Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.09.1929, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 A|s NORSK-ISLANDSK HANDELSKOMPANI TELEGR.ADR. GERM. OSLO. SunnudagshugleiÖing. „En einn af þeim sneri aftur, er hann sá, að hann var hcill orðinn, og lofaði Guð“. Lúkas 17, 15. Þegar frásagan um hina tíu líkþráu, í J 7. kapítula Lúkasar- guðspjalls er lesin, er ekki fjarri sanni að minnast þessara orða: „Ákalla mig í neyðinni; jeg mun frelsa þig en þú skalt vegsama mig“. Hversu oft gleyma menn ekki þessu mikilsverða atriði. Vjer tökum fúslega við gjöfum hins algóða, en gleymum að gefa honum dýrðina. Hinir tíu líkþráu voru allir i sárri neyð. Þeir voru haldnir sjúkdómi, sem gerði þá hrylli- lega í augum samborgara sinna, svo að enginn þorði að umgang- ast þá. Og þeir ákölluðu allir frelsarann í neyðinni — og hann frelsaði þá. En þeir gleymdu að þakka — gleymdu að gefa Guði dýrðina, allir nema einn. Að- eins einn sneri aftur og „lofaði Guð með liárri raustu og ijell á ásjónu sína að fótum Jesú og þakkaði honum“. Og þessi mað- ur var Samverji. — Hvað var það sem knúði þennan mann einan til að þakka Jesú? Sennilega það, að honum skildist það betur en hinum, að hjálpin kom frá Guði. Að það var Guðs verk, að hann varð heill heilsu. En þó öllu íremur af því, að hjarta hans var í tengslum við guðdóminn. Flestir líkjast því miður hin- um níu, sem ekki sneru við til þess að gefa Guði dýrðina. Þeir koma til hans í neyð. Þeir á- kalla Drottinn. Og hann frelsar þá. En — þeir lofa ekki Guð. Orsökin er sumpart sú, að þeir eru ekki algjörlega sannfærðir um, að hjálpin hafi komið frá Guði í raun og vern, en eink- um sú, að þeir standa ekki í hinu rjetta hjartnasambándi við Guð. Þeir elska ekki Guð heldur elska þeir sjálfa sig. Sjálfselskir menn þarfnast hænarinnar og nota hana, en þakklætinu gleyma þeir, því það fellur ekki þeifn sjálfum í skaut. Þeim mun sjálfselskari sem maðurinn er, því siður þakkar hann. Það er raunalegt að hugsa til þess hve sjaldan og ófullkom- lega menn þakka Guði og lofa hann. Þeir njóta þess góða sem þeim býðst, þeir sækja skemt- anir og upplifa ánægjustundir — njóta Guðs gjafa á óteljandi hátt, en þeir gleyma sjálfum gjafaranum allra góðra hluta, og þakka honum ckki. Þeir taka i höndina á þeim, sem vel hefir veitt þeim, en þeir gleyma að senda þakkir sínar npp í liæð- irnar fyrir hvern liðinn ánægju- dag — hvað þá að þeir þakki fyrir þá dagana, sem mótlæti bar að garði hjá þeim. Mætti það verða föst venja allra manna, sem Guðs börn teljast, að gleyma aldrei að þakka honum. Mættu þeir aldrei gleyma því. Þess betur sem við þökkum Guði og lolum hann, þess betur skilst okkur hve margt við eigum sem þakkar er vert og þeim mun hetur lær- um við að elska Guð og heiðra hann. „Lofa þú Drottinn sála mín og gleym ekki öllum hans vel- gjörningum“. UM VlÐA VERÖLD. HEPPIN LEIKKONA. Amerisk lcikkona kom fyrir skömmu til New York eftir að hafa ferðast viða um lieim við góðan árangur. Á ferð- um sínum liafði hún eignast nokkra dollara og hjeit nú að hún gæti upp- fylt