Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.01.1930, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1-^7. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c li j ö t h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvcrn laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 lcr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aughjsingaverð: 20 anra millimeter Herbertsprcnt, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Til er sjerstölc tegund manna, sem ávalt þarf að setja út á alt, sem gert er, hvort sem fólki flestu þykir það gott eða ilt. Þessir menn ganga um með spekingssvip og þykir unun að því að láta hlusta á sig. Þeim er dill- að, ef einhver fæst til að karpa við þá, því þeir verða aldrei kveðnir í kútinn. Undir eins og eitt höfuð gif- uryrða þeirra er af höggið vaxa níu á strjúpann í staðinn; því þessir menn láta aldrei sannfærast og hafa gert sig óinóttækilega fyrir rökum. Þungamiðjan í öllu rausi þeirra er sú, að þetta eða hitt hefði átt að vera alt öðruvísi. „Svona hefði jeg gert það“, segja þeir. En þeim gefst aldrei tækifæri til að sýna livernig þeir hefðu gert hlut- inn. Því ]>að er einkenni þessara manna, að sjálfir framkvæma þeir aldrei neitt — annað en að rífa nið- ur. Ef þjóðfjeiagið væri skipað slík- um mönnum eingöngu mundi fljót- lega bundinn endir á allar fram- kvæmdir. Veröldin kæmist öll í neikvætt liorf, enginn sæi hluti framkvæmda eins og þeir ættu að vera, og enginn sæi hlutina nema eins og þeir ætti ekki að vera. í raun og veru er það mesta furðu- efni, hve almenningur er þolinmóður við þessa tegund manna. Þarna liðst þeim að halda áfram spangóli sínu dag eftir dag og ár eftir ar, án þess ;tð nokkur mögli. Menn hafa vanist bessum nöldrunarskjóðum og finst Þaer jafn sjálfsagðar eins og far- sóttir eða liarðindi. Þeir sem ekki malda í móinn steinþegja og hlusta a rausið án þess að hreifa málbeinið, en skvaldursskjóðurnar standa sigri hrósandi yfir þeim og espast við þögnina. Astæðan til þess, að þessum nei- kvæðu nöldrurum er látið verða vært er sennilega að miklu leyti sú, að í stjórnmálunum er það orðin lenska, að líta flokksaugum á alt, sem gert er i opinberu þjóðlífi, og það dæmt eftir flokkum. Þessum flokknum er aldrei unnað sannmælis um neitt af lylgifiskum andstöðuflokksins oghins vegar viðurkennir „góður“ flokks- maðnr aldrei, að foringjar síns ílokks frrmkvæmi nokkurntíma annað en það sem gott er. Skoðanirnar eru flokksbundnar, flokkssálin er ein. Ein- staklingurinn á elckert atkvæði um hvað flokkurinn gerir, Hann hefir selt sál sína, hann má i hesta falli luifa skoðun í laumi en aldrei blóta svo að uppvíst verði. Er eklci von, að þessum mönnum þyki gaman að hlusta stöku sinnum á froðusnakkana. Forin til tunglsins. ----x---- Menn hafa eflaust veitt athygli fregnum þeim, sem blöðin hafa flutt um undirbúning og tillögur til að fljúga til fjarlægra himinhnatta. Flestir munu hrista höfuðið, er þeir lesa um þetta ráðabrugg, og telja það óðs manns æði. En heiminum er svo kopiið nú orðið, að það er varlegt að fortalca nokkurn hlut. Það sem menn töldu helbera fásinnu fyrir nokkrum árum, er nú orðið að stað- reynd. Og hvað segja menn um það, að stjörnufræðifjelagíð franska hefir heitið 5000 franka verðlaunum á ári i þrjú ár, þeim sem béstar tillögur gerir um flug milli hnatta. Ótal svör bárust fjelaginu þegar á fyrsta ári, þ. á m. mjög vísindaleg ritgerð eftir Þjóðverjann Hermann Oberth, sem er prófessor við háskóla einn í Rúm- eniu. Hann kom fram með tillögu um smiði loftskips, sem farið gæti um útgeiminn, árið 1923 og er það þetta sama loftskip, sem hann held- ur fast við enn i dag og blöðin kalla „rakettuloftskip". er