Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1928, Side 3

Fálkinn - 24.11.1928, Side 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen oo Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavau Hjaltbsted. AOalskrifstofa: Austurstr. 6, Reykjavík. Slmi 2310. Opin virltn daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Osló: Anton Schjöthsgate 14. BlaOiS kemur út hvern laugardag Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.60 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 20 kr. Allar áskriftir greiOist fgrirfram. Auglýsingaverð: 20 nura millimeter. ^Cmfíugsunarverí *! Uppeldismálin eru mestu vandamál hverrar þjóðar, þvi uppeldið er sú byggingarlist, sem ræður mestu um hag kynslóðarinnar sem koma skal. Hjer á landi liefir orðið nppeldis- mál víðast hvar næsta takmarkaða þýð- ingu. I>að er látið tákna skólamál eða fræðslumál, alveg eins og fræðslan væri þar eina, að mannleg tilvera bj'ggist á. — En uppeldismálin eru svo miklu víðtækari og sjeu þau kruf- in frá rótum, liljóta menn að komast að raun um, að barnafræðslan, sem svo mikil áhersla er lögð á, er elckert aðalatriði þeirra mála. Þvi hvað gagnar það unglingnum þó hann skrifi fallega ritliönd, sje góð- ur í reikningi, kunni kristin fræði, náttúrufræði og dönsku, ef uppeldi hans áður en i skólann kom hefir verið þannig, að liann hefir hcðið var- anlegt tjón á heilsu, sálar og likama. Þó Reykjavik sje engin stórhorg, þá hefir liún þó æði mörg sýnishorn af stórborgabörnunum, börnunum, sem hafa alist upp f skugganum, bæði bein- línis og óbcinlinis. Börn, sem sum- part fyrir fátækt en oftast fjrrir kunnáttuleysi og hugsunarleysi að- standcndanna eru visin og voluð, þeg- ar þau koma út i sjálfstæða tilveru. Börnin i sveitunum eru miklu bet- ur stödd og vita mcira en Rej-kjavik- urbörnin, þó þau hafi ekki gengið 6—7 ár, liehlur ef til vill aðeins 6—7 mánuði, i skóla. Þau hafa liaft ann- an skóla, sltóla lifsins. Þau alast upp með fullorðna fólkinu, fylgjast með í vinnubrögðum þess og fara að vinna sjálf jafnóðum og þeim er gefinn máttur til. En sá lifsins skóli, sem borgirnar veita hörnum sinum, er alt annar. Það er skóli götunnar. Gatan er aðalat- hvarf barnanna i Reykjavik, þar haf- ast þau við mestan hluta dagsins, með- an foreldrarnir cru úti að stunda vinnu sina. Þau lifa bólcstaflega á úti- gangi — óliollara útigangi en þeim, sem sveitirnar liafa að lijóða, og úti- gangi, sem skapar liættulegri horfelli. Og andlcga næringin, sem þau fá á götunum, er stundum ekki liollari en rykið, sem þau drekka i sig af göt- unum. Mesta viðfangsefni Reykjavikur og það, sem bráðast kallar að, er um- bætur á ltjörum barnanna. Gatan er ekki talinn liæfilegur lcikvöllur i neinni borg, sem siðuð vill lieita. Reykvíkingar mega til að krefjast, að börnin fái viðunanlega samastaði, því annars er alt uppeldi þeirra unnið fyrir gig. Forsetakosningar í Bandaríkjum. 1 Forsetakosning fgrir rúmum manns- aldri. Nauti er slátraó og úthlutaö meílal „háttvirtra kjósenda". Keppendurnir reyna aö ná bliðu dótt urinnar, annar með sœtindum og hinn með hljóðfœraslœlti, en faðir hennar, „Vncle Sam“ er á gœgjum. — Gamanmgnd úr kosningahríðinni. Aldrei hefir meiri gauragang- ur verið í Bandaríkjunum en undir síðustu forsetakosningar. Flokkur sá, sem haft hefir völd- in og „átt forsetann“ síðan Wil- son fjell frá, „republikanar“ svo- nefndir, höfðu teflt fram heims- kunnum manni og miklum dugn- aðarmanni, Herhert Hoover. — Hann varð einkum frægur fyrir að stjórna inatvælaaðdráttum bágstaddra Evrópulanda á ófrið- arárunum, sömuleiðis stýrði hann hjálparstarfseminni er Misissippi-vextirnir miklu urðu fyrir nokkrum árum, og er sagt, að hann hafi fengið það vel gold- ið núna við kosningarnar. Hann var verslunarmálaráðherra Bandaríkjanna þangað til í haust, að hann fjekk lausn frá þeim störfum til þess að gefa sig að kosningaundirbúningnum. Hinu meginn var Alfred Smith ríkisstjóri í New York. Hann er mjög vinsæll maður af þeim er kynnast honum og vinir hans sjá ekki sólina fyrir hon- uin. Hann er mælskumaðuv með „Voti Smith" vill eklci glegpa „bann- úlfandann". Skopteikning. Xýju hiisbtendumir i hvita húsinu: Iioover og frú. afbrigðinn, skemtinn og fynd- inn. En hann er af Gyðingaætt- lun, kaþólskrar trúar og stækur andbanningur. Er enginn vafi á því, að þetta hefir fremur spilt fyrir lionum en hitt og hvað bannmálið snertir hefir aðstaða hans þar gert miltinn meiri hluta kvenkjósendanna honum frá- hverfan. En kvenfólkið tók meiri þátt í þessum kosningum en nokkru sinni fyr. Aldrei hafa jafn margir greitt atkvæði við forsetakosningar og nú. Þó atkvæðatala Smiths-flokks- ins ykist hlutfallslega meira en Hoovers, hefir Smith samt fengið tiltölulega færri kjörmenn en nokkurt forsetaefni í hans flokki. Byggist þetta á því, að kjósend- urnir kjósa kjörmenn mcð bein- um kosninguin, jafn marga og þingmenn eru i hverju fylki. Og sá sem fær meiri hluta atkvæða í fylki fær alla kjörmennina. Hoover fjekk um 440 kjörmenn en Smith um 90. Getur það kom- ið fyrir, að forsetaefni nái kosn- ingu þó hann fái minni hluta atkvæða. Hefir þetta komið fyr- Al Smith og frú hans.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.