Fálkinn - 27.07.1929, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
FINGRAFORIN.
— Hvað ætlarðu að gera i
kvöld? spurði frú Helen Wanke
manninn sinn, jarðfræðinginn
Friðrik Wanke.
Hann leit upp iir morgunblað-
inu, tottaði vindlinginn og bjóst
til að standa upp frá morgun-
verðinum.
— í kvöld? Ekki neitt sjer-
stakt, að því er jeg man, svar-
nði hann, en tók sig á i sama
l>ili: — Jú, það var alveg satt, í
kvöld er jeg boðinn til von
Feucht kannsellíráðs í Alsten.
Það var gott að þú mintir mig á
það. Það hefði verið laglegt, ef
jeg liefði gleymt kvöldverðinum
hjá kannsellíráðinp!
Við þessi orð fór frú Wanke
r.ð hágráta, að því er virtist i
fljótu bragði að ástæðulausu.
— Hvað er nú að? Gengur
nokkuð að þjer, spurði jarð-
fræðingurinn forviða.
— Þú ert grimmlyndur sjer-
gæðingurf hrópaði frú Wanke
kjökrandi. — Þú hugsar aðeins
nm kansellíráðið og þesskonar
þursa og fyllirafta.
— Hellen? mælti jarðfræðing-
urinn byrstur. —■ Jeg vil vara
þig við að kalla æðslu embættis-
menn ríkisins þessum nöfn-
Um. Atvinnumálaráðherrann von
Schlacht kammerherra koma í
þetta kvöldboð! Þessi óþvegnu
orð, sem ])ú viðhefur um stór-
menni þjóðarinnar, gætu verið
uæg hjónaskilnaðarorsök fyrir
hvaða dómstóli, sem vera skal!
Reyndu að lala svolítið gætileg-
ar framvegis.
—■ Farðu, farðu til þessara
háttsettu ómenna og farðu með
þá til dómstólanna og segðu
þeim alt sem jeg hefi sagt! Jeg
fyrirlít þig!
—■ Jeg vona að þig hafi iðrað
þessara ómaklegu orða þegar
jeg kem heim aftur! svaraði
Wanke svo rólega, að auðsjeð
"var, að þetta var ekki í fyrsta
skfti, sem hjónunum hafði orðið
sundurorða.
Hann straulc vendilega silki-
hattinn sinn og gekk niður í
bifreiðina, sem beið við dyrnar.
l'íu mínútum síðar sat hann á
skrifstofu sinni í jarðfræðis-
stofnun ríkisins og hafði stein-
gleymt þessu atviki.
Hinsvegar sat frú Wanke
kjökrandi heima og var í öng-
u>n sínum allan fyrri hluta dágs-
his. Og það var eigi að ástæðu-
lausu. Því í dag var afmælisdag-
Uiinn hennar. Þetta var ekki í
fyrsta skifti, sem Friðrik hafði
kleymt honum, og nú vildi hún
ekjci lítillækka sig til þess að
»iinna hann á hann. Þegar hann
k°m licim til miðdegisverðar
fók hún á allri sinni stilíingu og
sagði:
r— Það er vitanlega heimsku-
fegt af mjer, að öfunda þig af að
vera að heiman mcð vinum
þ'núm, úr því að þú metur þá
ureira en mig.
—- Metur .... metur ....
Sóða mín, þetta er heimboð, jeg
er tilneyddur!
— Gott og vel. Þú ert til-
Ueyddur .... En úr því að þú
crt með þeim 5—6 kvöld i viku,
þá hefi jeg afráðið, að hjeðan
i frá skemti jeg mjer upp á eig-
in spítur eins og mjer list.
— Það var ágæt hugmynd!
svaraði Wanke! Reyndu að
skemta þjer eins og þú getur
best. Þú ert of mikið heima!
Frúin hafði ætlað sjer að
knýja frarn afbrýðissemi lijá
manni sínum, en það mistókst
algjörlega.
