Fálkinn - 22.02.1930, Blaðsíða 3
FALKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framlcvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Skoðanafrelsið mun aldrei hafa ver-
ið meira en nú í heiminum. Nær dags-
daglega má lesa i blöðunum ýmis-
legt, sem fyrir 50 árum hefði verið
hannfært af ritskoðun, og heyra þá
hluti sagða, sem áður hefðu verið
látnir varða við lög.
Hugsanafrelsi hefir aldrei verið
unt að hefta, en hitt er á valdi lög-
gjafarinnar hve mikið menn mega
láta i ljósi opinberlega af því, sem
þeir hugsa. Og sú skoðun hefir víð-
ast hvar orðið ofan á, að rjettast
v8eri að einstaklingurinn væri látinn
hera siðferðilega ábyrgð orða sinna
eins lengi og unt þætti, því hitt væri
°frelsi, sem alls ekki væri samrým-
anlegt lýðfrelsishugsjón nútímans.
Þetta hefir orðið ofan á í öllum lýð-
ffjálsum löndum. Skoðanafrelsið, eða
frelsið til að láta i ljósi liugsanir sín-
ar> er aðeins heft í rikjum harðstjór-
ar»na, eins og t. d. i Ítalíu og Rúss-
landi.
En öllum rjettindum fylgja nokkr-
ar skyldur. Menn gera sjer ekki vel
’jóst, hve mál- og ritfrelsið er mik-
dsverður rjettur og misnota það —
gleyma skyldunum. Verkin sýna
nierkin. Menn nota þessi mikilsverðu
''jettindi oft og einatt til þess, að
syala sjer .á óvinum sínum með per-
sónulegum rógi, eða til þess að fara
»'ieð bein eða óbein ósannindi um
•nálefni, svo að þau breyti útliti í þá
aB> sem einstaklingur eða flokkur
vill vera láta. Prentfrelsislögin eru
sy° rúmgóð, að segja má, að hægt
sJe að rægja og ljúga eins og hverj-
Um leikur hugur á, þeirra vegna. Og
alinenningur er svo meinlaus, að
hann ]JO]ir þessar hardagaaðferðir
°g hreyfir ekki andmælum.
lil hvers er frelsi og til hvers eru
jag) ef ekki til þess að draga marka-
mur milli þess, sem sæmilegt er og
osoeinilegt? En það er fullreynt að
Pessar nierkjalínur er aldrei hægt að
óraga með eintómum lagabókstöf-
Um. hað er annað, sem dregur þessa
.,nu> í hverju siðuðu þjóðfjelagi og
Pað er almenningsálitið sjálft.
Hversu oft heyrist ekki talað um
eilbrigt almenningsálit, sem er svo
oldugt, að einstaklingurinn verður
a< taka tillit til þess. Almennings-
<* *tið hjer á landi er ekki heilhrigt
Un. Yonandi vegna þess, að það er
iV?iStult s»ðan að það fór að þekkja
k°Hun sína.
Um víða veröld.
----X----
I-IUNDAVINIR. Enska konungsfólk-
-----;------- ið er alt miklir
dýravinir. Einsog allir vita þykir
drotningunni vænst um hunda, og
það þykir þeim í rauninni flestum,
jafnvel Elísabetu litlu prinsessu dótt-
ur hertogans af York. Er hún ný-
lega búin að fá skoskan rottuhund
að gjöf frá „Davíð frænda“ sínum,
þ. e. prinsinn af Wales.
„The Cairn terrier“ er sú hunda-
tegund, sem nýtur mestrar hylli fjöl-
skyldunnar. Er það skosk hundateg-
und ein, sem prinsinn af Wales
flutti inn í landið. Prinsinn hefir
margsinnis hlotið verðlaun fyrir
hina ágætu hunda sína. „Cora“ er
frægust þeirra og er það einn af
hvolpum hennar, sem Elísabet litla
fjekk. Cora hefir ferðast um allan
heim með húsbónda sínum, og ljet
það ekki aftra sjer þó hún fyrir
skemstu eignaðist fjóra hvolpa. En
það varð nokkuð dýrt ferðalag.
Konunglegir smiðir voru látnir
byggja dýrindis hundahús, sem taka
mátti sundur og setja saman eftir
vild; i því var svo Cora flutt ásamt
hvolpum sinum. Prinsinn vildi ekki
skiljast við eftirlætisgoð sitt.
„Snip“ heitir konungshundurinn.
Sagt er að Snip hafi verið ákaflega
utan við sig ineðan konungurinn lá
veikur í fyrra og vildi ekki láta
huggast fyr en hann fjekk að koma
inn í svefnherbergið og konungur-
inn talaði til hans. Nú er hann aft-
ur i essinu sínu og eltir konung hvar
sem hann fer. Georg konungur hefir
altaf verið mesti hundavin eins og
faðir hans og annna voru áður. Áð-
ur en hann komst til valda átti liann
mikið af skoskum fjárhundum og
þóttist mikið af, ef hann hlaut verð-
laun fyrir hunda sína á sýningun-
um. Seinna fjekk hann sjer New
Foundlandshunda.
