Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1928, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.12.1928, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 FIÐLULEIKARINN EFTIR EDITH RODE. Jeg segi yður ekki hvað stað- urinn heitir, þvi mig langar ekk- ert til að hilta yður eða neinn annan kunningja minn þar. Það er staðurinn minn. Jeg fann hann eitt kvöldið, þegar jeg var á slangri úti og var að brjóta heilann um, hvert jeg ætti að fara til að borða. Þá kom jeg auga á hlið á hrörlegum múrvegg, og þessi ágæti steikar- ilmur barst að vitunum á rnjer. Jeg gægðist inn. Þar var ekkert að sjá. Jú, dálítinn húsagarð og brunn og þröngt sund. Það var ekki orðið aldiint, og alls ekki neitt ískyggilegt að fara þarna inn, því staðurinn væri allur hrörlegur og engán mann að sjá. Jeg gekk því þarna inn og fór að skoða brunninn. í sama bili var hliðinu skelt í lás að baki mjer og jeg heyrði gamlan mann skellihlæja. En það var ómögulegt að vera hræddur við hann samt. Og þó að hann hefði Iokað mig þarna inni, gat jeg samt ekki á injer setið að brosa að gáskanum í honum. — Hvað heitir þessi staður? spurði jeg. — „Rottugildran“, svaraði hann og glotli kankvíslega. Jeg þakkaði fyrir, og spurði, hyað þeir gerðu við rotturnar í þessari gildru. — Við ölum þær, svaraði hann. Hjer er matsöluhús. Gott matsöluhús! Hann sýndi mjer leiðina inn þrönga sundið og gekk sjálfur á undan. Jeg elti hanii, en var þó hálfvegis um og ó. Sundið var mjög þröngt og þar var svarta myrkur. En að vörmu spori var jeg komin inn í lílinn garð og snotran; þar var alskip- að smáborðum og inni í horn- inu stóð húsmóðirin og var að steikja, yfir arni, sem var undir múrhvelfingu, hálfvegis inni í húsinu. Hún brosti líka kankvíslega til mín og þeir fáu gestir, sem sátu þarna íyrir heilsuðu mér og brdstu. Þeir höfðu allir verið veiddir í „Rottugildruna“ eins og jeg, og voru auðsjáanléga dag- legir gestir þar. Enginn spurði mig hvers jeg óskaði. Þarna fengu allir það sama. Ágæta rifjasteik sem kraumaði eftir að hún var komin á diskinn og í'lösku af hvítvíni. — Svo kem- ur hljóðfæraflokkurinn eítir dá- litla stund, hvislaði gamli mað- urin að mjer, — jcg veiddi yður aðeins of snemma. Klukkan átta er orðið troðfult hjerna. Og það varð fult klukkan átta. Rjett á eftir kom ldjóðfærnslátt- urinn. Og um hann er sagan mín. Hljóðfæraslátturinn — það er einn maður með fiðluna sína. Gamall maður, — að minsta kosti fullorðinn maður. Andlit hans var ekkí ósvipað og á apa, með djúpum rákum kringum munninn, hörundið dimmbrúnt, kinnbeinin stór, augun lítil en snör. Hárið var skift i miðju, gljáandi al' feiti og hrafnsvart ennþá. Hann spilaði — ja, hvern- ig spilaði hann. Jeg held að fólk sem hefir vit á tónlist mundi segja, að hann spilaði hræðilega. Að minsta kosti var leikur hans svo klökkvaþrunginn, að við rotturnar sátum þarna eins og í kirkju og hlustuðum stcinþegj- andi á tónana, sem bærðust i loftinu og fyltu það væmri við- kvæmni. Á eftir gekk hann á milli okk- ar með disk til þess að íá aura fyrir listina, og þegar hann brosti, ýmist lil að hvetja mann til að gefa eða til þess að þakka fyrir gjöfina, sá í margar hálf- jetnar tennur í munninum á honum. — Hverrar þjóðar er hann? spurði jeg gamla manninn, þeg- ar hann var farinn, og gamli maðurinn dró annað augað í pung og svaraði: Ó, frú, hann er prins, úr landi sem ekki er framar til, mjög göfugur prins. Jeg kom stundum eftir þetta í rottugildruna og borðaði rifja- steilc og átti tal við þennan göf- uga prins. Hann var frá Neapel, lijet Alfredo og hafði verið tón- snillingur frá hlautu barnsbeini. Og tií þess að gleða mig ljek hann fyrir mig öll angurblíðu lögin frá átthögum sínum og jeg reyndi að greiða lionum eins konunglega íyrir og jeg gat, svo samkomulagið varð liið besta á milli okkar. Svo var það einn dag, að jeg sat á