Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1930, Síða 2

Fálkinn - 10.05.1930, Síða 2
2 P A L K I N N OAMLA BÍO Blektur. Sjónleikur í 8 þáttum Aðallilutverk leika: Emil Jannings, Ester Ralston og Gary Cooper. Sýnd bráðlega. PROTOS handþurkan. Hentug fyrir sjúkrahús, banka og stofnanir, þar sem fjölmenni hefst við. Handklœðin sparast. Straumeyðslan óveruleg. Upplýsingar hjá raftækjasölunum Vor- og sumarsköfatnaðnrinn er kominn, úrvalið niikið og verðið lægra en í fyrra. — Ivomið og skoðið, það margborgar sig. Lárus G. Lúðvígsson, Skóverslun. NÝJA BÍO Konan i tnnglinn. Æfintýramynd í 12 þáttum. Aðalpersónurnar eru: Willy Fritsch, Gerda Maurus og Fritz Rasp. Vísindalegur aðstoðarmaður er: Prófessor Oberth. Sýnd bráðlega. Peysufatakápur, Kjólkápur, Regnkápur, Eftirmið- dagskjólar, Golftreyjur og Jumper. Alklæði frá 9 kr. mtr. og alt til peysufata, Upphlutsilki og alt til upphluta, Kasmirsjöl tvöföld og einföld, Tvílit Sjöl. Silkisvuntur, Slifsi. Karlmanna-alklæðnaðir. Blá Cheviot föt fyrir fullorðna frá 58 kr. Blá Cheviot föt fyrir unglinga frá 48 kr., Reiðjakkar, Reiðbuxur, Sportpeysur, Sport- buxur. Álnavara til þeimilisþarfa, Sæng- urveraefni, Lakaefni frá 2.90 í lakið, Morgunkjólatau, Tvisttau, Flonel, Sængurdúkur, Ljereft, fjöldi teg. og önnur álnavara við allra hæfi. — Öllum sem reyna þykir gott að versla við S. Jóhannesdóttir SOFFÍUBÚÐ. Austurstræti 14. Reykjavík beint á móti Landsbankanum. Kvikmyndir. BLEKTUR. ’ Emil Jannings er listamaður af Guðs náð. Hvert einasta hlutverk, sem hann ieikur verður svo lifandi og mannlegt í höndum hans að allir verða gripnir. Enda er hann nú tal- inn mestur kvikmyndaleikari heims- ins. 1 mynd þeipri, sem Gamla Bíó sýnir á næstunrii Ieikur Jannings borgnr- stjóra nokkurn, glaðan og góðan karl, sem á unga og laglega konu. Til aiirar ólukku hefir konan verið heit- bundin ungum listamanni áður en hún giftist og ann honum eftir sem áður. André, hinn fyrverandi unnusti hennar getur heldur ekki gleymt henni og heimsækir hann þau hjón árlcga, enda þótt henni sje þetta mik- ið um geð, því hún vill ekki bregðast marini sínum. Poidi, borgarstjórinn, veit ekki neitt um neitt, hann er á- gætismaður og gestrisnin sjálf og hvetur André vin sinn mest allra til að koma. Gengur þetta svo í sjö ár, að hiri forna ást getur ekki gleymst. _ TJÖLD _ Ennþá er tími til að panta Tjöld. Eftirspurnin og salan af þessum ágætu B-tjöldum sanna að betri tjöld fáið þið hvergi. — Hvað er eins gaman og að ferðast með sitt eigið hús að sumarlagi og tjalda þar sem manni sýnist og njóta sólar og útilegulífsins. Snúið yður semi fyrst til Bruun, Laugav. 2. (Gleraugnabúðin). Borgarstjórinn og kona hans eignast á þessu tímabili tvo syni. Þá er það á afmæli frúarinnar að André er kom- inn að vanda. Hefir hann óður skrif- að Vroni, konu borgarstjórans brjef, þar sem hann telur hana á að segja manni sínum frá öllu saman og að hann eigi ekki nema annan drenginn þeirra. Þegar hún ætlar að fara til þess fellur henni þó allur ketill í eld með að kasta þessum skugga á líf hins góða eiginmanns síns. Ákveður André nú að slíta sig frá henni fyrir fult og alt en síðasta kveldið ætla þau öll að skemta sjer saman. Þau fara að renna sjer á sleða fyrir utan bæinn, sleðinn veltur um koll, Vroni rotast en André er fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Poldi einn kemst af heilu og höldnu. Nú vili svo til að hann finnur brjefið frá André, verð- ur hanisláus af reiði, þýtur upp á sjúkrahúsið til André og krefst að fá að vita hvert barnið hann eigi ekki sjálfur. André segir það vera minni drenginn og Poldi fer með barnið upp á fjöll og ætlar að drepa hann. En þegar á á að herða getur hann ekki fengið af sjer að drepa barnið. Fer heim með hann og kemst þá upp að André hefir logið að honum til þess að frelsa sitt eigið barn, Vroni hefir gengið með drenginn þegar liún giftist Poldi, en verið honum trú jafnan síðan. Sefast þá reiði Poldi og getur hann nú aftur hugsað um konu sína með ást og virðingu og er glað- ur og þakklátur yfir að geta lifað fyr- ir báða drengina, sem hann ann liug- óstum. ----x---- KONAN í TUNGLINU. Myndin er ákaflega spennandi og æfintýraleg eins og nærri má geta, þar sem hún snýst öll um fyrstu ferð- ina til tunglsins. Gamall prófessor hefir fyrir langa löngu haldið þvi fram að í tunglinu væri mikið af gulli, sem hægt myndi vera að sækja einhverntíma eftir langan aldur og flytja til jarðarinnar. En framfarirnar eru mikiar og liraðskreiðar nú á tímum og einn góð- an veðurdag er komið að því að lióp- ur af ungu fólki ásamt prófessornum Karlmannaskór og stígvjel I i afar-stóru tirvali. | Verð við allra hæfi. j Hvann bergs bræður leggur á stað með raket-flugvjel til tunglsins. Verður þeim vel til farar- innar, en eins og þar sem gullið er í aðra hönd fylgir þvi líka að jafnaði öfund og svik og snúast margir þætt- ir um það. Helios, eigandi loftfarsins, er aðal söguhetjan. Reynist haiiri jafrian liinn besti drengur. Síðast jiegar aftur er lagt af stað til jarðar- innar og loftfarið ekki getur boriS alla verður hann einn eftir. En þarna í tunglinu kemur gæfan til hans . • • • Mynd þessi verður sýnd í Nýja Bíó bráðlega. Sflfnrplettvorur Silfurplett-borðbúnaður, Kaffi- stell, Rafmagnslampar, Bursta- stell, Ávaxtaskálar, Konfektskál- ar, Blómsturvasar, Kryddílát, Blekbyttur og margt fleira. HVERGI ÓDÝRARA. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 436.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.