það bygt úr málmi eingöngu, er í laginu eins og skothylki, þyngd þe.ss er um 400 smá- iestir og áætlaður byggingarkostnað- ur 2—4 miljónir króna. Mynd var af loftskipi þessu í 2. blaði Fálkans, en hjer birtisjt mynd af höfundi þess, próf. Oberth. Til þess að knýja loftskipið áfram ætlar Oberth að nota vatnsefni; ger- ir hann ráð fyrir að til ferðarinnar þurfi um 30 smálestir af fljótandi vatnsefni. Er það afarmikið, er það tekur á sig loftmynd, því vatnsefnið er ljettast allra efna hjer á jörðu. Flugstjórinn lælur vatnsefnið renna úr geyminum inn i sjerstök hólf, þar sem kveikt er í því og myndast þá afarsterk sprenging, sem knýr slcipið áfram. Er þetla einskonar lireyfill, knúinn með vatnsefni í stað bensíns. Leiðin til tunglsins er 385.000 kiló- metrar, en þetta telur Oberth ekki neitt mikla vegalengd, þvi loftskip hans á að vera fljótt í ferðum. Skipið er sett á stað með nokkrum stórum vatnsefnissprengingum og nær fljót- lega fullri ferð, sem er 4 ldlómetrar á sekúndu. Fyrstu 800 kilómetrana af leiðinni verkar aðdráttarafl jarð- arinnar á það og verður því að nota óspart eldsneyti á meðan. Tekur þessi ltafli leiðarinar 37 mínútur. En þeg- ar aðdráttaraflins gætir ekki.lengur, lolcar flugmaðurinn fyrir eldsneytið og nú heldur farartækið áfram með sömu ferð og í sömu átt og það hafði, þegar það losnaði undan áhrif- um járðarinnar, því nú er mótstaðan engin. Þessi mótstöðulausa leið er nálægt 383.000 kílómetrar. í 240 km. fjarlægð frá tunglinu fer maður að verða var við aðdráttarafl þess. Ef ekki væru sjerstakra ráða gætt mundi skipið Jjjóta með fleygiferð á tunglið og springa i smáagnir. Þessvegna verður flugmaðurinn nú að snúa skip- inu við og nota eldsneytið til þess að draga úr ferðinni þannig, að það hafi mist ferðina um það bil, sem það á að lenda. Öll ferðin til tungls- ins á að taka 49 klukkutíma og 11 minútur. Þegar komið er til jarðar- innar aftur verður að fara eins að: snúa skipinu við og nota kraft þess til þess að draga úr hraðanum. En varla yrði nú viðstaðan löng á tunglinu, þó mönnum tækist að lcomast þangað. Andrúmsloftið er nfl. svo þunt þar, að menn mundu óðara lcafna, nema þeir hefðu með sjer hylki méð súrefni til þess að anda að sjer úr. Og menn mundu varla kunna vel við sig, þvi að á lunglinu er alt tíu sinnum ljettara en á jörðinni. Sólarhringurinn á tunglinu er álíka langur og einn mánuður á jörðinni. Hálfan mánuð- inn er þar steykjandi hiti, miklumeiri en þekkist nokkursstaðar á jörðinni, en hinn helminginn eðatunglsnóttina, nístandi kuldi, vegna þess að loft- lagið um tunglið er svo þunt, að það getur illa jafnað hita dags og nætur. Þó próf. Oberth miði allar áætlanir sínar við ferð til tunglsins telur hann samt enga fjarstæðu að komast til fjarlægari himinhnattá, t. d. Venus eða Mars. Leiðin til Venus er 42% miljón km. og til Mars 78% milj. km. Flugskip Oberths mundi verða 48% sólarhring á leiðinni til Venus, en 91 sólarhring á leiðinni til Mars.----- Alt þetta kemur manni fyrir sjónir eins og það væri hreinasti hugar- Burður fábjóna en ekki yfirveganir manna, sem taka mætti mark á. Og þó eru ýmsir mætir menn til, sem tala um þetta í fullri alvöru. Upphafs- maðurinn að þessum áformum er próf. Robert Esnault Pelterie, sem hóf máls á þessu fyrir 15 árum. Hann er gamall flugmaður og var fjórði maðiirinn, sem tók flugpróf i Frakk- Jandi. Pósturinn var 27 árum á eftir tímanum. Amerískur flotaliðsmaður, að nafni William Piscott, sagði sig úr hern- úm fyrir mörgum árum siðan og settist að i París. Gamli maðurinn, sem er mikill náttúrufræðingur, geng- ur á degi hverjum út i Boulogneskóg til þess að safna jurtum og grösum. Hann skiftir sjer lítið af fólki