Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Side 4

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Side 4
4 STÚDENTABLAÐIÐ Stúdenta- blaðið spyr: Finnst þér hrossakjöt gott? Jónas Valdimarsson, starfsmaður hjá raunvísindastofnun. Já mjög gott, — svona ef það er ekki of gamalt. Anna Tyrfingsdóttir, vinnur í kaffistofu Lögbergs Já, mér þykir það afar gott. Best þykir mér það saltað. Þórhallur Heimisson, guðfræði- nemi Já, alveg ofboðslega gott. best reykt. Hrönn Júlíusdóttir, viðskiptafræði Já, alveg sjúklega. Dagbjört Matthfasdóttir, vinnur f háskólafjölritun Nei. Gerður Tómasdóttir, vinnur í bók- sölu stúdenta Nei, ekkert sérstaklega. Ólína Þorvarðardóttir: Um skrif Vökustaurs f síðasta tbl. Stúdentablaðsins birtist grein eftir Kristján Jónsson þar sem hann ræðst af mikilli heift og offorsi að skrifum Vinstrimanna í þeirra ágæta blaði sem út kom i feb. s.l. Kristján þessi er einkar hörundsár vegna greinar um Af- ganistan sem birtist í blaði VM og undirrituð er höfundur að. Ekki verður betur séð af skrifum Kristjáns, en að viðkvæmni hans stafi einfaldlega af þeirra stað- reynd, að íhaldið getur ekki liðið öðrum að fjalla um málefni Af- ganistans, svo þau verði nú örugg- lega ekki túlkuð á annan hátt en Pentagon-línan gefur leyfi og til- efni til. Af hundslegri tryggð við þann vafasama málstað, æðir umræddur Kristján út á ritvöllinn með klúð- urlegum tilfæringum, rangfærslum og ofstækisfullum upphrópunum þar sem hann fyllyrðir að: „téð Ólína ætti að skrifa sem minnst um ástandið í Afganistan. Hún má það, en með því gerir hún sig að við- undri í augum þeirra sem BETUR VITA.“ (leturbr. mín). Já, hér fljótum við eplin, sögðu hrossa- taðskögglarnir einu sinni. Og hvaðan svo sem hefur „téður“ Kristján speki sína, annarsstaðaren úr Morgunblaðinu? Það er grein- legt að þessi maður hefur aldrei kynnt sér aðra fjölmiðla og getur þ.a.l. vart talist hæfur til þess að fjalla um alvörumál sem þetta af neinu viti. Ég vil leyfa mér að svara því sem títt nefndur Kristján heldur fram bæði um mig og málefni Afganist- ans í umræddri grein og er þá best að byrja á byrjuninni. Ég vil þá fyrst gera lítillega grein fyrir ákveðnum misskilningi eða hártogun sem stafar af orðanotkun í grein minni um Afganistan. Þegar ég segi að Sovéski herinn hafi lið- styrk af stjórnarhernum, leggur Kristján það þannig út fyrir mér að ég álíti að sovéski herinn saman- standi eingöngu af stjórnarherlið- um. Þetta þykir mér nú nokkuð fjarstæðukennd útlegging enda tel ég að almennt feli orðið „liðstyrk- ur“ í sér merkinguna: aðstoð sem um munar, liðveisla eða fulltingi. Ég myndi því álíta að 120.000 manna sovéskt herlið munaði um minna en 30.000 manna liðstyrk. Sé skilningur minn á orðinu hinsvegar annar en almennt gerist þá biðst ég velvirðingar á þeim misskilningi. Andspyma afgana Eftir að hafa ausið úr sér, vel og lengi, yfir þessu með liðstyrkinn, tekur Kristján til við að gera um- mæli mín um andspyrnuhreyfing- una í Afganistan, tortryggileg. í þeim tilgangi vitnar hann til þeirra orða Magnúsar Torfa Ólafssonar, í 5. tbl. Vökublaðsins að samstarf í meiriháttar hernaðaraðgerðum og skipti á upplýsingum og birgðum séu að verða regla í samskiptum andspyrnuhópa. Ég get ekki að þessum orðum ráðið neitt sem stangast á við orð mín í Blaði VM. Ef það er rétt að meira skipulag sé að komast á afgönsku andspyrn- una, eins og MTÓ heldur fram, þá er það fagnaðarefni, en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að enn vantar nokkuð á, og það veit Kristján jafnvel og ég. Mig langar rétt til að upplýsa Kristján um það, að skömmu áður en viðtalið við MTÓ birtist í Vökublaðinu, eða 4. nóv. s.l. þá greindi Le Monde frá því að bardagar ættu sér stað milli ólíkra andspyrnuhópa í Hoh-e Safifjöllunum nálægt Panshir— dalnum. Þar hafi Hezb-e Islami flokkurinn haldið uppi árásum til að reyna að endurheimta yfirráð sín yfir þorpunum á því svæði en þau höfðu fallið í hendur annarra hópa. Áður höfðu borist fréttir af því að andspyrnan í Afganistan væri sundruð, aðallega vegna þessa hóps, Hezb-e Islami sem væri ósættanlegur við aðra andspyrnu- hópa landsins. Þetta er ekki sagt í neinni kæti yfir sundrungu and- spyrnunnar þótt Kristján eigi e.t.v. erfitt með að skilja það. Hér er einungis verið að tala um stað- reyndir sem óskandi væri að væru aðrar. Efnavopn? En þá er best að snúa sér að „al- varlegustu viðvörun" minni sem Kristján kallar svo, en það er eftir- farandi málsgrein sem virðist hafa sett fleiri en Kristján upp af stand- inum: „Samlíkingin (við hrylling Víet- namstríðsins/innsk. ÓÞ) birtist í ýmsu, en þó te! ég ráðlegra að gjalda varhug við öllum fullyrð- ingum um geisla og efnavopn, þar sem slíkt er algjörlega ósannað. Nógar eru hörmungarnar samt.