Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 1
Engin hreyfing á fjármagni i Lánasjóðinn HVERNIG VERÐUR ÁSTANDIÐ 1 HAUST? i lok júní áttu um 130 námsmenn innistandandi lán hjá Lánasjóði. Enn hafa þessi lán ekki verið greida út. Á sama tíma og sjóðurinn átti að standa í skilum við skjólstæðinga sína meðal námsmanna> féll á sjóðinn lán sem Seðlabankinn hafði á sin- um tíma útvegað. Það hef- ur nú verið flokkað sem ó- reiðuskuld og mun ekki bæta stöðu sjóðsins í bankakerfinu. Þó hefur sjóðsstjórn tekist að kría út annað lán hjá Lands- bankanum að upphæð 50 milljónir. Það fékkst með milligöngu menntamála- ráðherra. Þessa dagana eru það um 260 milljónir sem sjóðurinn þarf að hafa ril að standa skil á gefnum heitum og yjaldföllnum lánum. Og síðan kemur haustið með þau lán sem lánsfjárheimild átti að duga til. Það er þvi aug- Ijóst að framundan blasir algjör ördeyða í lánamál- um islenskra námsmanna. Hér til hliðar er samþykkt stjórnar Stúdentaráðs um málið og á baksiðu er að finna sam- þykktir sumarþings Sine um ástandið. En á meðan að sjóður- inn stendur galtómur, þrátt fyrir öll orð ráðamanna, er unnið að kappi við aö ganga frá reglugerð fyrir lögin sem sett voru á liðnu vori. Nýja reglugerðin Stúdentablaðið leitaði sér upp- lýsinga um gang mála við samningu reglugerðarinnar. Lára Júliusdóttir, sem situr i stjórn Lánasjóðsins fyrir Stú- dentaráð, tjáði okkur að vinna við reglugerðina gengi vel. Pormaöur sjóðsstjornar hef i I upphafi lagt fram drög og hefðu þau verið tekin til athugunar og hefðu fulltrúar námsmanna sam- ið gagnrýni á tillögur formanns- ins, Jóns Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra. Hefði gagn- rýninni verið vel tekið, en þó væri margt- eftir óútkljáö. Þó væri stefnt að þvi að ljúka við reglu- gerðina fyrir miðjan ágúst, en eftir það mætti búast við að það tæki ráðuneytið um mánuð að staðfesta hana. Það sem mestu skiptir Jón Sigurðsson tjáði okkur að margt væri enn ófrágengið. Plagg sitt væri aðeins grunnur sem byggt væri á. Ýmsar hugmyndir væru enn á umræðustigi. Nefndi hann meðal annars það að nú yrðu mánaðarlegar greiðslur á lánum, i stað þess að áður voru lánin greidd út öll i einu eða þá i tvennu lagi. Reifaöi Jón þá hug- mynd að skipta lánsárinu i tvennt eða að miða það við almanaksár- ið i stað námsársins sem verið hefur. Stúdentablaðið vill vekja athygli manna á þvi hvað hér er á t vikunni sem leið var Vilhjálmur eini maðurinn á skútunni, eins og hann orðaði það. Aðrir ráðherrar voru ekki i bænum. 1 vetur sagöi pilturinn okkur að það væri nóg tii af peningum I þjóðfélaginu, það væri bara að ná þeim. Um svipað leyti stóð hann aö yfirlýsingu rikisstjórnar kexinnflytjandans um „efnahagslegt jafnrétti til náms”. — Hvers vegna beitti hann sér ekki þessa „hundadaga 'sina, sem hæstráðandi til sjós og lands” og seildist eftir þessum aurum? ferðinni. Verði námslán reiknuð út misserislega, býður það stjórn Lánasjóðsins aukna möguleika á þvi að herða eftirlit með náms- árangri og skipulagnmgu hvers lánþega. Þá þýðir aö allt frjáls nám verður fyrir róða. Nemand- inn