Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Lár j ett. KROSSGATA nr. 3. Lóðrjett. 1 gefðu hljóð frá hjer. 7 veigur. 13 áfjáður. 14 skógur. 15 góð einkunn. 18 spil. 19 sár. 20 á veiðarfæri. 22 fiskur. 23 meir en nógu. 24 geta. 25 hljóð. 27 er. 28 safna aurum. 29 málmur. 31 gauragangur. 32 smákorn. 33 úrjrvætti. 35 = 32 lárjett. 36 leggja bfessun yfir. 37 fugl. 38 amerískt skáld. 40 nói. 42 upphrópun. 44 sjóli. 46 lireinn. 47 langað. 48 forsetning. 49 eins mikið og ])örf er á. 51 hug- rekki. 52 tónn. 53 tók. 54 háll. 55 ]>ar til. 56 þyngdarmál. 59 bor (þolf). 60 vera hreykinn. 63 eldhúsáhald. 66 þurkaða aldinið. 67 hvimleið lög. Frakkneskur læknir hefir fundið upp ráð til þess að losa menn við tatoveringar. Hann smyr einhverju smyrsli á liörundið, bindur siðan uin og eftir 10 daga losnar þá hörundið af. En áður hefir engum tekist að finna ráð við slíku. 1 segir fyrir um giftingar. 2 á egg- járni. 3 gera sjóveikir. 4 lengdarmál. 5 matarbiti. 6 algeng ending á lcarl- kynsorðum. 7 peningar. 8 lcoma glund- roða á. 9 úttekið. 10 skeina. 11 tónn. 12 stiltir. 16 viðrar nógu vel. 17 skil- yrðisbundið loforð. 18 reiðlag. 20 bera i brjósti. 21 teymdi. 24 berin. 26 soll- ur. 29 vera í vafa. 30 rödd. 33 æða áfram í vitleysu. 34 völcvi. 38 beygja. 39 gáfaðar. 41 notað til matargerðar. 42 neita. 43 þýðingarmikil lifsstarf- semi hjá dýrum. 45 hlóm. 47 ara- grúi. 50 skíma. 51 snyrtiáhald. 57 forsetning. 58 liúsgagn. 60 gufuskip (enska). 61 forsetning. 62 fljótræði. 63 gufubátur (cnska). 64 = 62 lárjett. 65 undir fæti. f Bretiandi víða er það kvenfólk, sem stendur fyrir uppboðum. Þær kváðu vera skrambi duglegar sumar að fá karlmenn til þess að bjóða vel í varninginn. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Uppnám?! Hún kinkaði kolli. Já, jeg meina það sem jeg sagði. — Allir eru andvígir okkur. Allir hafa á móti þessu. Við verðum að fara huldu höfði og verðum fyrir allskonar ó- þægindum. Mjer er sárilla við að búa á ó- kunnum stöðum og flökta til og frá eins og skuggi. Jeg vil vera úti í sveit og eiga hús og garð í kring, með mörgum rósatrjám i. Jeg vil annast þau eins og börn, vökva þau og tala 5dð þau á hverjum morgni. Og svo, einhvern daginn, springa blómin út. Þá ætla jeg að skíra hvert einstakt, svo jeg geti þekt þau öll með nafni .... Það verður indælt .... Worton fann, að honum var að aukast máttur, og settist upp á dýnunni. — Auð- vitað er yður ljóst, að þjer eruð líka geð- veik? sagði hann í hugsunarleysi. Um leið og orðin voru sloppin af vörum hans, fann hann, að hann hafði hlaupið á sig, heimskulega og ófyrirgefanlega. Hinn fagri munnur konunnar afmyndaðist ó- geðslega, augun tindruðu og ógnunarsvipur var á augnabrúnum hennar. En einkennilegt var, að hún hæklcaði ekki róminn. — Þjer hafið móðgað mig, sagði hún. — Þess munuð þjer einhverntíma iðrast. Hún leit til dyranna. Hann reis á fætur, hálf-óstöðugur, en máttur hans var óðum að aukast ...... — Fyrirgefið mjer, sagði hann biðjandi. — Jeg skil ekki hvað að mjer gat komið að segja þetta og annað eins. En þetta bölvaða lyf hefir tekið frá mjer vitið, ekki síður en kraftana. Hún hikaði, eins og hún vissi ekki, hvern- ig hún skyldi taka þessu, og leit á hann. Þótt föt hans og hár væri í ólagi, var hann, engu að síður mjög álitlegur maður. — Þjer kallið mig geðveika, sagði hún í dálítið lægri róm og hjelt hendi um hurðarlásinn, — en sannleikúrinn er, að þjer sjálfir eruð heimsk- ingi. Yður virðist vera umhugað um líf yð- ar, en samt móðgið þjer mig, sem gæti gefið yður það. Þjer biðjið mig ekki með góð'u, og reynið ekki blíðuorð. Jeg slepti einusinni manni fyrir einn einasta koss, sem mjer lík- aði. Joseph varð æfareiður, en hann fjekk aldrei að vita um kossinn. Worton herti upp hugann. — Þjer eruð yndisfögur, sagði hann, — en jeg hefi tekið inn eitur .... Ef þjer horfið svona á mig, er mjer sama hvort þjer gefið mjer líf mitt eða ekki, ef jeg aðeins fæ kossinn. Hún hló, og reiðisvipurinn hvarf af and- liti hennar. Hún sneri sjer að honum. — Jeg ætla að reyna — eitt augnablik —- hvernig það er að finna arma yðar