Fálkinn - 10.08.1929, Page 13
F A L K I N N
13
Málninga-
vörur
Veggfóður
Landsins stærsta úrval.
JvpHRiHM
Reykjavík.
FramköIIun. Kopiering.
Stækkanir
Carl Ólafsson.
VINDLAR:
Danska vindilinn PHÖNIX
þekkja allir reykingamenn.
Gleymið ekki Cervanles — Amistad
— Perfeccion o. fl. vindlategundum.
Hefir í heildsölu
SIGURGEIR EINARSSON
Reykiavík — Sími 205.
yzsas iM V'M
Vörur l/ið Vægu Verði.
*♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦***♦
•ABR1EK6ÍHERM
súkkulaðið er að dómi
allra vandlátra hús-
mæðra langbest.
er vídlesnasta blaðið.
C^w/ni/I/l ev besta heimilisblaðið.
Notið Chandler bílinn.
Kristinn og Gunnar.
Símar 847 og 1214.
Noti8 þjer teikniblýantinn"
„ÓÐINN“?
Ávalt fjölbrcyttar birgftir af
HÖNSKUM fyrirliggjandi.
HANSKABÚÐIN.
Maðurinn niinn -
skáldsaga eftir
FLORENCE KILPATRICK.
Donald frœndi lagði höndina á öxl henn-
ur og horfði á hana með hreykni, sem hann
gerði sjer ekkert far um að dylja. — Þú ert
yndisleg, telpa mín, sagði hann, — en þú
gætir að skaðlausu verið dálítið hressilegri í
bragði.
— Jeg er svo frá mjer numin af örlæti
þínu, frændi, að jeg veit ekki hvernig jeg
Á að þakka þjer.
Áður en frændi komst að með svar sitt,
tðk Hemingway fram í: — Frændi, jeg er
engu síður frá mjer numinn En þessa á-
visun get jeg ekki þegið. Rödd hans var
klökk, og hann varð, ef hugsanlegt var,
ennþá hrærðari en Virginia hafði orðið
uugnabliki áður.
— Eltki þegið hana? Guð minn góður,
bvað í ósköpunum er eiginlega á seiði?
— Það er ekki rjett af mjer að þiggja 500
pund. Það er heil auðlegð.
-— Hvert í logandi .... þið takið svei
uijer einkennilega við gjöfum. Nota bú bara
þessi 500 pund til þess að koma þjer á lagg-
Ánar, Biíly. Þú hefir lifað á tekjum konunn-
ar þinnar síðan þú kvæntist, og mjer er
®kkert um það gefið. En nú jafnast það
nokkurnveginn upp.
—• Já, en, frændi, jeg þarf þess ekki við
uúna. Jeg hefi fengið stöðu.
Frændi hló. — Jú, jú, jeg kann söguna
svona nokkurnveginn utanbókar. Mc Pher-
s°n hringdi til mín á gistihúsið í dag og
Sagði mjer frá öllu. Hann virtist taka því
01 ns og góðri fyndni. Vertu nú ekki heimsk-
Ur. strálcsi minn. Taktu ávisuna með sama
hug
og hún er gefin. Mjer þykir ekki síður
v*nt um ykkur fyrir það, að þið vilduð
brjótast áfram sjálf, en hlýðið samt mínum
raðum og sláið ekki hendinni við aurunum
^yrir því. Hann leit á úrið.
Nú verði jeg að þjóta, lestin fer kl. 12
°8 jeg hef fjölda margt að annast fyrir þann
tima.
— Já, en þarftu fyrir hvern mun að ná í
næturlestina, geturðu ekki eins vel biðið
fyrramálsins?
— Ekki nema það þó að borga fult verð
og láta fjelagið fá heimferðarseðilinn minn
fyrir ekki neitt. Nei, takk. Heilsið þið frú
Vrundel. Það var leiðinlegt, að hún skyldi
ekki vera heima. Hann kysti Virginiu á
báðar kinnar. Komdu bráðum og heimsæktu
mig í Skotlandi, góða mín. Vertu sæll, Billy,
drengur minn, og láttu mig sjá, að eitthvað
mikið verði úr þjer, þarna við blaðið, ef þú
kærir þig um að kallast systursonur minn.
Káti, meinlausi hláturinn í gamla mann-
inum virtist eins og liggja í loftinu inni i
stofunni lengi á eftir að hann var farinn og
hafði skilið eftir Hemingway og Virginiu,
sitjandi augliti til auglitis, þögul og ákaf-
lega hrærð.
