Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1929, Blaðsíða 2

Fálkinn - 09.11.1929, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN ...1 GftMLA BlÓ ——“ Syndir feðranna. Stórfengleg kvikmynd í 8 löng- um þáttum tekin af Paramont, undir stjórn Ludvig Berger. Aðalhlutverk: Emil Jannings. Þelta er síðasta mynd, er Jannings Ijek í í Ameríku og sjálfur telur hann hana bestu myndina, sem hann hafi leikið í. Sjáið þessa hrífandi mynd! Sýnd bráClega. MALTÖL Ðajerskt ÖL PILSNER Ðest. Ódýrast. INNLENT öigerðin Egill Skailagrfmsson PROTOS RYKSUGAN Ljettið yður hreingerningar til muna, með því að nota PROTOS. Sýnd og reynd heima hjá þeim er þess óska. Fæst hjá raftækja- sölum. 0: E3 tmrmffliit'ntiwwBwiiu[iiiii,.,ui,i7giCTii?iiiii.»wr.itHw;iK.]iiiDiwroiiiiiHimiwBimBnHu«»!niiwiJiiiHniiiiiii.ii'iBii«f,w'1',d i,i Snjósíígvjel og Skóhlífar eru nauðsynlegar í bleytu. — Höfum óvenj'u fallegt og fjöl- breytt úrval. — Lítið í gluggana. í.árus G. Lúðvígsson, Skóverslun. MiiiiitiMiiiMiiitmm.iKititnNiHiiitiitimiiiimiimmuiit MiiiiiiiiiiMiuimmtimtiniuimiiiiiiiitiiiiiiiiiiHiiiiiii.MiiiiiiiiiuiMMiiiiiuiiiiMiuiiiiiiiitnamn — ÍS'VJA BÍÓ — F]Ó RI R SYNIR Stórmynd í 10 þáttum tekin af Fox Film. Leikin af úrvals Ieikurum. Myndin segir frá frú Bernle og son- um hennar fjórum, og lýsir álakan- Iega raunum mæðranna, sem urðu að sjá á bak sonum sínum í stríðið. Sýnd bráðlega. Alveg nýkomið Karlmannapeysur með kraga, bláar og mislitar. Drengja- regnkápur ódýrar. Gúmíkápur fyrir telpur og drengi. Skinn og voxdúkshúfúr. Silkitreflar feikna úrval. Drengjaföt afar ódýr, fallegt snið. Manchettskyrt- ur, hvítar og mislitar margarteg- undir. Flibbar stífir og hálfstífir. Komið og skoðið. Sokkabúðin Laugaveg 42. SYNDIIt FEÐRANNA. Þessi mynd, sem sýnd verður bráð- lega í GAMLA BÍÓ er hin síðasta, sem Emil Jannings Ijek i áður en hann hvarf aflur heim til Þýskalands frá Ameríku. Efni myndarinnar er i stuttu máli þetta: Wilhelm Spengler er þjónn á cinu glæsilegasta veitingahúsi i Nevr York. Eitt kvöldið frjettir liann, að kona hans hafi fætt lionum son, og verður liann svo hrærður við fregnina, að hann missir bakkann sinn ofan i fangið á einni hefðarfrúnni á gilda- skálanum. Hann er rekinn úr vislinni fyrir, Stofnar liann jiá sjálfur kaffi- hús og rekur það með dugnaði. Öll hugsun hans snýst um soninn, Tom litla, og það svo mjög, að Spengler sýnir eklti konu sinni sömu ástúð og áður, hans vegna. ! samkvæmi í þjóna- fjelaginu kynnist liann Gretu og unn- usta hennar, Gus, sem er þjónn. Þessi stúlka nær valdi yfir honum, og er kona Spenglers keinst að raun um að Greta hefir náð honum á sitt vald, þá deyr hún af hármi. En þau Spengler og Greta giftast og Gus verður þjónn ú kaffihúsi Spenglers. Þegar bannlögin ganga í gildi ginnir Gus Sþengler til þess að gerast whiskysmyglari og hrugga wliisky. Hann græðir nú of fjár og berst mikið á. Mary dóttir hans giftist heiðvirðum dugnaðar- manni, Otto