—■ En jeg læt þig ekkert vita
hvert jeg fer, og með hverjum
jeg verð, bætti frúin við og
lagði áherslu á orðin.
— Það er líka alveg óþarfi,
jeg ber ótakmarkað traust til
þín. Og það mun aldrei koma
fyrir, að jeg láti nokkurntíma
lík orð falla uin þá, sem þú ert
leiddi umhyggjuleysi hans við
hana, svo að hann jaínvel
gleymdi afmælisdegi hennar, og
hirti lítt um óskir hennar.
Wanke var i miklu áliti utan
lands og innan, sem vísinda-
maður. En enginn er svo mikill
að ekki eigi hann öfundarmenn.
Hann átti þá marga, en mestan
þó Harald Knyffert, aðstoðar-
mann á jarðfræðisstofnuninni.
Hann hafði lengi setið á svikráð-
um við Wanke, og beið tæki-
færis ....
Einu sinni fjekk Wanke svo-
látandi brjef á skrifstofu sína:
„Hafið gát á konunni yðar,
meðan tími er til. — Observa-
tor“.
Wanke bögglaði saman mið-
anurn og fleygði honum í
brjefakörfuna. Þann daginn fór
hann í miðdegisverð til atvinnu-
málaráðherrans. Frúin hal'ði
Farðu .... farðti .... Jeg fyrirlit ftigI
með, eins og þú hafðir um vini
mína, æðstu embættismenn rík-
isins, svaraði Wanke með
hræsnishreim í röddinni. Síð-
ustu orðunum bætti hann við
til þess að safna glóðum elds
að höfði konu sinnar.
Og þar með var það mál út-
rætt. Frú Wanka klæddist sam-
kvæmisbúningi nokkru áður en
maður hennar fór í boðið, lið-
aði hár sitt og farðaði sig og —
fór alein í kvikmyndahús.
Þetta var í fyrsta sinn í fjögra
ára búskap, að hún hafði grip-
ið til þessa úrræðis, en nú var
það of seint. Kórvilla hennar í
hjónabandinu var sú, að hún
hafði látið Friðrik, sem var sjer-
góður að eðlisfari, vera vissan
um, að hann þyrfti aldrei að
tortryggja hana. Annars var hún
svo fríð og gáfuð, að henni hefði
veist Ijett, að komast í sam-
kvæmislífið, ef hún hefði viljað.
En hún var góð eiginkona, ef lil
vill of góð, og það er stundum
hættulegra en að vera of kenj-
ótt.
Afleiðingin af því var sú, að
nú var orðið ómögulegt að gera
Friðrik afbrýðisaman. Hann
hefði með ljúfu geði látið hana
fara í leikhús eða veitingastaði
með hversu töfrandi karlmanni
sem vera skyldi. Og af þessu
sagt honum að hún ætlaði út
urn kvöldið.
Næsta dag lá þetta brjef á
skrifstofunni: „Vitið þjer hvar
konan yðar var frá kl. 8—2 í
gærkvöldi? Reynið að komast
eftir því. ■— Observator“.
Wanke fleygði brjefinu undir
eins, en nú gramdist honum dá-
lítið. Við miðdegisborðið hafði
hann nánari gætur á konu sinni
en venjulega. Hún lók ekki eftir
neinu, og Wanke skammaðist
sín fyrir gruninn. En fáum dög-
um síðar fjekk hann enn brjef:
„Þjer bljótið að vera blindur!
Þekkið þjer Edvin Gompcrs?
Jæja. Konan yðar liittir hann
daglega. í gær var hún á gangi
með honum í Strandgötu, og
friðillinn var með brúna göngu-
stafinn yðar í hendinni. Athug-
ið þjer hann og hver veit þá
nema þjer vaknið af andvara-
leysinu. — Observator“.
