Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1929, Qupperneq 10

Fálkinn - 17.08.1929, Qupperneq 10
10 FÁLEINN Solinpillur eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi á áhrif á melt- ingarfærin. — Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólinpillur lækna van- líðan er stafar af óregluleg- um hægðum og hægðaleysi. — Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð aðeins kr. 1.25 — Fæst hjá hjeraðslæknum og öllum lyfjabúðum. ooooooaooooooo s Verslið Edinborg. L__ Aðeins ekta Steinway- Piano og Flygel bera þetta merki. Einkaumboðsmenn: Sturlaugur Jónsson & Co. „Sirius“ Success sukku- laði og kakóduft velja allir smekkmenn. I Kaupiö ekki nærföt í Vöruhúsinu vegna þess að úrvalið 9 er mest og verðið §|| lægst, heldur vegna þess að hjá okkur eru jf vörurnar þær bestu Æf fáanlegu. Fyrir kvenfólkið Nýtískan í Suður-Afríku. Hjer gefur að líta cina blómaros- ina frá Suður-Afriku, sem ekki liefir alveg gengið fram hjá tískunni þar i landi. — Hvernig list ykkur á? UNGBÖRNIN OG SÓLSKINIÐ Á fæðingarstofnun í Brcslau hafa raenn nýlcga veitt einkennilegu fyr- irbrigði eftirtekt. Getur þessi athug- un valdið mikilli hreytingu á ineð- ferð ungbarna. Móðurmjólkin er oft ekki nægileg til þess, að barnið geti lifað á henni einni, og á siðustu árum hefir það orðið æ erfiðara að útvega börnum brjóstmæður þegar mæðurnar hafa ekki getað fætt þau. Pessvegna hefir orðið að nota kúamjólk handa ung- börnum, en jafnvel þó hún sje þynt og látinn i hana sykur er efnasam- setning iiennar mjög ólik cfnasam- setningu móðurmjólkurinnar og þess- vegna getur liún aldrei gert sama gagn. En nú hafa lælcnarnir í Breslau komist að raun um, að ef mæðurnar njóta nógu mikils sólskins uppi í fjöllum ])á verða þær færar um að fóstra börn sin. Mjólkin vex ótrúlega undir eins og inóðirin er farin að dvelja i fjallasólskini. í fyrstu voru læknarnir hræddir uin, að þessi móð- urmjólk væri elcki jafn kjarngóð og hin upprunaiega, en nú hafa þeir sannfærst um, að mjólk mæðra sem dvelja til fjalla er miklu næringar- meiri. Eru það út-fjólubláh geislarnir sem þessu valda. Fyrir þeirra til- stilli fær mjólkin meiri bætiefni en ella og koma áhrifin fljótt fram á börnunum. Þau verða hraustleg og fjörleg og losna við alla kvilla. — Hjer á iandi er sólin talin ríkari af útfjólubláum geislum en suður i Evrópu og liafa rannsóknir siðari ára staðfest þetta. Má telja að sólin á láglendi hjer á landi sje engu lak- ari en háfjaliasóiin suður i löndum. Hjer er þvi ekki annar vandinn fyr- ir mæðurnar en að halda sig sem mest úti þcgar sólskin er, en varast að grafa sig of mikið inni i sólarlitl- um íbúðum. Og svo vitanlega að hafa börnin á brjósti. Það var orðinn al- gengur ósiður lijer á landi að taka börnin af brjósti að kalla mátti und- ir eins, og gefa þcim kúamjólk. Nú brýna læknarnir það gagnstæða fyrir mæðrunúm, og þeirri brýningu ættu þær að gegna, vegna barnanna sinna. Pelarnir eru leiðindagripir, að ckki sje minst á dúsurnar, sem eru hreinasta þjóðarsköinm. SÍMASTÚLKUR oo TALMYNDIR I Ameríku minnist nú enginn fram- ar á venjulegar kvikmyndir, en alt snýst um talandi myndir. Það er þvi líkast, að Ameríkumenn sjeu búnir að gleyina „j)öglu“ listinni. Spámennirnir í kvikmyndaheimin- um fóru að verða þess varir fyrir einu ári eða svo, að alinenningur vildi fá tilln-eytingu i kvikmynda- skeintununum og ])á stóð ekki á því. Með ekta ameríkönskum hraða var farið að breýta kvikmyndaliúsunum í talmyndahús — og