Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1929, Síða 4

Fálkinn - 17.08.1929, Síða 4
4 F Á L K I N N / bijrjun regntlmans er hinum iin<ju Irjám planlað úl. T H E R M A »Therma« Fabrik fiir electrische Heizung A/G., Schwanden, er ein af þeim raftækjaverksmiðjum sem þekt er um alla Evrópu, og viðurkend fyrir að skara fram úr hvað vöru- vöndun snertir. — Hin stærstu iðnaðarlönd í álfunni, svo sem t. d. Þýskaland, kaupa rafmagnstæki af Therma. Allir þeir sem ætla að kaupa eitthvað sjerlega vandað, spyrja um „Therma". Snúið yður til: JÚLÍUS BJÖRNSSON, raftækjaverslun, eða ELECTRO CO., Austurstræti 12, Reykjavík. Akureyri. trje tii annars i 4—5 tinia sain- fteytt. Venjulega er „mjöltun- um“ lokið klukkan ÍO að morgni, og þeir, sem tappa rir fara þá með gúmmíforðann ann- aðhvort beint til verksiniðjunnar eða þá til geymslustöðvanna, sem taka við honum í bili og senda hann síðan lengra. Skjól- urnar eru hreinsaðar og „af- tapþararnir" búa sig undir næsta dag. Sjálf gúmmívinslan er einkar óbrotin. í verksmiðjunni er gúmmíefninu helt i stóra geyma og látið ysta — þ. e. a. s. þykkna — við sýrublöndun. Þegar það er fengið og gúmmíið orðið að einum kökk er gúmmiið flatt út eins og kaka i langar og óreglu- legar ræmur og sent i reyk. — Svo greiðlega gengur þetta alt saman, að gúmmívökvi, sem Snikkari einn i Ilalmstad hcfir ný- lega opnað einkcnnilega sýningu. Þar er ekkert sýnt neina eintómar tölur og hnappar, en Jiessir gripir eru 8000 talsins á sýningunni. Er hnappasafn snikkarans mjög sjaldgæft og eru þar meðal annars hnappar frá timum Nerós. Þáð er margt, sem menn taka upp á að safna. snemma morguns er tappaður úr trjestofni, hangir þegar sama kvöldið í löngum ræmum i reyk- húsunum. Á þessa leið er gúmmiverk- smiðjuiðnaðurinn, sem á sjer eingöngu stað í hitabeltinu. En mjög víða er iðnaðurinn á miklu lægra síigi, þar sem hinir inn- fæddu safna gúmmívökvanum og eiga sjálfir fyrstu handtökin við hapn, og selja svo framleiðslu sina vikulega. Og því miður höf- um vjer frá undanförnum ára- tugum óteljandi dæmi um hvern- ig hinir hvítu nýlendubúar hafa leikið hina innfæddu hart og hafa pínt þá lil jiess að láta af hendi gúmmí sitt í allskonar skatta, er þeir hai'a á j>á lagt. — Myndir þær, er hjer fylgja, skýra í einstökum dráttum hvernig gúmmíið verður til. Járnbraularfjelag eitt í Bandaríkj- unum hefir nýverið látið smiða stærri eimreið, en áður hefir verið til í heiminum. Er hún 105 feta löng og þvermál hjólanna 0 fet. Eimreiðin er sterkari en nokkur önnur, og á að geta sett nýtt hraðamet. Fyrir 700 presta í Chicago var ný- lega lögð só spurning, livort þeir tryðu þvi, að kölski væri til, og að viti væri til í eiginlegum skilningi. Svörin urðu á þá leið, að 60 af hundr- aði af prestunum kváðust trúa að kölski væri til, en 53 af hundraði trúðu á viti. Samkvæmt skýrslum um fjárhag l.undúnaborgar, sem nýlega hafa verið gefnar út, skuldaði borgarsjóður 31. mars siðastliðinn 2.608.185.300 gull- krónur. Það cr 105.991.680 krónum meira en á sama tíma árið áður. Ungur danskur læknir, sem heitir Poul Reiter, hefir nýlega gefið út á þýsku og dönsku bók eina um al- mennustu tegund geðveiki (dementia præcox), sem vakið hefir mikla at- Iiygli. Kemst læknirinn að þeirri nið- urstöðu, að geðveiki þessi stafi frá maganum. Samkvæmt þessu ætti að vera liægt að lækna veikina með því að lækna magakvilla jiann, sem henni veldur. Eru þetta merk tíðindi ef sönn reynast. Læknirinn er kunnur maður, er doktor i læknisfræði og hefir lengi gert tilraunir til að lækna geðveiki með því, að sprauta málm- söltum í hlóð sjúklinganna. Fyrir nokkru var talað saman þráð- laust milli stöðvar i I.ondon og flug- vjelar sem var á sveimi yfir Hadley Kield i New York. Voru það tveir fregnritarar frá United Press-frjetta- stofunni, scm samán töluðu. Hjet sá sem í vjelinni var Julius Frandsen, en Webb Miller sá sem i London sat. Sögðu þeir hvor öðrum nýjustu frjett- ir, Frandsen sagði frá dauða