Fálkinn


Fálkinn - 27.07.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.07.1929, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. Leiðin til þess að öðlast frið við guð. Jóh. 3, 1—15. „Öll skepnan stynur og hefir fæðingarhríðir alt til þessa“, segir Páll postuli í Rómverja- brjefinu. Lífið er stríð allra gegn öllum, en þessi djúpa, sára tilfinning með þrá eftir endur- lausn, hana er að finna í djúpi allrar tilverunnar —• og ekki hvað síst í mannlífinu. Þó að það kunni að vera glæsi- legt hið ytra, þá fullnægir það ekki altaf þörf og þrá sálarinn- ar. Ber ekki koma Nikodemusar til Jesú vott um það? Hann var í alla staði ágætis- maður, var í miklu áliti, vitur og rjettlátur, sannleikselskur og tilfinninganæmur, í stuttu máli maður, sem gat litið til baka yfir líf sitt með ánægju. En þrátt fyrjr alt þetta bjó einkennileg þrá inst í hjarta hans, kvelj- andi kvíði og óvissa, sem olli því að hann var andvaka nótt eftir nótt. Hann fann ekki friðinn við guð. Það eru áreiðanlega margir menn til ennþá, sem líkjast Nikodemusi í þessu, bæði meðal eldri og yngri, sálir, sem finna ekki frið, en heyra þó rödd and- ans hrópa til sín. Ef þú, sem orð þessi lest, ert einn í hóp þeirra manna, þá nem staðar við texta vorn og leitaðu til Jesú eins og Nikodemus. Hann ávarpar þig eins og hann ineð þessum ströngu, dul- arfullu orðum: „Sannlega segi eg þjer, enginn getur sjeð guðsríki nema hann endurfæðist". En þú skalt ekki láta orðin fæla þig frá honum. Þegar þú hugsar nánar um þetta þá finnur þú til sannleika orða Jesú. Svar hans sýnir að verlc vor og athafnir eru ekki nægar til þess að veita oss sálarfrið og hvíld í guði. — — í ljósi orða Jesú eru menn- irnir fátækir, hjálparvana synd- arar, sem geta ekki látið hjá Hða að syndga. Það er þungbært fyrir hið drembiláta manns- hjarta að heyra slíkan dóm. Eigi hjarta mannsins að breyt- ast, þá verður hjálpin að koma utan að. Maðurinn verður að endur- fæðast til þess að komast í guðs- riki. Það er lögmál í hinum and- lega heimi, er allir verða að hlíta. Og hjálpin verður að koma ofan að, frá himni, frá guði. En á hvern hátt? Fyrir náð guðs, frá krossi Krists. Krjúptu við hann og biddu guð um hjálp og þú munt finna frið í hjarta þínu. Gakktu leið trúarinnar, hún liggur til guðs og eilífa lífsins, °g gleymdu aldrei á lífsleið þinni orðum sálmaskáldsins okkar fræga. Án guðs náðar er alt vort traust óstöðugt, veikt og hjálparlaust. í Jesú nafni. Avnen. Poui R E U M E R T Kæri herra ritstjóri! Þjer hafið sýnt mjer þann sóma að biðja mig að rita nokk- ur orð handa „Fálkanum“ um ungfrú Önnu Borg, leikkonu við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, og við þeim til- mælum verð jeg með hinni mestu gleði. Fyrir fjórum árum var alvar- legri, hljóðlátri, ungri islenskri stúlku veitt viðtaka á skóla Ivonunglega leilthússins. Það var Anna Borg. Höfundur þessa greinarkorns var kennari við skólann og veitti athöfn hennar eftirtekt frá fyrsta fari, og svo ant sem hann ljet sjer um alt, sem varðaði nemendurna og hagi þeirra, áræddi hann ekki í fyrstu að láta Önnu Borg taka annan þátt í náminu en hlýða á. Hann var sannfærður um að hún gæti ekki farið vel sem lið- ur í samleik dansks leikskóia; til þess var meðferð hennar á danskri tungu of íslenskuleg i hreimum og hljóðfalli, hefði orðið og hjáróma við málfæri meðleikenda hennar, svo að heild og blekking hefði beðið tjón. Leiklist er í því frábrugð- in öllum listum öðrum, að hún kemur fram án nokkurs milli- liðar úr dauðu eða andvana efni, hún notar hvorki marmara nje stein, hvorki leir, liti né hljóðfæri, — efni hennar, skap- að i sjálfri hinni eilífu, guð- dómlegu smiðju, er líkami mannsins, og einmilt þaðan mun það stafa, að þessari list má lyfta hærra en nokkurri annari en því miður líka vanvirða hana miklu meira. Leiklistin beitir öllum hinum ótölulegu tjáningaraðferðum líkamans, en þó einkanlega mannsmálinu með óendanlegá finum og fjöl- breyttum litbrigðum þess og til- breytingum. Anna Borg varð því, sökum annmarka á dönsku sinni, að sitja hjá leiknum En þá vildi svo vel til, að samtimis var við leikskólann ungur maður, Har- aldur Björnsson, sem talaði dönsku með íslenskum hreim, eins og hún. Þau tvö gátu þá skapað sarnan ofurlítinn dansk- islenskan