Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 1ÍTTI BAi ifi GEUT Stói EFTIfi JDHAMNES OS KÓTLDM Kári þrammaði þyngslalega eilir götunni. Augu hans voru flöktandi og skuggaleg, eins og eitthvað óhreint væri á seiði í sál hans. Hann gaut þeim út Undan sjer til beggja hliða á víxl, eins og hann byggist við einhverri árás á hverri stundu. Hann var á leiðinni til unnustu sinnar vestur í bæ.' Enginn snef- ill af tilhlökkun sást í svip hans. Það var því líkast, sem hann ætti innar lítillar stundar að mæta fyrir miskunnarlausum dómstóli. Hann tólc ekkert eftir kunn- ingjunum, sem mættu honum öðru hvoru. Hann kendi svo innilega i brjósti um sjálfan sig, að öll hugsun hans snerist um það. Enda var það svo, að hann var flestum öðrum aumkunar- verðari. Hjartað var að stikna í hitanuin á milli tveggja elda. Hann drap hikandi á dyr. Bryndis, unnusta hans, kom sjálf til dyranna. Þegar hún sá hver gesturinn var, breiddi hún út faðminn, eins og fallegt fiðr- ildi, sem ætlar að hefja sig til flugs, og vafði mjúkum hand- leggjunum um hálsinn á Kára. Svo leiddi hún hann syngjandi inn í stofuna. Kári settist í djúpan hæginda- stól, en Bryndís fleygði sjer hlægjandi í faðm hans og hjúfr- aði sig ástúðlega upp að honum. Hann-tók atlotum hennar hekl- ur þurlega, eins og ekki væri al- veg laust við að þau væru hon- um ógeðfeld. Hún tók skjótt eftir þessu og leit alvarlega í augu hans. „Er þjer nokkuð ilt, elsku vinur minn?“ sjiurði hún á- hyggjufull. „Hversvegna heldurðu það?“ svaraði hann, eins og utan við sig. „Þú ert eitthvað svo óliltur sjálfum þjer. Það er eins og ein- hver skuggi hvíli yfir þjer“. Kári leit undan og þagði. „Kanske einhver hafi sært þig, vinur minn. Það er voðalegt, hvað mennirnir geta verið ill- gjarnir og ónærgætnir. Þú ert alt of góður fyrir þessa vondu veröld. Hugsaðu þjer, að í morg- un kom Stína Sveins til mín, og sagðist þurfa að tala við mig nokkur orð í trúnaði. Erindið var þá ekki annað en það, að segja mjer að fólk væri íarið að stinga saman nefjum um það, að þú værir farinn að venja komur þínar til Önnu í Apótek- inu. Jeg bað Stínu vel að lifa, og sagði að það myndi altaf verða árangúrslaust, að færa mjer slíkar sögur. Ef til vill hef- ir þú sjálfur heyrt þessa lygi, og ert svona raunalegur á svip- inn þessvegna". Kári hvítnaði og roðnaði á víxl, meðan Bryndís Ijet dæl- una gaiiga. Það var eins og ver- ið væri að hella olíu á eld, hvert orð hitti, sæfði, brendi. Hann hugsaði til þess með hrylkngi, ef þessi saklausa, trygga stúlka sæi inn í sál hans á þessari stundu. Hann lypti henm nú gætilega úr fangi sínu, stóð upp og fór að ganga um gólf. „Það er satt, Bryndís“, sagði hann. „Vissulega eru mennirn- ir vondir. En veistu þá ekki hversvegna svipur minn er svona skuggalegui'? Það er einmitt vegna þess, að jeg er verstur þeirra allra“. „Ó, þetta máttu aldrei segja, elsku Kári minn“, sagði Bryn- dís og fórnaði höndunum. „Það er áreiðanlega enginn maður eins góður og yndislegur eins og þú“. Kári horfði ráðaleysislega á hana og hristi höfuðið. Þetta var stúlka, sem hann var búinn að svíkja í trygðum og ætlaði bráð- um að yfirgefa. „Jeg ætlaði að segja þjer of- urlítið leyndarmál núna, Bryn- dís“, mælti hann og stamaði við. „En jeg finn að mig brest- ur kjarkinn til þess, þegar á á að herða“. „Þú sagðir einu sinni, Kári“, svaraði Bryndís, ,,að þú gætir trúað mjer einni í'yrir öllum leyndarmálum milli himins og járðar. Ertu nú þegar farinn að efast um trúfesti mína?