Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 12
JDENTA LADID Skilafrestur næsta blaðs er 25. ágúst. Eru menn hvattir til að nota sér tækifærið. Frá sumarþingi SINE Sumarþing Sambands islenskra námsmanna erlendis 1976, haldið 24.-25. júli átelur harð- lega þau vinnubrögð rik- isst jórnar innar að stöðva alla starfsemi LÍN með þvi að liggja á fé þvl, er sjóðnum er ætlað skv. sjárlögum. Sumarþingið krefst þess, að fé verði þegar I stað útvegað, svo að hægt verði að greiða út eftirstöðvar námsiána skólaársins 1975-1976, svo og sumarlán. Sum- arþingið lýsir þvi yfir, að islenskir námsmenn erlendis munu ekki þola neinn drátt á útborgun haustlána vegna svika af hálfu rikisvaldsins að standa við heimildir fjárlaga um fé til sjóðs- ins. Þessi ályktun var samþykkt samhljóða á sumarþingi Sine um sið- ustu helgi. Var hún borin upp á siðari degi þings- ins eftir nokkuð harðar umræður um ýmislegt annað. En um þetta mál rikti einhugur. Sumar- þingið er i lögum sam- bandsins ekki ákvarð- andi um mál þess. Það gegnir fyrst og fremst þeim tilgangi að undir- búa haustfundina sem eru ákvarðandi fyrir stefnu og skipulag. Það var þvi mest um um- ræður á þessum fund- um, en þær kristölluðu þær skoðanir sem uppi eru i sambandinu i dag, bæði á skipulagsmálum Sine og eins á máli málanna, lánamálinu. Sine átti á yfirstandandi ári viö fjárhagsörðugleika að etja sem áður. Sambandið byggir á litlum hluta islenskra námsmanna. Það hefur þvi mjög takmarkað bol- magn og getur ekki nema að litlu leyti annast það starf sem það þyrfti að rækja við islenska námsvitt og breitt um heims- kringluna. Til þessa hefur ekki verið um neina skylduaðild að samtökunum, en nú er að finna i lögum um námslán heimildará- kvæöi til handa ráðherra að gera megi aöild að sambandinu skylda þeim er þiggja að einhverju leyti fyrirgreiðslu LÍN. Það er þvi aö birta til, mögulega geta samtökin á komandi árum starfaö af meiri krafti en hingaðtil 1 skjóli auðs og mannafla. 1 Sine hefur um nokkurt skeið verið að þróast umræða um is- lenska námsmannahreyfingu, möguleika hennar og takmörk. Heiúr þessi umræða að mestu komið til vegna nýrrar lagasetn- ingar um námslán og hefur það sett mikið mark á umræðuna. Hefur þessi umræða nokkuð kom- isttil skila i Stúdentablaðinu, þótt það hafi nær enga útbreiðslu meðal námsmanna erlendis. Nú er svo komið að þessi umræða er komin i tvo megin póla. Attu þeir báðir sinar tillögur i lánamál- unum á sumarþinginu. Bar sá fyrri fram eina tillögu um málið svohljóðandi: (Tillögur þessar eru samdar i nafni haustfunda, enda koma þeir til með að móta stefnuna i þessum málum að fullu). — Haustfundur 1976 fordæmir lög rikisstjórnarinnar um náms- ián. Hin óréttmæta dreifing end- urgreiðslubyrðarinnar og sú staö- reynd að með þessum Iögum eru Lánasjóði hvorki tryggður sá fjárveitingargrundvöllur, né heidur er i lögunum kveðið á um fulla brúun umframfjárþarfar merkir að námsmenn munu á- fram sem endranær búa við vax- andi kjaraskerðinu. Þetta mun hafa i för með sér að börnum úr láglaunahópum og verkalýðsstétt mun gert þvi sem næst ókleyft að leyta sér mennta. t ljósi þessa verður aUt hjal um jafnrétti til náms ennþá hjákátlegra en nokkru sinni fyr. Gera verður