Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N Vandlátar húsfreyjur kaupa Laufás- smjörlíkið. KROSSGÁTA nr. 53 <$> 1 2 3 4 5 fgg 6 7 8 9 10 m 11 3§g 12 m 13 m 14 m 15 16 17 H 18 19 20 m 21 22 23 f§g 24 fgg 25 26 27 m 28 29 fgg 30 31 m 32 1 i 33 f§g 34 f§g 35 36 m fgf 37 38 M. <$> 39 40 m 41 m f§g 42 m 43 44 45 m 46 47 48 f§g 49 50 51 52 11 53 |§g 54 55 56 m 57 m 58 59 | m 60 | 61 62 $g 63 Hf 04 j m 3§g 65 66 m 67 fgf 68 <$> Krossgáta nr. 53 Skýring lárjett. 1 verða rórri. 6 gráta. 12 samning- ur. 14 kastað. 16 fornafn. 18 góðvild- in. 21 gat. 22 likklæði. 24 gogga. 25 gaman. 27 hjegómi. 28 blóm (þf.). 30 glampi. 31 sveit. 32 lækkar í. 34 for- setning. 35 sjá fyrir fótabúnaði. 37 nöldur. 39 kóf. 41. fyrirhöfn. 42 mögl. 44 hátíð. 46 óhreinar. 49 nákomið skyldmenni. 51 æðir. 53 skoran. 54 kjarkur. 55 siglingar. 57 lát. 58 smá- barn. 59 fleirtöluending. 60 i nyt. 63 fóðra. 64 fyrirlitið. 65 vond fæða. 67. rússn. stjórnmálamaður. 68 ásýnd- um. Skýring lóðrjett. 2 er. 3 óupplýstur. 4 mál. 5 band. 7 kærleikur. 8 ráf. 9 útkjálki. 10 helgi. 11 hrisla. 13 matarhirsla. 15 vinna ull. 17 gapi. 19 álfa. 20 áunnin 21 aktýgin. 23 mentastofnanir. 26 óhreinar. 28 sauðaætt. 29 tunguinál(ið). 32 hús- gögn. 33 á fílum. 36 sonur Nóa. 38 ótta. 40 vináttumerki. 43 stór. 45 rnynni. 47 vogur. 48 rof. 50 ganga. 52 deila. 54 steinn. 56 fikt. 58 ill við- fangs. 61 æri. 62 veiðitæki. 64 helgi. 66 greinir (forn.). þá eftir vild og jeg mun tala við þig um þau atriði, sem þú þarfnast skýringar á, eftir morgunverð. Hugli tók við skjölunum og bauð öllum góða nótt, feginn að komast til sængur. Er liann kom til svefnherbergis síns, tók hann að athuga skjölin og sá, að þar var upp- dráttur af hjeraðinu þar sem olíulindirnar voru, og náði yfir liundrað fermílur. Þar voru einnig ýmsir updrættir yfir lindirnar sjálf- ar, og yfir veginn frá Mosul til þeirra, enn- fremur skýrsla um afl og verkanir T.N.T. sprengiefnisins. Hugh var steinhissa. Svo mikið af jafn sterku sprengiefni hefðu ræningjar Abdullah aldrei getað náð í nema einmitt eftir ófrið eins og heimsófriðinn, þar sem geysimikið af sterkustu sprengiefnum var daglega notað. Þetta var kappnóg til að sprengja upp sextíu olíulindir, auk heldur fjórar. Hugh yfirleit allar teikningarnar lauslega og fór þvínæst að sofa. Þegar hann vaknaði morguninn eftir var hann þó nokkrar sekúndur að átta sig á því, hvar hann væri, en þá tók liann eftir því, að sól var hátt á lofti. Hann leit á úr sitt, sem liann liafði sett rjett kvöldið áður, og sá, að klukkan var næstum níu. Hann klæddi sig eftir bestu getu i austurlandabúninginn, hringdi siðan bjöllunni, sem var þar í her- berginu. Ilringingin var ekki fyr hætt en tjaldið var dregið frá og þjónninn frá því kvöldið áður kom inn. Hann byrjaði á því að leiðrjetta þær villur er voru á klæðaburði Hughs, gekk síðan á undan honum inn i salinn þar sem matast hafði verið kvöldið áður. Þar var enginn maður að undantekn- um Ibn-el-Said, sem reis upp úr sæti sínu og bauð Hugh góðan daginn, og sagði hon- um, að hinir væru úti á skemtireið, og væri Mustapha að athuga liðsafla þann, er hann ætlaði að senda á undan þeim til tveggja þúsundanna, sem áttu að fara með þeim. — Hefir þú haft tækifæri til að athuga skjöhn, sonur, spurði Ibn, sem var auðsjáanlega i miklum æsingi. Hugh gat vel skilið hugar- ástand hans eftir að hafa heyrt sögu hans kvöldið áður. Hann vissi, að þessi herför var í augum sheiksins sem hver önnur heilög skylda. Hann vildi ekki deyja fyr en hann hefði gert þessa skyldu sína, rekið harma sinna á óvinum sínum og bætt erfingjum sínum upp missi þann, er hann sjálfur hafði orðið að þola. Já, lief liefi atliugað þau, herra, og það eru fáein atriði, sem jeg vildi spyrja nánar um, svaraði Hugh, og er Ibn kinkaði kolli svo sem til samþykkis, bætti hann við: — Hve margir menn haldið þjer muni raun- verulega vera