Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1929, Qupperneq 5

Fálkinn - 16.11.1929, Qupperneq 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. „Lilit er himnaríki konungi nokkr- um, er gjörði brúðkaup sonar sins, og sendi út þjóna sina, að kalla boðsgestina til brúðkaupsins. Og þeir vitdu ekki koma“. (Matth. 22. 1—14.) Dæmisagan segir frá því að konungurinn kallar til sin gesti. Hann lætur þjóna sína se&ja: komið til brúðkaupsins, en þeir skeyta þvi ekki. Þessa sama sag'a endurtekst svo þráfaldlega í öllu guðs orði, alt frá því að Droftinn kallar: Adam, hvar ertu? og til þess að orðin „kom- ið til mín“ eru töluð. Og hvað er svo þetta, sem verið er að bjóða til? Eftir við- tökunum sein sendimennirnir fengu skyldi maður halda, að það hefði ekki verið nein veisla heldur þvert á rnóti eitthvað ilt, þjáningar, þrengingar eða því um likt. Nei, þetta var veisla, það er brúðkaup konungssonarins og í það brúðkáup mega allir koma. Það er verið að bjóða til samlífs með Guði hjer á jörðu og til eilífrar sæluvistar með honum annars heims. „Segið boðsgestunum: Sjá máltíð mína hefi jeg tilbúið, ux- um mínum og alifje er slátrað og alt er reiðubúið". En samt vilja boðsgestirnir ekki koma. Þeir fyrirlíta boðið. Það voru aðrir hlutir, sem þeir voru bundnari við og tókn fram yfir. Þeir voru háðari þvi, sem var af þessum heimi; þar vildu þeir vera en ekki i brúðkaupinu í konungsgarði. Þeir vildu ekki koma. Og hvað gerir þú? Hvernig svarar þú, þegar þjer berst boð- ið um að taka þátt í fagnaðinum mikla? Svarar þú játandi og þakkandi eða ferst þjer eins og boðsgestunum, að þú hafnir boð- inu .og smánir sendimennina, er flytja Jijer boðið. Getur Jjú svar- að því hreinskilnislega að þú viljir taka þessu boði þegar í stað, cða ert þú einn af þeim, sem vilt fá frest til þess að taka Jjví. En aðrir munu spyrja: Gefst mjer færi á að verða einn boðs- gestanna? Og svarið er til: Guð býður öllum að koma og er reiðubúinn til að taka á móti hverjum þeim, sem til hans kemur. Fyrirgefning syndanna er ekki veitt eftir verðleikum, lieldur er hún veitt öllum af náð. Og enn aðrir segja: „Jeg vildi fúsléga taka boðinu og koma. En ávalt verður eitthvað því til hindrunar, svo að jeg get Jjað ekki“. En allar afsakanir eru ein- skis virði. Spurningin er aðeins Jjessi: Vilt Jjú taka boðinu eða vilt þú Jjað ekki. Enginn inaður er svo önnum hlaðinn, að hann geti ekki tekið boði Drottins og notið eilífrar náðar hans, ef hann aðeins vill. Aldrei hefir Guð látið nokkurn mann frá sjer fara, sem komið hefir til hans í bæn og undirgefni, Jjví Guð vill ckki dauða syndugs manns held- ur að hann snúi sjer og lifi. Hún liafði sótt um landgönguleyfi, en stjórnin þvertók fyrir. Ástæðan er sögð vera sú, að frúin njós'naði fyrir Þjóðverja á slríðsárunum. Hún bjó þá um stund í Bretlandi og Bretar kenna henni um að mörgum skipum þeirra var sökt. Og nú þykir þeim, svo sem vonlegt er, að frúin geti verið þar sem hún er. Hún á ekkert erindi inn i Bretland, segja þeir. NJÓSNARI ÞJÓÐVERJA Það hefir vakið töluverða eftirtekt, að Bretar neituðu nýlega Seluiu Los- chek greifafní að k'óma inn í tandið. Spanska gullið í V/igo-flóanum. Karl II. Spánarkonungur