Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 2
2 Stúdentablaðið NATO: Hernaðarbandalag eða náttúrudýrkendur? Þaö lýsir ótrúlegri hræsni að NATO skuli gangast tyrir ráð- stefnu um náttúruvernd, eins og hér var haidin i fyrri hluta júli. Aðstandendur þessa bandalags hafa með hernaði sinum skilið eftir óbætanleg spjöU á mönnum og náttúru i löndum eins og Viet- nam, og enn er ekki séð fyrir end- ann á afskiptum þess að innan- rikismálum þjóða, bæði utan þess og innan. Það er einnig kaldhæðni að samtryggingarbandalag auð- valdsins skuli hjala bllðlega um verndun á auðlindum heimsins. Rányrkja burgeisanna á auðlind- um er alkunn. Hafa fiskimið heimsins ekki sist farið varhluta af þeirra vernd. En tU hvers er þessi ráðstefna? Og hvers vegna taka islenskir aftaniossar með visindalegu yfirbragði þátt I svona samkomu? Jú, NATO er að reyna aö fegra bryndreka ásjónu sina gagnvart fólki.reynaaðskapa þá hugmynd að hér sé um visindastofnun að ræða. Og.margur kennarinn hér við skólann hefur leppað uppá þessa imynd með þvi aö þiggja einhvern NATO styrkinn úr hönd- um Magnúsar rússaskelfis. Og siðan er spjallað, eins og morð- inginn talar fyrir þá myrtu, um náttúruvernd og nauðsynlegar aðgerðir þar i sambandi. Það var til að afhjúpa þennan skollaleik að herstöðvaandstæöingar efndu til aðgerða við ráðstefnuna sem haldin var á Loftleiðahótelinu. MótmæU. Aðgerðirnar hófust að forgöngu miðnefndar herstöðvaandstæð- inga. Var mótmælastaða við hótelið þann 5. júh' og var dreift flugritum um svæðið. Tóku siðan hópar manna sig úr hópnum og skar fána NATO niður og vakti það nokkuð irafár. Sendi miðne&idin frá sér ályktun þar sem hún sór af sér þetta ódæði.Ög það sem verra var: eftir þetta heyrðist hvorki stuna né hósti frá þeim samtökum um málið. Aðrir hópar tóku þvi málíð i sinar hend- ur. Hópur mosfellinga stöðvaði skemmtiferð ráðstefnunnar á leið heim frá Þingvöllum og fékk leyfi til að dreifa til ráðstefnugesta dreifiriti. Daginn eftir, þann 14. júli, laugardag, gekkst Fylkingin fyrir mótmælastöðu viö Lött- leiðahótehð. Hafði veriö leitað til fleiri aðila um samstarf, en bæðí Einingarsamtök kommúnista og Kommúnistaflokkurinn m-1, sáu sér ekki fært að standa að slikum mótmælum á þeim forsendum að ekki væri starfandi með troskust- um. Má það teljast i meira lagi furðulegt hversu lengi þessi sam- tök ætla að dunda sér við að skemmta skrattanum i eigin ór- um um aðra vinstri hópa. Stjórn Stúdentaráðs lýsti stuðningi við aðgeröirnar við Hótelið með eftir- farandiályktun: Stjórn Stúdenta- ráðs Háskóla íslands lýsir yfir stuðningi sinum við fyrirhugaða mótmælastöðu herstöövaand- stæðinga gegn umhverfismála- ráðstefnu NATO sem haldin er að Hótel Loftleiðum þessa dagana. Stjórn SHl skorar á aha stúdenta að taka þátt i mótmælastöðunni sem hefst kl. 12 á hádegi laugar- dagsins 10. júh að Hótel Loftleið- um. Staðið verður undir vig- orðunum: ISLAND tJR NATO — HERINN BURT. GEGN HEIMS- VALDASTEFNU. GEGN RAN- YRKJU. Stjórn SHl lýsir vanþóknun sinni á þátttöku islenskra visindamanna i ráðstefnunni, sem láta á þann hátt ginna sig til að fegra andlit NATÓ út á víð, og aðstoða þvi við að fegra hmn