“ Augu hennar voru svo innileg og biðjandi, að hann var alveg að guggna. Hann fleygði sjer ör- magna á legubekkinn, og fjekk krampakendan ekka. Hún kraup fyrir framan hann og strauk hárið frá enni hans. Svo þrýsti hún heitum, löngum kossi á var- ir hans. Angurblíð, kvenleg fórnarlöngun ljómaði í andliti hennar. „Stína Sveins hefir sagt þjer satt“, stundi Kári og lokaði aug- unuin. „Það er alveg satt, Bryn- dís, að jeg elska Önnu í Apó- tekinu. En jeg elska þig líka, eftir sein áður. — Þú mátt ekki dæma mig of hart, því jeg get ekki að þessu gert“. Bryndís horfði óttaslegin á þennan vesæla ástvin sinn, sem lá þarna með hræðilega játningu á vörunum, líkastur ósjálfbjarga barni. Sál hennar var lömuð, eins og vænbrotinn fugh Hún gat ekkert hugsað og ekkert sagt. Þannig leið löng stund; ekk- ert nema andardráttur og ógur- leg þögn. Loks opnaði Kári augun og reis upp. Bryndís kraup ennþá á gólfinu fyrir framan hann. Hendurnar voru krosslagðar á brjóstinu; augun galojíin og starandi. „Hvað á jeg að gera, Bryn- dís?“ spurði hann, eins og utan við sig og skjögraði fram á gólf- ið. En hún hvorki heyi'ði nje sá, og þegar ekkert svar kom, læddist hann lit um dyrnar, eins og viðvaningslegur þjófur. Hann leit við um leið og hann lokaði og sá, hvar Bryndís ltraup áfram, þögul og hreyfingarlaus, fyrir framan tóman legubekk- inn. „Hún deyr. — Jeg liefi drepið hana“, tautaði hann fyrir munni sjer og skeytti ekkert dynjandi regninu, sem steyptist ofan yfir hann. Hann gekk hratt, þvi hann var búinn að taka fulln- aðarákvörðun. Anna var ein inni í herberg- inu sinu þegar hann kom. „Hvaða ósköp eru að sjá þig, Kári“, hrópaði hún. „Því gerirðu þig svona holdvotan? Jæja, ertu nú loksins búinn að skila hringnum?“ Kári rjetti fram hægri hend- ina. Ennþá glampaði á gullið. „Jeg held að Bryndís sje orð- in vitskert“, andvarpaði hann og fleygði. sjer í einn stólinn. „Hvað á jeg að gera, Anna?“ „Auðvitað að láta stelpuna verða vitlausa, ef henni sýnist svo. Þú veist þó líklega að jeg get ekki lifað án þín!“ Rómur- inn var kæruleysislegur, en þó ákveðinn. „Nei, jeg get ekki látið hana deyja. Jeg elska hana ennþá, al- veg eins heitt og — eins heitt og — — heitt og — — — og -------------þig“. „Mikið var að þú gast stamað þessu fram úr þjer“, mælti Anna i nístandi rómi. í svip hennar blandaðist saman logandi á- stríða, reiði og l'yrirlitning. Loks náði reiðin alveg yfirhönd- inni. -—• „Burt með þig, aum- ingi! Burt og komdu aldrei fyr- ir augu mín framar!“ —• Hún stappaði fótunum ofan í gólfið og krepti hnefana. Kári snautaði lit, eins og sneyptur rakki. Það var pollur eftir á gólfinu, sem lekið hafði úr fötum hans. „Vertu sæll, Kári!“ kallaði hún á eftir honum og röddin var alt í einu orðin ástúðleg, en þó ögrandi. „Jeg á ofurlítið glas, sem er fult af eitri! “ Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. En hann gat ekki að þessu gert. — Hvað átti hann að gera? Hann áttaði sig ekki fyr en hann var kominn að dyrunum á húsi Bryndísar. Skyldi hún krjúpa ennþá fyrir framan legu- bekkinn, hugsaði hann. Jeg verð að fara inn og bjarga henni, áð- ur en það verður um séinan. En ef hún væri nú dáiir, Nei, jeg þori ekki, — get það ekki. Guð almáttugur hjálpi mjer!