Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 4
4 Stúdentablaðið Stúdentablaðið 5. tbl. 52. árg. júli 1976. Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands. Útgáfustjórn: Stjórn S.H.I. Ritstjóri: Páll Baldvinsson. Áskriftargjald á ári kr. 1000. Verð i lausasölu kr. 100. Auglýsingar i sima 15959, 9-4 alla virka daga. Prentun: Blaðaprent. FRÁ RITSTJÓRN NÁTTURUVERKS Efnisvinnsla fyrir Náttúruverk er nú hafin. Fyrirhugað er aö vinna upp eftirtalin efni I næsta tölublaö, sem kemur út um miðjan október. 1) Hlutverk Nató i islensku visindalifi, meö hiiðsjón af fjár- styrkjum sem Nató hefur veitt til íslenskra visindamanna. Einnig veröur Nató-ráöstefnum sem hér hafa verið haldnar, gefinn veröugur gaumur. Forsvarsmaöur: Halldór Árnason Hofteigi 20, s. 3 78 65. 2) Staöa visindamannsins i þjóðfélagi nútimans, meö hliösjón af svokölluðu hlutleysi visindanna. Inn i þaö verður fléttaö kynningu á hugtakinu „fagkritik”. Forsvarsmaður: Gylfi Páll Hersir Rauöalæk 15, s. 3 59 81. 3) Krafla og ævintýrin i kringum þaö. Reynt veröur að grafast fyrir um, hvi svo óhönduglega hefur tekist til meö framkvæmd virkjunarinnar sem raun ber vitni. Gosiö i Leirhnjúk veröur tengt inni máliðog áhrif þess rannsökuö. Forsvarsmaöur: össur Skarphéöinsson Mávahiiö 28 s. 1 59 59. 4) Elkem — Spiegerverket. Ferill auöhringsins rakinnn. Framleiösiuhættir og hugsanleg hætta af völdum þeirra könnuö. Forsvarsmaöur: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Ránargötu 6 A s 2 18 43. 5) Svarta skýrslan. Forsvarsmaöur: Snorri Baldursson Hjónagöröum v/Suöurgötu. 6) Einkabilisminn. Framhlald af vinnu kringum grein um sama efni i siöasta Náttúruverk. Forsvarsmaöur: Þorgeir Helgason Hringbraut 47 s. 2 81 86. 7) Umhverfisröskun af völdum herstöövarinnar á Miönesheiöi. Forsvarsmaður: Lárus Guðjónsson Selvogsgrunni 7. 8) Andstaða Dana gegn kjarnorkunni. Forsvarsmaöur óskast . 9) Jafnrétti meöal kynja i atvinnumálum nema i VR. For- svarsmaður: Kristin Einarsdóttir Hraunbæ 172 s. 7 27 97. Aliir þeir sem hafa áhuga á þessum efnum eru beðnir aö hafa samband viö Forsvarsmenn. Hafi menn fleiri hugmyndir á tak- teinum, eru þeir lika beðnir aö koma þeim á framfæri viö ofan- greinda aðila. Styrkur til háskólanáms í Grikklandi Grisk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóla- náms i Grikklandi háskólaárið 1977—78. — Ekki er vitað fyrirfram, hvorteinhver þessara styrkja muni koma i hlut islendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram- haldsnáms við háskóla og skuiu umsækjendur hafa lokið háskólaprófi áður en styrktimabil hefst. Þeir ganga að öðru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hyggjast leggja stund á griskar bókmenntir eða sögmStyrkfjárhæðin nem- ur 5.000 drökmum á mánuði, auk þess sem styrkþegar fá greiddan ferðakostnað til og frá Grikklandi. Til greina kemur að styrkur veröi veittur til allt að þriggja ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: State Scholarships Foundation 14 Lysicrates Street GR 119 ATHENS Greece fyrir 30. april 1977 og lætur sú stofnun jafnframt i té um- sóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 22. júli 1976. Styrkur til náms í tungu grænlendinga 1 fjárlögum fyrir árið 1976 eru veittar kr. 120000.