Fálkinn - 27.07.1929, Blaðsíða 13
fAlkinn
13
Málninga- vörur Veggfóöur Landsins stærsfa úrval.
VINDLAR: Danska vindillinn PHÖNIX þekkja allir reykingamenn. Gleymiö ekki Cervantes — Amistad — Perfeccion o. fl. vindlategundum. Hefir í heildsölu 8IGURGEIR EINARS80N Reykjavík — Sími 205. £
MföHRaor Reykjavík.
**************** yerslið \Jið Jikar. Vörur l/ið Veegu Verði.
W Framköllun. Kopiering. Stækkanir 11 Carl Ólafsson. f]j - ■Aafli
****************
súkkulaðið er að dómi
allra vandlátra hús-
mæðra langbest.
Notið Chandler bilinn.
a u r a
gjaldmælisbif-
reiðar á v a I t
til leigu hjá
Kristinn og Gunnar.
Símar 847 og 1214.
Notið þjer teikniblýantinn*'
„ÓÐINN“?
'antinn*’ 1
J
c7álRinn
er víðlesnasta blaðið.
er besta heimilisblaðið.
Ávalt fjölbreyttar birgðir af
HÖNSKUM fyrirliggjandi.
HANSKABÚÐIN.
Maíurinn minn -
SKÁLDSAGA EFTIR
FLORENCE KILPATRICK.
fjekk jeg þegar frændi var að tala um „Echo“
Uut daginn. Það var að visu óðs mans æði,
en vert að reyna það samt. Svo fór jeg til
McPehrson. Jeg sagði til hver jeg væri, sem
sje systursonur frænda, og spurði hann blátt
áfram hvort hann hefði ekkert handa injer
að gera við blaðið.
-— En hvernig þorðirðu þetta . ... ? ....
Jeg meina, eftir orðasennuna við frænda þinn.
— Jeg sagði honum frá því, að jeg kærði
ttúg ekkert um að trúa frænda mínum fyrir
Því, að jeg væri atvinnulaus, og hefði þess
vegna „fundið upp“ þessa stöðu við „Echo“.
°§ svo skoraði jeg á hann að gera þetta að
veruleika.
— Og hverju svaraði hann?
— Hann gat ekki leynt því, að hann
hafði gaman af öllu saman. Hann ætlar að
lofa mjer að reyna mig. Að vísu held jeg, að
Það sje í raun og veru frænda vegna gert.
bessir Skotar halda saman gegnum þykt og
þunt. En hann sltal ekki þurfa að irðrast
þess.
Hrifning hans hafði sörnu áhrif á Virgin-
iu. __ En hvað þetta gleður mig, sagði hún
innilega. Og auðvitað hefir þetta ekki nein
^hrif á okkar ráðagerðir. Ósjálfrátt Ijet hún
1 Ijósi eigingirni sína, og hann gat ekki
annað en tekið eftir því. — Þetta verður
nuðvilað því óviðkomandi. En þú gengur
ekki að því gruflandi, að þetta getur elcki
gdigið lengi enn. Ertu reiðubúin að segja
frænku þinni sannleikann?
— Ertu alveg genginn af göflunum? Hvar
^yndi það lenda? Jeg yrði að gefa upp mitt
nuverandi sjálfstæði og múra mig inni ein-
hversstaðar uppi í sveit með frænlcu. Svo
harða refsingu verðskulda jeg ekki, þrátt
tyrir alt. Jeg dæi blátt áfram sagt, ef jeg
fengi ekkert að gera við krafta mína.
— Hvað sem því líður, er okkur ómögu-
^egt að halda þessu lengur áfram. Þetta er
Þar að auki leyndarmál, sem Wyngate,
Joyce 0g Freddie vita um. Og hvað held-
urðu, að fólk segi ef þetta verður uppvíst,
Virgina? Strákssvipurinn var algjörlega
horfinn af andliti hans. Nú talaði hann al-
varlega, eins og hann vægi hvert orð, og
sagði: — Heimurinn er nú einusinni ekki
svo drenglundaður eða elskuíegur inni við
beinið, og framferði þitt gæti orðið lagt út
á verri veg .... Það skilurðu?
— Já, nú skil jeg það: þú hefir á rjettu
að standa. Rómurinn lýsti örvæntingu.
— Og allra minsti grunur um þetta
myndi gera það óframkvæmanlegt að bjóða
mig fram til þings. Hún horfði í gaupnir
sjer í örvæntingu. Hvað á jeg til bragðs að
talca?
— Það skal jeg segja þjer.