dó árið 1701 og ljet ekki eftir sig neina af- komendur. Hafði hann arfleitt Filipp- us, sonarson Lúðvíks XIV. Frakka- konungs að rikinu eftir sinn dag. En Leopold II. Austurríkiskeisari, sem var af Ilalishorgarættinni eins og Karl II. gerði kröfu til Spánar fyrir hönd yngsta sonar síns, Karls, og studdu Ilretar þá kröfu, því þeim var ekki að skapi, að Frakkland og Spánn sam- einuðust undir einum koungi. Þannig hófst spánska erfðastríðið. Fyrsta árið veitti Frökkum og Spán- verjum miður. Jarlinn af Marlbourougli og ISugen prins, herstjóri Austurrikis- manna, liöfðu barið á þeim, bæði við Rín og suður á Ítalíu. Og í þá daga eins og nú þurfti peninga til að heyja stríð. Frakkar og Spánverjar bjuggu sið undir nýja sókn og 17 skip voru send til nýlenda Spánverja i Ameriku og' lilaðin þar með gulli og silfri, árið 1702. Er talið að skipin liafi liaft meðferðis 180 miijónir króna i dýr- um málmum, en það var talið ógrynni fjár á þeim tíma. Frakkar sendu lierskip vestur til þess að fylgja gullflotanuin og verja hann á leiðinni, og áttu þeir að fá á- kveðið hundraðsgjald fyrir. Þótti sennilegast að gullskipin færu til Brest i Frakklandi og safnaðist enski flot- inn þangað og ætlaði að taka skipin er þau kæniu. En flolinn fór aðra leið og vdr kominn til Spánar áður en Bretar vissu. Eu i livaða höfn liann lá vissu Bretar ekki, Jiangað til skips- presturinn á einu af skipum Breta komst að Jiví af tilviljun, að gull- skipin iágu i Vigo-flóanum á Spáni. Var nú liafist handa og enslia flotan- um safnað saman og siðan Iialdið til Vigo-flóa, sem skerst inn i Spán vcst- anverðan, fyrir norðan landamæri Portúgals. Flóinn er Jiröngur að utan en hreikkar Jiegar innar dregur og er Jiar hið bésta skipalægi. Höfðu Spán- verjar gert vigi við flóann og voru farnir að skipa upp gullinu, Jiegar enskur floti, 25 skipa, kom þangað, undir stjórn Sir George Kooke. Setti Petter»ons MtisihUotTespondJtnsesUole, B « r tí e n . Tíu stór hefti. Nótnakensla. Finorasetning. Æfingar. Söngvar. Hlióðfall o. fl. — Meðmæli bestu tónlistarmanna. Kr. 16.— fyrir nemanda. Kensluskrá ókeypis. Skólinn hefir nemendur í Noregi, Ameríku, Þýskalandi og fleiri löndum. fete.____________________________________________________________________________________________«4 hann 14000 manna her á land og lióf Jiegar atlögu að skipunum, bæði af sjó og landi, 12. okt. 1702. Landher- inn gerði einnig árás á vígið, sem gullið hafði verið flult í, og tók liað eftir skamma viðureign. Ennfremur náðust nokkur af gullskipunum. En sum voru skotin niður og sukku. Áður en enski flotinn kom liöfðu Spánverjar flutt i land 75—100 milj. af fjenu, en í skipunum náðu Bret- ar svo nokkru fje, svo að alls höfðu þeir með sjer um 40 miljónir heim lil Englands. En það sem eftir var, 40 til 75 miljónir króna, sökk með skipunum á Vigo-flóa. Á þeim 227 ár- um sem liðin eru síðan, liat'a verið gerðar margar tilraunir til liess að ná Jiessu gulli af sjávarbotni. En Jió menn viti upp á hár livar skipin eru, hafa vandkvæðin samt reynst inikil á Jiví, að ná gullinu. Því skipin liggja á 100 metra dýpi, en svo djúpt er engum fært i venjulegum kafarabún- ingi. En nú hefir ítalskt