Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
Krónprinsinn af Jugóslavíu aö leika sjer.
En börnunum er leikurinn
nauðsynlegur og ómissandi. —
Hann þroskar barnið og hefir
eigi síður andlegt gildi en lík-
amlegt. Það er fullyrt, að leik-
urinn þroski sálina meira en lík-
amann. „í góðum l.eik er hrein-
skilni og einlægni; þar eru ekki
undanbrögð eða hrekkir. Leik-
urinn veitir gleði og ánægju,
göfgar sál barnsins, vekur hjá
því góð áform og kennir því
göfugmensku. Barnið sein vex
upp án þess að fá tækifæri til
þess að leika sjer, nær aldrei
heilbrigðum þroska. Leikurinn
er enginn óþarfi heldur jafn
nauðsynlegur barninu eins og
matur eða drykkur. Allar heil-
brigðar lifandi verur hafa at-
hafnaþrá og því verður leikur-
inn barninu það sama eins og
starfið þeim fullorðnu. En barni
sem ekki fær að leika sjer er
hætt við að lenda á sömu braut-
inni og unglingnum sem venst
af að hafa starf fyrir höndum“.
Börnin breyta um leiki eftir
því sem þau eldast. Fram að
fimm óra aldri byggjast flestir
leikir þeirrá á því að herma eft-
ir það sem þau sjá fullorðna
fólkið gera. Það eru eftirhermu-
leikir. Síðan kemur annað tima-
bil fram að tíu ára aldri, sum-
part kappleikir og allskonar æf-
intýraleikir, sem bera þess 'vott,
að börnin trúa sögunum sem
þau heyra og hafa mildð hug-
myndflug. Aldrei kveður meira
að leikjunum en á aldrinum 10
—12 ára og þá eru það flokka-
leikirnir, sem mest eru iðkaðir.
Börnin skifta sjer í tvo flokka
og heyja leikinn mörg saman.
Eftir það byrja leikir þeir, sem
fullorðna fólkið tekur þátt í líka.
Það er sagt, að árlega deyji
fleiri menn í heiminum úr ofáti
en úr hungri. Á sama hátt má
ef til vill segja, að fleiri börn
sjeu eyðilögð í uppeldinu með
of miklu eftirlæti en vegna van-
efna. Víst er um það, að fárán-
legar sögu hafa stundum heyrst
af uppeldi sumra barna af tigin-
bornum ættum og þá eigi síður
auðkýfingabarna, sem bókstaf-
lega eru gjörslcemd í uppeldinu
með heimskulegu dekri.
Krónprinsinn af Jugóslaviu að leika sjer að kaninum.
í leiðangri Byrd’s til suðurheim-
skautsins, eru alls 60 manns. Þeir hú-
ast við að verða tvö ár í leiðangrin-
um og hefir þeim verið liugsað fyrir
öllum þægindum lífsins þessi tvö ár.
Byrd hefir m. a. meðferðis 3 grammó-
fóna og 115 plötur, lítið píanó, bóka-
safn með 2000 bindum, 500,000 cigar-
ettur, óhemju af sætindum, 2 smá-
lestir af fleski, 500 kassa af eggjum,
2 smálestir af rjóma, 15 smálestir af
:
mjólk, 6000 arkir af skrifpappir, 800
lök og 400 koddaver.
Chamberiain utanríkisráðherra Breta
var nýlega í Ameríku. Douglas Fair-
banks og Mary Pickford sóttu hann í
bifreið lil Los Angeles og óku með
hann til Hollywood. Þar hjeldu þau
veislu fyrir ráðherrann — og buðu
öllum frægustu kvikmyndaleikkonum.
Nýkomið fyrsta flokks |
átsukkulaði og konfekt.
Fjölbreytt úrval.
A. QBENHAUPT.
Ben Jessuf, sonur soldánsins sem
var i Marokko, erfði m. a. kyennabúr
föður síns. Hann eignaðist þannig 300
konur alt í einu. Aumingja pilturinn
er aðeins 19 ára.
