Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
Yngstu lesendurnir.
Töfrabrögð.
Það getur altaf verið gaman að
bví að kunna smávegis tpfrabrögð,
°g sjertu leikinn í þeim, geturðu bæði
skemt börnum og fullorðnum með
þeiin. En jeg ætla að ráðleggja þjer
eitt, þú skalt aldrei segja frá því á
eftir, hvernig þú fórst að því að
leika listirnar, þá þykir ekki eins
mikið varið í þær og þú getur held-
Ur ekki notað þær lengur.
X '
Peningurinn í hattinum.
Taktu flókahatt, sem þú sjerð á
myndinni. Sýndu áhorfendunum hann
°g láttu þá fullvissa sig um, að hann
sje lieill og engin göt á honum. Settu
hattinn ofan á glas. Á meðan þú ert
«ð laga hann til þess að láta hann
hggja vel undir glasinu laumarðu
finmieyringi undir röndina á glas-
inu, undir hattinn.
Nú gengurðu rösklega eitt skref
afturábak og sýnir fólkinu annan
fiinmeyring og þykist geta kastað
honuin í gegnum hattinn, þannig að
hatturinn hreyfist sama og ekkerl.
hú hreyfir nú hattinn svolítið til
Um leið dettur fimmeyringurinn, sem
var á glasröndinni niðurí glasið.
Allir verða undrandi þegar þú sýn-
ir þeim glasið með fimmeyringnum
°g nú verðurðu að reyna að láta ekki
hera neitt á því þegar þú tekur
seinni fimmeyringinn, sem liggur í
hattinum.
Segulmögnun.
Taktu horðhníf með hægri hendi
og haltu þjett imi hægri handar úlf-
lið með vinstri hendi. Um leið og
þú heldur hægri hendi dálítið ská-
halt niður á við opnarðu með sýni-
legum erfiðismunum hægt og gæti-
lega hendina og allir verða hissa yf-
ir að hann skuli ekki detta.
Petta er aðallega að þakka hinum
mikla krafti, sem þú fjekst með þvi
að grípa svo fast um úlfliðinn —
ef til er það líka dálítið að þakka
vísifingrinum, sem þú, án þess að
nokkuð beri á, þrýstir ofan á skaft-
ið á hnífnum — en sem sagt er það
enginn sem veit það nema jeg og þú
—þú skilur.
Jafnvægislist..
Hver, sem vill getur l\tijg göngu-
staf standa upprjettan á íingurgóm
sjer. En hver skyldi geta leilcið^hið
sama með eldspítu. Enginn. Ju’WtÍdu
nú við. Tálgaðu eldspituna dálíUJg til
í oddinn og stingtu henni svo nimir'í
húðfellingu á þumalfingrinum, serfi'
þú beygir um leið. Þegar þú ert bú-
inn að koma henni vel fyrir rjett-
irðu úr fingrinum, stendur þá eld-
spýtan eftir sem áður í fellingunni,
svo enginn getur neitað því, að þú
hefir leyst þrautina.
Annað bragð.
Legðu einhvern pening á borðið
°íf spurðu kunningja þinn hvort hann
Beti snúið honum við með einuin
fingri. Þegar hann er nú búinn að
^Preyta sig heillengi, þá skaltu sýna
honum hvernig á að fara að því.
Það er nefnilega ósköp auðvelt,
ef þú styður nöglinni á kantinn á
Peningnum og heldur áfram að
þrýsta á þangað til peningurinn
reisist á rönd og veltur um.
Að breyta hnöppum í peninga.
Þetta má gera með dálitilli lægni.
Þú lieldur á hnapp í vinstri lófa. Án
þess áhorfendurnir verði varir við,
laumarðu einhverjum peningi milli
visifingurs og löngutangar á hægri
hendi (X). Þú snýrð vinstri lófa
upp, en hægri niður svo aliir sjái
hnappinn, en enginn peninginn. Nú
tekurðu höndum saman, en stansar
sem snöggvast og lætur hnappinn
renna upp í ermina á hægri liendi.
Að því búnu leggurðu lófana saman
og mælir fram nokkur töfraorð. Þeg-
ar þú opnar hendurnar aftur liggur
peningurinn í vinstri lófa.
Tóta frœnku.
Sagan af jólasveininum.
1.
Einu sinni var jólasveinn, hann
stóð fyrir utan glugga á húsi einu.
1 þessu húsi átti heima öldruð kona.
Fyrir utan húsið voru líka tveir
drengir, sem konan átti. Þeir voru
að henda snjóboltum í jólasveininn.
Annar drengurinn ætlaði að henda
í jólasveininn eins og fyr. En hann
varð svo óheppinn að snjóboltinn
fór i gluggánn og rúðan brotnaði.
2.
En þegar konan sá og lieyrði að
rúðan brotnaði, hljóp lnin út, til að
vita liver hefði brotið hana. Þegar
drengirnir höfðu brotið hana hlupu
þeir burt, svo jólasveinninn stóð
einn eftir, þegar konan kom út. Hún
lijelt þá að jólasveinninn hefði hrot-
ið rúðuna, og stökk á eftir honum.
