Fálkinn - 25.01.1930, Qupperneq 11
F A L K I N N
11
Yngstu lesendurnir.
Alcirei finst börnunum jafn hress-
fndi að leika sjer eins og á vetrum
Pegar hvitur snjórinn hefir lagst yfir
jandið og ísinn hulið allar tjarnir.
'3á er loftið svo hressandi og heil-
faemt, ryk er hvergi og kalda loftið
leikur um vangana og segir við
krakkana, sem úti eru: Nú skuluð þið
sPrikla duglega, þvi annars verður
ykkur kalt!
Þegar svo stendur á er gaman að
eiga skauta og sleða eða skíði. Því
annars nýtur maður ekki snjósins og
svellsins eins og skyldi.
Sterkur sleöi.
Hf þið eigið ekki sleða, þá getið
Pið smíðað hann sjálfir, strákar, ef
])ið eruð nokkurnveginn laghentir.
°g ekki er ómögulegt að hann pabbi
ykkar vilji hjálpa ykkur eitthvað við
smíðina. Hann verður vist að leggja
iil efnið hvort sem er, og kærir sig
v,st ekki uin, að þið skemmið það.
Þyrirmyndi'na sjáið þið hjerna á
Piyndinni en stærðinni getið þið
ráðið sjálfir. Þið verðið bara. að
PÍuna eftir, að velja sterkar spítur
5 sleðann og ekki kvistóttar. Og svo
verðið þið að láta gjarðajárn á meið-
;,na. Ef þið hafið góða sleðabrekku
°g hæfilegan snjó skal verða nógur
skriður á sleoanum.
Smæstu böriiin verða líka að fú að
vera með.
I bæjum, þar sem barnavagnar eru
notaðir handa ungbörnum, er það
býsna erfitt að koma vögnunuin á-
Þ'am í miklum snjó. Þá er miklu
hentugra að hafa litinn sleða í stað
vagnsins, og slíkan sleða er auðvelt
nð búa til. Þú átt kannske litinn
sleða fyrir, og þá er ekki annar
vandinn en að smíða dálítinn kassa,
likan þeim, sem þú sjerð á mynd-
inni hjer að ofan, ,og sett á sleðann.
Þá hefirðu útbúnað, sem er niiklii
hentugri handa honum bróður þín-
um eða systur en barnavagninn. Þú
verður að haga stærðinni á kassan-
um eftir stærð barnsins, sem á að
vera i honum, en hafa hann þó nógu
stóran, svo hægt sje að hafa í honum
nóg af teppum og koddum.
búa þjer .það til. Að fáu er eins
gaman og að aka fyrir vindi á
skautum, og ef vindurinn er nægi-
legur, er ]>að alveg ótrúlega mikil
ferð, sem liægt er að ná með þessu
móti. Þú skalt varast að hafa seglið
of stórt því þá ræðurðu ekki við
það. Það er hentugra að hafa seglið
minna, og geta haft fulla stjórn á
þvi. Fyrir 12—14 ára gamla clrengi
er mátulegt að hafa seglið 1,35 metra
að neðan, fremri brúnina 1,80 m.
og afturbrúnina 1,05 m. Að neðan og
á fremri brún eru hafðii reirstokk-
ar eins og notaðir eru í keyri og
milli stokkahna þriðji stokkurinn,
dálítið giídari, sem haldið er í. Best
er að fésta stokkana saman með
leðuról, því þú verður seglið sveigj-
anlegra.
Að byggja snjóhús.
Ef þið eruð orðin leið á skauta-
hlaupum og sleðanum þá getið þið
haft góða skemtun af að byggja snjó-
hús, þar sem þið getið skotist inn
og hvílt ykkur þegar þið eruð að
leika ykkur úti. Eskimóarnir i Can-
ada lifa í svona húsum allan vetur-
inn og þegar þeir eru á ferðalagi
byggja þeir sjer altaf hús að kveldi
og sofa í því um nóttina. Það sama
gerði Vilhjálmur Stefánsson land-
könnuður, þegar hann var á rann-
sóknarferðum sínum í Norður-
Canada.
Þið veljið ykkur stað, þar sem
nóg er af föstum snjó og skerið úr
honum kekki, sem eru um 40 x 50
cm. á lengd og breidd og 20 cm. á
þykt. Þið getið notað skóflu eða
langan bitlauSaii hníf til þess að
skera snjóinn. Kekkirnir eru síðan
lagðir í kring, þannig að kofinn, eða
borgin, verði um 3 metrar í þver-
mál. Og svo er haldið áfram, lag eft-
tag, eins og þið sjáið á myndinni,
og altaf lálið mjókka-eftir þvi sem
ofar dregur, alveg eins og borgirnar,
sem fyrruni voru notaðar fyrir fjár-
luis hjer á landi.
Snjóborgin fallgerð.
