Fálkinn - 24.11.1928, Síða 5
F Á L K I N N
5
Umboðsmaður
Júlíus Björnsson, Raftækjaverzlun.
Austurstræti 12.
Sunnudagshugleiðing.
Eftir síra Gunnar Árnason
frá Skútuslöðum.
„Svik voru ekki fundin i hans
munni“ (1. Pjet. 2, 22).
Þetta telur postulinn eitt aðal-
einkenni .lesú Krists, sein með
jarðlífi sínu eftirljet oss fyrir-
inyhd, svo að vjer skyldum feta
i hans fótspor: Svik voru ekki
fundin í hans munni. Hvílík eft-
irmæli. Hversu þau gagntaka oss
al' því að fegurð þeirra er svo
sönn. Um Jesú, einan af öllum
þeim, sent lifað hafa á jörð,
verðui ■ með sanni sagt: Hann
saaði aldrei eitt einasta ósatt
orð, hann beitti ekki hinuin
minstu brögðum, hann var iniklu
meira en hann sýndist. Hann
bar alla æfina, eins og hann
sagði við Pilatus, sannleikanum
vitni. Hann var konungur sann-
leikans, sem lýgin hrakti út í
dauðann, en aðeins til þess að
sigur haus, sannleikssigurinn
yrði augljósari og kröftugri.
Vjer vitum öll, að Jesús er
fullkomnasta fyrirmyndin. Vjer
viljum öll gjarnan feta í fótspor
hans. Myndi ekki lýgin vera eitt
af því, sem greinir oss hvað
mest frá honum. Þurfum vjer
ekki til að líkjast honum, að
leggja miklu meiri áherslu en
hingað til, á þá kröfu lil vor
sjálfra, að vjer sjeum sönn í
hugsun, orðum og verkum.
Vjer hugsum eflaust of sjald-
an um skaðræði lýginnar. Vjer
fárumst yfir soranum í stálinu,
og höfum opin augu fyrir því
að viðurinn eyðilegst ef fúi
kemst í hann. En Iýgin vinnur
sálarlífi voru sama mein og sor-
inn stálinu, fúinn viðnum. Sá,
sem lýgur fyrir sjálfum sjer,
venur sig á lygatal og að láta
verk sín sýnast önnur en þau
eruy hann er altaf að mannspilla
sjer, að eyðileggja sjálfan sig.
Hann hlýtur að farast ef hann
frelsast ekki með því að endur-
fæðast fyrir kraft heilags anda.
Ibsen lýsir í „Pjetri Gaut“ átak-
anlega afdrifuui lygarans. Hvert
af oss vildi eiga sögu hans?
Lýrgin hefur sömu skaðræðis-
áhrifin á þjóðfjelagið og ein-
stakíinginn. Hús, sem reist er úr
skemdu steypuefni, hrynur fyr
en varir til grunna. Þjóðfjelag
sem lýgin nær að gagnsýra er á
glötunarvegi.
Enginn hefur rent traustari
stoðum undir öflugasta stórveldi
nútímans, Bandarikin, en Georg
Washington. Alkunna sagan frá
bernskuárum hans gefur bestu
skýringuna á því, hversvegna
hann var þess megnugur.
Faðir Washingtons átti fall-
egan blómagarð. Einkanlega
hafði hann iniklar mætur á
einu trjenu sem þar stóð. Svo
vikli svo til, að hann gaf Georg
sem þá var lítill drengur, hand-
exi til að leika sjer að. Georg
fór með hana út í garðinn og
áður en hann varði. hafði hann
eyðilagt eftirlætistrje pabba síns.
Þegar faðir hans komst að því,
að trjeð var höggið, kallaði hann
saman heimilisfólkið og spurði
hver væri valdur að skemdun-
um. Enginn gaf sig fram, uns
Georg játaði með tárin í augun-
um: Pabbi, þú veisl að jeg get
ekki skrökvað. Það var jeg. sem
hjó trjeð. Þá tók faðir hans
Gegorg sjer í fang með þeim
ummælum, að sannleiksást
drengsins síns væri sjer dýr-
mætari en gull og gimsieinar.
Rómverjar vissu gerla á giill-
öld sinni, hve mikilvægt er að
sannleikans sje gætt í þjóðfje-
laginu. Líkama hins rómverska
borgara Pamphilíusar var synj-
að legslaður, eignir bans gerð-
ar upptækar, hús hans rifið til
grunna, og kona hans og börn
gerð útlæg úr Rómaríki, sakir
þess að Pamphilíus hafði verið
alþektur ærulaus lygari.
Rómverska beimsveldið,
franska keisaradæmið, og það
rússneska, bvarf með smám úr
sögunni, af því vart var nokkr-
um trúandi orðið i landinu.
Lygarinn er fjandmaður þjóð-
fjelagsins, jafnframt því að
hann stefnir sjálfum sjer í voða.
