Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.01.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 ? Rósótta svuntan Eftir Jóhannes úr Kötlurn. ÞaS átti að verða skemtun á Hofi daginn eftir. Siggi hamað- ist við að molca hesthúsið. Hann var tvíelfdur af tilhlökkun, því húsbóndinn hafði haft góð orð um að leyfa honum að fara. Sigurður var seytjón ára gam- all piltur, ljóshærður og frán- eygur. Hann var alinn upp á sveit, við harðan kost á stund- um. Nú var hann farinn að rétt- ast úr kútnum, hugsa hærra og mæla djarfara. Það var manns- efni í honum, þó hann væri fæddur niðursetningur. Siggi hugsaði til hinnar fyrir- huguðu skemtunar með fram- úrskarandi fögnuði. Bældar þrár risu nú til síns rjettar, óljósar en ákafar. -— Hann kunni ofur- lítið að dansa; var að visu ófim- ur, því æfingin var af skornum skamti. En liann átti ákvcðinn framfaravilja í því efni, sem mikils gat mátt sín. Hann sá sjálfan sig í huganum, hlæjandi og dansandi. mcð Stínu á Bergi í faðminum. Stína var leiksvstir lians frá næsta bæ, falleg stúlka og fjörug, viðfeldin og viðkvæm í lund. Voru'þáu, hún og Siggi, jafnaldra. Orð var á því haft þarna í sveitinni, að Grímur ó Fossi, tvítugur svoli, hraustur og skap- mikill, liefði þegar augastað á Stínu, þó ung væri. Þau voru hæði einbirni efnaðra foreldra. Siggi þóttist þó viss um, að Stína liefði engan hug á Grími. Hún hafði svo oft haft orð á því, að hann væri elckert annað en leið- inlegur ruddi.— Þeim hafði oft lent saman Sigga og Grími, og stundum heldur ónotalega. Einu sinni hafði Grímur bitið til blóðs í annan eyrnasnepilinn á Sigga, en Siggi liafði þá aftur á móti klórað heldur fast um nefið á Grími. Síðan var lieldur fátt í vináttu þeirra, og sat Grímur jafnan um tækifæri til að óvirða sveitarliminn, sem hann kallaði. Mynd Gríms sveimaði eins og þungbúið ský yfir tilhlökkun Sigga. Hann bjóst við öllu hinu versta úr þeirri átt á morgun. Hann óslcaði þess í laumi, að Grímur væri nú alt í einu orð- inn hrossataðsköggull, svo hann gæti umsvifalaust grafið hann á kaf í hauginn. Þó skammaðist hann sin fyrir þessa ósk sína í aðra röndina; fann að hún var ekki beinlínis riddaraleg. Og hann fór aftur að hugsa um Stínu og dansinn. Og innan skamms var síðasta erfiði dags- ins, heslhúsmokstrinum, lokið. Það var ánægjulegasta erfiðið, sem hann hafði afkastað um dagana. Þegar inn kom, bað hann clda- buskuna að gefa sjer ofurlílið af volgu vatni. Hún var fjassöm þessi eldabuska, og spurði hvern grefilinn hann ætlaði að gera með volgt vatn. „Jeg ætla bara að raka mig“, svaraði Siggi hreinskilnislega. Eldabuskan sló á lærið. „Heyr á endemi!“ sagði hún, en ljet þó Sigga fá vatnssopann. Það var í fyrsta sinn á æfinni, sem hann rakaði sig. Jón vinnumaður lán- aði lionum tækin. Hann settist á kistilinn sinn, með lítinn spegil á hnjánum, og dró hnífinn und- ur varlega um kjálkana. En þrátt fyrir alla varúð vildi hon- um þó sorglegt slys til. Á síðustu stundu rak hann hnífinn alveg óvart í evrnarsnepilinn, þann sama og Grímur hafði tannað forðum, og skar djúpan skurð í hann. Lifrautt blóð fossaði úr sárinu, og það var ekki fyr en eftir langa mæðu að houm tókst að stöðva renslið með plástri, sem húsmóðirin gaf honum. Sigga þótti þetta slys slæmur