á verði við hverja lind? - Innan við hundrað, svaraði hinn. — Við höfum haft njósnir af þeim í 4 ár og altaf hefir liðinu fækkað eftir þvi sem þeir urðu minna liræddir um árásir. í fyrstunni var liðsaflinn eins og stjórnin hafði áskilið, þvi bæði grikkinn og emírinn voru hræddir um, að jeg myndi taka til minna ráða, en þar eð langur tími leið, án þess, að jeg bærði á mjer, en greiðslan fyrir þessa vörn þeirra er sú sama, liafa þessir tveir þjófar komið sjer saman um, að pretta stjórnina, og hafa ef- laust grætt á því stórfje. Og þegar svo að því kemur, að jeg hefjist handa, muntu ef- laust geta lesið i blöðunum, að ráðist hafi verið á lindirnar af tiu sinnum meiri her en raun er á. Þá er ekki vafi á því, að fyrirtækið heppnast, svaraði Hugh. Eina stríðið er hve langan tíma það tekur forstjórana á staðn- um að kalla til sín varaliðið, þvi þjer sögðuð vist, að „sýningarhersveitir“ væru kallaðar saman til að blekkja umsjónarmennina. Þær verða alls ekki kallaðar saman, svaraði hinn og glotti. Þeir menn af þeim, sem nokkurs eru verðir, eru minir menn og verða i áhlaupsliðinu. Hugli gat ekki annað en hlegið öðru hvoru, er sheikinn sagði honum frá herafla sínum og æfingum þeim er hann hafði fengið og þvi, hvernig farið væri að því að halda hon- um í skefjum, meðan þeir átu ágætan morg- unverð. Þegar honum var lokið sagði sheik- inn Hugh, að hann myndi ríða með honum og athuga tvöþúsundmannaliðið, sem lá i her- búðum þriggja klukkustunda reið þaðan, og ljest vera þar að íþróttaæfingum, til þess að blekkja þá, sem fram bjá færu, en þar æfðu þeir sig í skotfimi og öðru er til hernaðar lieyrir. Hugh varð þess var, að gamli maður- inn liafði dregið það viljandi að láta hann vita um þessa ferð, til þess að liann gæti notið morgunverðar sins í næði, og þótt þetta væri aðeins smáatríði, jók það enn á ný virðingu Huglis fyrir gamla manninum. Ibn sagði enn- fremur, að Abdulla dómari væri þegar far- inn til þessara lierbúða og myndi hitta þá þar. Eftir morgunverðinn gengu þeir saman út i hallargarðinn þar sem hestarnir biðu og tveir Arabar til að gæta þeirra. Gamli maðurinn benti á afarfallega jarpa hryssu, með forn- legum Arabiskum söðli og beisli, hvort- tveggja prýtt gulli og silfri. Jeg veit, að þú ert hestamaður, sonur, og hefi því valið þessa hryssu i hesthúsi Abdullali handa þjer. Hugh gat ekki annað en dáðst að hryssunni, og svaraði því ekki samstundis. Hann klappaði aðeins hrossinu og ljet vel að því. — Jeg hefi alclrei á ævi minni sjeð fallegra liross, sagði hann. — Hún er þín eign, hjeðan í frá, svaraði gamli maðurinn. Þeir stigu nú á bak, og eins og Hugh hafði búist við, reyndist sheikinn vera ágætur reið- maður. Hann reið á undan Hugh, framhjá afskekktum húsum, hópum af mörgu fje og betlurum, sem fengu ekki að koma inn í borgina sökum einhverra misgerða sinna, framhjá musterinu, sem hinn guðhræddi Mahmoud-el-Tabir hafði bygt fyrir tveim hundruðum ára, sem þakkarvott fyrir bata sinn eftir pestina, og loks komu þeir út í sjálfa eyðimörkina. Gamli maðurinn reið beint áfram yfir sandana án þess að líta til liægri eða vinstri. Hann var á rauðum liesti og var jafnan hálfri hestlengd á undan Hugh. Þjónarnir tveir, sem voru ekki eins vel ríð- andi voru dálítinn spöl á eftir. Gamli maður- inn talaði mjög litið og þegar hann gerði það, virtist það eingöngu vera fyrir kurteisis sak- ir. Loks sáu þeir í f jarska mörg tjöld og menn og hesta á lireyfingu. Þegar þeir nálguðust herbúðirnar og Abdullah dómari kom til móts við þá, tók Hugli eftir því, að eitthvað mikið gekk á. Menn stigu á hestbak og skip- uðu sjer í einliverskonar raðir og er þeir loks komu inn i herbúðirnar, liafði hðið skipað sjer til beggja lianda og var autt rúm á milli, er þeir riðu gegn um. Er þeir gerðu svo, var einhver skipun æpt upp, og allir bermennirn-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.