tvær óskir, sem hún hafði lengi borið i brjósti og vonað að mundu rætast. Hana langaði fvrst og fremst að kaupa sjer Ijálsfest i ú r ] perl- u ni. En vinkona hennar s itti þess kon- a r f esti, sem var ákafleg a falleg , og liiín vonaði að hún gæti fengið fcsti söniu tegundar fyrir 25 dollara , ef liún leitaði vel. En meir, a vildi hún ekki borga. Þa ð leit illa út fyrir lier.ni. Hún gckk frá einni húð til annarar, en fann enga festi undir 45 dollurum, en svo mikla peninga átti hún ekki. — Loksins kom hún inn í litla liúð og l>ar var hún svo hcppin að sjá festi, sem kostaði 20 dollara. Hún þrefaði um verðið dálitla stund og fjekk hana að síðustu fyrir 18 dollara. Þvi næst hjelt hún heim og var i ágætu skapi. Samt sem áður var dálítill galii á festinni. Þráðurinn, sem perlurnar voru dregnar á var ekki i góðu lagi og því fór hún lil gimsteinasala og hað hann að lagfæra þetta fyrir sig. Gimsteinasalinn hað hana að bíða svolitið. Hún beið svo sem liálfa klukkustund og þá kom gimsteina- salinn aftur lit úr hliðarherberginu. Ilevrið þjer, frú mín, sagði gim- steinasalinn, jeg vil gjarnan kaupa ]>essa festi og ef þjer viljið selja hana skal jeg gefa yður G0.000 doll- ara fyrir hana. Leikkonan sem var talsvert sjeð H verslunarsökum svar- aði kæruleysislega að hún liefði ekki ætlað sjer að selja festina. Við skul- um borga alt að 75000 dollurum fyrir hana sagði gimsteinasalinn. En ]>að dugði ekki lieldur. Leikkonan horgaði viðgerðina og fór. En festina setti hún aldrei upp. Hún gekk beina leið til stærstu gimsteinaverslunarinnar í borg- inni og lagði festina á búðarborðið. „Jeg vil selja þessa festi“, sagði hún. Gimsteinasalinn bar festina að aug- um sjer og rannsakaði hverja perlu með kostgæfni. — Erú, sagði hann .og horfði alvarlega á ókunnu konuna, — Jeg hefi aldrei sjeð svona fallegar perlur áður ,alt samaii eru þetta af- liragðs perlur. — Hve mikið viljið þjer gefa fyrir hana? — 150.000 doll- ara. — Nokkrum vikum seinna var ríka konan á leið til Capri. Það var önn- ur heitasta óskin liennar að sjá hina yndisfögru eyju. EVRÓPUMENN SELJA NEGRUNUM HEILA SKIPSFARMA AF GÖMLUM FÖTUM Þar sem Negrarnir fyr á timum voru stoltir yfir þvi að hera nefhring eða mittisband utan á sjer, hafa þeir nú skilið, að ef þeir eiga að mega sín nokkurs sem menn, þá verða þeir að klæða svarta kroppinn í einliver föt. En hvernig fötin eru skiftir ekki svo miklu enn, finst þeim. Hver tusku- ræfill, sem Evrópumenn hafa lagt til liliðar, hefir ómetanlegt gildi í aug- um negranna, en við þetta hafa skap- ast miklir sölumöguleikar fyrir notuð föt.. íbúarnir í Afríku eru ekki sem gagnrýnastir þegar um föt Evrópu- manna er að ræða. Að fötin sjeu hlý eða til hlífðar láta Negrarnir sig engu skifta. Þeirn líður að sjálfsögðu miklu betur þegar þeir eru naktir. Fyrir þá eru fötin aðeins skraut, og ]icss vegna láta þeir sig einu gilda þó að þeir klæði ekki lílcamann nema að litlu leyti. Til hvers cr að vera í tveimur sokk- um, þegar einn sokkur er nægilegur til þess að gefa þeim, sem i Iionum er tignarsvip? Hvað gerir ]>að til ])ó að \anti kollinn í liattinn og því skyldi útslitin skóhlíf ekki vera fallegasti fótaútbúnaðurinn? Það ber því ekki oft við seinustu árin að hvítur maður gcfi Negra gömul föt af sjer. Hvítir menn nota nú gömlu fötin sín í kaup handa svörtu þjónunum sinum, og er full- yrt að sjitin og gömul föt sjeu i hærx-a verði í Afriku en ný úryalsföt lijá l)estu skröddurum Lundúnahorgar. .