Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 1

Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 1
VETUR I SVISS Flestir útlendingar gera sjer þá hugmynd um Island, að hjer sje alt þakið snjó frá oeturnóttum til sumarmála eða lengur. Og á hinn bóginn hættir okkur oið að halda, að uti í heimi sje veturinn að kalla enginn og skammdegiskuldarnir ekki meiri en haustnæðingar hjá okkur. Sunnlendingar vita hvernig veturinn hefir verið hjá þeim, og lwergi á Islandi mun vera hægt að finna þann kima í bygð, er geymi eins mikinn snjó og sjá má á myndinni hjer að ofan. Hún er úr Alpafjöllum, sunn- an frá Sviss, en að vísu úr dal, sem er talsvert liátt yfir sjávarmál. En þar liggur snjór nálægt 7 mánuði í flestum árum. Þess má sjá merki á myndinni, að eigi muni eins vindasamt þarna og hjer, því snjórinn liggur óhaggaður á öllum húsa- þökum. Ber það við í mörgum vetrum, að aldrei dregur snjó í skafl i dölunum, þó blind-skafrenningur sje uppi í fjalli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.