Hún leit upp með ákefðarsvip. — Jeg
vissi, að þú myndir finna eitthvert ráð, því
þú deyrð aldrei ráðalaus. Hverju geturðu
stungið uppá?
Hann dró stól sinn nær henni, og horfði
í augu hennar: — Jeg ætla að leggja fyrir
þig spurningu í alvöru, sem jeg hefi einu-
sinni lagt fyrir þig í gamni: Viltu giftast
mjer, Virginia?
Hún starði á hann með spyrjandi aug-
um, sem undruðust er þau fundu ekki
vanalegu glettnina í gráu augunum hans,
en það sem hún las þar styrlcti þann grun,
sem hún hafði fengið er hún hafði litið í
augu hans undanfarna daga. Hann þráði
hana, hann elskaði hana, og nú varð hún
samt sem áður að særa hann djúpt. — Tal-
aðu ekki um þetta, svaraði hún og lyfti upp
höndum rjett eins og til þess að bera af
sjer högg. — Það er ómögulegt.
XIII.
— Ómögulegt? endurtók Hemingway
dræmt, — hvað meinarðu með því? Erum
við ekki bæði frjáls?
Hún hristi höfuðið: Jeg er ekki frjáls, jeg
er bundin starfi mínu. Öll framtíð mín er
í veði. Hún þagnaði augnablik og bætti því
næst við í æsingi: — Hversvegna þurfti nú
þetta að koma til þess að varpa öllu um
koll? Jeg, sem var að vona, að við gætum
orðið verulega góðir kunningjar — og nú
þarf það að vera á enda. Hún tók sig á og
varð hugsi. — Og ef við nú setjum svo, að
jeg sainþykki að giftast þjer, ætlar þú þá
að lofa mjer að halda áfram stjórnmála-
starfseminni, þannig, að jeg þekkist áfram
undir núverandi nafni og skrifi greinar
mínar undir þvi?
— Mín kona verður að þekkjast undir
mínu nafni, sagði hann hörkulega og á and-
lit hans kom þessi ákveðni svipur, sem
hún kannaðist svo vel við, ef honum var
andmælt. — Framtíð hennar verður á heim-
ili sínu en ekki í stjórnmálum.
— Virginia hló stuttaralega: — Þetta er
alveg eins og jeg hafði hugsað mjer það.
Þú ert einn af tegundinni, einn af þessum
ráðríku, eigingjörnu karldýrum, sem drottna
með hörku yfir kvendýrinu, Jeg vil að
ininsta lcosti aldrei selja mig undir yfirráð
nokkurs karlmanns.
Virginia var orðin rólegri aftur. Skömmu
áður höfðu tilfinningar hennar verið á reiki,
og hún hafði valið orð af handahófi, sem
gætu dregið mestu beislcjuna úr þeirri sorg,
sem hún hjelt, að hún myndi valda honum.
Nú var hún viðbúin til þess að reka aftur
hverja röksemdaleiðslu, sem hann kynni að
koma fram með. En hann virtist ekkert kæra
sig um frekari samninga. Hann stóð augna-
blik í sömu sporum og leit á hana, síðan
gekk hann út að dyrunum. — Nú er mjer
nóg, sagði harin, — nú skil jeg þig til fulls,
Virginia. Öll ástríða hans og viðkvæmni var
horfin og hann talaði hörkulega og kulda-
lega. I dyrunum stöðvaðist hann snöggvast
og sagði: — Og jeg er feginn því, að mjer
hefir loks skilist það. Síðan fór hann leiðar
sinnar, særður, gramur og vonsvikinn.
Langa stund eftir að hann var skilinn við
hana, geklc hann eirðarlaus um göturnar og
reyndi að fá vald yfir tilfinningum sínum
og örvæntingu sinni. Það kostaði hann heila
andvökunótt að gera sjer ljóst hvernig sam-
band hans við Virginiu skyldi verða fram-
vegis. Alt þetta heimskulega samsæri, sem
hann hafði gengið í í hugsunarleysi, án
þess að hugsa um annað en skrítnu hliðina
á því, fanst honum eftir þá atburði sem
orðið höfðu, vera skammarlegt, og þar eð
hann hafði nú játað Virginiu ást sina og
hún hafði smáð hana, gátu þau ekki haldið
áfram þessum skripaleik að látast vera hjón.
Sjerstaklega þar eð hann gat ekki sjeð
að það væri til neins að halda áfram
því, sem ekki gat endað nema á einn
veg. Svei því, ef hún gat ekki fórnað