Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1929, Qupperneq 5

Fálkinn - 17.08.1929, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 •mHniiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiuiiininiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii* ÍBLÓMLAUKARÍ Biðjið um að senda yður ókeypis hina nýju haust- verðskrá vora með mynd- um, yfir allskonar lauka til þess að setja niður í potta eða í garðinn nú þegar. Fljót afgreiðsla. Síöðugar skipaferðir milli íslands og Bergen. | SIGV. CHR. BERLE fls | Olaf Kyrresgt. 39 — Bergen — Norge. ÍIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHHIIIIIIHIIIIIIIIÍ Sunnudagshugleiðing. Texti: Mark. 9, 33—35. Jesús og lœrisveinar hans eru komnir inn í „húsið“ i Kaperna- uin, sem guðspjöllin tala svo oft um. Nýja-Testamentisfræð- ingar telja allar líkur mæla með þvi, að hjer sje átt við hús Pjet- urs; hann var búsettur í Ivaper- naum, og eins og auðvelt er að skilja, stóð hús hans altaf opið Jesú Kristi og lærisveinum hans. Lærisveinarnir eru óvenju þögulir; það er eins og þeir búi yfir einhverju, sem þeir þora ekki að segja. Þeir voru annars ekki vanir að leyna hann neinu. Um hvað voru þið að tala á leiðinni? En þeir vilja ekkert svar gefa; þeir höfðu verið að tala um eitthvað, sem þeir fyrirurðu sig fyrir að segja meistaranum. Þeir höfðu verið að tala um hver þeirra væri mestur, og Matteusarguð- spjall gefur oss betri skyringu: þeir höfðu verið að tala um hver þeirra inundi mestur í himna- ríki. Voru þeir ennþá svona óþrosk- aðir og skilningsdaufir? Máttu þeir ekki vita að Jesú læsi hug- renningar þeirra. Hver gat hulið hugrenningar sínar þegar Jesús var í nánd? Eins og hann vissi ekki altaf hvað með manninum bjó. Eins og sálarlíf sjerhvers manns hlyti ekki að koma í Ijós fyrir yfirvenjulegum mannþekkjara- hæfileikum hans. Þeir höfðu verið að ræða um það, hver þeirra mundi mestur í himnaríki. Og umræðurnar hafa sennilega orðið allheitar. Allir álitu þeir sig góðs maklega og þess verða að taka efstu sætin. Þrátt fyrir langa samveru við Jesú höfðu augu þeirra ekki enn opnast fyrir því, að ríki meistar- ans var ekki af þessum heimi. Gamlar gyðinglegar hugmyndir um jarðneskt Messíasarríki voru enn ráðandi í hugum þeirra. Jes- ús yrði konungur þessa ríkis og þeir æðstu þegnar hans. En þeir gátu ekki allir orðið inestir eða fengið að sitja næst honum, og nú stóð hörð deila uin það, hver þeirra væri mestur og fengi að sitja næst honum. Oss skal elcki undra þó að þeir þráðu æðstu sætin, allir elskuðu þeir hann og virtu, all- ir fundu þeir til nýrra krafta í nærveru hans, enda getum vjer lesið í 10. kafla Markúsarguð- spjalls, að þeir Zebedeussynir hiðja hann á þessa leið: Veit okkur að við fáum að sitja annar til hægri handar þjer og hinn til vinstri hand,ar í dýrð þinni. Messíasarríkið var að koma, og imyndunarafl þessara aust- rænu farandmanna vakti hinar djörfustu vonir hjá þeim um metorð og mannvirðingar. Án efa hefir Jesús orðið hryggur yfir þessum hugsun- um þeirra. Ennþá voru þeir svona óþroskaðir, þrátt fyrir langa samveru við hann. Ennþá var eigingirnin og drotnunarlöngunin sterkustu hvatirnar í hugum