Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1930, Blaðsíða 2

Fálkinn - 18.01.1930, Blaðsíða 2
2 P A L K I N N ...... GAMLA BÍÓ ......... Guðlausa konan. Stórfræg kvikmynd í 10 þáttum eftir Cecil B. de Mille Aðalhlutverkin leika: Lina Basquette Gporge Duryea Marie Prevost Noah Beery. Verður sýnd bráðlega. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON. ~~rgBC=: ■■=) Protos Bónvjel. Endurbætt. Áður góð, nú betri. Gólfin verða spegil- gljáandi — fyrirhafnarlítið. Fæst hjá raftækja- sölum. ALLIR KARLMEN N, sem vilja ganga vel klæddir til fótanna, ganga eingöngu á skóm og stigvjclum með þessu merki. Við liöfum nú ný- fengið nýjar tegundir af þcssum al- tCHuTz-MARKE þekta skófatnaði, í viðbót við gömlu tegundirnar, þar á rtieðal laklcskó, InAMaxti mjög fallega og stcrka. Lárus G. Lúðvígsson, Skóverslun. :...... NÝJA BÍÓ ..........; SADIE | j Stórfenglegur sjónleikur í 9 j þáttum, tekinn af j United Artists með Gloria Svanson í aðalhlutverkinu. j Mynd semj allir ættu að sjá. j Sýnd bráðlega. SOFFÍUBÚÐ Stór útsala stendur nú yfir hjá okkur 20-50°|0 afsláttur gefinn af öllu. Komið meðan nógu er úr að velja Allir þekkja nú SOFFÍUBÚÐ Kvikmyndir. SADIE. Gloria Swanson er með allra fræg- ustu leikkonum heimsins. Hún cr af sænskum ættum, en fædd i Ameriku. í mynd þeirri, er bráðlega verður sýnd í „Nýja Bíó“ leikur hún eitt hið allra besta hlufverk sitt, enda hafa henni farist svo orð, að hún vildi hélst mega leiká Sadié- ált líf sitt. Myndin gerist á Suðurhafseyj- unum. Það er rigningartimi, og vatn- ið streymir óaflátaníega af himnin- um yfir kókospálmana og raka jörð- ina. Hitinn og regnið æsa hinar dýrs- legu hvatir náttúrunnar og gjöra mennina hálf brjálaða. Hinar þjettu hitabeltisskúrir eru í myndinni tákn hinnar sterku þrár jarðarinnar og efni myndarinnar hinn eilifi sigur efnisins yfir andanum. Sadie Tomp- son er ung stúlka frá lastahverfinu í San Francisco. Hún er á leið til Apía, þar sem hún hefir von uin stöðu. Með henni á skipinu eru trú- boði að nafni Hamilton ásamt konu sinni og tveir aðrir farþegar. Trú- boðinn hneikslast strax á framferði hennar á skipinu og tekur að þruma yfir henni. Ber það heldur lítinn á- rangur. Þegar komið er á Suðurhafseyjuna Pago eru þau öll sett í sóttkví vegna bölusóttar. Gengur nú trúboðinn svo langt, að hann vill láta senda Sadie aftur lil San Francisco, þetta gerir hann þó ekki eingöngu vegna þess að hann vilji.forða öðrum frá henni, heldur er hann nú orðinn hræddur um sjálfur að falla fyrir freisting- unni. Sadie, sem í rauninni er ágæt stúlka, þó hún sje ljettúðug og kát, vill með engu móti hverfa aftur til ,síns fyrra lífs Qg leitar. hjálpar hjá vini sínum liðsforingjanum Tim Ö’- Hera, sem hún í rauninni ann hug- ástmn. Seinast missir trúboðinn alveg stjórnar á sjálfum sjer og gefur sig freistíngunni á vald. Daginn eftir finst hann í flæðarmálinu, hann hef- ir skorið sig á háls. Myndin endar í lukkunnar vel- standi fyrir Tim O’Hara og Sadie. GUÐLAUSA KONAN. Það vakti geysimikla athygli fyr- ir nokkrum árum, að mál var liöfð- að gegn skólakennara