Þetta voru upplýsingar að
gagni. 1 þetta skifti fleygði
Wanke ekki brjefinu. Hann
æddi fram og aftur um vinnu-
stofuna og gat ómögulega fest
hugann við fornaldarjarðlögin í
Sjat-elArab. Loksins tók hann
símtólið og bað urn viðtal við
einkan jósnarann Herluf Shello.
Hann kom að vörmu spori og
skoðaði brjefið.
— Hið eina, sem gæti gefið
sönnun fyrir staðhæfingunni er
stafurinn, sagði njósnarinn. —-
Má jeg fá hann lánaðan?
Sendill var sendur eftir stafn-
um og Shello fór með liann á
rannsóknastofu sína. Daginn eft-
ir gat hann sagt frá árangrinum.
A skrifstofu Gompers hafði hann
náð i fingraför hans — og sömu
fíngraförin fundust á stafnum.
Þetta hafði þau áhrif, sem
nafnlausi brjefritarinn hafði ætl-
ast til. Wanke varð frá sjer af
sorg og gremju. Njósnarinn
reyndi að hughreysta hann með
því, að betra væri að vita allan
sannleikann en láta efasemdirn-
ar hrella sig.
Eitt kvöldið þegar frúin var
e'kki heima rannsakaði njósnar-
inn heimilið og komst að ýmsu
skrítnu. Fingralor Gompers
fundust þar víða, á borðstofu-
stólunum, gluggakistunum og í
svefnherberginu. Nú þurfti ekki
framar vitnanna við. Helen bafði
verið ótrú. Einn af þeim fyrstu,
sem vottaði Wanke samhrygð
sína var Knyffert, sem var
heimagangur hjá Wanke. Hann
ráðlagði honum að sækja um
skilnað undir eins.
Wanke sagði konu sinni í
stuttu máli frá því, sem hann
hefði komist að, tók saman dót
sitt, flutti á gistihús og tók að
ráðfæra sig við málfærslumann
sinn.
Frú Wanke var steini lostin.
Því alt var þetta ósatt frá upp-
hafi ti 1 enda. Hún hafði ekki
sjeð Gompers i heilt ár. í öng-
um sínum fór hún til hins fræga
leynilögreglumanns Arséne Dela-
grange. Hann hlustaði á mál
hennar og þótti það einkennilegt,
en efaðist um að hann gæti lagt
trúnað á orð hennar. Þó tók
hann málið að sjer. Hann náði
í fingraför Gompers á ný og
voru þau alveg eins og förin
sem fundist höfðu heima hjá
Wanlce. Var það mögulegt, að
Gompers hefði stolist heim til
Wanke til að láta finna þar
fingraför sín? Mjög ósennilegt.
Nei annaðhvort var ákæran
sönn, eða meinleg brögð voru í
tafli. — —
Leynilögreglumaðurinn vann
dag og nótt og var loks farinn
að halda, að frú Wanke hefði
leikið á sig. En þá bar það við,
að uppvíst varð um víðtækt
seðlafölsunarmál. Og brátt kom
á daginn, að Knyffert var við
málið riðinn. Délagrange elti
hann hvar sem hann fór og tókst
loks að finna staðinn, sem seðla-
fölsunin hafði farið frám á.
Þar voru tveir bófar að starfi
en foringinn var Knyffert. Með-
al áhaldanna, sem þeir höfðu til
iðju sinnar fann Delagrange eitt
nýtísku tæki: vjel til þess að
láta eftir sig fingraför annara
manna. Nú fór hann að gruna
hvernig i öllu lægi. Og brátt varð
uppvíst, að Knyffert hafði not-
að heimsóknir sínar hjá Wanke
til þess að koma þar fyrir
fingraförum Gompers hjer og
hvar. Á hægri vísifingri liafði
hann haft gúmmitraf með eftir-
líkingu af fingrafari Gompers.
Það er vonandi, að þessi up]>-
götvun hafi haft bestu áhrif á
bjónaband Helen og Friðriks
Wanke.