Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 7
P A L K I N N 7 Hefnd drotningarinnar. ÞaÖ var áriö 1646. Kristína Svíadrotning hafði afráðið að halda veglegan Grímudansleik í Stokkhólmi og sjálf ætlaði hún að nota gerfi Elísabetar Eng- landsdrotningar. Hún var þá á tuttugasta árinu. Gestunum öll- um var skipað að klæðast bún- ingum þeim, sem voru í tísku V1ð hirð Elísabetar, og allir, sem lolla vildu í tískunni gerðu þetta nieð mestu ánægju. Ýmsir hirð- niann, sem mest voru innundir hjá drotningunni, fengu skipun uw að taka á sig gerfi ákveð- mna enskra hirðmanna, og Harecourt greifi liinn ungi, franskur aðalsmaður sem fyrir ^niáyfirsjón liafði verið gerður landrækur úr Frakklandi, átti að hafa gerfi jarlsins af Essex. Harecourt greifi var talinn niesta eftirlætisgoð lukkunnar. Han var fríður sínum og hinn yaskasti maður og liafði drotn- ingin þvi hlynt að honum á all- an hátt og gert hann að liöfuðs- manni í lífverði sínum. En þó Kristína væri drotning Svíþjóð- ar þá brast hana höfðingslund. Hg greifinn svaraði elcki blíðu hennar á þann hátt, sem henni yar annast. Hann hafði orðið ástfanginn af Elku Steinberg, angri ekkju eftir sænskan stjórnmálamann. Þessvegna tók hann því fálega, að eiga að taka að sjer hlutverk jarlsins af Essex, sem var elskhugi Engladrotnig- ar- Og eftir því, sem hann hugs- aði málið betur, varð honum ó- ijúfara að eiga að taka á sig gtrfi jarlsins. Því fátækur æfin- iýi'ainaður á erfitt með að stand- ast dufl og dálæti drotningar, og Harecourt hafði fulla ástæðu til að halda, að það væri undir lion- nm sjálfum komið hvort hann ’jeldi áfram að vera höfuðs- maður í lifverðinum eða hækka Sv° í tigninni að hann yrði bóndi clro tningarinnar. En þegar komið var inn í janssalinn þóttist liann sann- mrður um, að sjer yrði leikur ‘mm að standast freistingar rotningarinnar. Elka Steinberg, sem áafði gerfi hertogafrúarinn- fr aí Sidney bar af öllum konum • uanssalnum eins og gull af eiri ug úrotningin sjálf, sem var all eitlagin komst ekki þar með aernar, Sem hin liafði liælana. Hari ecourt greifi var öllum stund- 11111 með greifafrúnni en sinti 1 rotningunni lítið. Og eftir borð- •aldið drógu þau sig afsíðis út a svalir, svo þykk dyratjöld urðu milli þeirra og danssalsins. Og hvernig list yður nú á 1 otninguna? spurði greifafrúin. Harecourt brosti: — Kristína urotning af Svíþjóð líkist Elísa- mtu Engladrotningu nákvæm- c8a jafnmikið og frú Lára líkist rotningunni af Frakklandi. Hn brosið dó á vörum hans, þegar rödd, sem han kannaðist ofur vel við, tók fram í og spurði: — Hver er þessi frú Lára? Það var Kristína drotning. Hún hafði staðið hinumegin við tjaldið og Hlustað á samræðuna. Harecourt greifi stóð upp. — Yðar liátign, mælti hann, — frú Lára er tigin kona i París, sem er fræg fyrir það, að hún líkist Frakklandsdrotningu jafnt að því er snertir fegurð eins og göfuglyndi og prúðmensku. Drotningin leit tortryggnislega á hann og fór svo beint til franska sendiherrans, sem stadd- ur var á dansleiknum. — Jeg vil biðja yður um, yðar hágöfgi, að gera mjer greiða. — Jeg er reiðubúinn til þess, yðar Hátign, svaraði sendiherr- ann. — Það er ekki nema smáræði, svaraði hún. — Mig langar að- eins til að vita deili