Poccardi-veitingahúsinu og var að snæða dögurð. Kem- ur þá inn fullorðinn maður á- samt stórri og stæðilegri frú, sem ólundin skein út úr andlit- inu á gegnum allan farðann. Jeg varð steinhissa i svipinn, er mjer var litið á manninn, — Svo leit jeg undan og fór að handleika nellikkurnar á borð- inu. Þetta er Alfredo — um það er ekki að villast. Sama apalega, gáradjúpa andlitið, rákirnar kringum munninn, stóru kinn- beinin, dökka hörundið, svörtu og snöru augun, og gljáandi hárið. Það var Alfredo. Hann sjer mig ekki eða lætur sem hann sjái mig ekki. Hann er á hjólum kringum konuna sem ineð honuni er, Iætur hana ráða hvaða mat þau skuii borða, snýr þjóninum kringum sig, eins og auðkýfingur, velur dýrindis vín og hjalar svo við konuna með súra sipinn. Hvernig á jeg að skilja þetta? Geta tveir menn verið svona líkir, eða hefir Alfredo fengið arf síðan í gær? Þjónninn þekkir hann auðsjáanlega og nostrar við hann eins og þjóð- höfðingja. Alfredo er náðug- ur við hann, og honum tekst jafnvel að láta þá súru brosa. Alfredo er í uppáhaldi þavna hjá Poccardi, samkvæmismaður af betra taginu. Jeg borða rjett eftir rjett til þess að geta setið þarna sem lengst. Jeg verð að fá að vita, hvort þetta eru sjónhverfingar, jeg brenn af forvitni og löngun eftir að fá að vita eitthvað meira um fiðluleikarann úr „Rottugildrunni" — göfuga prinsinn, Signor Alfredo frá Neapel. Mjer tekst að verða ein og jeg spyr þjóninn, bráðfjörugan og viðfeldinn pilt frá Umbriu, hvort hann hai'i þekt þetta fólk, sem hann bar mat og vin fyrir. —- Já, já, madame, já signora! það er frægi hljómleikastjórinn, signor Biauchini — hann sem rændi prinsessunni. Hvaða prinsessu? Hann yptir öxlum og glennir upp augun. Prinsessunni — prinsessunni sem allir tala um — prinsess- unni, konunni hans, sem sat hjá honum áðan! Hann brosir og auinkar mig auðsjáanlega fyrir fáviskuna. ■—• Hún var fögur —- gullfögur einu sinni fyrir löngu — fyrir langa löngu. Hann hlær af kæti .... Þetta var injög göf- ugur maður, ja göfugur er hann ennþá, segir hann alt í einu al- varlegur. — Biauchini? hvað er fornafn- ið hans, spyr jeg. Hann liugsar sig um eitt augnablik þangað til hann man það. — Alfredo Biauchini, já frú, Alfredo Biau- chini. Um kvöldið fór jeg í „Rottu- gildruna". Jeg vil fá vissu mína uin, að það sje ekki hljómsveit- arstjórinn Biauchini heldur Alfredo, sem gengur þar á milli inanna með diskinn. En þetta er sami maðurinn. Að vísu er ekki hægt að sjá nokkurn vott þess á honum, að þekki mig frá því um morgun- inn. Hann heilsar eins og hann er vanur. Ef til vill stendur hann skemur við hjá mjer en vant er og er ekki eins upplitsdjarfur. En þegar hann fer að ganga á milli með diskinn sinn á eftir, kemur hann upp um sig. Hann kemur siðast til mín. Það gat verið tilviljun. En það er hik á honum þegar hann rjettir fram diskinn, eins og hann sje hrædd- ur um, að hann muni ekkert fá. Og þegar jeg hefi lagt skilding- ana á diskinn, brosir hann ekki eins eðlilega og hann er vanur. Er það neyðin eða löngunin, sem hefir rekið hann út í þessa tvöfeldnistilveru? Og elskar hann prinsessuna? Var hún svo mikils virði? Staða liennar . . mannorð hans — var ást þeirra nógu mildl til þess að færa henni svona stóra fórn. Tekur hann hana í faðm sjer þegar hann kemur heirn. Lifa þau í ástarsælu? liða dragnast þau áfram með hlekki sem þau hata, en sem þau aldrei geta losnað við? Jeg fæ aldrei að vita það. En meðan jeg heyri hann spila trúi jeg á það, að eilíl' ást sje til. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 b. Sími 420 hafa fyrirliggjandi mildar birgðir af fallegu og end- ingargóðu veggfóðri.papp- ír, og pappa á þil, loft og gólf, gipsuðum lcftlist- um og loftrósum. Ávalt fjölbreyttar birgðir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKABÚÐIN.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.