Þegar horgin er komin upp tek-
urðu hnífinn eða skófluna og skerð
dyr á húsið. Að því loknu tekurðu
brjefarusl og kveikir á því inni i
kpfanum. Við það hitnar svo, að
snjórinn mýkist og þá falla snjó-
kekkirnir betur saman en áður og
rifurnar hverfa. Loks getur þú fágað
kofan að utan með því að fella snjó
upp í rifurnar. Og reynist veðrið
hagstætt þá getur þú átt snjóborg-
ina þína langa lengi. Það er svo
heitt í svona kofum, að Eskimóarnir
lifa i þeim í grimdarfrosti og liður
vel. Og þegar þú verður stór, getur
verið að það komi sjer vel fyrir þig
einhvterntíma á vetrarlagi að kunna
að gera snjóhús til þess að liggja
í yfir nóttina.
Tóta sgstir.
VILTI MAÐURINN HVÍTI
Jm daginn ljest maður nokkur í
Ástraliu, sem lifað hafði undarlegu
lífi.
Fyrir mörgum árum var breskur
liermaður, William Bucley, dæmdur
i útlegð fyrir glæp. Hann flýði á-
samt tveim öðrum föngum. Annar
þeirra var drepinn á flótanum, hinn
var handtekinn, en William komst
inn í frumskóginn og faldi sig. Af
tilviljun fann villimannaflokkur hann
og fluttu svertingjarnir hann með
sjer í kofa sína. William var maður
óvenju hár vexti en sverttingjarnir
lágvaxnir mjög. Nú bjóst William við
því að þeir myndu drepa sig og jeta,
en það fór á annan veg. Þeir tóku
vel á móti honum og gerðu honum
alt liið liesta. Og þannig liðu nokk-
ur ár, að William lifði lifi svert-
ingjanna. Hann stjórnaði þeim i
skærum við nábúana, vann jafnan
sigur og komst í mikið álit meðal
svertingjanna.
En William langaði á burt. Og
eitt kvöld strauk liann úr herbúðum
svertingjanna og komst heilu og
höldnu til hvítra nianna. Hann
liafði þá dvalið meðal villimanna í
23 ár og hafði gleymt móðurmáli
sínu. Bresku yfirvöldin náðuðu hann
og gerðu hann að túlk hjá sjer, því
hann talaði vel mál villimannanna,
en það mál er mjög erfitt.
----x-----
Mustafa Kemal hefir skipað svo
fyrir, að sjerhver kaupmaður, sem
gert hefir sig sekan i hverri þeirri
yfirsjón sem varðar við lög, skuli
festa upp spjald á búðardyrnar hjá
sjer, þar sem ávirðingar kaupmanns-
ins eru skrásettar.
SKRADDARINN FJEKK
PRINSESSUNA.
Ivvenskraddarinn Lucien Lelong í
París fjekk nýlega tigna brúði með
einkennilegu móti. Svo bar við kvöld
eitt, að Dmitri fursti af Rússlandi
kom inn á vínkrá i C’annes. Hann
er mikill á velli, 6 feta hár og herða-
breiður með afbrigðum. Gekk hann
beint að veitingarborði til tveggja
stúlkna, sem þar sátu og velti þeim
ofan af stólunum. Stúlkur þessar
voru báðar rússneskar prinsessur.
Svo tók hann í öxlina á þeim og
vippaði þeim út á götu. — Astæðan
til þessa tiltækis var sú, að furstan-
um þótti staðurinn ekki samboðinn
þessum tignu ungfrúm. — Annari
prinsessunni varð svo mikið um
þetta, að hún hljóp að næsta bekk
og settist þar og fór að hágráta.
Þá bar þar að Lucien Lelong. Hann
settist hjá henni og fór að hugga
hana og þáð tókst svo vel, að áður
en þau stóðu upp af bekknum voru
þau harðtrúlofuð. Og nú er veslings
prir.sessan, sem áður átti ekkert til,
orðin vel stæð skraddarafrú, sem
hefir nóg af öllu og fær dýrindis-
failega kjóla hjá manninum sínum
hvenær seni hún vill.
ANDINN f SÍMANUM
Það har við nýlega í Madrid, að
rithöfundur einn andaðist. Hafði lít-
ið orð farið af honum um æfina.
Viku eftir dauða lians er hringt til
vinkonu hans einnar, sem var leik-
kona. Þykist lnin þekkja rödd hins
látna vinar síns í símanum. Biður
hann hana um að fara heim til sin
og i skrifborðsskúffuna sína, þar
muni hún finna handrit að bók, sem
hann biður hana að koma á fram-
færi. Leikkonan gerði eins og liún
var beðin um. Bókin var gefin út,
með formála eftir leikkonuna, og er
nú mest lesna bókin á Spáni. En
fyrir dauða höfundarins hafði eng-
inn forleggjari viljað nýta handritið.