Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 2

Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 2
2 F 1 L K I N N ------ GAMLA BÍO ----------- Hvltir Indfánar Paramaunt-kvikmynd í 7 þáttum eftir Lloyd Injfram. Aðalhlutverk í þessari mynd leika: FRED. THOMSON og hesturinn hans hvíti SILVER KING Verður sýnd bráðlega. Nýtt bjer! PROTOS handþurkan. Hentug þar sem fjölmenni helst viö. Straumeyöstan óveruleg. W h. ALLIR KARLMENN, sem vilja ganga vel klæddir til fótanna, ganga eingöngu á skóm og stígvjelum meÖ þessu merki. Við höfum nú ný- fengið nýjar tegundir af þessum al- þekta skófatnaði, í viðbót við gömlu tegundirnar, þar á meðal lakkskó, mjög fallega og sterka. Lárus G. Lúðvígsson, Skóverslun. •OWITZ-MAHW 13» <S® ------ NÝJA BÍO ------------ Stolna brúðurin Kvikmyndasjónleikur í 7 þáttum. Aðalhlutverkin leika hinir al- kunnu kvikmyndaleikarar: BEN. LYON og BILLIE DOVE. Sýnd bráðlega. SOFFÍUBÚÐ (S. Jóhannesdóttir.) Vefnaðarvöru- og fataverslanir. Austurstræti 14 (beint á móti Landsbankanum). REYKJAVÍK og á ÍSAFIRÐI. Allskonar fatnaður fyrir konur, karla unglinga og börn. Fjölbreytt úrval af álnavöru, bæði í fatnaði og til heimilisþarfa. Allir, sem eitthvað þurfa, sem að fatnaði lýtur eða aðra vefnað- arvöru, ættu að lita inn i þess- ar verslanir eða senda pantan- ir, sem eru fljótt og samvisku- samlega afgreiddar gegn póst- kröfu um alt land. Allir þekkja nú SOFFÍUBÚÐ. Kvikmyndir. hefðu forlög þeirra orðið augljós, ef Fred hefði ekki komið til hjálpar. Hestur hans, liinn frægi „kvik- myndaleikari" Silver King, nagar af honum böndin og kemst Fred með sínum mönnum á vettvang áður en það er orðið of seint og bjargar Baxter — og dóttur hans. Þarf varla að taka það fram að það verða hjón úr þeim. Myndin er mjög vel tekin — af Paramount — og Ieika Fred Thom- son, Nora Lane og svo klárinn frægi aðalhlutverkin. „Hvítir Indiánar" verður sýnd í GAMLA BÍÓ á næstunni. STOLNA BRÚÐURIN. Eins og nafnið bendir á, er það ástarsaga, sem kvikmynd þessi segir frá. Gamall olíulinda-eigandi, Gor- don Kane vill ólmur eignast lindir, sem Boris prins á, en prinsinn, sem er ástfanginn af Marcíu, dóttur Kanes, gerir það skilyrði fyrir söl- unni, að hann fái dótturina í kaup- bæti. En Marcía hefir megnasta ó- geð á prinsinum; hún er heitin ung- um og fríðum manni, Wallace Mc- Kensie verkfræðingi. — Loks lætur hún tilieiðast, að giftast prinsinum, því að hún hefir ástæðu til að ætlt, að McKensie sje dáinn; hún hefir ekki fengið brjef frá honum langa lengi og loks keinur símskeyti un; að hann hafi beðið bana við spreng- ingu. Þau eru gefin saman, Marcia og prinsinn. En rjett á eftir keinur verk- fræðingurinn bráðlifandi fram á sjónarsviðið. Það kemur upp úr dúrnum, að Gordon Kane hefii stungið brjefum hans til dóttur sinn- ar undir stól og sjálfur búið til logna skeytið um að verkfræðingurinn væri dáinn. Þykist hún nú illa brögð- um beitt en fær ekki að gert. En McKensie sleppir sjer út í næturlíf og slark til þess að eyða harmi sin um. Gamall vinur Marciu einsetur sjei að hjálpa þeim Marciu og verkfræð- ingnum saman og það tekst að lok- um, eftir að Marcia er orðin svc> örvílnuð í sambúðinni við prinsinn, að hún hefir einsett sjer að stytta sjer aldur. Prinsinn neyðist til að gefa eftir hjónaskilnað og unnend- urnir ná saman eftir miklar raunir — eins og sögulok eru í flestum ameríkönskum kvikinyndum. Kvikmyndafjelagið First National hefir tekið myndina og er hún leik- in af úrvals leikurum. Hlutverk Mar- ciu leikur Billie Dove en verkfræð- inginn leikur Ben Lyon og prinsinn Montague Love. Mynd þessi verður sýnd bráðlega á Nýja Bió. HVÍTIR INDÍÁNAR. Sagan, sem mynd þessi byggist á, gerist i Ameríku endur fyrir löngu, þegar landið var sem óðast að byggj- ast hvítum mönnum. Lýsir hún hætt- um þeim og erfiðleikuin, sem hinir hvitu landnemar áttu við að stríða, ekki síst árásum Indiánanna og hvitra bófa, sem ljetust vera Indíánar og notuðu gerfi þeirra til þess að ráð- ast á landnemana og gera þeim svo mikið tjón, sem þeir gátu. Aðalpersóna leiksins er Fred Madi- son, ungur vaskleikamaður, sem er fylgdarmaður landnemavagnanna vestur um eyðisljettur Bandaríkjanna. I einum næturstaðnum hittir hann landnema einn, Jason Baxter og dóttur hans. Eru þau á vesturleið. Gestgjafin á staðnum er þorpari og er í sambandi við ræningja, sem hafast við vestur i óbygðunum og ráðast á ferðamenn. Sjer hann að hann get- ur ekki komið neinu fram við Baxter meðan Fred er með honum og því lætur hann flugumenn sína taka Fred og binda. Baxter heldur áfram vest- ur og lendir i klóm ræningjanna, og ----X---;- Dómsmálastjórnin i Kansas hefir samþykt að veita Fredrick A. Cook norðurfara uppgjöf saka og láta hann lausan úr fangelsi. Var hann dæmd- ur til 15 ára innisetu fyrir fjeglæfra, sem voru þannig vaxnir, að hann seldi hlutabrjef í steinolíunámum, sem hvergi voru til. Hann hefir setið i fangelsi i 5 ár, en hefir nú komið frarn með ný gögn er sanna, að hann liefir verið dæmdur of þungt. ' ——x—-- Stúlkurnar í New York eru tekn- ar upp á því, að bera húsdyralykil- inn sinn í sokkabandinu. Einhver kvikmyndadísin hafði lekið upp á þessu, og þegar rnyndin kom fyrir almenningssjónir stóð ekki á því, að það yrði apað eftir. ----x---— ■ Japanskur læknir segist liafa fund- ið ráð til þess að breyta hörunds- lit fólks. Hann segist vel geta gert alla svertingja alhvíta og Kínverja rauða. ----x----- I dagbók Clemenceau’s stehdur á einum stað þetta: Bretland er frakk- nesk nýlenda, sein komist hefir á glapstigu. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.