kvik- myndahundsins Strongheart en Miller frá flugslysinu i Ermarsundi. Heyrðist mæta vel milli þeirra. Fyrir skömmu er látinn i Mcmphis í Tennessee auðkýfingur einn, sem hjet Salmson. í arfleiðsluskrá sinni ánafnaði hann konu sinni 60.000 doll- ara á ári og skuli þeir greiðast með 5000 dollurum mánaðarlega, með þvi skilyrði, að frúin vitji grafar lians á hverjum degi og biðjist þar fyrir. En láti liún falla dag úr án þcss að vitja grafarinnar, skal 1000 dollur- um lialdið eftir af uppliæðinni. Salm- son gerir svolátandi grein fyrir þess- um skilmálum: „Þau 27 ár, sem við hjuggum saman, konan min og jeg, vildi hún ekki unna mjer þess, að jeg ætti fri einn einasta dag. Það væri þvi ranglátt, ef hún eftir dauða minn nyti lieirrar hamingju, sein hún neitaði mjer um mcðan jeg lifði“. Frúin hefir farið til dómstólanna til þess að fá ákvæðinu hrundið, en ó- frjett er livort það hefir tekist. Prinsarnir i Síam eru að því leyti ólíkir öðrum konungasonum að þeir eru látnir búa sig undir borgaralegt lífsstarf eins og dauðlegir menn og gegna nytsamlegum störfum í stað þess að lifa í aðgerðaleysi. Eiga þeir að vera öðrum heldri manna sonum til fyrirmyndar og eru það. Þannig er Mahidol prins af Songklar, bróðir konungsins, Iæknir og hefir lært ment sina i Ameríku; 16 konungssynir eru i embættum i ráðuneytunum og sá 17. er yfirforingi skátanna í Siam. Á uppboði einu i Englandi var ný- lega selt eitt hefti af ritum Shakes- peare, prentað 1685. Það var selt á 17.000 krónur. í Danmörku hafa nýlega orðið málaferli úl af arfleiðsluskrá. Sam- kvæmt arfleiðsluskránni átti að skifta 20.000 krónur jafnt milli allra járn- brautarþjóna i Danmörku. Hefðu það orðið — 8 krónur á mann. Erfingj- arnir mótmæltu skránni og hjeldu þvi fram, að arfleiðandinn hefði ekki verið með öllum mjalla er hann gerði hana, og læknirinn sem stund- að hafði arfleiðanda áður en liann dó, var á sömu skoðun. Dómstólarn- ir ónýttu þvi arfleiðsluskrána og járnbrautarþjónarnir urðu af átta krónunum. í Kolding í Danmörku fanst ný- lega maður, fárveikur og meðvitund- arlaus utan við bæinn. Hann var fluttur á sjúkrahús og við rannsókn kom i ljós, að hann liafði gleypt nokkra nagla og slifsisnælu. Komst þá upp hver maðurinn var. Hann er geð- veikur og í köstunum gleypir hann ýmislegt sem ekki er gott fyrir mag- ann. Til dæmis hcfir hann gleypt rakvjelarblöð, glerbrot, nálar og nagla. Hafði honum verið slept af geðveikrahæli skömmu áður, en brátt liafði sótt i sama horfið. Rjett eftir að liann var ltominn af sjúkrahús- inu hafði liann inölvað rúðu og gleypt glerbrotin. í franska lilaðinu „Le Journal“ er sagt frá því, að þeir foreldrar sem eignast börn á tímabilinu 29. júlí til 6. ágúst i sumar megi hrósa happi. því eftir .þvi sem hlaðið segir, hefir ameríkanskur stjörnuspámaður lesið það i stjörnunum, að á þessum tíma sjeu heppllegri stjörnuafstöður en verið liafi í mörg liundruð ár. Og þetta hefir samkvæmt trú stjörnuspek- inganna áhrif á börnin sem fæðast. Það verða líklega eintómir snillingar, sem fæðast á þessuin tima. Á einni Mön er til kattakyn, seni cr rófulaust og þykja rófulausu kett- irnir frá Mön hinir mestu stássgrip- ir. Ferðafólk sem kcmur i eyna kaup- ir sjer rófulausan kött til minning- ar um komuna, og þeir eru eitt af því einkennilegasta sem Manarbúar hafa að bjóða. En nú er svo komið, að cftirspurnin er orðin miklu meiri en viðkoman og kattakyni ]ie'ssu fækk- ar svo mjög, að menn eru hræddir um að það hverfi. Þykir þetta mesti liáski og hefir því einn af þingmönn- um Manarbúa borið fram frumvarp þess efnis, að banna að selja rófu- lausa ketti úr eynni og gera ráðstaf- anir til þess að þcim fjölgi sem mest, svo að liægt verði að opna kattamarkaðinn á ný, því liann hcfir dregið marga drjúgt. Þcgar útflutn- ingur katta hefst aftur er gert ráð íyrir, að lögákveðið verði hve marga ketti megi flytja út á ári, svo ekki verði kattaþurð í annað sinn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.