og þar sem hann á engin ættmenni, þekldr hann svo að segja engann. í litla hús- inu hans búa ekki aðrír enliann.ráðs- kona og gamall tryggur þjónn, sem liann hefir haft i þjónustu sinni síð- an á embættisárunum, þegar hann sigldi heimsendanna á milli. Brjef koma mjög sjaldan til gamla her- mannsins. Fyrir skömmu siðan vildi þó svo til að hringt var dyrabjöllunni og póst- úrinn rjetti honum dálítinn böggul. Það varð uppi fótur og fit í litla húsinu, því þetta þótti svo merkilegt. Hvað skyldi það vera? Gamli mað- urinn opnaði hann varlega. Þegar liann liefir tekið umbúðirnar sjer hann á málmlcassa dálitinn. Til mik- illar undrunar finnur gamli liðsfor- inginn i honum orðu, sem i er greypt- ur hálfmáni og fylgir skjal nokk- urt skrifað ó tyrknesku, ásamt franskri þýðingu. Af franska skjalinu ræður liðsforinginn að tyrkjasoldán liefir heiðrað hann á þennan hátt. Ennfremur veitir soldán honúm þá náð að hera fez og sem merki um vináttu sina leyfir hann Piscott að eiga 6 konur. William gamli Piscott, sem er- rúm- lega óttræður njeri augun. Hahn botnaði ekkert í öllu þessu. En þegar hann hafði skoðað skjalið dálítið nánar, sá hann að það hafði verið skrifað árið 1901. Og nú mundi hann alt í einu eftir því, að það ár hafði hann verið í Tyrkjaveldi og haft á- riðandi mál að flytja við soldáninn. Hafði soldán þá lofað að hefja hann til vegs og virðingar, en Piscott hafði svo aldrei sjeð eða heyrt neitt meira um það. Þetta er þó ekki eina dæmið um sleifaralagið hjá frönsku póststjórn- inni. Tveim dögum áður en Piscott fjekk brjefið, kom pósturinn með brjef- spjald til tollþjóns nokkurs að nafni M. Aubert, var tollþjónn þessi mið- aldra maður eða li. u. b. 42 ára. Aubert var ekki heima, en kona hans tók á móti spjaldinu. Hún les spjald- ið og verður heldur en ekki eyðiíögð, þegar lmn sjer að það er frá ein- hverri Yvonne, sem er að biðja mann hennar að mæta sjer kl. 4 daginn eft- ir, og er hún nú mikið að hugsa um hvernig hún ó að ná sjer niðri á hinum ótrúá eiginmanrii. Les hún þá spjaldið aftur og tekur nú alt í einu eftir þvi að það er dagsett árið 1914 og að það er hún sjálf, sem liefir skrifað það. Hinn 21. janúar verður sett sam- koma sú, sem fimm stórveldi halda í l.ondon til þess að ræða um takmörk- un vigbúnaðar á sjó. Heldur Georg Bretakonungur setningarræðuna, ein- liverntíma milli kl. 11 og 1 þann dag. Ræðu þessari verður útvarpað, svo að gera má ráð fyrir, að fólk sem liefir góð viðtæki hjer á landi, geti hlustað á konunginn við það tæki- færi. Öðrum helstu ræðum á þinginu verður einnig útvarpað. ----x---- Enski höfuðsmaðurinn Orlebar hef- ir heimsmet i liraðflugi sem stendur, hefir hann flogið með 714 kílómetra hraða á klukkustund. En enska flug- málaráðuneytið er ekki ánægt með þennan liraða og hefir lagt fyrir Orlebar að athuga, hvort ekki nmni bægt að setja nýtt met, eigi minína en 800 km. á klukkustund. Nýlega hefir verið lokið við að gera nýja brú yfir Detroit-ána i Bandaríkjunum. Er lmn kölluð Ajn- bassadeur Bridge og hefir kostað 88 miljónir króna. Talið er að 5000 bif- reiðar geti farið yfir brúna á hverri klukkustund. Kappmótinu miíli Aljecliin og Bo- goljubow um heimsmeistaratign | í skák lauk þannig, að Aljechin vann. Bjuggust víst flestir við þeim úrsíit- um, enda er Bogoljubow lærisveinn Aljechins. Á styrjaldarárunum voru þeir báðir teknir höndum og lentu í söniu fangaherbúðunum og notaði Bogoljubow þá tækifærið til þess að læra af meistaranum. Bogoljubow náði mesta sigri sínum, er hann vartn Moskva-kappmótið fyrir fjórum ár- urii, en þótttakendur i þvi móti voru meðal annara meistararnir Capa- blanc og Lasker.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.