Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 1
4. tbl. 59. árg. maí 1983 stúdentablaóió Ljóða- þáttur bls. 11 Slúður — bls. 10 r Islenska fyrir erlenda stúdenta bls. 4 Málþing heimspeki- deildar — bls. 5 Skoðana- könnun í vetur kom upp sú hugmynd í ritnefnd Stúdentablaðsins að efna til könnunar meðal nemenda í H.í. Nokkrir nemendur í félagsfræði tóku að sér framkvæmdina. Tekið var 200 manna tilviljunarúrtak og um helgina 16.—17. apríl var hringt í þá sem í úrtakinu lentu. Tókst að ná í 157 manns, sem eru tæplega 80% heimtur. Spurt var um ýmis atriði er varða aðstæður nem- enda og auk þess var forvitnast lítillega um kosningaþátttöku, vin- sældir öldurhúsa o.fl. Könnunin hafði ekki mjög hnit- miðað eða ákveðið mark, var miklu fremur samansafn ósamleitra spurninga sitt úr hvorri áttinni. Þetta verður til þess að könnunin er síður nothæf til að draga af henni vís- indalegar ályktanir. Til þess að segja eitthvað má þó halda því fram að hún sé gerð til að lýsa hin- um almenna stúdent. Með því að keyra saman hina ólíkustu hluti má svo pæla i hinu og þessu varðandi stúdenta. Því miður gefst ekki rúm til þess að birta neinar niðurstöður í þessu blaði, en í haustblaði verður fjallað ítarlega um könnunina. Til ábend- ingar fyrir komandi sumarleyfi má þó geta þess að Óðal, Holly og Borgín vírðast njóta hvað mestra vinsælda meðal stúdenta. Aðalfundur Vöku Aðalfundur Vöku var hald- inn þann 16. apríl s.l. Á fund- inum lét af störfum stjórn Sigurbjarnar Magnússonar og ný stjórn tók við. Formaður var kosinn Gunnar Jóhann Birgisson. Aðrir í stjórn eru: Haraldur Guðfinnsson vara- formaður, Jóhann Baldursson ritstjóri Vökublaðsins, Jakob Bjamason gjaldkeri, BaldurP. Erlingsson ritari, Lína G. Atladóttir meðstjórnandi og Stefan Kalmansson með- stjórnandi. í skýrslu fráfarandi for- manns kom fram að starfsemi Vöku hefur verið mjög öflug síðast liðið ár og ber þar hæst aðalfund EDS (Samtök lýð- ræðissinnaðra stúdenta í Evrópu) er haldinn var í Reykjavík seinasta sumar. Þá vakti heimsókn flóttamanns frá Afganistan mikla athygli. Sú nýbreytni var tekin upp að fá utan að komandi frum- mælendur á félagsfundi. Þeir Birgir ísl. Gunnarsson, Frið- rik Sóphusson og Sigurður Skagfjörð mættu á fund um húsnæðismál og lánamal stúdenta. Prófessor Þórólfur Þórlindsson og Jónas Haraldz voru frummælendur á fundi er bar yfirskriftina „Framtíð Háskólans". Alls voru haldnir um 10 félagsfundir d starfsár- inu og voru flestir þeirra mjög vel sóttir. Að loknum aðalfundi var farið á veitingahúsið Lækjar- brekku þar sem dýrindis veig- ar voru framreiddar og sátu Staurar þar í miklu yfirlæti frameftirkvöldi. Rímar Gudbrandsson í hlurvcrki sínu. (Ljósm.: Asdís) Sjá grein bls. 2 Nýr meirihluti íSHÍ I annarri og þriðju viku apríl sá hinn nýi meirihluti Stúdentaráðs dagsins ljós. Á einni viku sömdu umbar og vinstri menn málefna- samning sem birtur er á blaðsíðu 4—5 hér í blaðinu. Að samnings- gerð lokinni komu menn sérsaman um stöður. Stjórn stúdentaráðs er nú svo skipuð: Aðalsteinn Stein- þórsson (FUS), formaður, Guð- varður Már Gunnlaugsson (FVM) varaformaður, Valgerður Jóhanns- dóttir (FVM) gjaldkeri og aðrir í stjórn eru Elsa Friðfinnsdóttir (FUS), Jóna Hálfdánardóttir (FVM) og Baldur Ragnarsson (FUS). Aðalfulltrúi stúdenta í stjórn LÍN er G. Pétur Matthíasson (FVM), og aðalfulltrúi í stjórn ÆSÍ er Baldur Ragnarsson. I stjórn FS hafa og orðið mannabreytingar. Þar eiga stúdentar þrjá fulltrúa, af fimm. Hina tvo skipa Háskóli og Menntamálaráðuneytið. Einn full- trúi stúdenta skipar stöðu for- manns og skal sá vera útskrifaður í einhverju háskólafagi. Þá stöðu skipar nú Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og kvennafram- boðsmanneskja. Er hún valin að tilhlutan vinstri manna. Aðrir full- trúar stúdenta eru þeir Kristján Ari Arason (FVM) og Þorsteinn Hún- bogason (FUS). — sjá mál- efnasamning á bls. 6-7 og grein á bls. 3 Aöalfundur Félags umbótasinnaðra stúdenta A aðalfundi Félags um- bótasinnaðra stúdenta sem haldinn var í F.S. þann 30. apríl s.l. voru eftirfarandi menn kosnir í trúnaðarstöður á vegum félagsins: Stjórn: Þorsteinn Húnbogason for- maður Dan Brynjarsson varafor- maður Jóhann Jónsson ritari Elín M. Lýðsdóttir gjaldkeri Eiríkur Jóhannsson meðstjórnandi F.h. Félags umbótasinnaðra stúdenta Herdís Herbertsdóttir Nokkur atriði um húsnæðismál Háskóla íslands Fjöldi nemenda í Háskóla Islands verður á þessu ári um 4.000. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur aðsókn aukist mikið á síðustu árum. Nær þriðji hver tvítugur Is- lendingur tekur nú stúdents- próf í stað sjöundi hver árið 1970 auk þess sem þeir sem eru 20—25 ára eru fleiri en áður. Eigið húsnæði háskólans er um 21.500 m2. Af þessu rými eru 18.700 m2 í varanlegum húsum á háskólasvæði. Þá hefur háskólinn húsnæði á leigu víðs vegar um bæinn, samtals rösklega 5.000 m2. Samkvæmt breskum staðli ætti háskóli af okkar stærð og að teknu tilliti til skiptingar nemenda milli deilda að vera i um 50.000 m2 í stað 26.500 m2. Sjá viðtal við rektor og greinar á bls. 8-9

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.