fjelag tekist á liendur að ná fjársjóðunum. Hefir Jiað gert samning við spönsku stjórn- ina um þetta og fær lielming þess sern bjargast. ítalska kafaraskipið er Jiegar komið á vettvang og tekið til óspiltra mál- anna. Kafararnir eru í afar sterkum stálhylkjum og utan á þeim eru tang- ir og allskonar áhöld, sem kafararnir geta stjórnað. Til öndunar liafa lieir samanjijappað súrefni. Kafararnir liafa ekkert gert ennþá nema að róla leðj- unni ofan af skipunum og gengur Jiað seint. En ítalarnir Jiykjast vissir um að ná i gullið áður en lýkur. — Fjelagið sem stendur að björguninni er afar ríkt og getur því starfað mán- uðum og jafnvel árum saman án Jiess að nokkuð fáist i aðra hönd. Og jþað hefir fullkomnasta útbúnað til Jiessa verks, sem fáaniegur er i heim- inum, svo að menn telja ekki vafa á, að því takist að bjarga gullinu, sem þarúa hefir legið i meira en tvær aldir. ÞRETTÁN VIÐ RORÐIÐ Ríkiserfinginn hreski, prinsinn af Wales, bauð til sin nokkrum vinum sínum í miðdegisverð á veitingastað i London. Þegar t i 1 kom uppgötvaði liann skyndilega að Jieir mundu verða þrettán við borðið, en Jiað þj'kir ekki þórandi, svo sem kunnugt er. Á sið- asta augnabliki sendi liann mann i vöruhús Jiar í nánd og bað um að fá lánaða stærstu lirúðuna, sem Jiar væri til. Og svo setti liann liána í stól við borðsendan — svo fjórtán urðu við borðið. FÆÐA OG HEILBRIGÐI Líkaminn hefir ekki gagn af öllu Jivi sem maðurinn etur, lieldur aðeins af Jjvi sem meltist. ’l’ruflanir á melt- ingarfærunum birtast oft sem sjálf- stæðir sjúkdómar og draga Jiá aðra sjúkdóma á eftir sjer. Hið alkunna lyf, Sanatogen, liefir Jjann eiginleika, að jafnvel biluð meltingarfæri hafa fult gagn af Jjví og Jjað kemur lik- amanum að gagni. Við magasjúk- dómum og meltingarsjúkdómum er Sanatogen Jjví hin rjetta næring og allir Jiola Jjað. En jafnframt styrkir lyf Jjetta veiklaðar taugar og liætir úr meltingarörðugleikum, sem valda lireytu, sinnuleysi, svefnleysi, lystar- leysi og þviliku. Sanatogen má taka lirært út i vatni, mjólk eða kakaó og veitir Jjað fruml- unum Jiá næringu, sem Jieim er mest áiíðandi, nfl. eggjahvítu og fosfór. Þess vegna styrkist likaminn og taug- arnar við að nota það. Einkum finna þeir til Jjessa, sem hafa bilaðar taugar eða eru að hressast eftir sjúkdóma. Hefir lyf Jjetta rutt sjer afar mikið til rúms, og læknar hafa gefið lyfinu meðmæli sín, svo Jjúsundum skiftir. MUSSOLINI SEM RÓMVERSKUR KEISARI Hinn frægi italski myndliöggvári, Adolþh Wildt, hefir nýlega gert þessa mynd af Mussolini, og gert liana í gömlum keisarastil. — Standmyndin verður aflijúpuð innan skamms í and- dyri háskólans í Milano. HAUST- KVEFIN. Hið alkunna varnar og linunarmeðal rtikált 9 . tormanunt veitir hina rjettu vernd, Hefir yfir /3,000 skrifleg meðmæli frá nafn- greindum læknum. Fæit í ollum lyfjabúðum Útfylliö og sendiö meöf. miöa til A/S Wúlfing Co , Sct. Jörgensallé 7, Afdl. Fomamint. Kbhavn V. Telef. 3661. Sendiö m]er ókeypis og buröargjaldsfrítt: Formamintsýnishorn og bækling. Nafn............................... Stada................................. fieimili ............................. t

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.