einum i Banda- ríkjunum fyrir það, að hann liafði gefið í skyn, að mennirnir væru komnir af öpum. Lauk því máli svo, að kennarinn var rekinn frá starfi sínu. Dómarinn taldi breytiþróunar- kennningu Darwins hreina villu- kenningu og guðleysingjahjal. Ev- rópumenn voru yfirleitt á einu máli um að fordæma þetta og hafa siðan haft það til marks um þröngsýni Ameríkumanna. Kvikmyndasniliingurinn Cecil B. de Mille liefir notað þetta efni í kvikmyndína „Guðlausa konan“, sem sýnd verður á næstunni i Gamla Bíó. Segir myndin frá æskulýð í skóla einum; sem skifst hefir í tvo and- viga flokka vegna skoðana sinna á trúarbrögðum. Allmargir skólanem- endurnir hafa stofnað með sjer „fri- hyggjumannafjeiag“ og er ung stúlka, Mary að nafni, formaður þess. Fje- lag þetta lætur prenta ávarp, sem fer niðrandi orðum um guðstrúna, en þá ætlar skólastjórinn að skerast i leik- inn. En andstæðingar fjelagsins í skólanum bjóðast til að ganga á milli bols og höfuðs á fjelaginu. Skömmu síðar lendir þessum tveim flokkum saman á fundi og verða á- flog og rýskingar og ung telpa bíður bana. . Aðalforsprakkarnir á fundinum, Mary og tveir piltar, sem lieita Bob og Bozo eru dæmd i 5 ára fangelsi fyrir þetta. Og fangelsið er hreinasti kvalastaður, ekki síst vegna þess að eftirlitsmaðurinn er dýr í manns- mynd og gerir föngunum alt til miska. Fangelsisvistin verður til þess að æsa liatur urigmenrianna til alls þjóðskipulags. Lýsir mestur hluti myndarinnar lífinu I farigelsinu og er meðferðin á föngunum átakanlcg. Þá ber það við, að eldur kemur upp í fangelsinu, og fangarnir, sem eru aðalpersónur leiksins bjarga um- sjónarmanninum frá dauða. Fyrir þetta eru þeir náðaðir og nú hefst nýtt tímabil í lífi þeirra. Cecii B. de Mille hefir tekist svo vel frágangur þessarar myndar, að hún hefir vakið einna inesta athygli allra þeirra mynda, sem komið hafa á inarkaðinn nýlega. Telja erlendblöð nýtt spor inarkað í kvikmyndagerð ineð þesari mynd. Aðalhlutverkin eru leikin af Lina Basquette, Marie Pre- vost, Eddie Quillian, Noah Becry og George Duryea. Alexxander Lecocq hefir samið söngléik einn, sem heitir „Græna eyjan“. Er eyjan cinskonar draum- óraland, þar sein allir íbúarnir cru kvenfólk. — Parísárblaðið „Le Jour- nal“ segir frá annari eyju, sem til er i raun og veru, en gæti borið nafnið „kvennaeyjan" með rjettu. Eyja þessi er í Kyrrahafi og heitir Rapa. Er hún eign Frakka. Hún er ekki nema 15 kílómetrar í þvermál og mestmcgnis bygð kvenfólki. Karl- mennirnir sem þar eru eru taldir einskonar „lieilög dýr“ eins og hvítu fílarnir í Siam eða apisinn i Egypta- landi —r- Fólkið er af lcynstofni Maori- manna og mjög ósnortið af erlendri siðmenning. Ög þar er hreint kvenna- ríki. Konur annast stjórn eyjarinnar og vinna öll störf. Þær eru veiðiinenn og þær heyja strið, en þeir fáu karl- menn, sem þar eru, vinna aldrei ær- legt liandtak og kvenfólkið dekrar við þá á allan liugsanlegan hátt. En ef karlmönnunum leiðist iðjuleysið, er þcim leyft að stága garma sjer til skemtunar. KVENNAEYJAN. ------x-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.