- sem styrkur til islendings til að læra tungu grænlendinga. Umsóknum um styrk þennan, með upp- lýsingum um námsferil ásamt staðfestum afritum prófskirteina, svo og greinargerð um ráðgerða tilhögun grænlenskunáms- ins, skal komið til menntamálaráðuneyt- isins, Hverfisgötu 6, Reýkjavik, fyrir 20. ágúst n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 21. júli 1976. Opinn Háskóli Framhald af bls. 3. þvi kerfi, sem skilur hafrana frá sauðunum. Þaö er staðreynd, að kennslukerfi islenskra skóla hef- ur veriðóbreyttum áratugaskeið. Tilraunir með nýjungar og til- einkun á reynslu annarra þjóða hafa verið af sorglega skomum skammti. Einhliða itroðsla þekk- ingarmola er þaö kennslukerfi sem einkennir skólana, og jafnvel heilar háskóladeildir eru undir- orpnar þessum fjanda. Gegnum skólakerfið hafa þvi valist mark- visst úr þeir einstaklingar, sem mesta möguleika hafa til að til- einka sér þekkingu eftir þeirri skipan, sem skólakerfið notar. Til menntaskóla hafa þvi valist þeir sem best falla að rikjandi kennslukerfi. Aukning nemenda hlýtur þvi að verða mest I þeim hluta sem hæfir þvi siður. Vax- andi hlutfall stúdenta með 2. og 3. einkunn gæti þvi að stórum hluta beriörökrétt afleiðing af samspili nemandafjölgunar og stöðnunu kennslufyrirkomulagi. Það er þvi skoðun min, að fjölgun stúdenta með 2. og 3. einkunn þýði ekki samsvarandi aukningu hæfileika- snauðari stúdenta, heldur stækk- andihóp sem fellur ekki að skorö- um þess úrelta kennslufyrir- komulags sem enn er við lýði, og nær alla leið uppl Háskóla. Og meðan Háskólinn breytir ekki kennslukerfi slnu, nýtist hvorki þessum hóp né honum raunveru- legir hæfileikar sem skyldi. Gegn fjöldatakmörkun- um. Frelsitil mennta telst til undir- stöðu aimennra mannréttinda. Að hindra einstakling I að afla sér þeirrar menntar sem hugur hans stefnir til, er bein frelsissvipting. A grundvelli þess þurfa stúdentar aðberjastgegn inntökuprófum og fjöldatakmörkunum i hvaða mynd sem er. En þvi miður er reyndin sú, að I þvi lýðræðisþjóð- félagi sem viö teljum okkur búa, virðist frelsi takmarkast við þá hluti sem fást ókeypis. Menntun kostar fé. Þær þjóðir sem búa við svipaö efnahagskerfi og við, kosta því kapps um að verja þvi fé sem best. Iþvi felst, aðpening- um er ausiö I þær greinar sem þjóna atvinnuv^unum, en aðrar og óarðbærri greinar fá gott sæti á hakanum. Fólki er þó aðeins hleypt i „framleiðslu”greinar eftir Itarlegum útreikningum, sem eiga aö tryggja, að engu fé verði kastaö á glæ I daröbærri umframmenntun. Möo. menntun er notuð til að tryggja rlkjandi öfl sem fastast I sessi. ,,Menntunin fyrir manninn og þroska hans” er kjörorð sem hefur verið rækilega gengisfelltá Vesturlöndum. I stað þess mætti fremur segja „mennt- un i þágu auðssöfnunar á fáar hendur”. Island hefur sem betur fer farið varhluta af ofanlýstri á- ætlanagerð en þess er þó skammt að biða, að svipuð fyrirbæri sjái' dagsins ljds á þvisa landi. Visa ég I þvi sambandi til skoöana sem birsthafa i „Vinnuveitandanum” blaði felenska auðmannaklúbbs- ins. Islenskir stúdentar verða þvi að búa sig undir frekari árásir á menntafrelsi á næstu árum. Þeir verða aö hefja baráttu gegn hvers kynsaðgangshömlum og svipaðri óáran. Þær fjöldatakmarkanir, sem nú eru við lýði i Háskólanum — I beinar og óbeinar — eru eih- göngu til að verja sérhagsmuni tiltekinna menntamannahópa, sem I skjóli fámennis halda uppi ógeðfelldri kröfuhörku I launa- pólitik. Stúdentum ber þvl að hefja baráttu gegn öllum fjölda- takmörkum 1 Háskólanum. Há- skóli Islands á ekki að verða sjálfkrafa aögöngumiði að veisl- unni sem alþýða landsins stendur undir. F ordæmi Framhald af bls. 1. opinberlega frá inntök- unni. Svo sem fyrr sagði er þetta i annað sinn á siðustu árum að slik inn- tökuskilyrði eru sett á við Iiáskólann. Lyfja- fræðinemar urðu að þola þennan ójöfnuð i fyrra og þá komust kennsluyf- irvöld