Fegursta kona Frakklands, fræg um
heim allan fyrir fegurð og yndis-
þokka, ungfrú Agues Souret, er ný-
lega látin. Hún var kvikmyndaleik-
kona og kunn fyrir list sina. Hún dó
i Buenos Aires af botnlangabólgu.
Um daginn dó maður nokkur í Lon-
don 94 ára gamall. Hann hafði lagt
svo fyrir fjölskyldu sina, að hann yrði
jarðaður við hiið bróður sins, sem
dó fyrir 150 árum. Þetta mun mörg-
um þykja skrítið, en það er þó satt.
Faðir hans giffi sig í fyrra sinniö
þegar hann var 19 ára og eignaðist
son sem dó undireins eftir fæðinguna.
75 ára gamall giftist faðirinn í ann-
að sinn og eignaðist son, sem nú er
nýlátinn 94 ára gamall. Á legsteini
bræðranna stendur að annar hafi dá-
ið 1778, en liinn 1928.
í Bretlandi hefir maður nokkur
fundið upp vjel, sem gefur merki,
undireins og óviðkomandi ætlar að
fara í peningaskáp manna. Vjelin er
nokkurskonar hátalari, sem hrópar
svo það lieyrist langt út á götu:
„hjálp, þjófar í húsinu, hjálp“. —
Ætlað er, að þessi vjel mu'ni verða
mjög mikið noluð og koma í veg fyr-
ir þjófnað úr peningaskápum.
í Búlgariu er borðað meira brauð,
en í nokkru öðru iandi. Hver íbúi
borðar 270 kíló á ári eða 1% pund á
dag. I Þýskalandi horðar hver íl>úi
95 kíló á ári og í Rússlandi 60 kíló.
Hvað er borðað mikið af brauði á
íslandi?
í kvenfjelagi í Danmörku hjelt for-
maðurinn nýlega eftirfarandi ræðu-
stúf: “Jeg vil minna ykkur á að næst-
komandi sunnudag verður Iialdin
idutavelta í fjelagi okkar. Þá gefst
Pósthússtr. 2.
Reykjavík.
Símar 542, 254
°9
309 (framkv.stj.).
Alíslenskt fyrirtæki.
Allskonar bruna- og sjó-vátryggingar.
Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti.
Leitið uppiýsinga hjá næsta umboðsmannil
tækifæri fyrir ykkur að losna við
ýmislegt drasl, sem er of gott til þess
að yera kastað út á haug. Gleymið
ekki að taka manninn yðar með á
hlutaveltuna.
Það vakti mikla athygli um dag-
inn að kona ein sem situr á þingi
Breta, sat og prjónaði á þingfundi.
Forseti komst að þessu og ávítaði
hana mjög fyrir. En hvað gerði kon-
an? Hún rauk á hurt af fundi — og
kvaðst ekki koma aftur fyr en forseti
liefði heðið sig fyrirgefningar og lof-
aði sjer að jjrjóna meðan hún lilust-
aði á ræðurnar.
Það land, sem gefið hefir út flestar
frímerk jategundir, er Nicaragua. Þar
hafa alls verið gefin út 1037 mismun-
andi frimerki. Næst er Tyrkland með
918 tegundir, Mexico með 727, Salva-
dor með 687, Þýskaland með 600 og
Bandarikin með rúmlega 500 tegundir.
í þorpinu Sotin í Jugoslavíu var
nýlega haldið brúðkaup bóndasonar
tals 550 og þar að auk koinu um 200
og bóndadóttur. Boðsgestir voru sam-
annara óboðinna gesta. Brúðkaups-
veislan stóð í 8 daga og var það sem
lijer er talið jetið og drukkið í vcisl-
unni: 38 svín, 4 naut, 8 kálfar, 400
hæsni, 200 gæsir, 200 kalkúnar, 20
liektolítrar af öli og 200 lítrar af
brennivíni. Það var vel að verið!
í Sviss bar það við um daginn, að
fræg leikkona skaut sig með skamm-
byssu á leiksviðinu. Ilún var ástfang-
in af manni þeim, sem liún ljelc með
í leikritinu, hann vildi ekki sjá hana
— og svo skaut hún sig.
rv