Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 11
Stúdentablaðið 11 Rangfærslum hnekkt Hér ætla ég að hrekja beinar rangfærslursem greinarhöfundur prýöir ritsmiö sina með. Hann talar m.a. fjálglega um, aö „nokkrir stúdentar með össur Skarphéöinsson i broddi fylking- ar...” hafi staðið að þinghúsför- inni. Hér er mjög orðum hallað. Stúdentar voru i minnihluta á þingpöllum, en mikiU meirUiluti mótmælenda var úr öðrum fram- haldsskólum. En með þvi að af- laga þennan atburð og kenna stúdentum um, leggst greinarhöf- undur á sveif með þeim öflum, sem hafa frá valdatöku vinstri manna i Háskóianum lagt allt kapp á að sverta stúdenta i aug- um alþýðu. Hann kennir þvi aug- ljóslega upprunans. Þá staðhæfir Magnús, að náms- menn hafi „beitt þingverði og lög- regluþjóna ofbeldi”. Þetta er rangt. Við ræðu mina var mikil þröng námsmanna á þingpöUum. Það olU þvi' glundroða, er fjórar eða fimm óeinkennisklæddar ver- ur hófú að ryðjast inn eftir pöllun- um með stunum og blæstri og veltu m.a. bekk um koU i æðisinu. Mjög var þvi erfitt um vik, að vikja fyrir þessum óróamönnum, auk þess sem sú siðvenja rikir á tsiandi, að þæfast sem best fyrir þeim sem með ofbeldi hyggjast ryðja sér braut. Og hið eina sem þessum mönnum var gert til ó- hægðar, var að fólk þæfðist fyrir þeim, enda erfittað vikja islikum þrengslum. i annan stað fuUyrðir Magnús, að þarnahafi „likamsmeiðingar” átt'sér stað. Hér er um mjög al- varlega ásökun að ræða, og ég skora á hann að finna þessum ummælum stað, en reynast ella sá maður að biðjast afsökunar á orðum sinum. Þá fullyrðir hann, að náms- menn hafi raskað starfsfriði Al- þingis með athæfi sinu. Hér er ein rangfærslan i viðbót. Þegar ræðu- höld okkar hófust, hafði þingfor- seti slegið I bjöllu sina, til merkis um frestun þingfundar. Þingsköp voru þvi ekki rofin, og þvi ekki framið lögbrot. Og þar eð lögbrot var ekki framið, er sýnt, að lög- gæslumenn voru ekki hindraðir i starfi. Magnús bitur þama i skottið á sjálfum sér i rökleiðslu sinni.ogsýnirenn á ný, að lögmál rökvisinnar er i höndum hans undirorpið sama stirðleUca og beiting sannleikans. Þá er að geta, afr greinarhöf- undur telur, aðatburðirnir i þing- inu hafi gerst i óþökk alls þorra stúdenta og „hnekkt áliti þjóðar- innar á stúdentum”. Nú er mér ekki fullkunnugt um „álitþjóðar- innar á stúdentum”, en tel vist, að vaði „þjóðin” i þeirri villu, að stúdentar séu flestir af kaiiber Magnúsar og fylgifiska hans, þá sé það álit heldur óburðugt. Eitt af markmiðum þessarar greinar er einmitt að forða sliku. Hitt er jafnvi'st, ef mari..* ummæli fólks, að mótmæli okkar i sölum Alþingis mæltust vel fyrir meðal almennings, vafalitið vegna þess álits, sem þingið hefur aflað sér fyrir starfshætti sina. Og væri vinsældum þessa atburðar og réttmæti skotið undir atkvæði innan Háskólans má heita öruggt, að fylgjendur hennar næöu langt út fyrir flokkslinur vinstri manna. Tildrög mótmælanna Það, sem orsakaði mótmæli námsmanna á pöllum Alþingis hinn 17. mai sl.' var i fyrsta lagi, að mjög erfitt var um vik að framkvæma „hefðbundin” mót- mæli. Það stafaði af þvi, að rikis- valdið hafði af kænsku sinni frest- að lögfestingu frumvarps um námslán fram á mitt próftimabil og þvi raunverulega knúið okkur til andmæla af þessu tagi, ef mót- mælt skyldi á annað borð. t öðru lagi töldu námsmenn freklega gengið á rétt sinn, þegar ráðherra kippti frumvarpsgerðinni úr höndum nefndar, sem hafði starf- að að endurskoðun námslánalaga um hartnær tveggja ára skeið. Með þvi var miklu starfi — og fé — á glæ kastað, auk