upp með þetta á- tölulaust. Nú eru allir sammála um að próf úr hinum ýmsu skdlum og deildum þeirra séu fjarriþvi að vera sambærileg. Enginn saman- burðarstaðall er til sem tekur á um þetta atriði. Það er þvi I meira lagi hæpið að láta það á- kvarða það hvort nemandinn er hæfur til námsins eða ekki. Enn slður þegar um er að ræða starf sem súkraþjálfun sem tekur öllu meir til annarsen þess hve næmir menn eru á bók. Hvað með Háskólaráð*? Annað sem vekur enn meiri furðu er að það er nær ár siðan að háttvírt Háskólaráð tók á um mál ið. Reglugerð námsbrautarinnar liggur að visu fyrir ráðinu en hef- ur enn ekki fengið afgreiðslu, hvað þá að hún hafi fengið sam- þykki ráðherra. Formlega séð er þvi takmörkun skólayfirvalda i deildina næsta hæpin. Fulltrúar stúdenta hljóta að mótmæla harkalega slikri vanvirðu á valdí ráðsins. Skólayfirvöld hafa ekk- ert að baki sér þegar þau auglýsa takmörkun i deildina. Heimild til takmörkunar hefurenn ekki verið samþykkt af ráðherra, þó það sé vilji allra aðstandenda ann- arra en væntanlegra nemenda að svo verði. * Hver er ástæðan Nú veit það hver sem vill að það rikir á islenskum sjúkrahúsum ægilegur skortur á sjúkraþjálf- um. Sjúklingar sem eiga við lang- legu að búa, eru næst þvi að rotna i volæði sinu og krankleik. Þeir fáu sem hafa útskrifast úr þessu námi, koma frá nágrannalöndum okkar, hafa yfrið nóga vinnu og geta ekki sinnt sjúklingum sinum sem skyldi. Það rikir þvi heyð i heilbrigðiskerfinuhvað þessa hlið varðar. Þvi er full ástæða til að óska þess að fjárveitingar til sjúkraþjálfaranámsins á næstu árum verði riflegar. Þegar i haust er tæpast ástæða til að tak- markasvosem auglýsthefur ver- ið á forsendunni aðstöðuleysi.þvi nemendur munu geta stundað sitt bóklega nám, sem er fyrsta ár- ið,með öðrum, læknanemum og hjúkrunarfræði. Treysti skólayf- irvöldin sér ekki til að sinna þess- um hóp sem hefur áhuga á námi i greininni og er reiðubúinn að gang undir allar þær siur sem komið hefur verið upp á siðustu árum frér við skólann, þá óskar Stúdentablaðið eftir þvi að grein verði gerðfyrir ástæðum þessa opinberlega svo námsmenn geti gert sér ljóet hvaða sjónarmið ráða hér ferðinni og gripið til sinna ráðstafana, þvi viðkom- andi, ef þurfa þykir. pb. Guðlaugur Framhald af 3. siðu. eitthvað slikt. Ég vil þó ekki trúa þvi að ræðan verði notuð til að skera niður fjárveitingar. Henni var svo sannarlega ekki ætlað að gera það af minni hálfu. En annars hvernig list þér á næstu þrjú ár? Ég held að þau verði á ýmsan hátt erfiðari en fyrra starfstima- bilið. Ég marka það af ýmsu. Lækkun fæðingartölu sem byrjaði hér á landi um 1960, hún fer ekki að hafa áhrif i minnkandi aðsókn að Háskólanum fyrr en eftir 1980. Á meðan fáum við stóra árganga. Ég ætla að vona að þjóðin verði ekki svo illa haldin fjarhagslega að ráðamenn fái þær hugmyndir að skera verði menntunina niður. Við þurfum þvert á móti auknar fjarveitingar á næstu árum til að geta tekið við þessu fólki. Til þess þurfum við byggingar, tæki og kennara og nýjar námsleiðir. Róöurinn ætti ekki að léttast fyrr en eftir 1980. Stóru árgangarnir eru búnir að fara gegnum barna og unglingaskólana, eru I menntaskólunum núna á leið hingað. Þvi er mikil nauðsyn að við ræðum hispurslaust saman um málin kennarar og nemendur. Það er okkúr nauðsynlegra en áður að snúa bökum saman. — p.b. Kaupið bílmerki Landverndar Æ /okum\ / EKKI\ fejtujpll Til sölu hjá ESSO og SHELL bertsinafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustíg 25

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.