Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.03.1930, Blaðsíða 3
PÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Pinsen og Skúli Skúlason. t' ramkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðatskrifstofa: Banfcastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. . Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Dlaöiö komur út livcrn laugardag. AskrifiarveríS er kr. 1.70 ú mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Kr.lcmi.is 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglfjsingaverð: 20 anra millimeter Herbertsprenl. Uankastræti 3. Skraðdaraþankar. Vitur maður hefir einhverntíma sagt, að ef enginn guð væri til yrðu niennirnir að eignast hann fyrir eig- lr> tilverknað. Sannast þetta á reynsiu trumþjóðanna, sem gera sjer guði — a* þvi þeir geta ekki án þeirra verið. ,"n guðir þeirra eru bæði góðir og ulir. Kristnar þjóðir trúa á algóðan guð. Kn hversu marga illa guði hafa þær fkki búið sjer til vegna þess að menn- n'nir gátu ekki unnað hver öðrum Spðs. Prá náttúrunnar hendi er jörð- ’n. Paradis, en mennirnir hafa gert jM1® að víti. vegna þess að þeir urðu ®kki sammála uni, að skifta gæðúm hennar á milli sín í bróðerni. Mennirnir eru ótrúlega fúsir á, að gera jörðina að víti. Fyrir nokkrum arum rjeðust þeir óðfúsir i styrjöld, nrapu hverir aðra með lagvopnum, fPrengjum og gasi, sveltu börn svo an þau bera þess aldrei bætur og gamalmennin í hel. Var ófriðurinn hokkuð annað en illur guð, sem menn- *rnir höfðu fengið vöíd til þess að l lla þeim sjálfum? Auðvaldsstefnu, ah'æðisstefnu, þjóðremhingsstefnu — a;t þetta hafa mennirnir skapað af aviskn sinni og oftast nær jafnframt af öfund. Sjálfsbjargarhvötin ér talin ásköp- . niannkyninu og baráttan fyrir lif- lnu aðal verkefni hvers og eins skynj- andi manns. En jafnframt þessum eiginlegleika hafa mennirnir annan, Jafn gagnstaiðan hinum eins og nótt er degi, nefnilega liina blindu sjálfs- eyðingarhvöt, sem stundum hleypur heilar þjóðir og leggur þær að velli. mnudeilur er oftast ekkert annað en sjálfseyðing, aðilarnir viðurkenna J-Jf. að baráttan fyrir því sem um fr harist kosti oft meira en sigur- aunin sjálf, en það sje vegna „prin- eiPsins“ sem barist er. En hver borg- sÁi ? ann herkostnað nema þjóðin jaif — líka sá hluti hennar, sem S ejT^uf ufan við baráttuna. Ratrið og heimskan, sem í mann- '1Urn hýr, eru tignendur hinna illu gnða. Og þegar þetta hvorttveggja r svo ríkt, að guðir þeirra eiði ofjarlar skynsemdar, góðvild- kærleika þá stefnir i voða. Þá j hndast þjóðin og hleypur stjórn- : Ust llt i ófærurnar, hvort sem ferð- 111 kostar inikið eða litið böl. Og ■ v?an er sú sama, hvort sem tveir bióðnoS" eigast við eða heilir Um víða veröld. ----X--- PILAGRÍMAR VILLAST í ársriti f KATAKOMBUNUM. Vatikans- ------------------- ins, er get- ið um liræðilegt atvik er henti píla- grima nokkra ekki alls fyrir löngu. Eins og menn vita liggja undir Róma- borg grafhvelfingar miklar frá hinni fyrstu kristni. Kemur enginn sann- trúaður pílagrimur nokkurntima svo í páfagarð að hann gangi ekki þarna niður. En dauðaríki þetta er ákaf- lega víðáttumikið og ómögulegt að rata þar um nerna fyrir