þess sem hin lýðræðislega starfsaðferð var gróflega brotin. Það var þvi ekki óeðlilegt að námsmenn svöruðu i sömu mynt. Þvi var ákveðið að einn úr hópi námsmanna flytti ræðu á pöllum Alþingis við afgreiðslu frum- varpsins. Með þvi hugðumst við vekja rækilega athygli á andstöðu námsmanna, enda ekki vanþörf á, þar sem vissir fjölmiölar höfðu básúnað það meðal fjöldans, að frumvarp ráðherra væri grundað á vilja námsmanna. Slikt var að sjálfsögðu hrein blekking. Sá möguleiki vofði yfir að að- gerð, sem þessi spillti að ein- hverju leyti þeirri samúð, sem okkur hafði tekist að vinna mál- stað okkar meðal fólks. Eftir mikla yfirvegun komumst við að þeirri niðurstöðu, að slikt myndi ekki gerast. Að þvi hnigu þau rök, að mikillar andúðar hafði gætt á þvi er menn töldu slæíeg vinnu- brögð Alþingis. Það almenna álit speglaðist m.a. i umræðum manna og skrifum fjölmiðla. Sá háttur sem námsmenn höfðu á andmælum sinum var þvi likleg- ur til að njóta skilnings meðal fjöldans, sem gat i honum séð nokkra túlkun á eigin afstöðu til Alþingis. Að námsmenn hafi met- ið stöðuna ré"tt, má-m.a. greina af lesendadálkum blaðanna, sem þrútna vanalega af bræði, þyki stúdentar of stórhöggir, — sbr. 1. des. ár hvert, — en létu litið á sér kræla af þessu tilviki. Ællun okkar var að flytja á- varpið við lok annarrar umræðu. Til þess hefðum viðe.t.v. þurftað hefja ræðuhöldin áður en þing- fundi var frestað. Það reyndist þó nauðsynlegt, og þingsköp voru þvi ekki rofin. Lengra hefðum við aldrei gengið. i grein Magnúsar eru ummæli min frá Stúdenta- ráðsfundi þó sett i heimasmiðað samhengi, sem gefur til kynna að námsmenn séu reiðubúnir til hvers kyns lögbrota, málstaðnum til framdráttar. Ég vil leggja á- herslu á, að það er a lrangt, og þar hefur sú árátta sem Magnús er haldinn til að hagræða staðreynd- um borið skynsemina ofurliði eina ferðina enn. „Kommarnir” i Stúdentaráði Vökumenn reyna tíðurn að berjaþað innifólk, aðhinn vinstri sinnaði meirihluti Stúdentaráös sé gerður af gailhörðum komm- únistum. Ennfremur hafi þeir þá hugsjón eina að leiðarljósi, að teyma hinn fávisa lýð á sanaeyr- um yfir eyðimörkina til fyrir- heitna landsins. Þetta kallar Magnús Asgeirsson „eyðimerk- urgöngu marxisman” i greinar- stúf sinum. Nú hygg ég, að eftir lestur á grein hans, gangi fólk þess ekki dulið, að sé til einhvers konar eyðimörk i Háskóla ís- lands, þá sé landfræðileg stað- setning hennar án tvimæla hægra megin hinnar pólitisku þrætulinu. Menn taka þvi staðhæfingum Magnúsar með nokkurri varúð. Eigi að siður tel ég rétt að upp- lýsa á þessum vettvangi, að sam- starf vinstri aflanna i Háskólan- um spannar allar götur sem liggja vinstra megin Sjálfstæðis- flokksins. Það er að visu rétt, að Karl gamli Marx á nokkur itök meðal fulltrúa i Stúdentaráði, en það er ekki verra. Samvinnu- stefnan er þar einnig á kreiki eins og viðar. Sem dæmi má taka, að varaformenn ráðsins hafa gjarn- an verið framsóknarmenn. Sið- asti framkvæmdastjóri ráðsins var til að mynda Gylfi Kristins- son, endurskoðandi Sambands ungra framsóknarmanna. Og það þarf beysnari bóg en Magnús As- geirsson til að telja mér trú um, að Marx gamli hafi knúið þar dyra á eyðimerkurrölti sinu. Að lokum langar mig til að drepa litillega á meint „trúðsleg fiflalæti” sem Magnús þessi eign- ar mér. Mér þykir vænt um, að þær ákúrur sem ég hef sett þess- um piltum á vettvangi háskóla- pólitikurinnar hafi borið þann ár- angur, að þeir hafa nú kveinkað sér opinberlega. En hegðun þeirra og málarekstur er oftlega þess eftiis^ð nauðsyn ber til að