verður misserislega að ljúka tilskildum prófum svo nám hans verði lánshæft. Geri hann það ekki er vel til að hann teljist ekki gildur þegi á misserinu á eftir. Almanaksárið Hugmyndin um að breyta lánaárinu yfir í almanaksár er námsmönnum enn hættulegri, sérstaklega með tilliti til þess sem nú er að gerast i þesum mál- um. Svo sem ljóst er verður erfitt að fá lánastofnanir til að veita sjóðnum lán til að standa i skilum með haustlán. Verði i september staðfest reglugerð samkvæmt nýjum lögum sem gerir ráð fyrir aö lán veröi greidd út samkvæmt almanáksárinu, verður ekki um nein haustlán að ræða. Rikisvald- ið mun þá skjóta sér á bak við lagabreytinguna þrátt fyrir lán- tökuheimild i lögum, afgreiða i komandi fjárlögum ákveðna úpp- hæð til sjóðsins sem komi ekki til útborgunar fyrr en i ársbyrjun 1977 samkvæmt nýrri reglugerð við sett lög. Það verður þvi að berjast af hörku gegn öllum slik- um hugmyndum sem þessum. Tíminn er okkur ó- hagstæður. Sá timi sem rikisvaldið og þjón- ar þess velja til að hrinda hug- myndum sem þessum i lagabók- stafi og reglugeröir, er okkur námsmönnum eins óhagstæður og framast gæti veriö. Skólar eru ekki starfandi og þess enginn kostur að ná nemendunum sam- an. Kennsla verður aimennt ekki hafin fyrr en allar ákvarðanir eru yfirstaðnar. Þegar við komum til náms að hausti hefur á lúalegan hátt veriö ráðist aö okkur og öll aðstaöa okkar til mennta verið stórskert. Hér hefur aðeins verið spáð i það sem tæpt er aö sé til umræðu sem „hugmyndir” hjá meirihluta stjórnar Lánasjóðs. En það er fjallgrimm skoðun undirritaðs að það múni i haust ekki biða námsmanna annað en það versta. Veriö þvi viðbúin. pb Námsbraut í sjúkraþjálfun takmarkar HÆTTULEGT FORDÆMl t haust fer af stað ný námsbraut við Háskól- ann, sjúkraþjálfun, sannkallað óskabarn, þvi mikill skortur hefur ver^ á menntuðu starfs- fólki i grein þessari við sjúkrahus og elliheimili, um fjölda ára. Gert hef- ur verið ráð fyrir náms- braut þessari i nokkur ár og hefur það tafist i tvö ár að koma henni á legg bæði vegna skorts á kennurum og eins vegna ónógra f járveitinga. Likt og i öðrum geirum menntunar fyrir heil- brigðisþjónustuna hefur viðkvæðið siðan verið að ekki sé hægt að taka inn nema litinn hóp nem- enda, er þar borið við aðstöðu og fjár- skorti. Þessi saga end- urtekur sig enn. Um nám i sjúkraþjálfun hafá sótt um 60, en það verðá ekki nema 18 sem fá inngöngu og blaðið hefur fregnað þótt óstaðfest sé að það verði ekki nema 15 nemendur sem haldi áfram á öðru ári. Námsbrautin ætlar að taka upp hátt lyfja- fræði lyfsala i inngöngu- takmörkun, sagt er að það verði stúdentsprófs- einkunn sem ráði þvi hvort nemandinn fær inngöngu eða ekki. Slikt verður ekki tekið sem vistfyrren skýrt verður Framhald á bls. 8. Ályktun frá stjórn Stúdentaráðs: Lánamálin Eins og mörgum er i fersku mint\i/ var aðeins veitt 800 millj. króna til Lánasjóðs islenskra náms- menna á siðustu f járlögum. Til að ríkisvaldið gæti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart náms- mönnum þurfti h.v. 1440 milíj'önir. Samkomulag náðist