Hertoginn af York telur hunda
sína skara fram úr öllum öðrum
hundum. Þeir eru af afgönsku kyni,
og gaf Afganistakonungur honum
þá hjer um árið þegar hann var á
ferðinni. Konungi og drolningu
þykir einnig mikið til koma hunda
þeirra er Amanulla fyrverandi kon-
ungur færði þeim.
Meðal annara merkisdýra hresku
konungsfjölskyldunnar er páfa-
gaukur nokkur, sem herloginn og
hertogafrúin af York komu með frá
Ástralíu. Talar hann og hlær bæði
skýrt og skemtilega. Konungurinn
á líka páfagauk, sem rekinn var úr
svefnherbergi konungs meðan hann
lá veikur en kvað hafa látið miklum
gleðilátum þegar hann fjekk aftur
að koma inn.
----x----
Hvernig rithöfundar græða
miljón krónur á ári.
Enski rithöfundurinn Edgar Wal-
lace var blaðadrengur í fyrstu en er
nú miljónamæringur. Hann er sem
stendur mest lesinn allra rithöfunda
og hefir ritað aragrúa af bókum.
Edgar Wallace mun í svipinn hafa
skrifað að minsta kosti 10 miljónir
orða. Hefir hann gefið út um 150
skáldsögur (liann man ekki sjálfur
fyrir víst hve margar þær eru) 12—-
14 leikrit og 200—300 smásögur. Fyrir
utan þetta eru svo kvikmyndaleikrit
og blaðagreinar. Wallace er leikliús-
stjóri lijá sjálfum sjer. Hann stjórn-
ar einnig leikflokki, sem eingöngu
tekur Wallace-kvikmyndir. í viku
hverri ritar hann fjölda greina í
Londonar-tímaritin ýmist um Edgar
Wallace eða veðreiðar. Hann hefir
ákaflega gaman af veðlilaupum og á
sjálfur fjölda ágætra veðhlaupahesta.
Árstekjur Wallace munu vera um
50,000 sterlingspund (1.107.500 krón-
ur) og bækur hans eru þýddar á all-
ar tungur veraldarinnar.
Wallace er fölleitur maður nokkuð
feitlaginn, ákveðinn á svip með augu
geislandi af fjöri. Hann vinnur sam-
kvæmt allra nýustu tísku og er ekkí
lengi að þvi sem lítið er. Fljótastur
hefir hann verið að skrifa bókina
„The Strange Countess“. Ritaði liann
liana á fimm dögum. Byrjaði á fimtu-
degi og endaði á mánudegi. Saga þessi
er 70.000 orð að lengd. Vann Wallace
17 tíma á sólarliring á meðan á þessu
stóð. Las hann hana fyrir liraðritur-
um, sem skiftust á að skrifa upp eft-
ir honum. Kona hans fór síðan yfir
handritið og leiðrjetti það.
„Ef það er einhver, sem langar til
að gefa mjer eitthvað", sagði Wallace,
þá ætti hann að gefa mjer eitt eintak
af „The Strange Countess" jeg hefði
gaman af að lesa hana“.
Hann fer á fætur kl. 4 á morgnana.
En svo mikill liraði er þó óvenju-
legur jafnvel fyrir vorrar aldar
Dumas.
„Jeg hefi tvo mismunandi vinnu-
daga“, segir Wallace", annan stuttan
en hinn langan. Langi vinnudagur-
inn byrjar kl. 4 á morgnana, stutti
dagurinn kl. 10 að morgni. Á heimili
mínu er alt búið undir starf mitt.
Klukkan 10 á kveldin kemur sá er
trúað liefir verið fyrir að gera hreint
í vinnustofu minni. Hreinsar alt og
hleypir inn hreinu lofti og gengur
svo frá öllu að jeg geti byrjað að
vinna að morgni. Kl. 4 er jeg vakinn
með kaffi og hveitibrauði. Jeg er í
heilan klukkutíma að drekka kaffi
og komast á fætur. Jeg held því fram
að enginn ætti nokkurntíma að vinna
með stýrurnar í augunum og hálf-
sofandi.
Klukkan fimm byrja jeg að tala i
hljóðritarann minn og held áfram
með það þangað til klukkan er orðin
7.15. Þá hleyp jeg lauslega yfir morg-
unblöðin. Klukkan 8 kemur skrifar-
inn og klukkutími fer í það, að fara
yfir brjefin, sem komið hafa um
morguninn og svara þeim. Plukkan 9
til 9.30 lield jeg áfram að lesa fyrir
i hljóritarann. Þá borða jeg morgun-
\erð. Klukkan 10 kemur aðalritari
minn og lionum les jeg fyrir blaða-
greinarnar. Um 12 leytið þarf jeg
oftastnær að vera við leiksýningar.
