Fálkinn


Fálkinn - 27.07.1929, Blaðsíða 1

Fálkinn - 27.07.1929, Blaðsíða 1
ÖFRIÐUR MILLI RÚSSLANDS OG KÍNA Síðustu dagana hafa borist ískyggilegar fregnir um, að Rússar og Kínverjar væri um það bil að leggja út í styrjöld. Síðan borgarastyrjöldinni lauk i Kína, hefir ldnverska stjórnin lagt mikla stund á, að vinna á móti erlendum áhrifum og verið hörð í horn að talca við útlendinga. Hefir þetta eigi hvað síst komið hart niður á Rússum, sem hafa ýmsra hagsmuna að gæta í Mantsjúríu og sennilegt er lílca, að Kínverjar hafi illan bifur á Rússum og gruni þá um kommunistaundirróður i Kína. Fyrir skömmu Ijetu Kínverjar handtaka rússneska starfsmenn við jáirnbrautir og pósthús í Mantsjúríu, og svöruðu engu góðu til þegar Rússar báðu um leiðrjetting þessara mála. Fór svo að lokum, að stjórnmálasambandi var slitið milli ríkjanna og nú er ófriður yfirvofandi. Þó ófriður yrði milli þessara rikja einna, mundi hann hafa mjög slæm áhrif um heim allan. En auk þess er hætt við, að Japanar mundu elcki sitja lengi hjá, en færi þeir á kreik er hætt við að Bandarík- ?n °9 ríkin í Vestur-Evrópu mundu skerast i leikinn. Afleiðingarnar geta því orðið ægilegar. — Hjer á myndinni sjest pósthúsið í Slianghai og í horninu Norðmaðurinn Erik Tollefsen, sem er póstmálastjóri í Kína.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.