Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1930, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.05.1930, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Leikfjelcigið er mí bi/rjað að ítýna „Kinnahvolssystur" eftir Hauch, hið vinsæla leikrit, sem hjer hefir verið sýnt oft áður. Hlutverkaskipun er að mestu ný. Ulriku hina gullþyrstu, sem var eitt af bestu hlutverkum Stefaníu heitinnar Guðmunds- mundsdóttur, leikur nú frú Soffia Guðlaugsdóttir og tekst mætavel, sjest liun hjer á einni myndinni ásamt ÁstuNorðmann (lngibjörgu) og Guðlaugi Guð- mundssyni (Gústaf). Álfakóng- inn leikur Friðfinnur Guðjóns- son og sómir hann sjer vel í því hlutverlci. Dansa hafði Ásta Norðmann samið fyrir leikinn og sýndi þá ásamt 6 nemend- um sínum. — Þetta verður að líkindum síðasta sýning fjelags- ins á leikárinu. Hafa alls verið sýnd fimm leikrit nfl. Spansk- flugan 5 sinnum, Ljenharður fógeti 12 sinnum, Flónið 1) sinn- um, Hreysikötlurinn 8 sinnum og svo Kinnarhvolssystur. Ásamt leikmyndunum úr Kinnarhvols- systrum birtist hjer að ofan mynd af formanni Leilcfjelags- ins, Friðfinni Guðjónssyni. Leikfjelagið. „Bræðraf jelag fríkirk jusafnað- arins“ hefir nýlega gefið frí- kirkjunni lijer klukkur þær sem sjást hjer að ofan og vcrða þær vígðar bráðlega. Klukkurnar eru steyptar í Apolda i Þýska- landi og eru stórar og mjög vandaðar. Á aðra klukkuna er letrað: „Dýrð sje Guði í upp- hæðum, friður á jörðu og vel- þóknun yfir mönnunum“ en á hina: „Lofi Drottinn allar þjóð- ir, mikli og prísi liann allir lýðir“. Sigurður Sigurðsson stýrimað- ur, Skólavörðustíg 18, Rvík verður 70 ára 18. maí 1930. Einar Vigfússon kaupmaður í Stykkishólmi, verður sextugur 17. þ. m. HUNDUR SÆMDUR HEIÐURS- MERKI. í Middelborough í Massachuesetts í Bandaríkjunum er lítil stúlka ein Eil- een Depson að nafni. Elinu litlu hug- kvænulist einn góðan veðurdag að fá sjer göngutúr, þó hún vissi að hún mætti ekki fara út ein saman, því að hún var ekki nema tveggja ára göm- ul. Fór hún af stað i ágætu skapi eitthvað út í buskann, til þess að lit- ast um í hinum merkilega stóra heimi. Er hún hafði gengið um stund varð hún þreytt og settist niður til þess að hvila sig. Vegna þess hvað hún var ung og óreynd í lífinu valdi hún til þess járnbrautarteina nokkra, og það sem verra var, hún var að vörmu spori steinsofnuð milli teinanna. Enginn hafði tekið eftir því, þegar telpan fór að heiman, nema stór hundur, sem faðir hennar átti, kall- aður Prince. Gekk hann fram og aft- ur heim við hús og leið auðsjáanlega illa. Alt í einu stökk hann yfir vall- argarðinn niður á veginn oginnískóg- arkjarr þar nærri. Að stundarkorni liðnu fann liann Elínu litlu sofandi milli teinanna og lagðist niður hjá henni. Nú vildi svo til að maður nokkur sá alt sem fram fór, því annars hefði Prince líklega ekki fengið heiðurs- merkið. Maðurinn tók fyrst eftir því að hundurinn lá við hlið barnsins á teinunum. Alt í einu heyrðust drun- urnar í hraðlest í fjarska. Sjer hann þá að liundurinn grípur í föt barns- ins og fer að tosa henni út yfir tein- ana. Mátti ekki tæpara standa að barnið bjargaðist. Elínu litlu varð náttúriega nokkuð bilt við þetta alt saman, en henni vildi ekkert til og átti hún þannig seppa líf sitt að launa. NÝKOMIÐ: Tennisskermar fyrir karlm. og konur. Afar þægi- leg og góð tegund. Kaupið strax. ztiss SJÓNAUKAR. Ef þjer eruð að hugsa um að kaupa prisma eða ferða- kíkir, eigið þjerað koma sem fyrst í líLERAUGNABÚÐINA, Lgv. 2. Fálkinn fæst eftirleiðis lceypt' ur á Hotel Borg (tóbakssölunni)- J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.