kunnuga. Enda er það talið kraftaverk að pila- grímarnir, sem viltust þarna skuli hafa komist aftur út he.Tu og höldnu 'fylgdarmannslaúsir. Minnir þetta æfintýri einna helst á atvik þau er Conán Doyle lýsir í bók sinni „The lost catacomb" og á „Námur Saló- inons“ eftir Rider Haggard, nerna livað þetta verður að teljast satt. Tuttugu og fimm pílagrímar lögðu af stað fylgdarmannslausir niður i grafhvelfingarnar. Höfðu þeir allir sitt ljósið hver. Pjórir þeirra höfðu auk þess vasaljós. Annars er það sjaldgæft að fólki sje leyft að fara niður í grafhvelfingarnar nema hafa með sjer fylgdarmann, sem er kunn- ur staðháttum, þvi grafhvelfingarn- ar eru hreinasta völundarhús og er hægt að vera að villast þar i fleiri mánuði án þess að finna leið til lífheima. Enda höfðu pílagrímarnir verið búnir að ráða ,fylgdarmann en hann varð að hætta við að fara á síðusu stundu. Einn þeirra, sem áður hafði komið i hvelfingarnar þóttist myndi rata og tók að sjer að vísa hinum leið. Gengu nú pílagrímarnir stundar- korn um langa og krókótta ganga, fram hjá beinag'rindum í þúsunda- tali og töluðu um að fara að snúa við, en þá tekur fylgdarmaðurinn alt i einu eftir því að hann kannast ekki við sig og veit ekkert hvert skal halda. Hinir pílagrímarnir urðu ótta- slegnir mjög eins og nærri má géta, en ákváðu þó að halda áfram. Gengu þeir svo tímum saman. Ljósin slokn- uðu hvert af öðru og áður en langt um leið voru vasaljósin eydd. Vonin um að finna uppgönguna dofnaði altaf. Ógurlegur ótti gagntók pila- grímana. Hvernig færi svo sem þeg- ar vasaljósin dæju og þeir yrðu að ráfa þarna um gangana i kolniða myrkri? Það fór að líða yfir pila- grimana hvern á fætur öðrum og urðu þá hinir að bera þá. Þannig hjeldu þeir áfram. Alt i einu slokn- aði á báðum vasaljósunum, sem eft- ir voru, geymarnir voru tómir, pila- grímarnir reikuðu nú um i svarta myrkri. En þá gjörðist kraftaverk. Einn pilagrimanna tók alt í einu eftir svo- VIOLET CODE. í síðásta blaði birtum vjer mynd af þeim íslend- mgi, sem mestuin orðstir hefir náð fyrir kvikmynda- leik. Hjer birtist mynd af íslenskri konu, sem fræg er orðin vestan hafs bæði fyrir kvik- myndaleik og fyr- ir söng, Violet Code. Violet Mariné Code er dóttir Hjartar Lárusson- ar hljómlista- manns í Minne- apolis og konu bans, sem einnig er íslensk. Flutt- ist Hjörtur vestur þrettán ára gam- all og hefir nú um langt skeið átt heima í Minne- apolis og verið hljómleikari í hljóðfærasveit stærsta söngleik- hússins þar i borg. Eiga þau bjónin þrjár dæt- ur. Violet Marine lagði í æsku stund á söng og reynd- ist hafa frábæra sopranrödd, víð- feðma og sterka. Tók nám hennar stuttan tiraa og að því loknu fjekk hún þegar tækifæri til að komast á leiksviðið. Einn af fyrstu söngleikj- unum sem hún fjekk aðalhlutverk i, gekk meira en heilt ár samfleytt. Sið- an hefir hún jafnan sungið á ágæt- ustu leikhúsum, einkum i New York og Chicago og er nú orðin fræg sem söngkona um öll Bandaríkin. Jafn- framt hefir hún sungið mikið fyrir útvarp og eru fáar söngkonur eins eftirsóttar til þess um þessar mundir eins og hún. lítilli glufu upp i þakinu langt fram undan. Var gengið þangað og komu þeir að löngum