—• Það er i stuttu máli sagt gróðavegur. að selja gömlu leppana sina þar. Þess vegna senda Evrópumenn heila skipsfarma af notuðum fötum til Afríku, þar sem þeir hafa erindreka á hverjuin markaði og sclja þau fyrir ógrynni fjár. Að Jiessar verslunarað- ferðir sjcu ekki sem viðfeldnastar mun flestum koma saman um. Hinn frægi franski blaðamaður og rithöf- undur, Alhert Londres, sem skrifaði fyrir nokkrum árum bók um hina livitu þrælasölu, er vakti mikla at- hygli, hefir nú nýlega skrifað um ]>essa verslun í síðustu bók sinni, „Terre d’Ebéne" (Filabeinslandið). — Öll bókin er árás gegn frönsku yfir- völdunum og stjórn frönsku Afríku- nýlendnanna. Bókin hefir vakið mjög mikla eftirtekt. Londres nefnir mörg dæmi þess að gamjir stráhattar hafi verið seldir fyrir sem svarar tólf frönkum í Afríku. Fataræflar, sem annarsstaðar mundi fleygt að fullu og öllu, eru seldir Negrunum háu verði. Þeim eru seldir, segir Londres, bit- lausir linífar, skæri, sem ekki verður klipt með, speglar, sem ekki er hægt að sjá sig i — og alt eftir ])essu. Og ]>etta kalla menn vöruskiftaverslun, scgir Londres. Þctta er svívirðilegt I Hver á sök á þcssu? spyr liann. Hvaða prakkarar eru ])að, sem vinna að þvi að pranga þessum lélegu og ónýtu vörum inn á fávisa blökkumenn? SPORVA GNA HAPPADR ÆTTI Borgarst jórnin i London liefir ný- lega samþykt að stofna svonefnt spor- vagnahappadrætti þar i borginni. Um hverja lielgi eru dregin út nokkur númer af öllum þeim númcruni, sem verið hafa á seldum sporvagnafarmið- um alla vikuna, og fá þeir sem þessi númer geta sýnt, talsverða fjárupp- hæð. Og siðan Jietta liófst lialda allir saman sporvapnamiðunum sinum. Tilgangurinn með þessu er tvens- konar. í fyrsta lagi sá að örfa fólk til að nota sporvagnana frekar en önn- ur samgöngutæki og í öðru lagi sá, að venja fólk af að fleygja farmið- unum sínum á götuna um leið og það stígur út úr vagninum. KOLINN VIÐ ÍSLAND Fyrir skömmu ávann danskur mað- ur, magister Vedel-Táning sjer dokt- orsnafnbót fyrir ritgerð um kolann við Island. Táning er lærður fiski- fræðingur, var um tíma aðstoðarmað- Sclimidt prófessors, tók þátt i „Dana“- förinni miklu til Kyrrahafsins, til þess að komast fyrir ferðir álsins, dvaldi við haffræðastofnunina i Mona- co og liefir síðan verið á flestum liaf- rannsóknarskipum þeim, sem verið hafa hjer við land frá Danmörku og auk þess verið á dönsku varðskipun- um og gert athuganir á kolanum, sem þeir Johs. Schmidt og dr. Bjarni Sæmundsson hala ritað mikið um á síðari árum og rannsakað itarlega. Guðmundur Eijjólfsson simn- stjóri i Hafnarfirði vcrður fer- tugur 27. ]>. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.