fyrirboði. Hann svaf lítið um nóttina. Sambland af tilhlökkun og kvíða hjelt fyrir honum vöku. En í dúrunum dreymdi hann, að hann leið um loftið með Stínu í fanginu, en Grjmur kom á móti þeim i drekaliki og spjó yfir þau eldi og eimyrju. Það var bjart og kalt veður daginn eftir. Uppi var fótur og fit livarvetna um sveitina. Það var ekki amalegt fyrir fólkið að skunda á skemtunina að Hofi, hlaupandi eða lileypandi eftir rennistjettum Góugaddinum. Siggi var með þeim siðustu í hlaðið, ásamt eldabuskunni og Jóni vinnumanni. Ilann var mjög spengilega búinn, með harðan, hvítan kraga um háls- inn. Ungu stúlkurnar gutu til hans ekki óliýru auga, þegar hann gekk inn salinn, nýrakaður og linakkakertur. Skemtunin hófst með því, að sjera Stefán lijelt ræðu. Hann talaði um kærleikann. Æskan átti, sagði hann, að ástunda kær- leika í líferni sínu, verða Kristi sem líkust, gjalda ilt með góðu og varast alt hatur og allan liefndarhug. Hann lauk máli sinu með því að liafa yfir þessi alkunnu orð: Það sem þjer vilj- ið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þjer og þeim gjöra. Siggi liafði ýmislegt um þetta heyrt og lesið, bæði í biblíusög- unum sínum og víðar. En prest- urinn fór nú með efnið á þann veg, að það var nýtt, þó það væri gamalt. Að minsta kosti ásetti Siggi sjer, að lielga lijer eftir kærleikanum líf sitt. Og hann gaut augunum til Stínu á Bergi, eins og til að grenslast eftir livort liún væri ekki alveg á sama máli. Á eftir ræðunni fór fram hlutavelta. Siggi átti eftir tutt- uguogfimmeyring, þegar hann var búinn að greiða inngangs- gjaldið. Það stóð heima, að hann gat keypt fyrir hann einn drátt. Happið, sem hann hlaut, var ofurlítil, rauðröndótt svunta. Eins og gengur hjó unga fólk- ið, þegar ein afgreiðslustúlkan rjetti Sigga svuntuna. „Hvaða gersemi hefir nú sveit- arliöfðingjanum hlotnastþarna ?“ spurði Grímur á Fossi og hló hranalega að fyndni sinni. „Nei sko! Þú hefir náð í svuntuna mína, Siggi minn!“ sagði Stína á Bergi lilæjandi. „Jeg var bara tíu ára, þegar jeg notaði liana“, bætti liún við og sneri sjer að einni vinstúlku sinni. Siggi stakk svuntunni í brjóst- vasa sinn og gekk út. Napur næðingur svalaði skapi hans, því lionum hafði hitnað við orð Gríms. En jafnframt fór brenn- andi, ástríðulcendur eldur um sál hans við hina ástúðlegu yfir- lýsingu Stínu. Svuntan var hon- um dýrmaitur fyrirboði. Hvernig sem fara kynni, ætlaði liann að varðveita hana sem heilagan menjagrip alla sína æfi. Þegar hlutavcltunni laulc var farið að dansa. Organtónar liljómuðu úr einu horninu. „Allir af stað!“ lirópaði Grím- ur, um leið og liann hneigði sig fyrir Stínu og brunaði með hana fram á gólfið. Þá var eins og stífla losnaði úr straumþungu fljóti. Alt komst á tjá og tund- ur, fætur, augu, eyru, munnar, hjörtu. Æskau gekk í bylgjum um salinn. Siggi náði sjer í fimt- uga kerlingu, sem hafði orðið afgangs, vegna þess að enginn vildi dansa við hana. Hreyfing- arnar voru heldur stirðar hjá báðum. Grímur hló hátt og drap titlinga framan í Stínu. Þegar fyrsta dansinum lauk tók Grímur sjer sæti hjá Sigga. „Þú ert ansi sleipur i nauta- ati, Siggi minn“, sagði Grímur svo hátt að allir gætu heyrt. Siggi döknaði i andhti en þagði. Þá rak Grímur augun í plást- urinn á eyranu. „Nei, livað er þetta, Siggi! Er búið að marka þig undir hreppsmarkið?