Fálkinn - 27.07.1929, Blaðsíða 8
8
F A L K I N N
Eitt hið frægasta hjólreiðakappmót lieimsins, er það sem háð er í Frakklandi á hvcrju sumri, að lcalla má um alt landið. Er lagt
af stað frá París og öll leiðin er um 6000 kílómetrar. Er henni slcift í 2í áfanga og gert ráð fyrir, að hjólreiðamennirnir komist
einn áfanga á sólarhring. Eru þeir þannig nærri þvi mánuð, á leiðinni. Við síðustu keppni voru þátttalcendur um 200 alls, og í
þeim hóp allir bestu hjólreiðamenn Frakklands. — Á efri myndinni sjest hópurinn þegar hann var nýfarinn af stað, og á þeirri
neðri mannfjöldinn, sem var viðstaddur þegar lagt var upp.
Myndin lijer að ofan er tekin úr ensku blaði. Sýnir liún Há-
skotasveit við, hersýningu, sem haldin var fyrir prinsinn af Wales.
Búningar Háskota eru hinir einkennilegustu, eins og sjá má á
myndinni
í Southend í Englandi hafa einkennilegir fimleilcamenn sýnt sig
nýlega. Þeir leilca þá list að fara á mótorhjóli á hringbraut, sem
liggur í lóðrjettum flcti. Til þess að þetta geti tekist verða þeir
að hjóla á fleygiferð, því annars mundu ]>eir þegar i stað detta.
Myndin til hægri sýnir tvo slíka hjólreiðamenn leika listir sínar.