þeirra. Enn- þá var drotnunarlöngunin miklu ríkari en þjónslundin hjá þeim. Höfðu þeir þá slegist i för með honum einungis til þess að hljóta upphefð og völd. Lærisveinarnir höfðu ekki svarað spurningu Jesú, en hugs- anir þeirra voru fyrir honum eins og opin bók, Hann settist niður og sagði við þá. Ef ein- hver vill vera fremstur, þá sje hann síðastur allra og þjónn allra. — Hvað gat verið meira í bág við hugmyndir þeirra en þetta. Mat þeirra á mikilleikanum var alveg í andstöðu við kenningu meistarans. Mat þeirra var miðað við hið veraldlega, en hans miðaðist á- valt við hið óltomna, eilífa lífið. Sá, sem er síðastur allra og þjónn allra hjer, hann mun verða mestur í himnaríki. Ennþá deilir menn á um það hver þeirra sje mestur. Margir þykjast góðs maklegir og telja sjer bera æðstu sætin og láta einskis. ófreistað að ná í þau. Það fer oft i hart út af þeim og sumir beita ekki sem falleg- ustum brögðum til þess að verða miklir i augum fjöldans. Enn- þá berast heilar þjóðir á bana- spjót vegna þess að allar vilja þær verða mestar og skipa æðstu sætin til þess að þær geti drotnað og látið hinar kenna á valdi sínu — og margar þess- ara þjóða telja sig þó kristnar, það er eins og hlustir þeirra sjeu lokaðar fyrir kenningu Jesú Krists. En í gegn um einstaklingsríg, flokkakepni og þjóðahatur hljómar fyrirheit Jesú til þeirra. sem þjóna, og hafa helgað lif sitt guði og ríki hans — fyrir- heilið: Ef einhver vill vera fremstur, þá sje hann síðastur allra og þjónn allra. Himneski faðir, send oss þinn frið. Gef oss méira af Krists- hugarfarinu, svo að ógnir ófrið- ar og flokkadrátta megi hverfa hjer á jörðu, en ríki þitt eflast um aldir alda. í Jesú nafni. Amen. IDA 0 G ARNOLD Blað eitt í Reval segir merltilega sögu um unga stúlku, seni Ida heitir og vann i verksmiöju þar í horginni. Hún er ljómandi lagleg og var mjög dáð af ölluin er sán hana. En konu- hjarta er nú einu sinni óskiljanleg gáta, og þó að fjöldi efnaðra ágætis- manna beiddu hennar, trúlofaði hún sig verkamanni, Arnold að nafni. — Hann var maður laglegur, en liauga- letingi — og það varð að fresta brúð- kaupinu. Verkalaun eru lág i Eist- landi, en brennivínið, sem rikið hefir einkasölu á, er aftur á móti mjög ó- dýrt. Og Arnold var því miður liræði- legt fyllisvín. Það geðjaðist hlu ekki sem best og að siðustu sleit hún trú- lofuninni, en lofaði að taka Arnold aftur í sátt, ef hann hætti að drekka. En Arnold drakk nú hálfu meira en áður, og einn af vinum hans hjálpaði honum að komast til Ástralíu. Eftir hálft annað ár fekk Ida brjef frá hon- um. Þar segir hann henni að hann sje hættur að drekka og sje kominn í góða stöðu og biður hana að koma og giftast sjer. Ida tók boðinu — og fór til Melbourne. En Arnold var hvergi að finna. Hann bjó ekki þar sem hann liafði gefið upp í brjefinu og í verksmiðjunni þar sem hann þóttist vinna, kannaðist enginn við nafn hans. Yfir sig komin af gremju og sorg dvaldi Ida nokkra daga í Mel- bourne. Dag nokkurn settist hún i skemtigarði einum og fór að gráta. Þá bar svo við að vjelaverksmiðju- eigandi, Mr. Davis, haltraði íramhjá. Annar fótur hans var dálítið styttri en hinn. Hann sá stúlkuna