leikflokk og tekið að sjer í sameiningu dramatisk hlutverk, sem hafa mátti að nokkuru leyti fyrir undirstöðu að dómum um hæfileika þeirra og möguleika, —- og jafnframt að tilsögn. Þess mætti geta hjer, að Har- aldur Björnsson reyndist hinn ötulasti maður, sem hiklaust kepti að settu marki. Kennari hans efar ekki, að íslensk leik- list muni framvegis hafa mikið gott af kappsemi hans og ó- venjulegum mannkostum og fórnfýsi. Önnu Borg og Harald Björns- son langaði í fyrstu til að reyna krafta sína á nokkrum atrið- um úr Galdra-Lofti, hinu til- komumikla skáldriti Jóhanns Sigurjónssonar. Það kom þegar í ljós, með hinu stillilega, óskeikula lát- leysi, sem auðkennir afburða- gáfuna, að Anna Borg hjó yfir óvenju djúpum, hreinum og fögrum listamannspersónuleik, og að dramatiskir hæfileikar hennar voru einkar næmir, — fyltir hlýju hjartans og skýr- leik greindarinnar, mildir og þróttugir í einu. En undir hinni sálarríku alvöru mátti greina káta en bælda gletni. Kennari, sem árum saman hafði knúið sig til að nota aldrei hástigsorð andspænis nemendum sínum, hvorki til lofs ne lasts, hikaði ekki við að taka sjer í munn um Önnu Borg eitt hið hættulegasta og fátíðasta orð listdæmingarinnar: snild. En per ardua ad astra, — tii stjarnanna er bratt að stíga, og Anna Borg var ekki dulin þess, hvilikt feiknastarf hún átti fyrir höndum, ekki síst að lagfæra mál sitt. Sá, sem ritar nafn sitt undir þessar linur, veit ef til vill mörgum öðrum betur, hvað það kostar að ná valdi á framburði erlendrar tungu, hvílíka alúð það heimtar, hvílíkt nám það krefur. En áskapaðir hæfileikar, ásamt þrotlausri, ósveigjandi elju, ná ávalt marki sínu. Og þegar Anna Borg, — sem þá hafði tvívegis komið fram fyrir almenning á leiksviði við góðan orðstír og hafði verið skipuð leikkona við Konunglega leikhúsið, — Ijek Maríu í Gálga- manninum í mars 1929, var hvergi nokkur ágreiningur um það, að ekki aðeins mælti hún með öllu lýtalaust á danska tungu, heldur hafði Konunglega leikhúsinu þar sem hún var á- skotnast ný og sjerlcennileg leik- kona, sem af mátti vænta hins ágætasta framvegis. Og þær vonir munu rætast. Um það er ekki að efast. Það gerir að minsta kosti ekki sá, sem átt hefir kost á að sjá í heimkynnum hennar á íslandi undirstöður hæfileika hennar, þá rót sem þeir spruttu af. í þjóðsál íslands titra tónar dramans. Minnist máttugra sjón- leikja fornsagnanna og lítið á landið sjálft, hinar feiknarlegu andstæður þess, þar sem grjót og hraun stendur hjá frjóu grængresi og ilmandi villijurtum, Anna Borq þar sem sjóðandi hverir gjósa upp úr sjálfu jökulsvellinu, — sannarlega er ísland undrafagurt æfintýraland dramans. Þarna er Anna Borg fædd, innan fjölskyldu, þar sem allir, foreldrar og börn, eru tengdir liver öðrum með viðkvæmustu, innilegustu taugum hjartans, ó- sýnilegum en órjúfandi, — heim- ili, sem Danmörk getur öfundað ísland af, — þar sem móðir hennar, frú Stefanía, átti guð- dómsneista listgáfunnar, svo að enn er í minnum liaft á íslandi, — þann sem dóttir hennar tók að erfðum. Sá, sem hefir sjeð Önnu Borg í því umhverfi, þar sem hún ólst upp, skilur til hlitar það sem hann grunaði áður, hvern- ig land og þjóð, heimili og upp- runi, eru hlýjar lindir, sem per- sónuleikur hennar er runnin frá og hafa veitt hæfileikum hennar þann dramatiska styrk og þann ilm, sem veitir danskri tungu í munni hennar endurnýjun eða jafnvel göfgun, sem Konunglega leikhúsið í Danmörku má kunna íslandi þakkir fyrir. Enginn getur skygnst inn í framtíðina, en leikari, sem varið hefir mörgum árum ævi sinnar til að vinna með upprennandi listamönnum leiksviðsins, — enda þótt starf hans hafi tíðast verið i því fólgið að skadda ekki hina ungu, veiku frjóanga, held- ur aðeins að reyna að færa þeim ögn af ljósi, lofti, hlýju, — þorir hiklaust að segja um Önnu Borg, að hún muni, fyrir auðæfi hugarþels síns og hæfi- leika, fyrir djúpa ást til starfs sins og óbilandi elju, stíga hátt á festingu listarinnar, — ávalt hærra og hærra, —• þangað sem fegursta þríhljóman lífs og lista, sannleiki, hreinleiki og fegurð. á heima, eins og undir dásam- legum sumarhimni íslands, þar sem sólin hnígur aldrei til viðar. Kandestaderne den 14. Juli 1929.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.