raunverulega tilgang bandalags- ins. Að lokum vih stjórn SHl taka undir þau ummæli Guðlaugs Þor- valdssonar háskólarektors, að besta framlag jiernaðarbanda- laga tU umhverfisverdunar væri, að þau hættu starfsemi sinni og væru lögð niður. NATÓ DINDLAR Mótmæiaaðgerðir sem þessar Tvær kynslóðir liffræðinga mætast á veginum I Mosfellssveit: Sturla Friðriksson af striðskynslóðinni og Jón Gunnar Ottósson af Natókynslóðinni. hafa sitt að segja þó oft hafi þófiö verið erfitt. Það er athyghsvert að enginn opinber aðili hafði með þessa ráðstefnu að gera, engin stofnun islenks sem á að annast umhverfismál innanlands var beðin um hlutdeild að ráð- stefnuhaldinu. Hins vegar voru einstaka visindamenn við ráð- stefnuna og sannast það sem oft áður, að þar sem peningarnir eru, má finna misjafna sauöina. Styrkþægni islenskra visinda: manna hefur oft verið átalin. Hafa fæstirþeirra sem þegiðhafa þessar krónur vilja ræða það mál af hreinskUni hversu réttlætanleg slik styrkveiting er. Þaö er mikið verkefni en þarft að rannsaka hvernig hernaðarvandalagið hef- ur ráðið islenskum rannsóknum gegnum þessa styrki. Það er þvi gott til þess að vita að Nátturu- verkur skuli æUa sér að taka þetta mál fyrir með starfshóps- rannsókn. Það gefur fleiri mögu- leika á að hægt verði að stuða sposlukerfi NATO til islenskra „hlutlausra” visindamanna á komandi árum. Er ekki óhklegt að þar hafi ráð- stefnan og mótmæh hennar vegna ráðið mestu um að ráðist var í stofnun þessa hóps. — pb Sálmurinn um blómið SÁLMURINN UM BLÓMIÐ Hið ástsæla verk Þórbergs Þórðarsonar, bókin um Lillu Heggu/ loksins fáanleg aftur í nýrri útgáfu, bæði bindin í einni bók. Félagsbók MM. „Aldrei hefur Þórbergur Þórðarson sýnt það greinileg- ar en í þessu verki hvilíkur galdrameistari hann er um frásagnarlist og stíl." ÁH, TMM 1956. Summerhillskólinn mrn KltJUR A.S. Nefll , {V j iTB § n ;. *Ti ....... ' Bókin um hinn „frjálsa" skóla Summerhill og róttækar kenningar skólastjórans á sviði uppeldis- og sálarfræði. Kaflaheiti: Skólinn Summer- hill, Barnauppeldi, Kynlíf, Trú og siðgæði, Vandamál barnsins, Vandamál foreldr- anna, Spurningar og svör. Vekjandi bók. ómissandi bók handa kennurum og for- dómalausum foreldrum. Pappírskilja. Þættir úr sögu Rómönsku Ameríku Hér er rakin forsaga hinnar indíánsku Ameríku og saga landvinninga nýlenduveld- anna í Mið- og Suður- Ameriku. Fyrst og fremst er bókin þó st jórnmá lasaga hvers einstaks ríkis á síðustu öldum, fram til þessa dags. Fyrsta bók á íslensku sem gefur undirstöðuvitneskju um stjórnmál þessa heims- hluta. Umf jöllunin er byggð á öllum tiltækum gögnum og styðst við nýjustu rannsóknir. Kilja. Jarðneskar eigur — Saga auðs og stétta csysiKiUUR LeoHuberman Jarðneskar eigur Hið sigilda verk á sviði marx- ískrar hagfræði, nú loks fá- anlegt á íslensku. Bókin er saga eignarhalds og stétta- skiptingar frá lénsveldi til auðvaldsskipulags tuttugustu aldar, mannkynssagan í Ijósi efnahagsiegra hagsmuna og átaka. Einstaklega aðgengi- leg, lipur og skemmtileg framsetning. óttar Proppé þýddi bókina og ritaði eftir- mála. Kilja. jjl Mál og menning Laugavegi 18

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.