Fálkinn - 10.08.1929, Síða 14
14
F A L K I N N
Lár j ett.
1 bústaður fálkans, 8 próf, 9 hef-
ur rjúpan, 11 veiðivatn, 12 langt, 14
lykta, 17 skel, 18 kona, 20 sambandið,
22 trylt, 23 baða, 24 ábótavant, 25
sóttu menn á Hornstrendur, 26 á
fæti, 27 óhreinindi, 28 er talað i, 30
tunnuna, 32 meðalið, 34 liafði yfir, 35
einskonar söngur, 37 þukla, 39 vermi
(viðtengingarháttur), 40 fingur, 43
straumurinn, 44 gargan, 47 kveldi, 48
hlutaðeigandi, 49 hægt að færa sönn-
ur á.
Vesturjárnbrautarfjclagið enska lief-
ir farið þess á leit við ýmsa háskóla,
að þeir stofni kenslustól í matsölu-
fræði, þar sem þjónar, kokkar, her-
bergisþernur og þesskonar fólk geti
notið bestu fáanlegrar mentunar og
tekið próf. Fjelagið á nefnilega fjölda
stórra gistihúsa og vill nú koma því
til leiðar, að gistihússtjórar geti feng-
ið háskólamentun i þeim fræðigrein-
um, sem þeim eru nauðsynlegastir.
K 11 O S J"* <jr Á 'X' A n r . 19,
Lóðrjett.
1 helsi, 2 dýr, 3 í húsum, 4 lengd-
r 2 3 4 5 6 7 arraal, 5 þótti ótrúlcgt, 6 partur af jurt, 7 álpast, 8 gera klæðskerar, 10
8 fH3 Æ5 9 10 fast, 12 eilíf sæla, 13 óhóflega, 15 stól-rigningin, 16 rjeðu málefnura landsfjórðúnganna, 18 á skýium. 19
u
12 13 m [»Y»j 14 15 lb niöurstaðan, 20 þornar aldrei, 21 út- sæði, 28 í sessi, 29 hjálpa um, 31 jeta, 33 velgdi, 36 styrjöld (þolfall), 38 í fjárhúsinu, 41 lileypa, 42 Ijúka upp, 43 vermið, 45 latmæli af knýja, 46 forskeyti.
17 23 m 18 St? 19 S0 20 21 24 m 22
gg 25 pí 00
26 m §3 Q0 27 Seint i júní ætlaði stúlka nokkur ensk, sein heitir Jessie Wilkins að giftast manni, sem lieitir Edward Rich- ard. Alt var til reiðu, kirkjan skreytt og brúðkaupsgestirnir komnir og brúðurin sjálf, en brúðguminn fanst hvergi. Loks varð fólkið að fara heira
[Vj^ 28 29 m m
iO >1 PY*j Sa m 32 33
34 m 35 36 iíTQ f»X*l 37 38 m 39
40 41 m 45 m 42 m m 43
47 m 44 p m 48 46 m — aftur, án þess að vígsla færi fram. Liðti svo tvær vikur, en þá fanst Richard. Hann hafði mist minnið og flakkað unt í nágenninu allan þennan tíma.
49
Kauptim lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux.
XV.
Þótt Hemingway liefði látist hvergi hrædd-
ur hvað snerti erindið til Jovce, var hann
ekkert sjerlega hrifinn af pví að fara Jiangað.
Og nú, meðan hánn beið í litlu, vistlegu
dagstofunni hennar, æsti hann sjálfun sig
upp í þá reiði, sem hann gat, yfir þessu
hrekkjabragði, sem hún hafði beitt hann.
En svo þegar hún loksins kom, brosandi og
kát, með báðar hendur útrjettar í kveðju-
skyni — þá var honum ómögulegt að trúa
henni til þvílíks fantabragðs.
-— Eru þjer kominn lil þess að skamma
mig út? spurði hún. — Þjer vitið víst ekki
sjálfur hversu reiðilegur þjer eruð á svip-
inn.
— Jeg er bara kominn til þess að tala
við yður, Joyce.
— Nei .... ekki þó alvarlega, vonandi.
Einasti tími dagsins sem jeg get verið alvar-
leg á, er á morgnana og nú er klukkan yfir
fjögur. Komið þjer nú heldur og fáið yður
tesopa, áður en þjer byrjið á raunarollunni.
Hún hjelt áfram að masa, kát og fvndin.
Og fyrst þegar teið hafði verið drukkið,
fjekk hann tækifæri til að koma fram með
erindi sitt.
— Jeg kem beint frá Virginiu, hyrjaði
hann mál sitt.
— Auðvitað. Gerið þjer kannske annað
allan daginn en að koma til Virginíu eða frá
henni? Jeg er meira að segja hissa á, að hún
skuli hafa gefið yður lausan svona snemma.
— Innan skamms verð jeg laus fyrir fult
og alt. Þjer hafið mjög flýtt fyrir rás við-
burðanna. Virginia hefir sagt mjer frá hót-
un yðar.
Hún varð ekki vitund vandræðaleg. — Já,
hún hefir búið til úr þvi sorgarleik í 10 þátt-
um. Það, sem er mest þreytandi við þessar
greindu konur, er dugnaðurinn í þeim, sem
þarf að bitna á öllum hlutum milli himins
og jarðar. Verið þjer nú ekki lengur svona
siðavandur á svipinn. Þjer álítið, að jeg hafi
hegðað mjer lúalega gagnvart Virginiu —■
blátt áfram ógnað henni. En það er líka
sannarlega timi til kominn, að lagt sje við
hana beislið áður en hún fær tækifæri til að
koma okkur öllum í skömm.
— Jeg sje ekki, að þjer hafið verið að
vinna í Virginiu þágu með þessu.