hirta þá eíns og'önnur brekabörn. Það hefur reynst mér ljúfur starfi. Þvi miður hefur mér ekki auðnast að eiga orðastað við Magnús Asgeirsson vegna fyrr- greindrar orðfæðar mannsins, en — ég hlakka til.... Össur Skar phéðinsson -V 'f ? i • • Ossur og slagsmálasveitin Formaður Stúdenta- ráðs Háskóla islands, össur Skarphéðinsson reit þann 10. júli all harðorða grein i Morgunblaðið vegna umræðna um hina frægu slagsmálasveit stú- denta. Gerðist strákur all ósvifinn ekki sist i garð undirritaðs og er han þvi varla svara- verður. í grein sinni reynir stráksi að sann- færa lesendur um sak- leysi sitt og félaga sinna af þeim verknaði sem þeir frömdu á þingpöll- um i vor. 1 greininni kom skýrt fram að össur vanmat dómgreind þjóðar- innar er hann lýsir þvi með mikl- um ákafa að aögerðirnar á þing- pöllum hafi hlotið jákvæðar mót- tökur hjá almenningi. Þarna skjátlast össuri hrapalega þvert á móti drógu aögerðirnar úr samúö þjóðarinnar meö náms- mönnum og undir niðri veit össur það þó nú berji hann hausnum við steininn. Grein össurar Skarphéöinsson- ar er að mestu byggð á persónu- legu aurkasti til undirritaðs en einmitt sllkur málflutningur hef- ur löngum verið hjartfólginn skoðanabræðrum hans i H.I., ef má skrif þeirra i Stúdentablaöið undanfarin ár. Þetta ætti því sið- ur en svo að koma á óvart. Málefnaleg umræða manna af sama sauðahúsi össur Skarp- héðinsson er nokkuö sem þeir hafa að margra dómi litt haft i hávegum undanfarin ár þó þar séu undantekningar. Össur Skarphéöinsson kallar undirritaðan óbeinum orðum lyg- ara og telur hann sendisvein ein- hverra utanaðkomandi afla. Þetta er trúlega einhver sálarleg hjálp össuri oghans siðastahald- reipi. En meb þvi að hrópa þjófur, þjófur er hugsanlegt aö hann vinni samúð manna sem ókunnir eru málavöxtum. Strákur ættiþó að varast ósannar fullyrðingar þvi upp komast svik um siðir. Sú hugmynd Ossurar að Vaka geri út menn til að hefja aurkast eða niðurlægja skólafélaga sina og kunningja er svo fráleit og vit- laus að undrun sætir að össuri detti slikt i hug. Reyndar vaknar sá grunur hjá undirrituðum að þeir sem sliku haldi fram viðhafi þannig vinnu- brögð sjálfir. Innan Vöku hef ég aldrei orðið var viö sllk vinnubrögð hvað sem össur segir og ég get fullvissað alla um að þeir sem raunverulega meta lýðræðisleg og drengileg. vinnubrögð framar öllu eins og félagsmenn Vöku muni ekki taka upp hinn nýja siö sem össur smjattar svo mjög á. Hinu per- sónulega skitkasti til undirritaðs visa ég svo til föðurhúsanna og votta össuri Skarphéðinssyni að eeins vorkunn fyrir þá málefnan- legufatækt sem fram kemur hjá honum. össur geipar mjög um sam- vinnumenn i hópi fylgissveina sinna. Ensliktættistráksiaðláta vera. Það er öllum Háskóla- stúdentum vel kunnugt að sam- vinnumenn I hópi össurar hafa lítt haft áhrif á gang mála undan- farin ár, þeir hafa brotnað undan oki marxismans og gerst auð- sveipir marxiskum foringjum. 1 Vöku er rétti staður sam- vinnumanna en ekki þar sem lið- ræðið er fótum troðiö eða þvl hagrætt eftir þörfum. I Vöku eru fyrst og fremst lýðræðissinnar sem láta pólitiska stundarhags- muni lönd og leið. Jafnframt þvi sem formaður SHl eránægðurmeð verknað sinn ogfélaga sinna á þingpöllum I vor hlýtur hann að vera ánægður með orð sin á Stúdentaráðsfundinum 28. júni „ Viö heföum gripiö inn I þingfund ef þess heföi þurft”. Stráksi hlýtur að geta staðið við þessi orð eða hvað skyldu þau þýða? Stúdentum við H.l. hefúr verið gert margt gott i gegnum árin af alþingi og þeir hafa oft veriö hafðir á oddinum við hátiðlegustu