Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Síða 2

Stúdentablaðið - 01.10.1995, Síða 2
2 F R E T T I R Stúdentaráð hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs Jafnréttisrád telur að með því að veita Stúdentaráði viðurkenninpjima sé áhersla lötjð á mikilv&gi þess að ungt fólk taki þátt í umr&ðu umjafnan rétt ojj jafna stöðu kvenna ojj karla. / tuttugu ára afmælisdegi Kvennafrídagsins sem haldinn var hátíðlegur þriðjudaginn 24. október var Stúdentaráði Háskóla Islands af- hent jafnréttisviðurkenning Jafn- réttisráðs íyrir lofsvert framtak á sviði jafnréttismála á árinu 1995. Viðurkenningin er veitt í íjórða sinn á degi Sameinuðu þjóðanna í ár en sá dagur skipar einnig sérstakan sess í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Aður hafa bæjarstjórn Akureyrar, Iþróttasam- band Islands og íyrirtækið Hans Petersen hf. hlotið viðurkenningu Jafnréttisráðs. Sigrún Erla Egils- dóttir kvennafúlltrúi Stúdentaráðs veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Stúdentaráðs við athöfn sem Páll Pétursson félagsmála- ráðherra hélt af þessu tilefni. Störf kvennafulltrúa lofuö Viðurkenningin er einkum veitt fyrir störf kvennafúlltrúa Stúdenta- ráðs en það framtak ráðsins að hafa í fyrra kosið sérstakan kvenna- fúlltrúa í fyrsta sinn er lofað. Jafnréttisráð skipaði sérstakan starfshóp til þess að tilnefna ein- stakling, félag, samtök, opinbera stofnun, sveitarfélag eða einkafyrir- tæki sem með einhverjum hætti hafi lagt lóö á vogarskálina ti! að jafna metin milli kynjanna. I greinargerö með viðurkenningunni segir m.a.: „A stuttum starfstíma embættis kvennafulltrúa hefúr um- ræða og upplýsingar um jafnréttis- mál kvenna og karla verið mun sýnilegri meðal háskólanema en áður. Pessu hefúr m.a. mátt sjá stað í greinaskrifúm Stúdentablaðsins, á fjölda fúnda sem boðað hefúr verið til í nafni kvennafúlltrúa, nám- skeiðum sem og nýjum áherslum í erlendu stúdentasamstarfi.“ Kynlegir dagar vökfu verðskuldaða athygli Þá er ennffemur talið til í greinar- gerðinni að nýliðnir Kynlegir dagar, fyrirlestraröð um jafnréttis- mál, hafi vakið verðskuldaða athygli og verið til þess fallnir að vekja áhuga ungs fólk á jafn- réttismálum. I rökstuðningi starfs- hópsins segir að með því að veita Stúdentaráði viðurkenninguna leggi Jafnréttisráð „áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk taki virkan þátt í umræðunni um jafnan rétt og stöðu kvenna og karla. I viðurkenningunni felst einnig sú afstaða að það er hlustað eftir því sem unga fólkið er að segja og tekið mark á því.“ Frá ajhendingu jafnréttisviðurkenninjjarinnar. Frá vinstri: Elín Líndal, formaður Jafilréttisráðs, kampakátur formaður Stúdentaráðs, Guðmundur Steinjjrímsson, Sijjrún Erla Ejjilsdóttir, kvennafulltrúi SFII, Guðrún Hálfdanardóttir, Málfrtður Gísladóttir, fyrsti kvennafulltrúi SHI ojj Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. er velvakandi yfir hajjsmunum stúdenta á breiðum fjrundvelli, elskar þjóðina eins ojj sjálft sijj ojj veit að allt má betur fara. Það er þess vejjna sem Stúdentablaðið... ... undrast niburskurb á framlagi til Rann- sóknarsjóbs, Vísindasjóbs og Nýsköpunarsjóbs. Stjórnir Nýsköpunarsjóðs og Rannsóknarnámssjóðs hafa bent á að með 25 milljón króna aukafjárveitingu ættu sjóðirnir að geta starfað svo vel ætti að vera. Stúdentablaðið vill benda á að fjárframlag til samkeppni vegna hönnunar á sendiráði Islands í Berlín nemur 24 milljónum króna! Ef það er millifært er sjóðavandræðunum bjargað. ... álítur ab Einar S. Jónsson og hans kónar í Norrænu mannkyni eigi ab fara í sónar því þeir eru svo miklir dónar. ... skilur stundum ekkert í þessari ríkisstjórn. En það þýðir samt ekkert að væla - ef til vill væri áhrifaríkara að baula eða jarma? ... er hissa á áherslubreytingu íslensku Ólympíu- nefndarinnar. I nýrri auglýsingu fyrir ferðahappdrætti nefndarinnar vegna Olympíuleikanna í Atlanta á næsta ári klykkir þulurinn út með því að segja: Við viljum öll sigra. Petta þykir Stúdentablaðinu vera á skjön við ólympíuhugsjónina, sem íslenskir íþróttamenn hafa