milli ríkis og námsmanna, um að það bil yrði brúað með lögbindingu 660 millj. króna lántöku- heimildar fyrir Lánasjóðinn. Skýrar yfirlýsingar hafa gengir frá menntamálaráðherra um, að sú heimild yrði nýtt eftir þörfum. Lántökuheimildin aðeins pappírsgagn Námsmenn standa nú frammi fyrir sanngildi þeirrar yfirlýsingar: 221 millj. króna er nú vant, til að Lánasjóður geti innt hin sk. vorlán af höndum. Þau fara til námsmanna, sem ekki luku tiiskildum árangri fyrr eri í vor. Nú eru liðnir tæpir tveir mánuðir frá greiðslutíma þeirra lána og enn bólar ekki á þeim. Þessir námsmenn tóku margir, vixla til að fleyta sér yfir erfiðasta hjallann, ítrausti þess að tilskilin lán stæðu þeim til reiðu að vori. Það er þvi Ijóst að tregða ríkisvaldsins til að nýta lántökuheimildina hefur steypt þessu fólki i Nmikla fjárhagsörðugleika. Námsmenn borga lán sín að fullu. Áður fyrri voru tilhneigingar ríkisvaldsins til að skerða eða seinta námslánaveitingum gjarnan rétt- lættar með því að benda á, að námslán væru í raun- inni beinn styrkur, sem þjóðin hefði ekki efni á að veita á erfiðum tímum. Forsendur þessarar rétt- lætingar brustu með hinum óheillsQ/ænlegu lögum um námslán, sem Alþingi samþykkti á sl. vori. Samkvæmt þeim munu námsmenn greiða lán sin til baka i fullu raungildi, án tillits til tekna þeirra að námi loknu. Það er því mikill — en útbreiddur — misskilningur að námslán séu hreinn styrkur til námsmanna. Koma haustlánin? Haustlán til námsmanna á að fjármagna með fyrrnefndri 660 millj. króna lántöku. Enn hafa ráðamenn þó engan lit sýnt á að ýta heimildina tii fjáröflunar í haustlán. Líkur benda því til, að í sama óefni stefni með námslánin og á sl. hausti, en þá fengu námsmenn ekki lán sín að fullu fyrr en i febrúar/mars. Það er þvi allt útlit fyrir, að náms- menn þurfi enn að tygja sig til baráttu fyrir lánum sinum. Það er hins vegar vert áherslu að með því að seinka eða skerða námslánin er vegið harðast að þeim sem koma úr alþýðustétt, þeim sem koma frá efnaminnstu heimilunum. Með slíku athæfi eru ráðamenn því að grafa undan þeim hyrningarsteini sem jafnrétti til mennta er i þeirri lýðræðisskipan, sem vð teljum okkur búa við, og ómerkja þau orð sem þeir hafa haft um fjárhagslegt jafnrékki til náms. Það er því eðlilegt að námsmenn fari f ram á, að: 1) Ráðamenn standi við þau loforð sem þeir gáfu á sl. vetri og aftur í haust, um nýtingu lántökuheim- ildarinnar eftir þörfum og vorlánin verði borguð út nú þegar. 2) Að hafist verði handa um útvegun f jármagnstil haustlána, svo öngþveiti skapist ekki i sjármálum námsmanna svo sem á síðast vetri. Að öðrum kosti hljóta námsmenn að lita svo á, að lántökuheimildin sem átti að bjarga málum Lána- sjóðsins, sé einungis pappírsgagn, sett fram til að sefa rieði þeirra. Það væri þá sýnt, að loforð ráða- manna eru engu marktækari en vindurinn, sem skiptir um átt daglega. Heimsókn í Hjónagarða Bís. 9 Linda Ros Michaglsdóttif Siemgfimur Ari Arason ? Viðtal við Guðlaug Þorvaldsson, rektor Inntökupróf í Háskólann Bls. 3

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.