Schmidt. En Tom sonur hans stundar háskólanám. Tom heimsækir föður sinn í sum- arleyfinu og i samkvæmi lijá honuin drekkur hann whisky, sem faðir lians hefir hruggað. En whiskyið er eitrað og Tom. verður blindur. Lögreglan skerst í leikinn og Spengler er scttur i fangelsi. Þegar hann kemur þaðan aftur er hann lamaður á likama og sál. Hann gerist þjónn á krá einni og þar rekst hann á Tom, hinn blinda son sinn, scm Mary og Otto hafa tek- ið að sjer. Og nú verða fullar sættir milli þeirra. Myndin er amerikönsk nútimamynd. Jannings varð fyrst frægur fyrir hinar sögulegu myndir sinar, en eigi þótti minna til þess koma, er hann fór að leika i nútimamyndum. Stendur hann nú fremstur í röð allra kvikmynda- leikara. Paramountfjelagið lagði kapp á, að láta þesas siðustu mynd taka fram öllu þvi, sem Jannings hafði leikið áður og af ummælum blaðanna cr svo að sjá, að honum hafi tekist það. Sjálfur segir hann, að hann telji þessa mynd þá fullkomnustu, sem hann hafi leikið i. Um lcik hans í þessari mynd segir t. d. „Aftenbladet": „Alt sem þessi ágæti listamaður snert- ir á, verður að skíru gulli. Maður lifir og líður með hinum hrjáða og iðrandi föður, sem er orsök í ógæfu sonar sins. Leikur Jannings gripur áhorf- endurna og hvergi bregðast honum til- þrifin“. Mynd þcssi er tvimælalaust hið mesta sniidarverk. Jannings er Jan- nings og besta mynd Jannings er eng- inn hversdagsviðburður. Einkennilegt verkfall var háð í Ber- lín nýlega. Á leikhúsi Piseators gerðu allir leikendurnir verkfall í miðri leik- sýningu og var ástæðan sú, að leik- hússtjórinn liafði ekki goklið þeim kaup lengi. Gripu leikendurnir til ]>essa úrræðis til þess að pina hann til að lofa bót og betrun. Þð gerði hann og verkfallinu var lokið eftir þrjár mínútur. FJORIR SYNIR í næstu viku sýnir NÝJA BÍÓ mynd með þessu nafni, tekna af Fox Film. Lýsir mynd þessi einkar vel viðhorfl mæðranna við styrjöldinni og þeim raunum, er þær urðu að þola, er þær sáu á eftir sonum sínum i strlðið — sonum, sem stundum komu aldrei aft- ur. Aðalpersónan i myndinni, móðirin frú Bernle, á heima i Bayern ásamt fjórum mannvænlegum sonum. Fyrir sjerstakt atvik fer einn þeirra úr landi til Ameríku. Hinir eru kallaðir í stríðið hver cftir annan og allir falla á vigvellinum. Og sonurinn sem til Ameríku fór, verður líka að gegna herkallinu og berjast i liði Bandaríkj- anna, gegn hinni gömlu fósturjörð sinni. Þar liittir hann bróður sinn ó- vígann tveimur dögum fyrir vopna- liijeið og deyr hann i örmum hans. En gamla konan flyst að lokum vestur um haf í nýja lieimsálfu og ber hein- in hjá þeim syninum, sem vestur f luttist. Sagan er látlaust. sögð og einmitt fyrir þá sök er hún átakanleg. Ýms atriði myndaririnar eru ógleymanleg og í heild sinni er hún öflug ræða gegn böli ófriðarins og grimdaræði inannanna. Myndin er prýðisvel vönd- uð og vel tekin, eins og flestar Fox- myndir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.