Kl. 1 borða jeg liádegisverð og klukk-
an 2 fer jeg aftur að vinna. Seinni
hluta dagsins eru oft veðreiðar, sem
jeg fer að liorfa á, en jeg kem aflur
lieim klukkan 5 og held þá áfram
vinnu minni. Stundum skrepp jeg i
leikhúsið á kveldin og borða kveld-
verð eftir leiksýningu i Ciro-klúbbn-
um. Klukkan 1 hátta jeg.
Ekki heima hver sem kemur.
Stutti vinnudagurinn má heita sje
ineð sama liætti, þó að þvi undan-
skildu, að þá fer jeg ekki á fætur
fyr en kl. 9%. Jeg læt óviðkomandi
fólk ekki tefja mig. Ritarar mínir
vita upp á hár hverjum þeir mega
lileypa inn til mín og liverja jeg tala
við í símann. Tvisvar i viku geta þeir
komið, sem vilja við mig tala. Flestir
eru það gamlir glæpainenn, sem ann-
aðhvort eru að leita lijálpar eða ætla
að selja mjer æfisögu sína. Það ganga
sögur um það milli þessara manna,
bæði í Englandi og Þýskalandi, að
jeg sje ákaflega örlálur á fje til af-
brota manna, en skrifarar mínir vita
liveð satt er í þessu og myndu lík-
lega segja eitthvað annað.
Jeg get lesið fyrir 1200 orð á 20min-
útum, segir Wallace og jeg hefi einu
sinni lesið fyrir grein, sem var 36,000
orð, á einum degi. Og livað leikrit-
unum mínum viðkemur rita jeg þau
svo að segja eins hratt og ritdómar-
arnir eru að skrifa dómaiia um þau.
„Hringurinn', sem jeg útbjó fyrir
leiksvið og var leikinn lieilt ár i
Lundúnum og þrjú ár á öðrum stöð-
um var ritaður á fjórum dögum. „Al-
manakið" skrifaði jeg líka á fjórum
dögum og „Ógnin“, sem jeg stór-
græddi á varð til á þrem dögum. Jeg
get ekki unnið á annan liátt en þenna
og best þykir mjer að skrifa í Lund-
únum, en þar næst í New York og
Berlín.
5 miljónir bóka á ári.
í fyrra voru seld 5 miljónir ein-
laka af bókum Edgar Wallace og ritr
höfundurinn segir sjálfur, að hanri
haldi vöku fyrir fleiri konum á nótt-
unni en nokkur annar núlifandi mað-
ur. Nú hefir liann ])ó takmarkað,
livað mörg morð hann hefir í hverri
sögu. JÞau mega ekki vera fleiri en
fimm, en þessi takmörkun kemur til
af þvi, að liann fyrir nokkrum árum
hafði verið við leiksýningu á einu
leikrita sinna og voru ekki framin
færri en 7 morð í leiknum.
„Þegar búið var að fremja þrjú
morð fór jeg út“, segir Wallace.
„Mjer var nóg boðið, og nú eru ekki
drepir nema fimm í hverri bók“.
Lögreglan i New York tók nýlega
fasta konu eina, sem lieitir Eva
Townsend og.rak hana umsvifalaust
lieim í sína sveit. Hún liafði ofan af
fyrir sjer með þvi, að láta börn
betla fyrir sig. Sjálf átti hún heima
í ágætri íbúð, hjelt vinnukonu og þvi
um líkt. En á hv.erjum degi ljet hún
aka sjer í sjúkrastól um göturnar;
fjekk hún drengi til að aka stólnum
og taka á móti aurum brjóstgóðra
manna, lianda heuni „mömmu sinni“.
-------------------x-----
í Cuernavaca i Mexikó rjeðist
niannfjöldi nýlega á svertingja einn
og gekk af honum dauðum. Orsak-
aðist þetta af því, að fólkið hafði
heyrt því fleygt, að svertinginn væri
mannæta, og þefði jetið tvær telpur.
Og þá tók fólkið lil sinna ráða og
beið alls ekkí eftir ]iví að rannsakað
væri, hvort áburðurinn væri sannur
eða ekki.
-----x----
Frú Ánnie Locke í Wakefield stóð
nýlega fyrir rjetti og lcrafðist hjóna-
skilnaðar. Áslæðan til þessa var sú,
að maðurinn hennar hafði eitt kvöld-
ið, þegar hann var þreyttur á masinu
i henni tekið flugnaveiðára Og límt
saman túlann á henni, með þeim um-
mælum, að nú gæti liann ekki leng-
ur lilustað á h... . kjaftakvörnina.
Málið liefir vakið talsverða athygli
i Ameríku og þykir benda á liótfyndni
hjá frúnni, því algengt lcvað vera,
að flugnaveiðarar sjeu notaðir svona
þar í landi.
. -----X-----