdenta með því að koma höggi á baráttutæki þeirra. Hitt er lík- legra að hann hafi ætlað að geta sér orð meðal flokksbræðra sinna í Sjálfstæðisflokknum sem ötull baráttumaður gegn vinstri- mennsku. Til allrar hamingju hefur tilræði hans mistekist, en þess verður minnst sem dæmis um hlýhug Kjartans í garð samtaka stúdenta og jafnframt ótrúlega leikni hans við að fara ótal hringi í gegnum sjálfan sig. -gg 8 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.