fylgt hingað til, um að það skipti ekki máli að vinna, heldur að vera með.makjördæmi. ... lýsir yfir ánægju meb rábningu Lúkasar Kostic í stöbu þjálfara KR. Við treystum á að hann færi okkur ekki einasta bikarmeistaratitilinn á næsta ári heidur einnig hinn langþráða Islandsmeistaratitil. Lœknanemar motmtela harðlejja akvÆ i samninjji Tryjjjjinjjastofnunar ojj Laknafélajjs Reykjavíkur Skerðir starfsöryggi ungra Læknanemar mótmæltu harð- lega breytingum á aðgengi nýrra sérffæðinga að nýgerð- um samningi Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavík- ur frá 15. ágúst í haust á aðalfúndi Félags læknanema þann 14. októ- ber síðastliðinn. Læknanemar telja að breytingar á því ákvæði samn- ingsins sem tilgreinir hverjir geti starfaö samkvæmt samningi Trygg- ingastofnunar og Læknafélagsins, muni stórlega skerða hagsmuni og starfsöryggi þeirra lækna sem enn hafa ekki lokið sérfræðinámi og hyggja á vinnu á Islandi. Skerðir einnig hagsmuni sjúklinga I breytingartillögu á samningnum segir að nýir sérfræðingar „geti því aðeins starfað samkvæmt samningi þessum að þeir hafi verið sam- þykktir af TR að fengnum með- lækna mælum samráösnefndar TR og LR“ Læknanemar telja ennffemur að ákvæðiö muni einnig skerða hagsmuni sjúklinga á þann hátt að möguleikar þeirra til þess að velja sér lækni í ákveðinni sérgrein muni hér eftir ráðast af efnahag. Brotiö gegn siðareglum I ályktun sem samþykkt var á fúndinum segir að þeir læknar sem samþykki þennan samning brjóti gegn 2. mgr. 29. gr. siðareglna lækna sem hljóðar svo: „Lækni er ósæmandi að eiga þátt í eða stuöla að ráðstöfúnum, sem leitt geta til skeróingar á atvinnuöryggi annars læknis.“ Læknanemar fúllyrða í ályktun sinni að breyting þessi hafi þær afleiðingar að letja eða tefja heimkomu ungra sérfræðinga sem búa yfir nýrri tækni og þekkingu. KOKUFRETTiN 1 HVERJU ERU ÞAU? 1. Guðfræðideild 3 (1,4%) 2. Læknadeild 25 (11,3%) 3. Lagadeild 7 (3,1%) 4 Viðsk.&hagfrd. 6 (2,7%) 5. Heimspekid. 143 (64,7%) 6. Tonnlæknad. 3 (1,4%) 7. Verkfræðid. 3 (1,4%) 8. Rounvísindad. 11 (5,0%) 9. Félogsvísindad. 20 (9,0%) Alls 221 HVAÐAN KOMA ÞAU? 1. Noregur 36 (16,3%) 2. Svíþjóð 22 (9,95%) 3. Bondorikin 22 (9,95%) 4. Danmörk 20 (9,1%) 5. Þýskoland 18 (8,2%) 6. Finnland 14 (6,3%) 7. Rússland 10 (4,5%) 8. Kina 10 (4,5%) 9. Önnur lönd 69 (31,2%) Alls 221 Stúdentar úr öllum heimsins hornum 221 erlendur ríkisborgari stundar nám í Háskóla Islands í vetur. Petta þýðir m.ö.o. miðað við niðurstöður kökufréttar í síðasta tölublaði að fyrir hverja tíu íslenska námsmenn sem fara utan til náms fá Islendingar einn til Íslands. I þessum hópi eru 60 sem teljast skiptinemar og koma hingað á vegum alþjóðaskrifstofú háskólastigsins. Langflestir er- lendu stúdentanna koma frá Norðurlöndum eða 92. Norð- menn eru fjölmennastir, 36, og geta myndað rúmlega þrjú heil knattspyrnulið. Tvö knattspyrnu- lið koma frá Svíþjóð og Bandaríkjunum, 22 einstaklingar talsins, 20 Danir, 18 Pjóðverjar, 14 Finnar og 10 Rússar og Kín- verjar. Stúdentarnir koma víða að en fúlltrúar 33 þjóða úr öllum heimsins hornum voru skráðir í Háskólanum í upphafi skólaárs. Pannig eru í skólanum m.a. fúlltrúar frá: Litháen, Eistlandi, Lettlandi, Namibíu, Bosníu, Ástralíu, Búlgaríu, Tékklandi, Brasilíu, Mexíkó, Ghana, Indlandi, Japan og Jamaíka. Einn var álíka óráðinn með tilveru sína og kynlausi nýneminn sem greint var frá í síðasta Stúdentablaði og er ríkisfangslaus. Ekki þarf að spyrja að því að langflestir stúd- entanna erlendu, 143, eru í heim- spekideild eða urn 2/3 þeirra. Munu flestir þeirra vera í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Nokkuð margir eru í læknadeild og félags- vísindadeild en færri í öðrum deildum. Athygli vekur að 7 erl- endir stúdentar stunda nám í lagadeild en svo margir hafa erl- endir nemar líklega aldrei áður verið í deildinni. Taka verður fram að einhverjir af þeim sem falla í hóp erlendra ríkisborgara hafa búið lengi, ef ekki allt sitt líf, á íslandi en eru eftir sem áður með erlent ríkisfang.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.