kvikmyndaverk- smiðjunum i talmyndaverksmiðjur. Þvi talmyndirnar gera kröfur til alt öðru vísi liúsnæðis en kvikmyndirnar gerðu. í Hollywood einni hefir verið varið fjórum miljónum dollara síð- ustu átta mánuði, til þess að finna lientuga gerð á talmyndaverksmiðj- um. — Og nú verður að velja fólkið eftir öðrum reglum en áður. Nú dugir ekki þó kvenfólkið líti vel út; það verður líka að hafa fagran málróm og gott málfæri. Þcgar útsendarar kvikmynda- fjelaganna fóru út af örkinni til þess að leita að kvenfóiki með fallegu málfæri, datt þeim fljótt í hug að reyna talsímastúlkurnar, þvi hægast er að marka hvort röddin er góð fyr- ir talmyndir á því, að heyra liana i síma. Og reynslan hefir orðið sú, að engin stjett kvcnna licfir komið talmyndastjórunum að jafn góðu haldi og símastúlkurnar. Þeir hringja í sifellu á miðstöðvarnar og sæta færi að skiftast á nokkrum orðum við stulkuna sem svarar. Ef röddin er falleg, segir talinyndastjórinn til hver hann sje, spyr stúlkuna lieiti og set- ur henni stefiiumót. Stundum er stúlkan herfilega ljót, en það gerir eklcert til, þvi Ameríkumenn eru komnir upp á það, að láta aðra stúlk- una tala en hina lcika i sama iilut- verkinu. Því er það, að þó fræg kvik- myndaleikkona sjáist í talmynd, er það sjaldnast .liennar rödd sem heyr- ist lieldur einliverrar annarar. Stúlkur með fallega rödd fá alt að 40 pund fyrir að tala í einni mynd, en þær hafa hinsvegar ekki þá ánægju að sjá sjálfa sig þegar myndin er sýnd. Þær heyra sína eigin rödd koma úr ann- ara barka. Síðan farið var að taka talmyndir hefir mikið atvinnuleysi orðið lijá ýmsum kvikmyndaleikurum. Má segja að fullkomin bylting sje orðin í kvik- myndaheiminum og nú reyna allir gömlu leikendurnir að laga sig eftir talmyndakröfunum. Nema Chaplin. Hann segir að talmyndirnar sjeu sú mesta flónska, sem nokkurntima hafi verið byrjað á í veröldinni og segist aldrei munu láta ginna sig til þess að taka þátt í slíkuin skripaleik. KVENFÓLKIÐ í ENGLANDI Kvenfólkið í Englandi hefir fund- ið uppá ]>ví í hitunum í sumar að liætta að ganga í silkisokkum. Þær ganga berfættar í skónum — og eng- um dettur í hug að, taka til þess. Ungar stúlkur, sem vinna á skrif- stofum, mæta þar nú margar ber- fættar. Vandlátar húsfreyjur kaupa Laufás- smjörlíkið. Brasso fægilögur ber sem gull af eir af öðrum fægilegi. STAGNÁLARNAR ÓÞARFAR Ef trúa má því, sem erlendu blöð- in segja frá, um nýtt efni, sein ný- lega liefir verið fundið upp, svokall- að „fljótandi silki“, þá eru öll lík- indi til þess að kvenfólið þurfi ekki að eyða timanum í það upp frá þessu að staga i silkisokkana sína. —- Frakkneskur verkfræðingur hefir nefnilega l'undið up]> efni, sem hann lætur á dálitla flösku með dropa- tappa í. Flöskuna getur kvenfólkið haft i töskunni sinni. Ef svo illa skyldi fara að gat kæmi á silkisokk- inn, ]>urfa þær ekki annað en að taka flöskuna, láta nokkra dropa drjúpa á sokkinn, þar sem hann hefir rifn- að, og ])egar vökvinn þornar er solck- urinn lieill. Vökvinn kvað vera alveg óskaðlegur hörundinu — og uppfynd- ingin á efalaust mikla framtíð fyr- ir sjer. — Hvenær skyldi hann koma hingað? S A N N Y R Ð I Fólk, sein er á skemtiferð, sýnir sig æfinlega frá sinni bestu hlið og er ákaflega vingjarnlegt og kurteist. I>að er þessvegna, að skemtiferða- kunningsskapur helsl sjaldan Iengi. o o o Maður skyldi aldrci trúa nema lielmingnum af ]>vi sem fólk segir. —- Vandinn er bara að velja rjetta helininginn.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.