á einhverri frú Láru, tiginborini konu, sem Sendiherrann kvaðst ekki þekkja þá konu. — En jeg skal virðist vera alþekt i París. komast eftir þessu, svaraði hann. Og hann gerði út sendimann til þess að reka erindið og ljet háhn fara af stað til París sömu nóttina. Tólf dögum síðar kom sendimaðurinn aftur með orð- sendingu, sem hljóðaði svo: „Frú Lára er hirðmey, sem hefir orðið hrjáluð. Brjálsemi hennar lýsir sjer í því, að hún beldur að hún sje drotning Frakklands. Hún er öllum stund- um að reyna að líkjast drotning- unni í klæðaburði, málfæri og framlcomu. Hún er jafn mein- laus og hún er lilægileg og allir Parísarbúar hafa hana að skopi og kalla hana skrípamyndina af drotningunni." Kristína drotning steinþagði er liún hafði lesið þetta og grimd kom fram í augnaráði hennar. Eins og margt annað fólk, sem góðum gáfum er búið, gerði liún sig ekki ánægða með andlega at- gjörfi sína, en vildi jafnframt geta sjer orðstír fyrir fegurð. Samlíking Harecourts greifa var því tvöföld móðgun við liana. Hún, hetja Norðurlanda, hafði verið gerð hlægileg af þeim manni, sem hún liafði valið til að leika lilutverk jarlsins af Es- sex á móti henni sjálfri, sem Elísabetu drotningu. — Mannhundur! tautaði hún. — Þú ert vitfirringur en ekki jeg. Svo var henni litið á þessa eft- irskrift: „Þó frúin sje alvegmein- laus i brjálæði sínu, þá álítur fólk þó, að hún mundi verða hræðileg drotning, því liarðlyndi konunnar og drotnunargirni er alveg takmarkalaus, og með- aumkun á liún enga til“. — Gott og vel, hrópaði Krist- ina drotning, um leið og hún fleygði frá sjer brjefinu. — Ef jeg líkist þessari vitfirtu konu í einu, þá skal hann verða var við að jeg líkist henni í fleiru. Á jeg að hafa meðaumkun með þeim manni, sem reynir að gera mig hlægilega? Harecourt greifi bjóst við harðri hegningu eða að minsta kosti stöðumissi. En tíminn leið og það var ekki hróflað við honum. Og bráðum hækkaði hann í tigninni og var gerður að ofursta í lífverðinum, svo að liann fór að halda, að annaðhvort hefði drotningin ekki komist að hinu sanna, eða hún væri svo Ijettlynd að hún hefði fyrirgefið honum. Hin mikla vinsemd drotningarinnar gerði hann sneyptan og iðrandi. Hann fjar- lægðist Elku Steinberg meir og meir, en varð að sama skapi holl- ari drotningunni. Og er drotn- ingin skömmu seinna veitti hon- um ligna nafnbót og gerði liann að yfirkammerherra og síðan að stallara, þá fanst honurn að hann gæti fórnað öllu fyrir liana. Hann var sannfærður um, að liann þyrfti eklci að segja nema eitt orð til að öðlast hina mestu tign, sem drotningin var fær um að veita. Einn daginn fjekk hann boð um, að drotningin vildi tala við liann einslega um einkamál. Elka var þá uppi í sveit. Hann hjelt að nú væri stundin mikla komin og skundaði á fund drotningar. Hún sat í ríkisráði með ráð- gjöfum sínum er liann kom. En undir eins og hann kom inn ljet hún alla ráðgjafana fara út. Ráðgjafarnir lineigðu sig og fóru, en Harecourt fjell á knje og kysti hönd drotningar. Þau þögðu bæði um stund. Þá dró Kristína upp vasabók, henti á skjaldarmerki krúnunnar, sem var greypt á spjaldið og spurði: — Viljið þjer eignast þetta? Og brosið, sem fylgdi orðunum skýrði nægilega hvað hún meinti. Hann fjell