— Gæði hans eru mjer þungbærari en
nokkur hlutur annar, sagði Virginia og
lagði perlurnar aftur niður í hylkið. Jeg
ætla samstundis að senda perlurnar til hans
aftur, bætti hún við um leið og hún lolcaði
hylkinu.
— Nei, Virgina, það skalt þú ekki gera,
sagði Hemingway hvast, -— við skulum
ekki vonsvíkja blessaðan karlinn hann
frænda, bæði. Að jeg sendi honum aftur á-
vísunina er auðvitað mál. Annars gæti hann
haldið, að jeg hefði notað hana til að
strjúka frá þjer. En þú mátt ekki senda
honum perlurnar aftur; það væri að kasta
gjöfum hans frænda framan í hann.
— En hvernig á jeg þá að eiga þær áfram.
Það væri að taka við dýrum gjöfum á fölsk-
um grundvelli.
— Engu að síður verðurðu að eiga þær.
Þú verður að muna, að þetta samsæri, sem
við stofnuðuin til svo kæruleysislega, hefir
í för með sjer ýmsar skyldur framvegis. Þú
verður að vera áfram í sambandi við Don-
ald frænda; það getur dregið dálítið úr von-
brigðum hans yfir hegðun minni.
— Það geturðu reitt þig á, að jeg skal
gera. En — Billy, jeg sje svo eftir öllu þessu
uppátæki.
— Hugsaðu ekki frekar um það, sagði
hann. Og til þess að fá hana til að hugsa
um annað, bætti hinn við: Jæja, nú verð jeg
að fara af stað. Heilsaðu frænku. Hvar er
hún annars? Mjer finst jeg sjá hana svo
sjaldan upp á síðkastið.
— Það er rjett. Hún er alt af hjá mála-
færslumanninum sínum. Jeg hugsa, að hún
sje að semja um sölu á húsinu sínu á Spáni.
Og svo hlýtur hún að þurfa að koma ein-
hverju i kring viðvíkjandi bústað sínum hjer
i landinu.
— Hefir hún minst á hvar hún ætli sjer
að búa? spurði hann.
— Nei, það hefir hún ekki, og væri þó
ekki nema eðlilegt, að jeg væri þar í ráðum
með henni.
— Ertu nú viss um, að hún sje ekki að
gabba þig og fari blátt áfram til Spánar
aftur?
— Þetta datt mjer í hug um eitt skeið.
En um daginn sagði hún mjer, að nú hefði
hún selt húsið á Spáni, og, að hún ætlaði
sjer ekki í neina sjóferð framar í þessu lífi.
— Þetta er náttúrlega ekki nema trúlegt.
Hann stóð upp. Nú verð jeg að fara, ann-
ars á jeg það á hættu, að Joyce fari aö heim-
an áður en jeg næ í hana.
— Svo þú ætlar að tala við Joyce? spurði
hún með ákafa. Hann kinkaði kolli: Hana
skal jeg taka að mjer.
Hana dauðlangaði að koma með eina
spurningu til, en stilti sig, og sagði aðeins:
— Vonandi lætur hún undan. Jeg hafði aldr-
ei hugsað mjer, að Joyce færi að standa í
veginum fyrir ráðagerðum okkar.
— Hún hafði gert þetta að kappsmáli og
orðið til þess, að jeg verð að hypja mig fyrr
en ella. En hrestu upp hugann, Virginia.
Mótlæti þínu er lokið.
Orð hans hljómuðu í eyruin hennar lengi
eftir að hann var farinn. En undarlegt var
það, að hún fann ekki til neins ljettis þótt
mótlætið væri á enda.
Til bess að kyrra skapið, tók hún til
við hálflokna grein um „Konu framtíðarinn-
ar og stjórnmálin“. En henni veitti erfitt að
fá nokkurt vit í greinina. Var það nú annars
satt og rjett, að karlmennirnir stjórnuðu
landinu illa? Og myndi kvennastjórn koma
þjóðfjelaginu í rjett horf? Hún var gripin
efasemdum. í fyrsta sinn á æfinni varð hún
að játa það fyrir sjálfri sjer, að hún gat ekki
sölckt sjer niður í vinnu sína með hrifningi.
Ósjálfrátt hvarflaði hugurinn til þess dags
er hún var umkringd af hávöxnum, dökk-
hærðum mönnum — og hafði kynnst Billy.