Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 4
4 STÚDENTABLAÐIÐ Silja Aöalsteinsdóttir og Svavar Sigmundsson: Nokkur orö um íslensku fyrir erlenda stúdenta f síðasta tölublaði Stúdentablaðs- ins skrifar Stefán Steinsson um kennslu í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskólann og varpar fram þeirri spurningu hvort þar sé á ferðinni námsgrein á viiligötum. Þar sem við erum bæði kennarar í þessari grein viljum við koma á framfæri nokkrum athugasemdum við málflutning Stefáns, bæði til að leiðrétta misskilning sem fram kemur hjá honum og skýra ögn nánar fyrir lesendum blaðsins hvernig þessari kennslugrein er háttað. Ekki vitum við til að Stefán hafi haft fyrir því að tala við neinn af kennurum i greininni til að kynna sér málavöxtu, og hefði hann þó vel mátt gera það. Stefán segist hafa fylgst með nemum á fyrsta ári í vetur og nefnir m.a. að talæfingatímar hafi orðið helmingi færri en til hafi staðið. Þetta er að nokkru leyti rétt, þar sem öðrum byrjendahópnum var skipt í talæfingum vegna fjölda nemenda. Hinum hópnum varekki skipt. Fyrirkomulag námsins er annars það að vegna fjölda stúdenta á haustin (ca. 50 nýstúdentar) er hópnum skipt í tvennt eftir kunn- áttu. Það er því ekki rétt hjá Stefáni að ailir séu settir á sama bekk. En þetta fyrirkomulag er aðeins á haustmisseri, á vormisseri er báð- um þessum hópum slegið saman í einn, vegna þess að fé hefur ekki fengist til að hafa hópinn áfram tvískiptan þótt sótt hafi verið um það. Aðeins 6 tímar eru þá á viku á vormisseri til málkennslunnar, og hefur þótt meiri ástæða til að kenna undirstöðuatriði í málfræði en halda áfram talæfingum. Vissulega væri þörf á sérstökum tímum til talæfinga, en til þess hafa heldur ekki fengist fjárveitingar hingað til. Auk þess má líta svo á að umræðu- og verkefnatímar í bókmenntum og sögu á vormisseri geti veitt full- nægjandi talæfingar i staðinn. Stefán telur aðalatriði fyrir 1. árs nema í íslensku fyrir erlenda stúdenta að læra að tala, en málið er nú ekki svo einfalt. Síðan menntamálaráðuneytið hóf að styrkja erlenda stúdenta til náms hér 1949 hefur verið stöðug kennsla í islensku fyrir þá í Há- skólanum. Þetta hafa yfirleitt verið stúdentar í norrænu í sínum heimalöndum, og styrktíminn hef- ur venjulega verið miðaður við eitt ár, þó að möguleiki hafi verið á framlengingu. Á þessu eina ári var reynt að gefa þessum stúdentum yfirlit um íslenska málfræði og bókmenntir, svo að þeir gætu jafn- vel kennt þessar greinar stúdentum heima hjá sér. Gert var ráð fyrir að þeir gætu sótt tíma með íslenskum stúdentum ef þeir dvöldu lengur. Það hefur því í raun verið bæði krafa þessara stúdenta og lilmæli ráðuneytisins að bókmenntir og saga kæmi inn í námskeiðið á þessu eina ári. Hinsvegar hefur sú breyting orðið á síðustu árin, að æ fleiri út- lendingar sem hér eru búsettir og stunda vinnu hér hafa komið inn í Háskólann til að læra íslensku. Er nú svo komið að styrkþegar og þeir aðrir sem læra íslensku sem hluta af háskólanámi í sínu heimalandi eru orðnir í minnihluta, án þess að afleiðingar þessara breytinga hafi verið ræddar af háskólayfirvöld- um. Háskólinn hefur frumskyldur við styrkþegana og skipulag náms- ins er rniðað við að það sé fullt starf. Ekki virðist litið svo á, að þetta námskeið eigi sérstaklega að keppa við þá málaskóla í borginni sem kenna íslensku. Samanburður Stefáns við mála- háskólann í Perugia á Ítalíu er því ekki réttmætur hér. Ef til vill væri æskilegt að geta starfrækt fjölþætta íslenskukennslu fyrir útlendinga í Háskólanum og koma þannig til móts við þarfir þeirra fjölmörgu útlendinga sem stunda nám þar í ýmsum greinum (aðeins um helm- ingur þeirra er í íslensku fyrir er- Svavar Sigmundsson. lenda stúdenta), en fyrst og fremst verður Háskólinn að bjóða upp á nám í íslenskri málfræði, sögu og bókmenntum. Enginn annar há- skóli hefur þá skyldu. Ekkert slíkt nám verður heldur sótt í kvöldskóla eða einkaskóla hérlendis. Það er ekki víst að námsgreinin íslenska fyrir erlenda stúdenta sé á villigötum, en það getur verið að þeir nemendur séu á villigötum sem ætla að stunda þar auðvelt og þægilegt nám í íslensku talmáli með annarri vinnu. Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttir af NOM-þingi í Finnlandi Dagana 12. til 14. maí sl. var haldið NOM í Finnlandi. Að þessu sinni fóru 2 fulltrúar frá SHÍ, for- maður og varaformaður. En áður en lengra er haldið er best að úr- skýra fyrir lesendum, þeim er ekki vita, hvað NOM er. NOM er skammstöfun fyrir nordiskt ordför- ande möte sem þýðir fundur nor- rænna stúdentaleiðtoga (ordför- ande þýðir formaður). NOM er oftast haldið tvisvar á ári, og síðasta NOM var í Kaupmannahöfn í október sl. Að þessu sinni var ekki fundað í Helsinki heldur í ráð- stefnuhóteli að nafni Siikaranta, úti í miðjum skógi, í Espoo sveitarfé- lagi skammt fyrir utan Helsinki. Á þessum fundum er alltaf ákveðið fyrirfram um hvað eigi að tala og eru fulltrúar þá oftast undirbúnir, en umræðuefni geta vissulega verið nokkur á hverjum fundi. í Siikaranta átti að ræða norræna samvinnu stúdentahreyf- inganna, og ekki síður samvinnu einstakra fagfélaga (deildar- og greinarfélaga), og kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd á fyrsta degi. Á öðrum degi átti svo að ræða Aðalsteinn. Guðvarður. þá hugmyndafræði er lægi að baki menntakerfi hvers lands og há- skóla- og menntapólitík, einnig möguleika hvers stúdents til náms (hvað er í boði) og ekki síður möguleika norræns námsmanns til að læra í einhverju hinna Norður- landanna. Einnig átti að bera sam- an próf. Síðasta daginn átti svo að ræða hvað væri efst á baugi í hverju landi fyrir sig og um alþjóðleg samskipti stúdentahreyfinganna á Norðurlöndum. Einnig átti að ræða næsta NOM, hvar það ætti að vera og um hvað skyldi ræða. Fundarboð þessa NOMs kom seint svo ekki var langur tími til undirbúnings og af þeim sökum vorum við íslendingarnir ekki eins vel undirbúnir og vera skyldi. Við höfðum þó í veganesti álit SHÍ um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd, sem var samþykkt á Stúdentaráðs- fundi 10. maí s.l., þess efnis að SHÍ skoraði á ríkisstjórnir Norðurlanda að lýsa yfir að Norðurlönd væru og yrðu kjarnorkuvopnalaust svæði. Sömuleiðis vorum við undirbúnir til að tala um hugmyndafræðina og háskólapólitíkina og dreifðum skema yfir íslenskt menntakerfi. Einnig dreifðum við upplýsingum um Hí, lokapróf og einingafjölda að baki hvers prófs og hvað væri I boði í HÍ. Frá Danmörku (DSF) komu þrír fulltrúar, frá Noregi (NSU) kom 1, frá Svíþjóð (SFS) komu 2 og frá SYL, Finnlandi, tóku 10 þátt í fundinum á einn eða annan hátt og 10 fulltrúar frá ýmsum finnskum stúdentahreyfingum sátu einnig fundinn um lengri eða skemmri tíma. Hvorki Færeyingar né Grænlendingar sendu fulltrúa. Tungumál voru mörg, þó öll skandinavísk. í svo stuttri grein sem þessari er ekki hægt að fjalla mikið um um- ræðurnar á fundinum en við mun- um gera skýrslu um NOMið og leggja fyrir Stúdentaráðsfund og þá er líklegt að ritstjórar vilji fá eitt- hvað úr þeirra skýrslu í næsta blað. Umræðurnar á sjálfum fund- unum vildu stundum snúast frá umræðuefninu eða leiðast út í smáatriði. T.d. kom ekkert út úr fyrsta deginum nema hvað allir voru sammála um að norræna samvinnu skyldi auka sem kostur er. Það hefði ekki orðið nein um- ræða um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd ef við hefðum ekki lesið upp álit SHÍ. Hins vegar kom ekkert frá hinum hreyfingunum. Finnarnir fengu einhvern embætt- ismann til að tala um efnið en þar kom fáttnýttfram.Næstidagurvar skárri og kom margt fróðlegt fram t.d. það að stjórnmáiamenn eiga sæti í sænskum háskólasvæðaráð- um og háskólaráðum og fulltrúar atvinnulífsins sitja í námsbrautar- stjórnum til að námið fari sem mest eftir þörfum atvinnulífsins. Einnig kom fram að danska ríkisstjórnin lítur „hagnýtar greinar“ vægast sagt hýrara auga en aðrar greinar. gagnlegur fundur að okkar mati þó umræður hefðu stundum mátt vera markvissari. Ekki siður gagnlegar viðræður og umræður fóru fram utan sjálfra fundanna og urðum við stórum fróðari I þessari ferð. Mót- Frá NOM þingi í Reykjavík 1978. Lítið var rætt um námsmöguleika og ekkert um próf. Hins vegar kom fulltrúi frá finnska menntamála- ráðuneytinu og 2 fulltrúar frá Sambandi finnskra stúdenta I Sví- þjóð (ROK) og ræddu um Finna I námi erlendis, en lítið kom út úr því. Á laugardeginum kom svo fram að það voru misjafnar áhersl- ur sem stúdentasamtökin lögðu á ýmis mál, þó voru lánamálin víðast hvar í brennidepli. Næsta NOM verður I Svíþjóð trúlega i nóvember, en ekki var gengið endanlega frá umræðuefn- urn þar eð svo margar hugmyndir komu fram um þau. Þrátt fyrir kannski neikvæða lýs- ingu hér að framan var þetta mjög tökur Finnanna voru höfðinglegar og til fyrirmyndar og skipulagið var gott en fundarstjórnin hefði þurft að vera ákveðnari þar sem það vildi brenna við að menn töluðu um eitthvað allt annað; eða vegna tungumálaerfiðleika ræddu alls ekki um sömu hlutina. Við vorum sex og hálfan sólar- hring í Finnlandi og þar sem við höfðum nógan tíma heimsóttum við HOAS, sem er fyrirtæki sem byggir og rekur stúdentagarða I Helsinki og nágrenni, og ræddum þar við framkvæmdastjórann. Var það hinn fróðlegasti fundur. Guðvarður Már Gunnlaugsson Aðalstcinn Steinþórsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.