Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 M á I n i n g a- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. »MÁLARINN<< Reykjavík. Diirkopp’s Saumavjelar handsnúnar og stífínar. Versl. Björn Kristjánsson. Jón Björnsson & Co. Pósthússt 2 Reykjavík Simar 542, 254 og 309(framkv.stj.) Alíslenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiðanlegri viöskifti. Leitið uyplýsinga hjá næsta umboðsmanni. 3E1 Aðeins ekta Steinway- Piano og Flyoei bera þetta merki. Einkaumboðsenn: Sturlaugur Jónsson & Co. 3BBRF :IE Túlípanar fást í Hanskabúðinni. Fálkinn er víðlesnasta blaðið. er besta heimilisblaðið. Hnrbrotaklnbburinn. Eftir WILLIAM LE QUEUX. Frh. húin, og við, vinir mínir, erum hjer saman safnaðir í kvöld, til þes að ákveða þau nán- ar í öllum smáatriðum. Upphæðin, sem um er að ræða, er mikil — yfir miljón pund i enskum peningum — en áhættan hinsveg- ar ekki mikil. —Einnig er annað atriði í þessu máli, sem getur orðið oss til hagnaðar.. Grikk- inn greiðir verkamönnum sínum kaup mán- aðarlega. Hinsvegar hafa þeir rjett til að fá gjaldfrest á nauðsynjum sínum í vissum söluhúðum — sem hann á auðvitað sjálfur -— og greiða svo skuldir sínar þegar launa- dagur kemur. En launafjeð er tekið út úr banka í Mosul á ákveðnum degi og nemur alls 150.000 pundum í hvert skifti, en Hal- niene lávarður og jeg höfum ákveðið að komast yfir þetta í'je. Og það verður gert á einfaldan hátt. Síðasta föstudag í hverjum niánuði kemur gjaldkerinn í hankann í Mosul á hifreið og eru tvær aðrar bifreiðar > för með honum. Til þes að verjast árás- um frá liendi Bedúína, eru vjelbyssur liafð- ar á einum vagninum, og allir mennirnir á vögnunum eru vopnaðir með rifflum og' skammbyssum. Á einum stað á leiðinni þar sem vegurinn er mjór og liggur gegn um skarð eitt, munum vjer sitja fyrir þeim. Vjer munum ekki einungis hafa nokkrar vjelbyssur, heldur auk þess tvær fallbyss- ur, og síðan tökum við gullið frá heiðingj- unum — þetta gull, sem tilheyrir mjer að rjettu lagi. — En nú eru olíubrunnarnir langt hver frá öðrum, hjer um bil 20 mílur, svo að oss verður nauðsynlegt að finna slungin ráð til þess að geta ráðist á þá alla í einu, þann- ig, að ekki sje unt að fá hjálp frá stjórninni, því liún myndi þegar í stað senda flugvjel- ar, sem mundu kasta á oss sprengjum. Til þess að finna góða aðferð til að eyða öllum olíulindunum samtímis, er Hugh Valentroyd, sem er hraustur foringi úr hreska liernum hingað kominn í kvöld. Hann er einn af oss. Halmene lávarður liefir ábyrgst hann, og injer er það æra að geta kallað lávarðinn vin minn og velgjörðar- mann. Nú mun jeg sýna lierra Valentroyd uppdrættina, sem við liöfum náð í frá stjórn- arskrifstofunum, en á þá eru vandlega mörk- uð olíusvæðin ásamt nákvæmum fjarlægð- um og jarðvegstegundum og öllu, sem vita þarf, og hr. Valentroyd mun upplýsa oss um alt, sem frekar er þörf á. Þú, Mustapha, sem liefir verið svo lengi í ófriði, munt veita öllum hendingum hr. Valentroyd ná- kvæma eftirtekt, og hlýða fyrirskipunum lians skiljTðislaust. Gamli sheikinn leit til Mustapha Din, en hann kinkaði kolli alvörugefinn og svaraði: Það gleður mig að sitja hjer við fætur foringja míns og vinar, Ilugh Valentroyd. — Vel er það, svaraði sheikinn, — því sig- ur verður aðeins unninn með skilyrðislausri hlýðni og einlægri trúmensku. Nú eru nokkr- ar fámennar hersveitir