Fálkinn - 08.12.1928, Qupperneq 5
F Á L K I N N
5
Sunnudagshugleiðing.
„Nema ]>jer snúið við og verðið
eins og börnin, komist þjer alls eigi
inn í ríki himnanna“. Matt. 18, 3.
Enginn er sá, seni eigi veitir
því eftirtekt, hve Jesús Kristur
gefur barninu fagurt fyrirheit í
allri kenningu sinni. „Leyfið
börnunum til min að koma og
bannið þeim það ekki, því slík-
um heyrir Guðs riki til“. Og í
ritningarstaðnum hjer að ofan
segir hann berum orðum:
„Nema þjer snúið við og verðið
eins og börn, komist þjer alls
eigi inn í ríki himnanna".
Hve lærdómsrík eru ekki
þessi orð? í barninu finnur
mannkynslausnarinn hinn ó-
flekkaða mann, eins og Guð
hafði skapað hann eftir sinni
mynd og lausan við þá bresti,
scm því miður læsa sig inn í
mannseðlið með vaxandi aldri,
lausan við heimshyggjuna og
ósnortinn af þeim áhrifum sem
ráða svo ntiklu og svo illu
valda.
Enginn mannleg vera kcmst
nær guðsmyndinni en ungbarnið,
sem byrjað er að komast til vits
og sýna móður sinni ástaratlot
og hjala við hana. Þar er sak-
leysið fullkomið, ekkert ilt sæði
hefur fest þar rætur. Þar er
hreinskilnin fullkomin, þar er
engin undirhyggja til, en aðeins
barnslegur fögnuður yfir lífinu.
Sennilega hefir margur full-
orðinn maðurinn komist við
þegar hann hefir sjeð börn að
fögrum leik og óskað í hjarta
sínu: Jeg vildi að jeg væri orð-
inn barn í annað sinn! Laus við
heimshyggjuna, laus við striðið
í brjósti mjer, áhyggjurnar fyr-
ir morgundeginum og raunirn-
ar af sumu því, sem minning-
in geymir frá liðinni tíð.
Og flestum mun svo varið, að
þeir minnast bernskunnar sem
hins fegursta tímabils úr æfi
sinni, áranna sem liðu í sak-
lausri gleði, þegar altaf var
hægt að hverfa í faðrn föður og
móður þegar eitthvað mótdrægt
bar að. — En þess er gott að
minnast, að hver maður, sem
trúir á Krist, getur snúið við
og notið nýrrar bernsku í faðmi
föðursins á himnum.
„Nema þjer snúið við og
verðið eins og börnin“, segir í
guðspjallinu. Hversu fagur er
ekki þessi boðskapur til mann-
anna. Allir getum vjer snúið
við og leitað náðarfaðms föð-
ursins. Og eina leiðin til þess að
erfa Guðs ríki er eimnitt þessi
að snúa við. Snúa við frá því
illa, sem á svo mikil ítök í dag-
legu lífi manna, og verða eins
og barn. Koma til föðursins,
eins og barnið kom til föður
síns forðum, þegar því hafði
orðið eitthvað á, og biðja fyrir-
gefningar. Koma með einlægni
og iðrun fram fyrir föðurinn, tjá
honrim raunir sínar og njóta á
eftir þess friðar, sem fyrirgefn-
ing algóðs Guðs veitir.
Guðs börn eru þeir kollaðir,
sem feta veg þann er leiðir til
Guðs ríkis og standa í líku
legt harn við ástríkan föður.
samhandi við Guð eins og elsku-
Stefnum öll að því í daglegri
aooooaoaooaooooaoooooaooo
o o
| Kaupum háu verði g
O — —---————............. o
o o
| /.,2., 3., 12, og 14. |
| tölubl „FÁLKANS'‘ |
o o
| Vikublaðið „Fálkinn', |
o o
oooooooaooooooaoaoooooooo
breytni vorri, að vera í tölu
þeirra, sem koma til föðursins
eins og börn, svo að vjer öðl-
umst hlutdeild i sælunni, sem
bíður allra Guðs barna fyrir
handan gröf og dauða.
U M V í Ð A
VERÖLD.
í Japan er pað venja, að enginn
óviðkomandi fær að sjá andlit af-
brotamanna frá ]>ví ])eir eru teknir
liöndum ])angað til sektin er afplán-
uð. Fyrir rjetti er dreginn poki yfir
höfuð þeirra og er hann eldrauður
að lit. Þetta gengur yfir alla morð-
ingja og ræningja, er eldgömul venja,
bygð á því, að afbrot þeirra er svo
óskaplcgt, að enginn rjettsýnn mað-
ur vilji líta framan í þá.
Falsici FANGINN.
Ungur Amerikustúdent sem heitir
Henry Taylor hefir nýverið lent i
æfintýri, sem gerir hann eflaust lræg-
an mann uin alla Ameríku. Kvöld
eitt hafði hann verið að tala við
kunningja sína um meðferðina á föng-
uin i fangelsunum í Bandaríkjunum,
og þótti hún ómannúðleg, ef trúa mætti
sögunum, sein fangarnir segðu. Henry
kvað liest að sannfærast um þet%a af
eigin reynd, að veðjaði við fjelaga
sina um, að hann skyldi komast í
fangelsi og dvelja þár sólarhring.