þær lágmarks- kröfur til laga um námsláh að þau kveðiskýrt á um það að möguieg endurgreiðslubyrði dreifist, þannig að tekjuhæstu mennta- menn greiði sem næst fullu raun- gildi móttekinna lána, en endur- greiðslubyrði minnki er neöar dregur til þess að verða sem minnstog engin á meðaltekjufóik og lá glaunahópa. Endurgreiðslur námslána mega ekki vera ncin- um iánþega byrði að Ioknu námi. Haustþingið gerir það að kröfu sinni að tryggt verði á óyggjandi hátt að námsmenn geti að fullu fjármagnað framfærslukostnað sinn með námslánum. Þrátt fyrir að Sine sjái sér ekki fært að styðja tillögur Kjarabar- áttunefndar i heild sinnsi, þar sem ekki rikir eining um afstöð- unatil þeirra innan félagsins, for- dæmir haustfundur harðlega það framferði rikisvaldsins i laga- smið sinni um námslán að taka ekki tillit til lánamálatillagna þessara er fram voru bornar af forystu námsmanna og nutu stuðnings yfirgnæfandi meiri- hluta námsmanna. Námsmenn heita i þessari bar- áttu sinni á verkafólk og samtök þeirra aö styðja hinar réttmætu kröfur námsmanna enda eru hagsmunir okkar sameiginlegir i þessu máli. Hinn póllinn hafði sem fyrr sagði fram að leggja tvær tillögur i þessu máli. Fara þær báðar hér á eftir. Haustfundir Sine 1976 lýsa yfir algjörri andstöðu sinni við lög þau er sett voru um náms- lán og námsstyrki sl. vor, og lýsa andstyggð sinni á þvi að Stúdentaráð Háskóla islands skuli hafa orðið fyrst til að móta þær grundvallarhugmyndri, sem lögin byggja á, þ.e. vísitölubind- ingu námslána og aukningu fjár- streymis tU LÍN frá námsmönn- um sjálfum. í ljósi núverandi við- horfa álykta haustfundir að Sine beri að leggja megináherslu á: 1. Að berjast fyrir þvi aö lánin brúi að fuUu framfærsluþörf hvers námsmanns þegar a næsta ári. 2. Að fallist verfi skilyrðislaust frá visitölubindingu námslána. 3. Að námsmenn fái meirihluta i stjórn LÍN. 4. Að mótað veröi nýtt og réttlát- ara endurgreiðslukerfi náms- lána. 5. Að Sine eigi frumkvæði að þvl að leita eftir stuðningi frá og samstöðu við islenska verka- lýðshreyfingu i baráttunni fyrir jafnrétti til náms. Seinni tillagan til haustþings er stiluð til Kjarabaráttunefndar. — Haustfundir Sine lýsa þvi yf- ir.aðstefna Kjarabaráttunefndar varöandi skipan iánamála hafi veið setningu námslánalaganna þi vor beðið algjört og endanlegt skipbrot. Jafnframt hafa bar- áttuaðferðir nefndarinnar sýnt, að þær eru til einskis nýtar i hags- munabaráttu námsfólks. Haust- fundir vita þessi vinnubrögö harðlega og telja þau hafa leitt til verri bardagastöðu og verri k jara á námsaðstoð en nokkru sinni fyrr. 1 Ijósi þessarar reynslu hörmum viðaðhafa átt við þessa aðila svo náiðsamstarf, sem raun hefur borið vitni til þessa. Við svo búið má ekki standa. Þvi álykta haustfundir, að áframhaldandi aðild Sine að Kjarabaráttunefnd sé háð eftirfarandi skilmálum: 1. Að nefndin láti af fyrri stefnu sinni um visitölubindingu námslána, sem ekkihefur gefið neittaf sér, hvernig sem á mál- ið er litið, og sé reiöubúin til að móta nýja stefnu, byggða á raunverulegum hagsmunum námsfólks. 