Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1929, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.09.1929, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N S%sla SJToiðmann^ 1 næshl viku ætlnr "ngfrú Ásta Norðmann að hafa danssýning í Gamla Bíó, í fi/rsta slcifti eftir síðustu útivist sína. — Hún er Reykvikingum að góðu kunn frá fyrri árum fyrir hæfileika sína og kunnáttu en síðastliðið ár dvaldi Iiún enn erlendis og naut hinnar ágætustu kenslu í list- dansi, þ. á. m. hjá frú Brock- Nielsen solódanskonu við kgl. ballettinn í Kaupmannahöfn, sem sá Ástu dansa þegar hún var hjer i Reykjavik í fyrra og dáð- ist mjög að listfengi hennar. Mun því mörgum hugleikið að sjá Ástu á ný, eftir að hún hefir fengið enn betra tækifæri en áð- ur til þess að iðka dans og eftir hinum listrænustu kröfum. Á hún mikið hlutverk fyrir hönd- um hjer á landi, að sýna og sanna öllum almenningi. að dansinn er list, engu óveglegri en aðrar listir. Á fimtudags- kvöldið kemur ætlar hún mcðal annars aðt dansa Rokoko-menuet eftir Boccerini, norskan bænda- dans og dans úr dansleiknum Sylvia, einnig sýnir hún flokk nýtísku-dansa (þ. á. m. einn sem heitir Cocktail) og ennfr. dansar hún nýtísku „karakter- dansg“ við lög eftir Chopin og ungverslcan dans við lag eftir Groszmann. * zq/ o er þýskur slaghörpuleikari, sem mikið orð fer af í Þýskalandi og hlotið hefir hona ágætustu dóma þýskra tónlistardómenda. S jer- staklega leikur hún verk cftir Bach og Mozart og þykir túlka þessa höfunda frábærilega vcl. En auk þess að leika á slag- hörpu leikur hún einnig á hljóð- færi, sem getur talist „forfaðir“ slaghörpunnar, nfl. cembalo og hefir það hljóðfæri víst aldrei lieyrst hjer á hljómleik áður. Tónarnir i þessu hljóðfæri, eru ekki nærri eins hljómþrungn- ir eins og slaghörpunnar en hæfa cinkennilcga vel ýmsum eldri tónverkum, enda var það þetta hljóðfæri, sem ýmsir hinir eldri klassisku tónsnillingar notuðu er þeir sömdu tónsmíðar sínar. — Ungfrú Kaufmann hefir náð þeirri leikni í meðfcrð þessa hljóðfæris, að hún er talin besti cembaloleikari Þjóðverja. Er því hjer um sjerstakt tækifæri að ræða að kynnast þessu ldjóðfæri og hcyra leikið á það af mestu kunnáttu, sem völ er á. Og auk þess að heyra góðan slaghörpu- leik. Illjómleikar ungfrú Iíauf- man vcrða í Gamla Bió á föstu- daginn kemur. Fcrþrautarmótið var háð 8. ]>. m. og voru aðeins tveir kepp- endur, Einar S. Magnússon og Haukur Einarsson. — Er þetta fcrnskonar raun: fyrst hlaup, þá hjólreiðar, næst kappróður og síðast sund. Vann Haulcur á 41,19 mínútum. Er lmnn korn- ungur en hinn efnilcgasti í- þróttamaður. Mussolini hefir gcfið úr skipun um að hjer eftir gcti stúlkur fjórtin ára að aldri gengið i hjónaband og pilt- ar undir eins og þeir hafa náð 16 ára aldri. heitir ungur málari, ættaður úr Reykjavík, cr undanfarið hefir sýnt verk sín hjcr í húsi K. F. U. M. Eggert hefir síðastliðinn vctur verið við nám í Miinchcn í Bayern, en í þeirri borg hefir nútímalist lengi verið talin standa á hvað hæstu stigi. — Á þessari sýningu sinni hefir Egg- ert eklci sýnt margar hliðar á liststarfi sínu, en kunnugi,- full- yrða að hann eigi fleira merki- legt í fórum sínum, þótt ekki liafi hann sýnt það að þessu sinni. Á sýningu hans bar mest á því, scm á íslensku liefir verið nefnt svartlist; er þa ð Icallað graphik á erlendum málum. I þeirri tegund listar bcr mcst á grefjun (radcringu) og stein- prcnti (lithographi). — Ált þetta mátti sjá á sýningu Eggcrts. Var sumt af því mjög haglcga gert, og lýsti það djúpum skilningi á eðli svartlistar meir cn miklum lærdómi. Nokkrar teilcningar og vatnslitamyndir voru lika á sýn- ingunni. Báru þær vott um lag- legt handbragð og smekklega meðferð lita. Það sem mesta at- hygli hlýtur að vekja við verk þessa unga manns. er þróttur og djörfung, sem ekki hikar við að ganga í berhögg við erfið vcrk- efni. Er öll ástæða til að vænta þess, að. hann muni síðar skapa milcil verlc, cf honum endist ald- ur og þroslci til. Hann hverfur nú í haust aftur til náms síns í Munchcn, og á hann það elcki hvað síst hjálpsömum Reykvík- ingum og góðri aðsókn að sýn- ingu hans að þakka, að hann getur haldið áfram námi. Mynd- in að ofan hcitir: Gömul kona við hlóðir. Ferða- 0£ Prisma- sjón- anfca fáiðuier tiesta og óflýr- asta á Laugavegi 2

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.