Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1930, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.02.1930, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA BÍÓ --------- Dutlungar karlmanna. Gamanleikur í 6 þáttum, eftir Elinor Glyn. Aðalhlutverkin leika: Clara Bow Neil Hamilton Afar skemtileg mynd. Nýtt hjer! PROTOS handþurkan. Hentug þar sem fjölmenni helst við. Straumeyðslan óveruleg. ---- NÝJA BÍO --------- Hans eina vörn. Kvikmyndasjónleikur í 10 þáttum, þar sem hinn óviðjafnanlegi Harry Piel leikur aðalhlutverkið. Verður sýnd um helgina. Nií vagga sjer bárnr. Ný plata sungin af Mariu og Einari Markan Hærra minn guð til þin (Einar Markan). Nýjar plötur sungnar af Pjetri Jónssyni: Keisari nokkur mætur mann / Við hafið jeg sat. Hrafninn flýgur um aftaninn. / Svanasöngur á heiði. Dýrð sje guði í hæstum hæðum / Faðir andanna. Öll lögin (tíu) kosta kr 18.00 og eru sencl burðargjaldsfrítt ef greiðsla fylgir pöntun. Ef pöntun er gerð simleiðis, þarf aðeins orðið: »Fálkinn 5«, fyrir öll lögin. Sendum gegn póstkröfu um alt Jand. Hljóðlærahúsið. Austurstræti 1. Símnefni: Hljóðfærahús. Kvikmyndir. HANS EINA VÖRN. Mynd þessi er ákaflega spennandi, regluleg bóCamynd. Leikur hinn ágæti leikari Harry Piel aðalhlutverkið. Söguhetjan er ungur hugvitsmaSur, sem vinnur aS tilraunum sínum all- an daginn. Takast þær loksins fyrir honum og er nú eftir aS gera sjer mat úr þeim, til ()ess jjarf liann aS fá miljónamæringinn Kinley til þess aS kaupa af sjer uppgötvunina. En nú kemur til sögunnar bragðarefur nokkur, sem gerir alt sem hann get- ur til að eyðileggja alt fyrir Harry, jjví svo heitir hugvitsmaðurinn. Bóf- inn ætlar sjer að leika á miljónamær- inginn og hafa út úr honum peninga og unnustú Harrys hefir liann liugs- að sjer að klófesta og slægur er hann en Harry er ennþá slægari og endar alt vel, en meira má ekki segja, því þá verður ekki eins gaman að sjá myndina sjálfa. Mynd þessi verður sýnd i Nýja Bíó um lieigina. -----x----- DUTLUNGAR KARLMANNA. Karlmennirnir geta líka stundum verið dutlungafullir, eða það finst niinsta kosti Elinor Glyn, sem hest- allra kvenna þekkir karimannseðlið. Gladys O’Brian er ung og fjörug, en fátæk stúlka. Vinnur hún fyrir sjer á fjölleikahúsi i New York. Dag nokkurn hittir hún af tilviljun ung- an mann James Gordon að nafni. Hann er umboðsmaður fyrir vátrygg- ingarfélag. Hefir honum verið falið að fá miljónamæringin Paul Turner til þess að tryggja sig hjá fjelaginu og á Gordon að fá 1000 dollara fyrir ef honum tekst það. Gordon slær mikið um sig og iíst Gladys bráðvel á liann einkum af því hún heldur hann sje svo ríkur. Kvöld nokkurt sjer Turner milljónainæringur Gladys á fjölleikahúsinu og verður svo lirif- inn af henni að hann hýður öllu leikíólkinu heim til sín. En svo vill til að sama daginn ætlar Gordon að reyna að fá Turner til að tryggja sig og lendir með í hópiuim. Hittast þau Giadys þá aftur. En það mistekst lieldur með vátrygginguna í þetta sinn, því um kveldið jjegar Turner ætlar að fara að verða hókkuð nær- göngull við Gladys ræðsl Gordon á hann og lumbrar á honum. Lítur nú út fyrir að alt ætli að falla í ljúfa löð með þeim Gordon og Gladys, en þá kemst hún að l>vi, að hann er blá- fáælcur og rýkur lnin þá frá honum í reiði. Líður' nú nokkur tími svo að Gladys sjer ekki Gordon, finnur hún þá, að hún má ekki án hans vera, þó fátækur sje og fer að leita hans. Þegar hún kemur til vátryggingar- fielagsins er henni sagt að hann liafi verið rekinn þaðan vegna fram- komu sinnar við miljónamæringinn, en henni er lofað að hann geti kom- ist að aftur ef lionum takist að fá Turner til að tryggja sig hjá fjelag- inu. Hugsar hún sjer að reyna sjálf hvað hún geti og fer þangað sem Turner á lxeima, en þá vill svo til að unnusta hans er þar stödd ásamt móður sinni og vill Turner með engu móti hleypa Giadys inn svo hún skríður inn um glugga. Til þess nú að alt komist ekki i hál og brand milli hans og kærustunnar þorir Turrier ekki annað en skrifa undir tryggingarskjölin. En i því kemur Gordon þar að og ætlar að biðja fyr- irgefningar fyrir kinnhestinn, verð- ur honum svo mikið um jjegar hann sjer Gladys þar að hann gleymir sjer og ræðst aftur á Turner. Ekki nóg með það, þegar hann fær peningana fyrir vátrygginguna kemur hann öskuvaðandi til Gladys og hendir þeim í hana og þykist ekkert vilja hafa með slíka blóðpeninga að gera, þá er það að unnusta Turners skerst í leikinn og getur sannað honum sak- leysi Gladys. Og endar svo alt með prýði. Mynd þessi verður sýnd i Gamla Bíó á næstunni. ----x----- Fjehirðirinn i spilavítinu i Monte Carlo hefir nýlega kvænst konunni sinni í þriðja sinn. I;'yr.st skildu þau vegna þess að hún hafði verið hon- um ótrú. í næsta skifti var það hon- um að kenna að þau skildu. Nú eru horfur á, að þau hangi saman það sem eftjr er æfinnar, enda er hann orðinn 72 ára gamall og hún G7. Dóinkirkjan í Lucera, ein af feg- urstu kirkjum í ítaliu, bygð á 14. öid, er komið að hruni. Hefir vatns- rensli jetið hurt jarðveginn undan henni, svo að undirstaðan er farin að hrynja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.