Þegar þeir skildu fór Henry beina
leið tii fangelsisins, komst inn yfir
!0
Varanlegur
Og
sparneytinn.
Hlífir aug-
unum.
Júlíus Björnsson,
R a ftækja uers lun.
Austursíræti 1.
□i
fangagagarðinn og inn i fatabúr fang-
anna. Þar náði hann sjer í fangaföt
og klæddist þeim og beið svo til morg-
uns, að fangarnir voru látnir út í
garðinn til að viðra sig. Hann slóst í
hópinn án þess að nokkur tæki eftir.
En þegar fangarnir voru taldir cr þeir
ltomu inn aftur var einum of margt.
Vildi Henry það til liapps, að einn
fanganna var svo ráðugur að trúa
varðmönnunum fyrir því að hann
hefði stolist inn i fangelsið. Var hon-
um þá slept. En þessi fangi hafði
verið dæmdur fyrir morð á brjefliirð-
ingamanni og átti 12 ár eftir.
Daginn eftir komst alt upp. Morð-
inginn náðist og fangelsisstjórinn
dæmdi Iienry i 12 daga vinnu á skó-
smíðastofu fangelsisins, fyrir gabbið.
Það þótti Henry gott þvi nú gat liann
kynst föngunum og kynst kjörum
þcirra. En daginn áður en Henry átti
að sleppa sinnaðist einum fanganum
við hann og barði hann til óbóta, svo
að hann varð að fara á sjúkrahús. Og
þar lá hann þegar siðast frjettist og
var að vinna úr gögnunum, sem liann
náði í meðan hann var i fangelsinu.
Hann ætlar að gefa þau út og græða
á þeim. Og auk þess liefir hann vit-
anlega unnið veðmálið!
PYTHEAS FRÁ MARSEILLE.
Á timum Alexanders mikla var uppi
einn af mcrkustu landkönnuðum forn-
aldarinnar, Pytheas frá Marseille. Mar-
seille eða Massilia var i þá daga helsta
borg við vestanvert Miðjarðarliaf, mik-
ilsverð siglingamiðstöð og verslunar
eins og hún er enn í dag.
Til þess að auka veg borgarinnar og
ieita að nýjum verslunarloiðum gerðu
menn út leiðangur vestur í höf, um
330 l'. Kr. til þess aö kanna löndin
fyrir handan Gíbraltarsund. Var Py-
theas kjörinn formaður fararinnar,
hæði vegna þess, að liann var talinn
mesti landfræðingur sem völ var á og
svo vegna liins að hann var frábær
stjörnufræðingur. Alls voru í leiðangr-
inum um 200 manns. Pytheas hjelt
frá Marseille til Gíbraltar og komst
þangað á sjö dögum. Frá Gibraltar
hjelt hann norður með Pyreneaskaga
og komst norður i Biskajaflóa eftir
sex daga sigling. Þaðan sigldi hann
upp með Frakklandsströndum og upp
Ermasund og sigldi svo upp með aust-
anverðu Stóra-Bretlandi. Sigldi hann
norður i liöf frá nyrsta odda Skot-
lands og kom cftir 6 daga til lands,
sem liann nefndi Thule.
Vísindamenn hafa eigi orðið á eitt
sáttir um, tivaða land Thule sje. Sum-
ir lialda að það bafi verið Orkneyj-
ar eða Hjattland, aðrir að það liafi
vcrið veslurströnd Noregs. Enn aðrir
fullyrða, að Thule-nafnið hljóti að
tákna ísland og að því liallast flestir.
En víst er um það, að lýsingar Pythe-
asar á Thule koma tang best heim
við islenska staðliætti, margfalt betur
en annara landa, þeirra er ncfnd hafa
verið. Og enginn vafi getur teikið á
þvi, að Pytheas liafi komist norður
undir heimskautabaug.
Þegar á það er litið, að Pytheas
fór þessa för fjórum öldum fyrir
Krists burð, verður eigi annað sagt
en að hún megi teljast meðal hinna
frækilegustu landkönnunarferða, sem
farnar tiafa verið, merkari jafnvel en
för Leifs hepna til Ameríku. En þegar
]>eir Pytheas og förunautar hans komu
Iieim til Marseille aftur og fóru að
segja liina merku ferðsögu sina vildi
enginn trúa þeim. Almenningur gat
alls ekki áttað sig á hinum nýstár-
legu frásögnum þeirra norðan úr
lieimi. Og í margar aldir liafa sumir
visindamenn talið Pytheas frá Marse-
ilte ósvifinn lygalaup og ekkert ann-
að. Ferðabók lians „Um hafið“ er fyr-
ir löngu glötuð, en í öðrum ritum eru
til tilvitnanir úr lienni og aðrar upp-
lýsingar um þennan merkilega land-
könnuð og rannsóknir hans. Eru þær
ekki sist merkilegastar fyrir fslend-
inga.
British Museum hefir keypt hand-
ritið að einu af frægustn kvæðum
Edgar Allan Poe’s fyrir 100,000 dollara.