gráta, kendi i brjósti um hana og lofaði að útvega henni vinnu. Og á meðan ljet hann hana dvelja heima hjá sjer. Þar sagði hún honum æfisögu sina og meðaumkun lians snerist upp í ást til liennar. Hann bað hennar og fjekk jáyrði. — Ida vissi sem var, að hann átti verksmiðju og margar iniljónir á banka og þau giftust. Nokkrum dögum eftir brúðkaupið sýndi Mr. Davis konu sinni alla verk- smiðjuna. Það kom allmikið á Idu þegar hún alt í einu stóð augliti til auglitis við Arnold i einni vinnustof- unni. Hann ljet sem liann þekti liana eltki — og Ida hjelt áfram. En hefnd- in brann henni í barmi. Hún fekk talið mann sinn á að reka Aenold úr verksmiðjunni, en síðan veit enginn hvað af lionum liefir orðið. En móður sinni í Reval, sendir Ida, sem er allra kvenna hamingjusömust, 1000 sterlingspund árlega, svo að gamla konan nýtur auðæfa dóttur sinnar í rikum mæli. BÚKTALARl INNBROTSÞJÓFUR Nýlega átti innbrot sjer stað á skemtisetri nokkru í grend við París. Skemtisetur þetta áttu bræður tveir, er báðir voru rithöfundar. Það var kallað á lögregluna, en þjófurinn var þá ailur á bak og burt. Nóttina eftir sá fólkið í næstu húsum, að Ijós var í skemtisetrinu. Maður einn klæddi sig i snatri og stefndi saman fimm næturvörðum og þremur hermönnum auk fjölda ann- ara. Þessi skari hjelt þvinæst til borg- arstjórans og ráðgaðist nm við hann, bvað gera skyldi. Þar eð þjófarnir voru svo djarfir að koma aftur og kveikja Ijós í hús- inu hlutu þeir að vera margir. Þar sem hermennirnir töldu að liðstyrk- urinn væri of lítill varð óðara settur á fól heill her sjálfboðaliða. Borgarstjóri stefndi saman íólki úr nágrenninu. Það kom lieil liópur her- manna undir forustu liðsforingja nokkurs og auk þess brunabíll fullur af inönnum. Og því næst hjelt þessi margliti liópur af stað og fylkti liði til skemtisetursins, sem strax var umkringt af manngrúanum. Inni i húsinu bar margt einkenni- legt við. Þar mátti heyra mál margra manna, blót og formælingar innan um viðkvæm’ og hlý ástarorð. Liðsforing- inn var sannfærður að það hlyti að vera a. m. k. 10 menn i húsinu. Það gat verið hættulegl að gera áhlaup á húsið og þessvegna biðu menn átekta. Alt í einu heyrðist skot og i sama bili kom maður þjótandi fram á svaiirnar. Ef þjer gefist ekki upp strax, þá læt jeg menn mína brjóta upp hurð- ina og taka liúsið, sagði liðsforinginn. Maðurinn hvarf á augabragði og rjett á eftir heyrðust hróp og köll inn í húsinu: Vikið í burtu eða jeg skýt ykkur alla. Þessi ógnun sló óhug á umsátursmennina, en þeir biðu samt. Þegar birti af morgni kom innbrots- þjófurinn frain í gluggann og skaut tveimur skotum, og að þvi er virtist gegn sjálfum sjer. Þvinæst heyrðist hrópað á hjálp og liðsforinginn ákvað að taka húsið með áhlaupi. Það gerði hann eftir öllum listarinnar reglum, og með mestu varúð geklt hann í broddi fylkingar og upp á efri hæð hússins. Ekkert hljóð heyrðist i hús- inu. En bak við eldhúströppurnar fanst innbrotsþjófurinn að lokum, saman hnipraður og særður mjög. Það kom í Ijós að hann var einn um innbrotið. En maðurinn var búktalari og við það skýrðist alt vandamálið.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.