2. Að nefndin leggi aðaláherslu á að gera hinn almenna náms- mann meðvitaðan um kjör sin og alla baráttustöðu og skapi þar með grundvöll fyrir virkri f jöldabaráttu. (Jafnframt skora haustfundir á þá sem hafa meiri trú á þingpalla- snakki og samvinnu við rikis- valdið að bjóða sig fram til þings við næstu Alþingiskosn- ingar og vinna þar i friði að hugðarefnum sinum. Það gæti verið við kysum þá.) Verði ekki gengið að þessum skilmálum fela haustfundir Sine að sjá til þess aö aðild sambands- ins að Kjara baráttunefnd verði slitiö að sinni. Svo mörg voru þau orð. Við tökum menn vara á þvi að skoða þessi atriði sem stefnu Sine. Þettá eru aðeins þeir pólar sem finna má i umræðu innan sambandsins. Tveir námsmenn erlendis yfirheyrðir. Er þinginu var iokið tókum við taU tvo námsmenn, annan frá Þýskalandi, hinn frá Höfn. Við spurðum Pál Halldórsson, sem stundar nám i stærfræði i Göttingen, hvort hann áliti að ein- hver þáttaskil hefbu orðið á þessu sumarþingi. — Tæpast. Sumarþing eru nú aldrei annað en vettvangur þar sem fyrstu tillögur koma fram. Það er gert út um hlutina á haust- fundi. Nú, af tillögunum um lána- málin þá er þar tvennt á ferðinni: sekterisk tilheiging stjórnar Sine til að svara pólitik SHÍ, sem er að mörgu leiti vafasöm, með þvi að ganga út úr Kjarabaráttunefnd. Þar á móti kom fram tillaga sem tók ekki beina afstöðu, nema þar kom fram stuðningur við þær grundvallarhugmyndir sem búa að baki tillögum SHl. Siðan var imprað á skipulagsmálunum, engar tillögur komu fram, en ijóst er að á komandi vetri verður það aðalmálið. Ekki aðeins vegna skylduaðildar, heldur lika vegna hins hvað erfitt er að starfrækja þessi samtök með stjórn uppi á Islandi. Við spurðum um hvernig Páli litist á komandi vetur. — Það er ljóst að ef engir peningar koma ,þá hlýtur það að hreyfa við mönnum. Sérstaklega ef þeir eru undir það búnir. Hins vegar er það vandamál okkar i Göttingen að það er erfitt að skipuleggja nokkuð á svo smáum basis, við erum 12, það þyrfti þvi kæmi til aðgerða að geta náð fleirum saman. Kristinn Einafsson stundar nám i Kaupmannahöfn. Við spurðum hann, eins og Pál, hvort þetta þing hefði valdið skilum i sögu Sine? — Þetta þing er ekki annað en vettvangur fyrir þá hluti sem siðan er tekin ákvörðun um á haustfundum. Það gefur til kynna hvaða linur eru að þróast. Það hefur ekkert breyst með þessu þingi.Svipaðardeilur og pólitiskt þras voru á siðasta þingi. Égheld að það hafi komið fram soldið ákveðnara að það er nauðsynlegt að móta nýja stefnu i lánamálun- um. Það hefur verið að gerjast i fólki en ekki komið fram almennilega. En það er að koma fram að það er möguleiki á þvi núna. Þaö er margt órætt, en við getum byrjað á þeim grundvelli sem við höfum. Við spurðum Kristinn einnig hvernig honum þætti útlitið fram- undan? — Hann getur orðið erfiður. Það er ekki jafn erfitt fyrir alla. En mér sýnist að þetta geti orðið fyrsti veturinn sem virkilega hrekur fólk frá námi. Og jafn- framt að þeir sem ætlað hefðu i nám, komist ekki i nám. Þetta getur orðið svartur vetur. Varð- andi aðgerðir i haust, þá eru fáir þrýstingsmöguleikar hjá náms- mönnum, öðruvisi en þeir fin'ni sér sinn rétta bandamann, verka- lýðinn, sem er eini hópurinn sem þrýst getur á sameiginleg hags- munamál námsmanna og verka- fólks. Látum við það duga af þingi þessu. pb.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.