Hann vissi ekki livað hann átti af
sjer að gjöra, svo liræddur varð hann.
3.
Jólasveinninn stökk á undan kon-
unni, sem fætur toguðu. Hann stökk
á hvað, sem fyrir varð, og konan á
eftir eins og þegar köttur eltir mús.
Jólasveinninn stökk inn ískóg.þangað
sem heimkynni hans var. Þar var
stórt stöðuvatn og þangað stefndi
hann. Þegar þau komu að vatninu
steypti jólasveininn sjer ofan í það
og hvarf. Hjelt konan lieim við svo
húið, án þess að hafa hendur í liári
hans.
4.
Þótti jólasveininum þetta leitt, að
konan skihli láta þetta lenda á sjer,
og hugði á hefndir. Einu sinni þegar
konan var að mjólka, kom jólasveinn-
inn og batt sterku bandi fyrir dyrn-
ar á fjósinu. Svo þegar konan ætlaði
út, nieð fulla fötuna af mjólk, datt
hún um bandið og öll mjólkin heltist
niður í forina.
5.
Nokkru seinna fann jólasveinninn
ref að máli og bað hann um að taka
eina öndina frá konunni. Játti refur-
inn því og lagði af stað. Fór hann
svo að lnisi konunnar, og tók eina
ondina og beit liana á liáls. Þegar
konan lieyrði gargið í öndinni hljóp
hún út til þcsk að vita hvað á gengi.
Sá hún á skolla og stiikk á eftir hon-
um. En hann varð nú heldur fljótari
en hún og hvarf lienni brátt.
6.
Drengir konunnar höfðu farið að
gamni sínu út að vatninu. Þeir klifr-
uðu upp á trje sem stóð á vatns'bakk-
anum, og sátu þeir báðir á sömu
greininni. En svo brotnaði greinin,
en hjekk aðeins við trjástofninn. En
þarna sátu drengirnir og gátu ekki
komist niður. En í þessum svifum
kom mamma þeirra þar að, því hún
hafði verið að elta refinn. En ekki
gat liún hjálpað þeim og varð alveg
í vandræðum.
7.
Tekur hún þvi það ráð að fara til
jólasveinsins og leita á hans náðir.
Kemur liún svo til hans og biður hann
i öllum bænum að lijálpa drengjunum
sinum, því að þeir sjeu í mikilli
liættu staddir. Var hann fyrst tregur
til að gjöra það, en fyrir þrábeiðni
Tækífærisgjafír
Fagurt úrval.
Nýjar vörur. — Vandaðar
vörur. — Láfít verð.
Verslun
Jóns Þórðarsonar.
Vátryggingarf jelagið NYE \
• DANSKE stofnað 186b tekur j
[ að sjer LÍFTRYGGINGAR |
| og BRUNATRYGGINGAR \
• allskonar með bestu vá- •
j iryggingarkjörum.
j Aðalskrifstofa fyrir ísland: j
Sigfús Sighuatsson,
• ■
Amtmannsstíg 2.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
konunnar ljet liann það eftir henni,
og lagði af stað áleiðis til drengj-
anna.
8.
En þegar jólasveinninn kom þar
að, sem drengirnir húka á söinu
greininni, í angist og örvæntingu
klifraði hann upp eftir trjábolnum,
og tók í hendur þeirra og hjálpaði
þeim niður. Drengirnir og mamma
þeirra voru jólasveininum mjög þakk-
lát fyrir þetta. Hjeldu þau svo heim-
leiðis glöð i liuga.
9.
Buðu þau nú jólasveininum heim
til að borða jólamatinn. Þáði hann
það með þökkum. Var nú mikil gleði
heima í húsi konunnar á aðfanga-
dagskvöld. Jólasveinninn varð að
sitja upp á borðinu til þess að geta
borðað með þeim. Svo lítill var hann.
Var nú upp frá þessu mikil ‘vinátta
með þeim og liafa þau jafnan síðan
lialdið þeim sið, að sitja til borðs
saman á hverjum jólum.
Steiminn Ingimarsdóttir.
Japanir, sem eins og kunnugt er
eru litlir vexti, eru að togna. Hag-
skýrslur Japana sýna, að börnin sem
fæðast í Japan nú, eru að meðaltali
21>l- cm. lengri en fyrir mannsaldri.
Meðalhæð 12, ára drengja er 1 cm. og
18 ára pilta 2 cm. meiri en hún var
árið 1907.
Sumum stúlkum er ekki vel við
við að verða útiteknar. Ungfrúrnar í
Paris hafa nú fundið örugt ráð gegn
sólbruna. Þær nota grænan farða á
andlitið, sem varnar fjólubláu geisl-
unuin að verka á hörundið.
-----x----
Ameríku maður einn ákvað i erfða-
skrá sinni, að fæðingarbær hans
skyldi eignast tvær miljónir dollara
að honum látnum, og skyldi fjenu
varið til líknarstarfsemi. Þegar mað-
urinn dó gerði búið ekki nema 1000
dollara. En ef fjeð stendur á vöxtum
til ársins 2178 verður upphæðin orð-
sú, $em ákveðið var i arfleiðslu-
skránni,