“ Hann sneri frá húsinu, og Anna kom aftur í huga hans. Hann sá hana í anda, með lítið glas á milli handanna. Hún dreypti á glasinu. Eitrið læstist óðara um líkama hennar, hún hnje niður niðúr, froðufeldi og engdist sundur og saman. — Hann tók sprettinn við þessa voðalegu tilhugsun og nam ekki staðar fyr en við húsdyr henn- ar. Jeg verð að lara inn, hugs- aði hann, og bjarga henni áður en það verður um seinan. En ef hún væri nii dáin. Nei, jeg þori ekki, —• get það ekki. Guð al- máttugur hjálpi mjer! Og hann hörfaði ráðalaus til baka. — Fram í myrkur var hann að rölta milli húsanna, eirðarlaus og óttasleginn. En al- drei þorði hann inn í hvorugt húsið. KvÖldskuggarnir færðust yfir borgina. Hann blessaði myrkrið, sem fól hann undir mjúkri blæju sinni, og tók nú á rás niður að höfninni. Erlent kola- skip var að blása til brottferð- ar. Hann gekk tvisvar eða þrisv- ar aftur og fram um hafnar- bakkann. Svo hjelt hann hik- laust um borð í kolaskipið. Innar lítillar stundar bljes það í síðasta sinn. Síðan lagði það af stað út í kolsvarta nótt- ina. Kári hallaðist upp að borð- stokknum og horfði á ljósin í borginni, sem bráðum áttu að hverfa fyrir fult og alt. Tvær kvenmannsmyndir háðu einvígi í huga hans. Önnur lcraup í þögulli ýitfirringu fyrir fram- an tóman legubekk. Hin hjelt á litlu glasi og dreypti á banvænu innihaldi þess. Framundan blasti við nið- dimm nóttin og handa við hana grilti í eitthvað, sem hann vissi ekki hvað var . Það hefir aldrei spurst til hans síðan. Þegar brúðkaupið ferst fyrir. Ensltur borgarstjóri, sem árum saman hefir gefiö fólk saman i borg- aralegt hjónaband, hefir nýveriö gef- ið út endurminningar sinar, og segir þar m. a. frá lijónavigslum, sem slrönduðu svo að segja á þröskuldin- um hjá honum. í 17 ár gifti hann fólk og í endurminningunum segir hann frá 26 tilfellum, sem kalla mætti á máli kvenhatara „afturhvarf á banastundinni“ eða eitthvað þvi um likt. Ekki svo að skilja: það voru engu sjaldnar stúlkurnar, sem af- stýrðu voðanum en piltarnir. Einn dag snemma morguns komu hjónaleysi inn til lians með leyfis- brjefið. En þegar brúðguminn tók pípuhattinn ofan, fylgdi parrukið með. Brúðurin varð náföl og hrópaði: „Æ, þú ert þá sköllóttur, James! Og / svo tók hún til fótanna og hljóp ut og sást ekki síðan. í annað skifti höfðu hjónaefnin gleymt að kaupa sjer hringana, svo að þau skruppu út aftur til næsta gullsmiðs til þess að kaupa þessi gullnu tákn eilifrar trúfesti. En þar urðu þau ósátt. Hún vildi hafa liringa, sem kostuðu um tvö pund hvor, en iiann vildi láta hringa fyrir eitt pund duga. Loks urðu þau svo gröm að þau fóru að hnakkrífast og fóru loks sitt í livora áttina og sá- ust aldrei saman eftir það, hvorlci hjá borgarstjóranum eða annarsstaðar. Einu sinni var það, að brúðurin hvislaði að borgarstjóranum: „Gerið þjer svo vel að skrifa í hókina yðar, að jeg er ekkja, — mjer láðist að geta þess áður“. Brúðguminn, sem ekki átti að heyra þetta, hváði, því hann hafði Frh. á 15. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.