um mig. Ef það verður mjer að óskum, skuluð þjer halda lífi. Hún rjetti út arma sína og varir þeirra mættust. Hún gekk frá honum aftur, með yndisþokka, en eins og hálf nauðug. Hún var orðin kafrjóð í kinnum. Hún brosti blíðlega til hans. — Jeg skal gera það, sem í mínu valdi stendur, sagði hún. — Þjer skuluð fá að lifa. Rjett í þessu bili heyrðu þau fótatak Lon- des í stiganum, og síðan koin hann inn með opinn kassa í hendinni. Hann setti kassann á stól. — Jeg verð víst að biðja yður að fyr- irgefa þenna klaufaskap minn, sagði hann og sneri sjer að fanga sinum, með hníf í handi. — Þessi verkfæri eru, því miður, mjög Ijeleg. En til allrar hamingju finnið þjer ekki til þess. Worton hörfaði aftur á bak. Hann sá svarta pípu standa upp úr vasa Londes og fingur hans grípa til hennar. — Hví ekki að bíða eftir hinum verkfærunum? sagði Worton. Londe hristi höfuðið. — Jeg hefi beðið eftir þeiin allan daginn, og bíð nú ekki lengur, sagði hann. Blöðin eru alveg vitlaus að verða yfir hvarfi yðar, svo tími er til kominn, að við höfum okkur burt hjeðan. Konan lagði hönd sína á handlegg hans. -—• Þetta er óðs manns æði, inótmælti hún. — Skilurðu það ekki, að þegar líkið af manninum finst, verður skýrslan um sárið á höfðinu gefin af enskum lækni, — enskum lækni, mundu það —. Langar þig kannske til að fyrirgera frægð þinni. Það skaltu al- aldrei gera, að mjer heilli og lifandi. Jeg banna það. Hann hikaði snöggvast. Siðan fleygði hann frá sjer hnifnum, svartur á svip. — Jeg vildi óska, að jeg hefði aldrei leyft þjer að senda hinn kassann burt, sagði hann Því næst æddi hann fram og aftur um gólf- ið æfareiður, með hendurnar í vösunum, en stansaði öðru hvoru og leit óþolinmóðlega út um gluggann. Hann komst nær og nær pokahrúgunni, og hinn horfði á hann rjett eins og í leiðslu. Londe virtist espast við að sjá þessa hrúgu þarna. Hann sparkaði til hennar og kassinn kom í Ijós. Hann kast- aði sjer yfir kassann með villidýrslegu öskri, og sneri sjer síðan við, ineð hann undir hendinni. Hann gekk nær fanganum og konunni, sem gætti hans. Hann greip annari hendi um svörtu pípuna, en hin höndin læddist að lásnum á kassanum. Ritsími, talsími og 60 hestafla Rolls- Royce bifreiðar unnu saman að því að reyna að bjarga lífi Sir Francis Wortons ofursta. Daníel Rocke, Windergate, Milton höfuðsmaður, sem var yfirlögregluþjónn þar í nágrenninu, ásamt forstjóra Magni- ficent gistihússins, sátu á ráðstefnu í skrif- stofu hins síðarnefnda, fám klukkutímum eftir, að það var orðið uppvíst, að Sir Francis væri horfinn. — Hvað er um leiguvagnstjórann? spurði Daníel allra fyrst eftir að þeir voru farnir að ræða inálið. Hann er mjög heiðvirður maður og á sjálfur vagninn, sem hann ekur, svaraði yf- irlögregluþjónninn. Hann hefir haft öku- leyfi í 17 ár, án þess, að nokkuð hafi verið út á hann að setja, fyrst með hestvagn og seinna með bifreið. Þjer getið spurt hann um alt, sem málið varðar, en þjer skuluð ekki eyða í það of mikluin tíma, því alt og sumt, sem hann veit, er, að maðurinn í vagninum var ávarpaður — sennilega af einhverjum kunningja sínum, sem ökumað- urinn treysti sjer ekki til að þekkja aftur, við dyrnar á stöðinnni, og að hann hlýtur að hafa farið út úr vagninum, án þess að ökumaðurinn tæki eftir því — og hefir ekki sjest síðan. — Það verður víst að, láta það gott heita, sagði Daníel. — En hvað er þá um þjónustumennina á jprnbrautarstöðinni? — Þeir hafa verið spurðir spjörunum úr, en með sáralitlum árangri. Þeir höfðu mikið að gera, þegar þetta var, en við þykjumst hafa komist að því, að tveir menn fóru gegnum stöðina og út um suðurdyrnar og fóru upp í vagn þar fyrir utan. Við erum að reyna hvað við getum til að hafa tal af öllum vagnstjórum, sem voru þar það kvöld. — Það verður of seinleg aðferð, þótt lík- lega sje hún óhjákvæmileg, sagði Daníel. Við verðum að byrja á hinum enda flækj- unnar, sem sje unga þjóninum, sem var myrtur. Hvenær er rjettarhaldið? —• Á morgun, svaraði Milton höfuðs- maður. — Ætli nokkrar inerkilegar upplýsingar komi þar fram?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.