Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1930, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.01.1930, Blaðsíða 4
4 F A L K 1 N N Vikivakarnir endurreistir. Það er einkennilegt og eftir- um við þó vekja eftirtekt manna tektarvert að orðið „Gleði“ um á þremur ágætum þulum, sem mannfundi, er riu að mestu horf- sungnar eru við gullfallegt þjóð- dansa, svo hann hafi unun af. breiðslu um land alt, svo þeir ið úr máli okkar. Er þá ekki lengur gleði á ferðum þar sem komið er saman? Förum við ekki glöð og endurlífguð úr kaffisamsætunum, átveislunum og dansleikjunum? Ef gleðin byggi í sveitunum, hversvegna flytur þá alt unga fólkið í kaup- staðina, til þess að brjóta báta sína þar? Nei, gleðin er horfin, hin hreina og sanna gleði, sem ger- ir okkur betri menn, en ekki verri. Falleg og þakkarverð tilraun til þess að finna af turforna„Gleði“ liefir verið gerð af hinum ötula og áhugasama æskuleiðtoga hr. Helga Valtýssyni er hann tók sjer fyrir hendur að vekja upp aftur vikivakadansana gömlu. Höfðu þeir þá legið í dái um hundrað ár. öll spor voru glöt- uð. Lögin týnd að mestu og ekk- ert nema nokkur kvæðaslitur að byggja á. Hann varð sjálfur að taka sig til að finna spor, er vel gætu hæft lundarfari okkar Is- lendinga. Má segja að þetta hafi tekist ágætlega. Til marks um það er ný-útkominn leiðarvísir með 18 vikivökum gefinn út af U. M. F. í. Er þar ágæt lýsing á sporum og lireifingum öllum svo vel má af nema og svo lög og ljóð. Þar eru margir tilkomu- miklir dansar einsog t. d. Goð- mundur á Glæsivöllum ogrímna- kviða Jóns Leifs. En einkum vilj- lag vestfirskt, sem hve/ einasti íslendingur ætti að kunna. Er það hin spaka þula próf. Sig. Nordals: Geklc jeg upp á hamarinn, Ilinn lokkandi ástar- óður Davíðs: Komdu inn í kof- ann minn“. Og hinn ramíslenski Alfasveinn G. Hagalíns, með ind- isfagra viðlaginu: Margt er það í steinunum, sem mennirnir ekki sjá, er þar slundum grátið, svo enginn heyra má. Síðustu tvö þrjú árin hefir ungmennafjelagið hjer í Reykja- vik dansað og æft hina nýju vikivaka og halda nú uppi kenslu í döns- unum. Verið er að æfa stóra barnaflokka fyrir næsta sumar. Og við lýðskólann á Hvítár- bakka hefir verið ráð- inn fastur kennari síð- ustu vetur til þess að kenna dansana. Er það vel farið og ætti svo að vera við alla stærri skóla út um land. Því enda þótt dansarnir gætu verið hollir og góðir kaupstaðarbúum, eru þeir þó sjerstaklega nauð- synlegir sveitunum og liefðu átt að vera komnir fram fyrir löngu. Eiginlega ættu allir íslending- ar að kunna og dansa víkivaka, það er ekki nema sjálfsagt mál. Enginn er of ungur, enginn of gamall, til þess að nema þá og Það er hið góða við vilcivakana, að þeir fara ekki í manngreinar- álit, þeir eru eign allra, eins og hin fagra náttúra þessa lands. Áðurnefnd bók, er þó ekki tal- in af höfundi nema fyrsta byrj- un, hending, sem eftir er að ríma við. Væri æskilegt að viki- vakarnir næðu sem hraðastri út- Nokkrir aðdáendur Woodrow Wil- son stofnuðu sjóð til minningar um hann eftir dauða hans og skyldu ár- lega veitt úr sjóðnum friðarlaun, að upphæð 25.000 dollarar. Nýlega var þessum verðlaunum útbýtt i fjórða skifti og hlaut alþjóðasambandið þau. Áður hafa þau verið veitt viscount Hobert Cecil, öldungardeildarmann- inum Elihu Root og flugmanninum Charles Lindberg. ----x---- Götulögreglan i Chicago hefir reynt að komast fyrir ástæðurnar til um- ferðaslysa þar i borginni. Hefir liún komist að þeirri niðurstöðu, að of- þreyta ökumanna eigi mestan þátt- inn i slysunum og hefir því gefið út áminningu um, að aka varlega þegar líða fer á daginn. ----'X--- Helen Wills, heimsmeistari kvenna í tennis, kvæmtist nýlega í kyrþey miðlaranum Frederick Moody. Við vígsluathöfnina var hlaupið yfir greinina um, að konan skuli vera manninum undirgefin og eins var ekki minst á það, að brúðhjónin ættu að skifta gæðum þessarar ver- aldar jafnt á milli sín. Helen Wills segist ætla að lialda áfram að leika tennis þangað til hún verði sextug. ------------------x----- gætu fylt sveitirnar aftur glööu, liriaustu og hamingjusömu fólki. Df. Ólöf Árnadóttir, stud. phil. er eini íslenski kvenstúdentinn, scm gert hefir llkamsment að sjer- námi. En er það alltitt meðal kvenstúdenta erlendis. Og há- skólafag víða um lönd. Dvaldi hún síðastliðið ár í Danmörku, Svíþjóð og Englandi og er fyrsti íslendingurinn, sem stundað hefir nám hjá hinum fræga finska háskólakennara Eli Björk- stén. Klukkurnar, sem láta gaukinn gala um leið og þær slá, eru flestar smíð- aðar í Schwartzwald. Nú hafa klukku- smiðir þar gert nýja umbót á vekj- araklukkum sínum. Um leið og þær hringja kveikja þær á rafljósinu í svefnherberginu. ----x----- Það er fulíyrt, að Egyptar hafi þekt grammófóninn á dögum Seti konungs. Og í 2000 ára gömlum bók- um kínverskum stendur, að þá hafi fyrir þúsund árum verið uppi kon- ungur i Kina, sem hafi sent undir- konungum sinum fyrirskipanir sín- ar á þann hátt, að liann talaði i kassa og sendi kassann síðan til þeirra og Ijet hann flytja skilaboðin munnleg. Sje þetta satt, þá er Edison gamli ekki cins frumlegur og menn hafa haldið fram að þessu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.