“ „Þú hefir kannske búist við, að markið þitt væri á eyranu ennþá“, svaraði Siggi og svitnaði af geðshræringu. Það lcrísti í piltunum, en stúlkurnar urðu hljóðar við. Þeim leist flestum betur á Sigga og fanst þetta grátt gaman og óviðeigandi. Siggi bauð Stínu upp í næsta dans. Hann var að vísu hálf- liikandi við það, en gremja lians til Gríms reið baggamuninn og veitti honum þrótt. Alt gekk sæmilega. Honum jókst áræði með liverju spori og hann gleymdi öllu, nema Stínu og kærleikanum, sem presturinn talaði um. Grímur stóð í einu horninu og horfði á. Hann var íbygginn og glotti við tönn. Einhverju sinni er þau, Stína og Siggi, strukust fram hjá lionum, læsti hann nöglunum með ótrúlegri fimi í annað hornið á plástrinum, svo hann rifnaði frá. —- Sigga lá við að liljóða upp við þennan ó- vænta sársauka. Þó hjelt hann áfram nokkra snúninga, eins og ekkert hefði í skorist. En skurðurinn liafði opnast og hann vissi ekki fyrri til en Stína rak upp óttaþrungið óp. Þrir blóðdropar liöfðu linigið niður á snjóhvítt slifsið hennar. Siggi slepti öllum tökum og hað hana innilega að fyrirgefa, þegar hann áttaði sig á hvers kyns var. Hún hneigði sig og brosti. Þegar allir voru komnir af stað í þriðja dansinn, nema firnt- uga kerlingin, laumaðist Siggi fram i fordyrið. Hann tók húf- una sína og stafinn og gekk út. Að fimm mínútum liðnum var hann kominn af stað heimleiðis. í sál lians byltust óslcyldar til- finningar. Hefndarlöngun og kærleiksþrá vógust þar á. Hon- um lá við gráti, en norðannæð- ingurinn stælti taugar hans. — Hann þreifaði niður í brjóstvas- ann. Mjúk, rauðrósótt svunta lá þar við lijarta hans. í danssalnum á Hofi hjelt á- fram glaumurinn og gleðin. Kunningjastúlka Stínu hafði tek- ið eftir aðförum Gríms, og sagði henni frá því í einrúmi, hvernig stæði á blóðdropunum í slifs- inu hennar. — Stina hjet Sigga æfinlegri ást og trygð með sjálfri sjer. Hún neitaði Grími um dans, það sem eftir var næturinnar. Brátt saknaði fólkið Sigga. „Hvað er orðið af sveitarhöfð- ingjanum?“ spurði Grímur. „Hann er farinn heim“, sagði fimtuga kerlingin, sem liafði sjeð til hans af stað og grunaði hvernig í öllu lá. -— Hversvegna ertu svo oft ineð lyf- salanum, Gunna. Og þó ertu trúlof- uð lækninum, eða er það ekki? — Jeg skal segja þjer það. Lyfsal- inn er eini maðurinn, sem getur kom- ist fram úr brjefunum, sem unnust- inn sendir mjer. — Svo þjer heimtið 500 krónur fyr- ir að leika á hljóðfæri fyrir gestina sem verða í boði hjá mjer í kvöld. Jeg geng að þvi, en jafnframt set jeg það skilyrði, að þjer hafið ekki neina umgengni við gestina. — Sjálfsagt. Og úr því jeg þarf þess ekki með, þá skal jeg fúslega ekki taka nema 450 krónur. — Mikill lygalaupur getur þú ver- ið, Pjetur! Hjerna um daginn fjekst þú fri vegna þess að hún frænka þín yæri dáin, og í dag mæti jeg henni á götunni. — Þetta er misskilningur, húsbóndi góður. Jeg sagði alls ekki að liún væri dauð, en sagði bara að mig lang- aði mikið til að fylgja henni til graf- ar. Og það langar mig enn. Læknirinn: — Nú, hvað er það sem þjer hafið á samviskunni, kona góð? — Æ, það er kláði, læknir minn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.