Það þarf mikið til þess að
vera sannleikselskur. Það kost-
ar flesta harða og æfilanga bar-
áttu við sjálfa sig. Það hrindir
líka oftsinnis þjónum sannleik-
ans út á þyrnibrautir heimsó-
vildar og ofsókna. Það neglir þá
stundum að síðustu á krossinn.
En ríkið, — sigurinn er þeirra.
Verði þeir sjálfir píslarvottar, er
víst að verk þeirra standa, því
þau eru gerð úr þeim efnivið er
óbrotgjarn reynist um aldir
alda. Og þótt þeir, sem stóðu
sannleikans megin verði sví-
virtir og kvaldir á jörð, þá er
dýrðin og sælan þeim vís i hinu
eilífa lífi, eins og konungi sann-
leikans, sem engin svik íundust
í. Og að lokum verður sigurinn
sannleikans lika í heiminum, —
þegar Guðs vilji verður svo á
jörðu sem á himni.
Eiguin vjer ekki öll að verða
í flokki brautryðjenda þess og
lýsa með verkum vorum orðum
þ jóðskaldsins, í þeirri merk-
ingu:
Jeg trúi Því, sannleiki, að sigurinn þinn
að siðustu vegina jafni;
og þjer vihn jég, konungur, það sem
jeg vinn
og þvi stig jeg hiklaus og vonglaður
inn
i l'relsandi framtiðar nafni.
Ó, Drottinn, gef oss mátt til
að stríða með þjer fyrir sigri
sannleikans.
Amen.
UM VIÐ A
VERÖLD.
,, HIS M ASTKKS VOIC E ‘ ‘
er nafn á stórri grammófónnstniðju
og bendir nafnið til þess, að grammó-
fónarnir sjeu svo góðir, að hundarn-
ir geti þekt rödd húsbónda síns i
þeim. Sagan sein á eftir fer bendir
á, að þetta geti verið s'att.
— Þýskur prófessor átti mjög
greindan hund, sem hjet Dojan. En
einu sinni stal umrenningur hundin-
um og fór með hann i annan landsr
hiuta. Atti liundurinn verstu æfi og
straúk að tokum frá umrenningnuin.
.Læknir einn fann hundinn og sá að
liann var gæðagripur, svo að hann
tók hann að sjer.
i.æknirinn hafði útvarpstæki. Kitt
kvöldið átti vísindamaður einn að
halda fyrirlestur. Læknirinii lilustaði
ii, en hundurinn var inni hjá honum.
Tndir eins og fyrirlesturinn byrjaði,
spratt hundurinn upp og fór að gelta
inn i gjallarhornið og Ijet ýmsum
fagnaðarlátum. Lækninum þótti þetta
einkennilegt og skrifaði ræðumannin-
um til. Komst þá upp að það var eig-
andi hundsins, og Dojan á útvarpinu
að þakka, að hann f.jekk að sjá hús-
liónda sinn aftur.
Aniiaherinn í
F RANGO- KaSTRO.
Ymsir kannast við söguna um
englana, sem enskir hermenn þóttust
sjá við Mons, árið 1914, sem tóku
þátt i orustunni með þeim. Lik saga
er þó furðulegri er sögð frá Frango-
Kastro, gömlum kastala á Krít. Þar
sjer fólk árlega á ákveðnum degi i
tnai her, bæði fótgönguliðsmenn og
herskip. Sýnin sjest i afturalding,
rjett fvrir sólaruppkomu og ávalt á
sama stað, vfir Libyuhafi. Hermenn-
irnir bera lijálma og sverð og stefna
ávalt í áttina til Frango-Kastrovíg-
isins. Sýnin sjest .best fyrst en smá-
dvínar eftir þvi seni liirtir og hverfur
í sama bili og sólin kemur upp fyrir
sjóndeildarliringinn.
Fjöldinn allur af fólki á Krít og í
Grikklandi hefir sjeð þessa sýn og
segir engu um hana Iogið. Hún lief-
ir sjest á liverju ári siðan i mai 1829
og kalla Grikkir þennan andalier
„Droussulites“ eða „liermenn morg-
undaggarinnar". Sumir hafa viljað
lialda þvi fram, að þetta sjeu eins-
konar hillingar. En griska þjóðtrúin
setur þetta í samband við það, að 17.
inai 1828 barðist griska þjóðlietjan
Hadsji Michalis með 928 manna her
við Tyrki. Umkringdu Tyrkir þennan
fámenna lier og fjell liann allur, en
áður höfðu Tyrkir mist 800 manns.
Grikkir trúa því, að það sje her Mic-
lialis. sem sjest á hverju ári sfðan.
ltas Taffari var krýndur sem „Ne-
gus“, konungur konunganna, i Abys-
síníu . fyrir nokkru. Krúna lians, sem
hjer er inynd af, er sett dýrindis
gimsteinum og kvað vera um 2 mil-
jóna króna virði.
Dýrasta frimerki í Norðurálfu er
þaiggja skildinga' merkið sænska frá
1855. I>að var nýlega selt finskum
inanni fyrir 400,000 finsk rnörk.