er tilheyra emírnum og gæta olíúhrunnanna. Emírinn fær laun frá hresku stjórninni fyrir að gæta alls hjer- aðsins með hervaldi, en liann er maður á- gjarn og liinn raunverulegi her lians er ekki meiri en tiundi hluti þess, sem honum ber að liafa og tekur gjald fyrir. Til þcss er ætl- ast, að við hvern hrunn sje minst 1000 manns en í raun og veru eru þar í mesta lagi 100 menn. Svo þegar eftirlit skal fram fara, safnar emírinn í snatri að sjer óvöldum mönnum — Allah skal vita, að það er lítill vandi að safna saman hermönnum lijer í landi. — Þegar því umsjónarmaður stjórn- arinnar kemur, sjer liann talsverðan lier sam- ankominn, en ef hann biði einum degi lengur eða kæmi óvænt aftur, sæi hann ekki annað en fáa illa launaða gamla menn og nokkur illa húin úrhrök i hers stað. Skrifað stendur, sonur: „Þú getur ekki hygt fílabeinshöll, án þess að höggva skarð í eignir þínar“ — og þetta er orð og að sönnu, Yusuf emír á margar hallir og stórt er kvennabúr hans, — en her hans er lítill. Til þinna umráða, sonur, eru 200 menn, og nógur og meir en nógur útbúnaður handa þeim. I vopnabúrinu eru enn 3000 riflar frá Japan, og meir en miljón hleðslur af skot- færum. Einnig eru til tvær enskar fallbyssur sem taka 18-punda kúlu og skotfæri nægileg í þessar tvær fallhyssur. Einnig er til gnægð af ágætu sprengiefni, senv kallað er „T.N.T.“, en þetta efni þekkir enginn almennilega hjer i landi. Þannig skeði það, að tveir ungir menn úr liði Mustaplia, sem annars liöfðu vit á stórskotum, gerðu tilraunir með efnið en hafa gert einhverja hræðilega yfirsjón - og eru ekki lengur til. — Af þessu sprengiefni eru til átta kassar, sem voru teknir af hermönnum Ahdullah dómara rjett eftir ófriðinn í misgripum fyrir eitthvað enn þá verðmætara. Þá varð vinur minn Abdullah vonsvikinn, en Allali sje lof fyrir að liafa þar einmitt lagt upp í hendur vorar meðalið til að eyðileggja óvini vora. I dag er fimtudaglir og eftir átta daga eigum við að framkvæma verk okkar, þvi þá er síðasti föstudagur mánaðarins. Þangað til munt þú, sonur, leggja fram ráð þin til þess að eyða olíulindunum og vinur minn Mu- stapha mun framkvæma verkið. Það verður að gera sama dag og á sama tíma sem ráð- ist verður á vagnana, er gullið flytja frá hönkunum í Mosul. Jeg mun leggja fyrir þig öll drög, er þú þarft á að lialda, sonur, og þú nuint ílniga málið og láta vita hvern þann okkar, sem hjer verður viðstaddur meðan þú eit við verk þitt. Jeg liefi lokið máli mínu, og megi Allali greiða götu okkar ef við verð- skuldum blessun hans. Gamli maðurinn ljet hið virðulega liöfuð sitt síga niður á hringu og sat þannig þögull í nokkrar mínútur — en enginn við staddur rauf þögnina. Þegar hann loks lyfti höfði aftur, var það Abdullah dómari, sem fyrstur tók til máls og mælti: — Það er orðið áliðið og vinur okkar hefir ferðasl liratt og langt og það er sanngjarnt, að liann fái að sofa og livíla sig. Vilt þú,> faðir, fá lionuni úppdrættina nú, að lionum gefist tækifæri til að atliuga þá, hvenær sem honum lientar hest? Jti Síðustu orðunum var beint til Ihn-el-Said,l sem reis þegar úr sæti sinu, gekk yfir þvert gólfið og tók þar úr horni einu leðurtösfcuy sem hann opnaði og tók úr henni skjala-1 höggul. AövA — Hjer eru uppdrættirnir, sonur, möelti> liann og rjetti þá að Hugh. — Þú skalt' lesa

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.