járnstiga, sem lá upp i ræfur. Yfir munnanum lá steinn einn allmikill og tókst pílagrímunum ineð mestu herkjubrögðum að ryðja honum frá og komast upp. Þegar þeir fóru að litast um koinust þeir að raun um að þeir voru staddir í kirkjugarði einum í útjaðri Róma- borgar. Nokkrum metruin frá stað þeim, sem pílagrímarnir koinu upp lá gömul kona á bæn fyrir framan minnismerki. Brá henni svo við þegar hún sá mennina tinast upp úr jörðinni að það steinleið yfir hana og varð að flytja hana á sjúkrahús. Pilagrimarnír komu upp nákvæm- lega 5 kílómetrum frá þeim stað, sem jieir höfðu farið niður. * -----------------x—— DRAUGA- Á Friðriksborgargötu i SAGA. — Kaupmannahöfn býr --------- gamall stúdent með ráðs- konu sinni i þriggja herbergja íbúð. K.völd eitt voru þau bæði stödd í eld- húsinu. Þá slokna alt i einu ljósin og þau lieyra 10 skot. Síðan kviknar aft- ur á Ijósunum og sjá þau þá spítna- hrúgu á gólfinu. Nú var stúdentin- um nóg boðið; hann þýtur út á götu og nær þar í nokkra bifreiðarstjóra, sem fara inn með honum og kanna liúsið, en ekki finna þeir nokkurn mann. Fara þau stúdentinn og ráðs- konan burt með þeim og læsa íbúð- inni en koma þangað 3 timum seinna. Var þá alt á ringulreið í herbergjun- um, stólar liggjandi á gólfinu og öllu umturnað, en uppi á slagliörpúnni Violet Code er gift leikaranum og söngvaranum Charles Lawrence og hafa þau leikið saman i ýmsum söng- leikjum. Fálkinn hefir átt kost á að sjá fjölda af blaðadómum um þessa góðu söngkonu, úr ýmsum blöðum vestan hafs og er farið mjög lofsamlegum orðum um hana. Og það er tekið fram um hana, að hún sje íslensk, svo að landinu er sómi að henni og er senni- legt, að hún hafi, þó eigi hafi verið með öðru en eigin framkomu sinni, orðið til þess að auka skilning er- lendra þjóða á íslandi og íslend- ingum. stóð einn stóllinn á einum fæti. Faustinus „galdramaður“ hefir verið fenginn til að rannsaka þetta mál. Þóttíst liann i fyrstu geta ráðið gát- una, en hefir nú gefist upp og segist ekki geta gert sjer neina grein fyrir hvernig á þessum undrum standi. — En svo upplýstist það að lokum að kunningjar stúdentsins höfðu gert honum þessa skráveifu. ---x----- í Daytona Beach í Florida er ver- ið að reisa minnismerki og á að letra á það nöfn allra þeirra, sem sett hafa met i bifreiðarakstri á ökubrautinni þar. Efst verður nafn Frakkans Chasseloup-Laubat, sem gerði allan heiminn agndofa með þvi að aka 78 km. á klukkutímanum. Síðan hafa 25 menn yfirstigið þetta met í Daytona Beach, alls 31 sinni. Meðal þeirra eru Barney Oldfield, Ralph de Palma, Tomniy Milton og Henry Ford. Kapp- aksturinn í Daytona Beach varð heimsfrægur árið 1927 þegar Eng- lendingnum sir Henry Seagrave tókst að aka 400 km. á klukkustund. Síðan hefir hann hækkað þetta met upp i 462,7 km., eftir að Malcolm Campbell og Ray Keech höfðu yfirstigið fyrra metið. ---x----- Síðan Tyrkir fóru að nota latínu- letrið og læra að lesa hefir ný upp- gangsöld byrjað hjá blöðunum þar í landi. Tyrknesku blöðin áttu fyrr við mjög erfiða aðstöðu að búa, en nú eru þau sem óðast að stækka brot- ið og kaupendum fjölgar dag frá degi. ■ ----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.