að fótum liennar og stamaði: — Já, jeg elska yður jafn mikið og jeg dáist að yður og virði yður. Þjer eruð drotning lifs míns. — Þjer eruð að hlaupa á yður, mælti drotningin og breytti skjót- lega svip. Hann reyndi að standa upp en fjell máttvana á gólfið aftur er hann sá svip liennar. — Loksins! mælti hún kaldr- analega, — loksins er tími hefnd- arinnar kominn. Jeg hefí. beðið hans lengi — lengi! Nú skildist honum hvað í húfi var. Hann stóð upp og slangraði að stól til að styðja sig við. En hún hjelt áfram: — Jeg vissi, að þjer elskuðuð mig. En jeg vildi heyra það af vörum yðar sjálfs. Nú hefi jeg heyrt það og nú er jeg ánægð. Jeg fyrir mitt leyti fyrirlít yður. Eftir dálitla þögn hjelt hún á- fram: — Já, mjer býður við yð- ur. Og þessvegna hefi jeg ausið á yður vegtyllum. Munið dans- leikinn í fyrra. Munið jarlinn af Essex og Elísabetu, sem var svo lik frú Láru. Við skulum leika lilutverk okkar á enda. Enska drotningin hlóð nafnbótum á eftirlætisgoð sitt. Jeg, skrípa- mynd drotningarinnar hefi farið cins að. Og þjer munið örlög jarlsins af Essex? — Hann ljet lifið, svaraði Harecourt, sem nú þorði að líta framan í drotninguna aftur. — Já, Robert Deveriaux, jarl af Essex, dó fjTÍr böðuls hendi. Jeg gæti lika sent yður á högg- stokkinn, því þjer eruð orðinn sænskur þegn. En þjer skuluð lifa. Frú Lára er grimmlyndari en Elísabet. Fyrsti þáttur liarm- leiksins er á enda. En annan þátt eigið þjer að leika einn. Og um leið og liún opnaði liurðina, mælti hún við þjóninn, sem stóð fyrir utan: — Þessi maður er brjálaður og í æði sínu hefir hann vogað að hiðja mín. Farið með hann á vitfirringahælið og hafið stranga gæslu á honum. Tveir varðmenn fóru með greifann úr höllinni og stundu seinna var hann lokaður inni í vitfirringahælinu. Tveimur mánuðum síðar var Elka Steinberg á hraðri ferð til Stokkhólms. Hún hafði heyrt hvað gerst liafði óg leitaði þegar á fund drotningarinnar. — Hvers óskið þjer, greifafrú Steinberg? spurði drotningin brosandi. Greifafrúin hneigði sig. —- Yð- ar Hátign, mælti hún, — jeg bið yður að gefa Harecourt greifa frelsi sitt aftur. Jeg ætla að fara með hann heim til mín, upp í sveit. Við skulum aldrei koma til Stokkhólms framar. — Þjer virðist halda, svaraði drotningin spekingslega, — að veslings gi-eifinn sje með full- um sönsum. En því miður er liann brjálaður. Þjer getið fengið að koma á vitfirringahælið til þess að sannfærast' um það af eigin sjón. Ef þjer haldið fast við ósk yðar eftir að þjer hafið sjeð liann, þá skal jeg veita yður liana. Og hún hló grimdarlega um leið og hún mælti síðustu orðin. Greifafrúin hneigði sig og fór. Stundu seinna kom liún aftur, náföl og með ógreitt hárið. Það var eins og hún hefði elst um tuttugu ár. — Yðar Hátign, mælti hún með titrandi rödd. Jeg endurtek hón mina. Kristína horfði á hana forviða. Ef til vill skammaðist hún sin. Hún reisti hina biðjandi konu á fætur og er hún sá, að augu henn- ar voru full af tárum, kysti liún hana á ennið. Síðan skrifaði hún fyrirskipun um að láta Harecourt lausan. Sama kvöldið ók lokaður vagn út úr borginni og í lionum voru hin göfuga kona og elskliugi hennár, sem nú var orðinn brjál- aður,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.