Stúdentablaðið - 01.04.1983, Qupperneq 5
STÚDENTABLAÐIÐ
5
Það var fundað, kosið og drukkið
Með hækkandi sól (og fækkandi
skóladögum) í köldum og grimm-
um marsmánuði skolaði hinu vest-
ræna lýðræði á fjörur stúdenta við
Háskóla íslands. Rétt eins og í fyrra
og hitteðfyrra (já og flest ár þar á
undan) bauðst þessum villráfandi
sauðum það einstæða tækifæri að
fá að kjósa. Kosningavélar fylk-
inganna voru ræstar nokkru fyrir
mánaðamótin febrúar-mars og
þegar nær leið kjördegi var búið að
koma áróðursblöðum og dreifi-
bréfurn inn í hvern krók og kima á
háskólalóðinni.
Eftir langa og stranga fundi og
stefnuskrárráðstefnur fylkinganna
rann kjördagurinn 15. mars upp.
Kvöldið áður var ágætlega heppn-
aður framboðsfundur í hátíðarsal
háskólans. Þar var hvert sæti skipað
þegar mest var og auk þess fólk á
randi um kaffistofu og ganga
byggingarinnar.
Að kvöldi kjördags settust vöku-
menn að í Óðali en umbar og
vinstri menn héldu sinn fagnað í
Stúdentakjallaranum. Sátu menn
nú og drukku rauðvínið sitt, bíð-
andi eftir úrslitum. Talningu var
lokið milli klukkan átta og níu og
hafa vökumenn að vonum glaðst
nokkuð við að heyra úrslit, en öðru
mafi gegndi um gesti Stúdenta-
kjallarans.
Var nú síður uppi á mönnum
tippið en verið hafði —þó ekki hafi
þunglyndi bitnað í nokkru á við-
skiptum kjallarans nema síður sé.
Með hjálp Bakkusar og píanóleik-
ara sem var gestkomandi í kjallar-
anurn hófst brátt gleði hin mesta og
söngur. Segja illar tungur að í gieði
sinni og bróðurkærleik hafi umbar
og vinstri menn samið um hvern
meirihlutann á fætur öðrum. Stúd-
entakjallarinn lokaði klukkan tvö
en eitthvað fréttist af samkomu-
gestum á randi um stúdentagarð-
ana fram undir dagmál.
Einhverjum umbum var minna
um samkomuna í kjallaranum gef-
ið og tóku boði vökumanna sem
auglýst höfðu Óðalshátíð sína öll-
um opna. Þar var samankominn
múgur og margmenni að sögn við-
staddra og gleði mikil. Óðali var
lokað um óttubil og fór þá harðasti
kjarni vökumanna í heimili félags-
ins hvar gleði stóð frm undir
mörgun.
Stúdentar
Munið landssöfnun Nýrra
sjónarmiða til styrktar álverinu.
Bauk hefur verið komið fyrir í
anddyri félagsstofnunar
Vísnaþáttur
vinstrimanna
Það heyrir nú frekar til undan-
teking að menn komi skoðunum
sínum á framfærí í bundnu máli, —
en gerðist þó, á annars frekar þurr-
um framboðsfundi. Voru þar vinstri
menn að verki og við gefum þeim
orðið.
Eftir að hafa hlýtt á munnræpu
eins vökustaursins var ekki annað
við hæfi en að hann fengi að heyra
álit okkar vinstri manna á orðum
þeirn:
Bull og blaður
bölvað þvaður
það trúir þessu
ekki nokkur maður.
Ekki virtust þeir hafa skilið sneið-
ina, — enda erfitt unt vik á þeim
bænum. Tóku þeir til við að rnont-
ast af afrekum sínum er þeirn
þóttu/þótti bera tvídæmalaust
merki um ágæti sitt. Enn reyndum
við að siða greyin til með smávísu:
Hægrisinnar og heimskir menn
hátt sér hreykja á stundum
þá viti bornir vinstri menn
vitkast á þeim fundum.
Svo sagði einhver (ath. það var ekki
vinstri maður!) að kominn væri
tími til að við vitkumst — en það
vita allir vitibornir menn að aldrei
er of seint að læra. En sumir hafa
víst gefist upp fyrir aldurs sakir.
Að lokum kveðja okkar vinstri
manna til allra hægri manna er á
fundinum voru, (ein skrumskæld
og stolin):
Á þá ég þeirn augum lít
að iðki hætti fífla
sem vinstri maður víst ég hlýt
þá vökukjafta að stífla.
Með baráttukveðju,
Vinstrimenn.