“ Kristján á vart orð til að lýsa hneyskslan sinni yfir annarri eins fullyrðingu og þeirri að ekki skuli dæma sekt án sönnunar. Hann bandar yfirlætislega í átt að Sr. Bernharði Guðmundssyni og ein- hverjum Stuart Schwartzstein sem hann segir vera fullvissa þess að sovétmenn beiti efnavopnum. Ekki skal ég fullyrða um Schwartzstein en hitt veit ég, að þótt Sr. Bern- harður sé hinn ágætasti maður sem myndi ekki óviljandi halla réttu máli, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að hann er ckki vopna- sérfræðingur, heldur prestur. Hans persónulega sannfæring er engin sönnun eins né neins, með fullri virðingu fyrir honum. Hinsvegar vil ég benda Kristjáni á það, að Sameinuðu þjóðirnar skipuðu nefnd á síðasta ári, sem átti að rannsaka það hvort um beitingu efnavopna væri að ræða i Afgan- istan. (Þetta á Kristján reyndar að vita þar eð hann fylgist svo „vel“ með þessum málum). Á vegum þessarar nefndar voru tekin ýmis- konar sýni sem rannsökuð voru, auk þess sem vitni voru yfirheyrð og kannað var hvort t.a.m. sjúk- dómar og áverkar gætu stafað af eiturefnum. Skýrsla nefndarinnar sem var 109 bls., var lögð fram í nóv. s.l. en þar var komist að þeirri niðurstöðu að engar sannanir væru fundnar fyrir því að eiturefnum væri beitt í Afganistan, Laos eða Kampútseu. Ég get ekki að því gert að mér þykja þessar heimildir mun áreiðanlegri heldur en þær sem Kristján vitnar til, Kristján virðist ekki átta sig á því. hversu alvarlegt það er að fullyrða um beitingu efnavopna á ónógum forsendum. Slíkt þarf að rannsaka af óhlut- drægum aðila, og ráðlegast væri fyrir Kristján að láta óskhyggjuna fyrir róða, og geyma allar fullyrð- ingar uns niðurstaða fæst. íhaldsöfgar Ég get ekki endað þessa grein án þess að minast á eina öfgafyllstu og að ég held hugsunarlausustu klausuna í grein Kristjáns: „Hér ætlaði allt vitlaust að verða þegar Bandaríkjamenn drápu gróður með efnavopnum en nú, þegar Ví- etnamar drepa MENN með efna- vopnum, þá þegja Vinstrimenn.“ Ég held að Kristjáni og hans lík- um veitti ekki af að skreppa niður til Víetnam og líta sem snöggvast á þær afleiðingar sem „gróðurmorð" Bandaríkjamenna hefur haft í för með sér fyrir íbúana. Honuni verð- ur e.t.v. svarafátt er hann stendur frammi fyrir vansköpuðu barni sem þar að auki er e.t.v. haldið ill- kynjuðum sjúkdómi. Hvar voru íhaldsmenn þegar ráðist var að þessu barni í móðurkviði? Nei, það dugir lítt að tönglast sífellt á því að vinstrimenn leggi allt á versta veg fyrir Bandaríkjunum í þeim til- gangi einum að réttlæta Sovétríkin. Mér virðist Kristján hinsvegar gera sig sekan um hið gagnstæða: „Að heyra E1 Salvador líkt við Afgan- istan er eins og hver önnur öfug- mælavísa“ segir hann fullur van- þóknunar og bætir við: „Af hverju þessi heift gegn Bandaríkjamönn- um en varla orð unt Sovét?“ í fyrsta lagi þá get ég ekki séð hvernig Kristján ætlar að réttlæta það sem er að gerast í E1 Salvador. Munurinn á E1 Salvador og Af- ganistan er einungis sá, að í El Salvador berst stjórnarher með stuðningi USA við skæruliða en í Afganistan eru það Rússar með stuðningi stjórnarhers sem berjast við skæruliða. Það er margt líkt með kúk og skít. í öðru lagi, þá er það rangt að vinstrimenn segi aldrei orð um Sovét, eða lastu ekki greinina mína, Krisján? Baulaðu svo búkolla mín Að lokum vil ég undirstrika það, að það er engin afsökun fyrir annað stórveldið hvernig hitt hagar sér, og því er óþarfi að gera upp á milli þeirra í hryðjuverkum þeirra. Framleiðsla og beiting efna- og eiturvopna er fordæmanleg hvar og hvenær sem hún á sér stað en síð- ustu fregnir herma, að Ronald Reagan sé ekki þeirra skoðunar. Þeim tilmælum vil ég síðan bcina til Kristjáns Jónssonar, Vökustaurs, að hann spari sér stóru orðin í garð vinstrimanna og grennslist nánar í eigin barm áður en hann æðir út á ritvöllinn aftur með sama hætti og í síðasta Stúdentablaði. Ólína Þorvarðardóttir

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.