— Nei, alveg rjett hjá yður, Billy. Fyrir
mjer getur Virginia gert hvað henni sjálfri
gott þykir. En hún hefir ekki snefil af
rjetti til að blanda yður frekar inn í þetta
makk sitt.
— Það er auðvitað ósköp elskulega gert
af yður að annast mig svona ástúðlega, en
jeg er hræddur um, að þrátt fyrir yðar góða
tilgang hafið þjer gert mjer frekar ógagn en
gagn. Að minsta kosti hefir þetta orðið til
þess, að jeg verð að fara af landi burt fyrir
fult og alt.
— Af landi burt? Hvað eigið þjer eigin-
lega við? — Og Virginia? Samþykkir liún
þetta?
— Virginiu er það mál óviðkomandi. Auð-
vitað leysir það alla flækjuna, en auk þess
er það alveg í samræmi við mínar fyrirætl-
anir. Jeg er fæddur flakkari, og bíð þess með
óþreyju að komast á flakkið aftur.
— Því trúi jeg hreint ekki. Þjer fórnið
yður eingöngu vegna Virginíu, og það cr blátt
áfram hneyksli. En því skal jeg slá var-
nagla við.
— Hvernig það?
— Blátt áfram með því að segja Jane
frænku allan sannleikann.
— Það gerið þjer nú ekki, Joyce. Er þá
enginn snefill af ræktarsemi til í vður til
vinkonu yðar?
Hún ypti öxlum. — Mjer finst framkoma
Virginiu ekki vera svo sjerlega göfugleg.
Hún notar yður aðeins til þess að koma
fram sínum eigin, eigingjörnu ráðagerðum.
Hún hefir gefið yður hryggbrot, og kærir
sig ekki vitund um yður. Jeg, aftur á
móti ......
—■ . hef það mjer til gamans að dufla
við yður .... ætluðuð þjer ekki að segja
það?
— Nú gerið þjer mjer rangt til, Billy, því
nú tala jeg í fullri alvöru.
— Núna, .... kl. 4 seinni partinn, nei, í
alvöru talað, Joyce, ef við göngum lít. frá
því, að okkur sje báðum alvara, hvað get-
ur maður í minni stöðu boðið eyðslusamri
konu eins og yður uppá, .... þjer vitið, að
framtíðarhorfur minar eru að mestu leyti í
skýjunum.
— Þjer gleymið frænda yðar.
— Já, vel á minst frændi .... hann fyrir-
gefur mjer aldrei þetta bragð, sem við höf-
um beitt hann, og ennþá siður mjer að hafa
yfirgefið Virginiu. Hemingway var svo góð-
ur mannþekkjari, að hann vissi, að nú snerti
hann hina rjettu strengi.
— Joyce braut heilann þögul. Henni var
það fullkomlega Ijójst, að vinátta við frænda
var dauðadæmd með þessu móti, en hinsveg-
ar hrylti hana við því að giftast eignalaus-
um manni.
Hemingway naut sigurs sins. — Við skul-
um ekki fara að verða viðkvæm — heldur
skoða hvort annað það sem við erum, sem
sje góða vini, Joyce. Og svo verðið þjer að
sanna mjer vináttu yðar. Lofið mjer því að
koma ekki upp leyndarmáli okkar Virginiu.
Viljið þjer það?
Dauðaþögn varð meðan hún var að hugsa
sig um. Svo brosti hún. Já, jæja þá, Billy-
Mjer er ekkert áhugamál að leika fantinn i
leiknum, og mjer þykir innilega vænt um
Virginiu. Jeg skal sættast við hana aftur og
fá hana til að gefa yður lausan.
— Hugsið þjer ekki um mig. En þjer er-
uð væn, ef þjer bara þegið. Hann gat ekki
dulið feginleilc sinn. — Jeg held nú aldrei
að þjer hefðuð getað haft yður til þess að
setja alt út um þúfur fyrir Virginlu.
— Virginia .... altaf eilíf Virginia? Jæja.
Verið þjer sælir, Billy. Hún rjetti honum
höndina. — Mjer er fullkomlega ljóst, að yð-
ur langar til að komast af stað eftir þessa
happaför yðar. Hlæjandi bætti hún við: Ágæt
lokasetning í sorgarleikinn: „Virginia er
frelsuð“, finst yður það ekki?
Hann rjetti henni höndina kuldalega.
— Ekki nú önugur, Billy, sagði hún er
hún sá gremjuna á andliti hans, — jeg er
sannarlega hrærð af fórn yðar fyrir Virginiu.
En engin kona getur notið aðdáunar karl-
manns, þegar hann hefir aðra í huga. Við
skulum skiljast vinir, án allra ávítana fyrir
fortíðina og vona fyrir framtíðina.
— Hinn hljómfagri hlátur hennar hljóm-
aði í eyrum hans lengi á eftir. Hann hefði
áreiðanlega undrast hefði hann sjeð hana
stundarkorni seinna sitja aleina eftir í ör-
væntingu. Henni var það vel Ijóst, að Hem-
ingway mundi aldrei gleyma Virginiu. -—
Hún er meiri fábjáninn, sagði Joyee við
sjálfa sig .... — ekki þar fyrir, að hún veit
ekki hvað ást er og þessvegna heldur ekki
hvað hún missir.
Joyce var ekki þannig gerð, að hún sæti
lengi hnípin og örvæntandi. Ef Billy færi af
landi burt og hún sæi hann aldrei aftur, var
engin ástæða til að sitja í sorgum eftir hann-
Hún fjekk smátt og smátt nýja hugmynd.
Þarna var Freddie Parkinson til, og hann
var bæði ríkur og meinlaus náungi ....
Hjá Joyce þýddi hugsun og verknaður eitt
og það sama. Augnabliki seinna var hún viö