tækifæri islensku þjóðarinnar, stundum jafnvel of mikiö aö sumra dómi. Það væri þvi hinn versti minnisvaröi sem þeir reistu sér ef þeir gripu inn l þing- fund stöðvuöu hann og vanvirtu þannig löggjafarsamkundu þjóð- arinnar. Súfullyrðing össurar að ég hafi hagrætt sannleikanum á frjáls- legan hátt er lygi sem strákur ætti aðsjá sóma sinn i að draga til baka. Ég ætla mér ekki frekar að elta ólar við óþekktarangann össur Skarphéðinsson en vona að jafn skynsamur strkákur og össur er sjái nú að sér og láti leifar bernskuáranna hin „ trúöslegu fiflalætf’ sigla sinn sjó. Magnús Asgeirsson ,, V élritunarmistök 99 „How I love to track dov/n those liars” I. F. Stone Magnús Asgeirsson á hér a opnunni tvær greinar: sú fyrri „Slagmálasveit stúdenta” birtist i Mogganum þann 1. júli: sú seinni kom aftur til Stúdenta- blaðsins þann 19. júli og er i raun úrdráttur greinar sem Magnús átti i Mogganum þann 17. Vegna þeirrar greinar er rétt að gera nokkra athugasemd. Magnús hringdi hingaö á siðasta degi skilafrests og til- kynnti að hann hefði efni i blaðið. Var honum svarað að hann skyldi þá koma þvi hingað á skrifstofu Stúdentablaðsins. Hann taldi öll tormerki á þvi, hann væri við vinnu, hvort hann mætti senda greininá ipósti. Ég tjáðT honum aö það væri i lagi. Tveim dögum siðar skrifar Magnús um Stúdentabíaðið: „Enhonum (þ.e. össuri) er eins ljóst og mér aö greinar sem fulltrúar úr minni- hluta Stúdentaráðs hafa ritað til birtingar i Stúdentablaðinu undanfarin ár hafa yfirieitt ekki fengið eðlilega fyrirgreiðslu eins og greinar manna úr meirihlut- anum hafa fengið.” (Tilv. lokið). Ég krefst þess að Magnús þessi Asgeirsson sanni þessi ummæli sin með beinum tilvisunum i starfstima minn hér á blaðinu frá i april 1975. Geti hann það ekki lýsi ég hann inannorösniðing. Vökumenn hafa i minni tið fengið yfrið nóg af tækifærum til að birta sin skrif i þessu blaði. Það hefur frekar staöið á þvi að þeir hafa ekki getað druUast til aö skila skrifum sinum á tilteknum tima. Mætti þar til nefna grellin dæmi frá skilafresti vegna kosninga- blaðs i mars i vetur. Nú, siðan i þessari sömu greinarsubbu sem er hér i ,,betri”útgáfu en þeirri sem birt- ist i Mogganum 17. júli. Magnús segir: „Hefur ritstjórum Stúdenta- blaðsins oft á tiðum þótt meira um vert að koma inn greinum um erlenda byltingarforingja, Marx ogannað þess hattar, en greinum sem snerta okkur sjálf, þ.eþ hagsmuni stúdenta og hreina islenska stúdentapólitik. Um þverbak keyrði þó aðmig minnir 1974 þegar fuUtrúar úr meirihluta Stúdentaráðs tóku sig til og skrifuðu eigin orð, iangar setn- ingarogeigin athugasemdir inn i miðjar greinar sem skrifaðar voru fyrst af fulltrúum Vöku” (Gilv. lokið, Leturbreyting. eru Stúdentablaösins.) Það er öllum leyfilegt að koma hingað og leita að þessari grein. Þarna eins og viðar fer Magnús með hreina lýgi. ,,um þverbak keyrði þó aö mig minnir ”Enda birtist kurteis- lega á innsiðu þann 21. júli i fyrr nefndum Mogga: „Athugasemd. Þau vélritunarmistök uröu hjá höfundi greinarinnar „Slags- málasveitini eyðimörkinni”,sem birtust i Mbl. 17. júli, að i stað „skrifuðu eigin orð, langar setningar og athugasemdir inn i iniðjargreinar” átti að koma hjá greinum. Velvirðingar er beðið á þess.um mistökum. — m.á. ” (Leturbreytingar eru Moggans). Eins og Magnús sagði sjálfur i grein sinni þann 17. júli i Mogg- anum: „Ég eri nefndri grein kall- aður óbeinum orðum lygari og trúi nú hver sem vill”! Kæru les- endur, gjörið svo vel. Páll Baldvinsson.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.